Þjóðviljinn - 19.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1959, Blaðsíða 12
Um 30 ísafoldarbæk- ur á þessu hausti í dag koma út níu, m.a. bók Freuchens um heimshöíin sjö og bréíasaín Matthíasar Von mun vera á um 30 nýjum bókum frá forlagi ísa- foldarprentsmiðju h.f. fyrir jólin, þar af koma 9 bækur út í dag, m.a. bók Peters Freuchens urn heimshöfin sjö, einnig Bréf Matthíasar Jochumssonar til Hannesar h'afstein og Álitamál, safn ritgeröa eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. þJÓÐVILJINN Fimmtudagur '19. nóvember 1959 — 24. árgangur — 254. tbl. Brezkt leikrit frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á langard. Á laugardagskvöld frumsýnir ÞjóðleikhúsiÖ leikritið „Edward sonur minn“ eftir Robert Morley og Noel Lang- ley. Verður þá jafnframt minnzt 25 ára leikafmælis Regínu Þóröardóttur. Bók Freuchens um heims- höfin sjö er mikil að vöxtum, 520 blaðsíður í stóru broti og prýdd 120 ljósmyndum og teikningum. Hersteinn Páls- son ritstjóri sneri bókinni á íslenzku eftir amerísku útgáf- unni, sem er óstytt og all- miklu lengri en danska útgáfa bókarinnar. Ávöxtur hugmyndaflugs og forvitni • Peter Freuchen lauk við for- mála bókarinnar um heimshöfin sjö 30. ágúst 1957, fáum dög- um fyrir andlátið. I honum segir hinn frægi landkönnuð- ur og rithöfundur m.a. að bó'k- in sé ávöxturinn af hugmynda- flugj sínu og forvitni. 1 henni hef ég, segir hann ennfremur, Ieitazt við að festa á pappír- inn dálítið af vísindum og draumum — staðreyndirnar og hugarburðinn, sem gera öll lieimsins höf svo dæma- laust hrífandi. Þess má geta hér, að amer- íska útgáfa bókarinnar kostar 1 bókabúðum hérlendis á fjórða hundrað krónur, danska útgáfan — mun styttri — kostar 225 kr, og hin íslenzka 240 kr. Bréf Matthíasar til Hannesar Bréf Matthíasar Jochumsson- ar til Hannesar Hafstein er nýjasta bókin í heildarútgáfu Isafoldar á verkum þjóðskálds- ins, Bréf þessi hafa ekki áður bírzt á prenti, því að þau vailt- aði í hið mi'kla bréfasafn Matt- híasar, sem gefið var út á 100 ára afmæli hans 1935. Með þeim Matthíasi og Hannesi var mikil vinátta og mun því mörg- um leika forvitni á að sjá hvað þessum andans mönnum hefur farið í milli. Um útgáfu safnsins hefur Kristján Albertsson séð. Bókin er um 190 blaðsíður. Ritgerðasafn S.J.Á. 1 bókinni Álitamál eru 15 ritgerðir eftir dr. Símon Jó- hannes Ágústsson prófessor. 1 formálsorðum segir höfundur að bókin hafi að geyma úrval ritgerða og greina sem birzt hafa hingað og þangað, „en þó feinungis þeirra, sem fjalla úm sálfræðilegt, uppeldis- fræðilegt og siðfræðilegt efni. Tvær ritgerðanna, ritgerðin um ofvitana og ritgerðin um rann- sókn Kinseys, hafa þó hvergi Veitt leyfi til kvöldsölu Á fundi bæjarráðs Reykja- víkur í fyrradag var samþykkt að veita eftirtöldum 'kvöld- söluleyfi; Hirti Fjeldsted að Lækjargötu 2, Ragnari Ólafs- syni að Laugalæk 2 og Guð- rúnu Ingólfsdóttur í sambandi við kaffivagn á Grandagarði. birzt áður“. Bókin er nær 300 blaðsíður. Aðrar ísafoldarbækur, sem út koma í dag, eru handa börnum og unglingum. Þrjár þeirra eru eftir íslenzka höf- unda: Dísa á Grænalæk, eftir Kára Tryggvason, Katla gerir uppreisn eftir Ragnheiði Jóns- dóttur og Komin af hafi eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur. Hin- ar bækurnar þrjár eru þýddar: Fegurðardrottningin eftir Hannebo Holm, Tataratelpan Fr**cbe» eftir Halvor Floden og Jan og stóðhesturinn eftir H.M. Denneborg, Fegurðardrottning- in er 2. bókin í kjörbókaflokki Isafoldar, en Dísa á Græna- læk, Tataratelpan og Jan og stóðhesturinn gru allar i barna- bókaflokki útgáfunnar. Margar bækur á næstunni Ýmissa bóka er að vænta frá ísafoldarprentsmiðju á Forstöðumaður sjúkra- húss Hvítabandsins Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í fyrradag að ráða Al- freð Guðmundsson til að vera forstöðum. sjúkrahúss Hvíta- bandsins. Skáldsaga Selmu Lagerlöf nefn- ist á sænskunni Liljecronas hem. Hún er þýdd af séra Sveini Víkingi, og kveðst hann í for- mála hafa þýtt bókina í tilefni af 100 ára afmæli skáldkonunn- ar. Bókin er 259 síður, prentuð í prentsmiðjunni Leiftri. Breiðfirzkar sagnir, sem Berg- sveinn Skúlason fræðimaður hef- ur skráð. er einskonar framhald af fyrri bók höfundar: Sögur og Fyrir fullum seglum, ein mynd- anna í bók Peters Freuchens. næstunni. Má þar nefna ,,Sögu- kafla af sjálfum mér“ eftir Matthías Jochumsson, „Deilt með einum“ smásagnasafn eftir Ragnheiði Jónsdóttur, „Myndin sem hvarf“ skáldsaga eftir Jakob Jónasson, ,,För um forn- ar helgislóðir" ferðaþættir eft- ir sr. iSigurð Einarsson í Holti, ,,I húsi náungans" viðtöl eftir Guðmund Daníelsson, „Frá heimi fagnaðarerindisins“, safn predikana og tækifæris- ræðna eftir sr. Ásmund Guð- mundsson fyrrv. biskup, þrjár bækur eftir Jack London, ljóð eftir William Blake, „Vetrar- ævintýri“, skáldsaga eftir Kar- en Blixen, „Tunglflaugin" eftir Jules Verne o.fl. 20 manns fórust í fallibyl Skæður fellibylur geisaði á Filipseyjum í fyrrinótt og biðu 20 manns bana. Mjög miklar skemmdir urðu á mannvirkjum, og um 7000 manns misstu í- búðir sínar af völdum óveð- ursins. Gífurlegt tjón varð einnig á uppskeru á ökrum. Enn eru ósóttir níu vinningar Enn eru ósóttir eftirtaldir 9 vinningar í happdrætti Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, en dregið var um vinn- ingsnúmerin sl. mánudag: Mál- verk 7921, málverk 8814, út- varpsviðtæki 89, málverk 88, ferðaritvél 404, sófaborð 19642, bækur 15240, kryddsíld 7818 og 5918. — Frekari upplýsingar fást í símum 13150 og 10479. sagnir úr Breiðafirði sem út kom 1950. Hefur bessi nýja bók að geyma 41 frásögu; hún er 204 síður og prentuð í Leiftri. Skólinn við ána er eftir barna- bókahöfundinn A. Chr. Wester- gaard, en ungir lesendur kann- ast við ýmsar fvrri bækur hans. Leikstjóri er Indriði Waage, en leiktjöld hefur Gunnar Bjarnason gert. Þýðandi er Sex ára dreng- ur slasaðist al- varlega í gær Sex ára garnall drengur meidd- ist mikið í umferðarslysi vestur á Starhaga hér í bæ skömmu eftir hádegi I gær. Slysið varð laust fyrir klukkan hálf eitt, er bifreið var ekið vestur Starhagann. Þegar bíll- inn var kominn á móts við hús- ið nr. 6 við götuna kveðst bif- reiðarstjórinn hafa heyrt smell framan á bílnum, en ekki gat hann gert sér grein fyrir af hverju hann stafaði og ók þvi áfram. Er hann leit aftur sá hann ungan dreng liggja í göt- unni aftan við bifreið sína. Stöðvaði ökumaðurinn þá þegar bifreiðina, fór út úr henni og flýtti sér til drengsins, sem var meðvitundarlaus. Var drengur- inn, Þór Wium, Melgerði 2, Kópa-- vogi, síðan fluttur í slysavarð- stofuna og þaðan í sjúkrahús. Rannsóknarlögreglan biður sjónarvotta að slysinu, ef ein- hverjir kunna að vera, að gefa sig fram. Guðmundur Thoroddsen. Aðal- leikendur eru Regína Þórðar- dóttir, Valur Gíslason og Ró- bert Arnfinnsson, en auk þeirra koma fram í leiknum Rúrik Haraldsson, Haraldur Björns- son, Jón Aðils, Baldvin Hall- dórsson, Helgj Skúlason, Klem- enz Jónsson, Bessi Bjarason, Margrét Guðmundsdóttir, Bryn- dís Pétursdóttir, Eyjalín Gísladóttir og Þorgrímur Ein- arsson. Leikritið „Edward, sonur minn“ var fyrst sýnt í Lond- on árið 1947 og vakti þá strax mikla athygli. Var það sýnt í samfleytt tvö og hálft ár í sama leikhúsinu. Leik- ritið er alvarlegs eðlis en þó er þar inargt með léttum blæ. Þetta er fjölskyldusaga og er hún rakin í leiknum í stórum dráttum og nær yfir 30 ára tímabil. Ofurást föður á syni 'gengur sem rauður þráður 'gegnum allt verkið. 71 þus. kr, hafa borizt biskups- skrifstofunni Samkvæmt upplýsingum Ing- ólfs Ástmarssonar bis’kupsrit- ara höfðu skrifstofu biskups borizt í fyrradag samtals 71 þús, krónur til flóttamanna- söfnunarinnar. Þýðinguna gerði Andrés Krist- jánsson blaðamaður. Bókin er Myndin er af Fríkirkjunni í Reykjavík, en fríkirkjusöfnuður- 167 síður, prentuð i pr^ntsmiðju inn á 60 ára afmæli í dag — og er nánar frá afmælinu Björns Jónssonar hf., Akureyri. sagt á 3. síðu. Skáldsaga eftir Selmu Lagerlöf og breiðfirzkar sagnir Þrjár bækur frá bókaútgáfunni Fróða Bókaútgáfan Fróði hefur sent frá sér þrjár bækui” Laufdalaheimilið eftir Selmu Lagerlöf, Breiðfirzkar sagn- ir sem Bergsveinn Skúlason hefur skráð og barnabók- ina Skólann við ána.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.