Þjóðviljinn - 03.12.1959, Síða 6

Þjóðviljinn - 03.12.1959, Síða 6
6)’V— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. desember 1959 r~ IMÓÐVILIINN lútgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu - Sós/alístaflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnásön. •— Aúglýsinga- stjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línúr). - Askríftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. Hagfræðingar í líf sháska „jþað bjargast ekki neitt, það ferst, það ferst“. Þessa ljóðlínu Steins Steinars mætti hafa sem eink- unarorð yfir boðskap þeim sem hagfræðingar fluttu þjóðinni a fullveldisdaginn. Annar eins böl- móður hefur ekkj heyrzt hér á landi síðan í upp- . hafi lúterstrúar, þegar skáldin brtu eymdaróði um niðurlægingu þjóðar sinnar og vegsömuðu fortíð- , ina sér til huggunar. Jónas H. Haralz dró þann- ig saman lýsingu sína í ræðunni í fyrradag, að honum fannst þjóðin stödd á brún hins geigvænleg- asta hengiflugs og biði þess eins að hrapa niður í hyldýpið. Jóhannes Nordal hagfræðingur skrifaði grein í Stúdentablaðið sama dag, og honum fannst þjóðin hafa verið stödd á endalausri eyðimerkur- göngu síðustu árin; hún væri enn á auðninni miðri og biði þess í neyð sinni að einhverjir spámenn léiddu hana á réttar brautir. Og spámennirnir eiga víst að vera þessir tveir herrar með lærdómstitlana. lónasi Haralz er semsé innanbrjósts eins og hann hangi einhversstaðar efst í hömrum Himalaja- fjall-a og eigi von á því að hrapa og tætast sundur og verða hrægömmum að bráð. Jóhannes Nordal er hins vegar staddur í auðnum Afríku með þurrar kvérkar og skrælnaða tungu ogv ofsjónir í sjáöldr- . unum. Eitt er víst; þessir tveir hagfræðingar eru ékki staddir á íslandi. Ástandið hér á ekkert skylt við það sem lærdómsmennirnir vilja vera láta; þjóð- in er hvorki að hrapa í hömrum né skrælna í '/eyðimerkurvillum. Framleiðsla íslendinga er tiltölu- lega mjög mikil, markaðir eru nægir og hagstæðir, talsverð aukning er að verða á framleiðslutækjum þjóðarinnar, hér hefur verið full atvinna á undan- förnum árum og er það einstætt í auðvalds- heiminum, fólk vinnur mjög mikið og afköst þess eru stórfelld, skuldir þjóðarinnar eru ekki óeðli- lega miklar þótt sum lánin séu óhagstæð og þeim hafi ýmsum verið illa varið. Að vísu fer því mjög fjarri að allt sé með felldu í efnahagsmálum okk- ar; óreiða og skipulagsleysi hefur einkennt stjórn þjóðarbúskaparins m.a. fyrir tilstilli þessara hag- fræðinga; ranglæti í skiptingu þjóðartekna blasir við hverjum manni; verðbólga sú sem auðmanna- stéttin hefur skipulagt þitnar þungt á almenningi; en þessar meinsemdir eru sízt af öllu rök fyrir því að nú þurfi enn að skerða kjör og hags- muni vinnandi fólks ef allt eigi ekki að hrapa eða skrælna. Þær eru röksemdir fyrir hinu gagnstæða. Fn hagfræðingarnir sjá ekki glóru. Þeir eru í sann- ^ leika staddir í ókleifum hömrum erlendra fræði- kenninga og á eyðimörk útlendrar hagspeki sem ekki verður tengd íslenzkum veruleika. Þeir hafa lært utanað í skólum ákveðnar reglur um það hvernig auðvaldsþjóðféiag eigi að vera, og þegar reglurnar koma ekki saman og heim við staðreynd- ir lífsinö á íslandi vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð. Síðan heimta þeir með ofstæki að þjóðfélaginu verði breytt til samræmis við skólalærdóm þeirra. Svo bernskur er Jóhannes Nordal, bankastjóri og hag- fræðingur, ennþá, að hann segir í grein sinni í Stúdentablaðinu að allar aðgerðir í efnahagsmálum hafi á undanförnum árum verið gagnslausar af þessari ástæðu: „Þær hafa alltaf átt að vera skref ■ í áttina, en aldrei lokaátakið“. Hann virðist halda að hann eigi einhverja formúlu sem leyst geti all- an vanda í einu lokaátaki, og síðan muni allt ganga sjálfkrafa upp frá því! Slík afstaða er dæmi um það hvernig menn eiga ekki að hagnýta skólalærdóm. Cpakur maður komst einu sinni svo að orði að til ■ væru þrjár tegundir ósanninda: lygar, bölvaðar lygar og hagfræði, og hún væri verst. Jónas H. iíáralz og Jóhannes Nordal leggja sig í fram- króka til að sanna þá kenningu. — m hann í gilið til sín. S'íðus': í flokknum kemur svo mögnuð draugasaga úr Reykjavlk; skráð eftir Brynjólfi Bjarna- syni. Enginn vcfi er á að Pálmí hefur ætlað frásögnum þéss- um af mannraunum uppeldis- hlutverk. Af skólaræðunum, sem taka við þegar frásögn- unum lýkur, er. ljóst. að hana óttaðist að nýir lífshæ.ttir, minna erfiði og . blíðara at- læti, kynnú að leika Islend- inga illa, gera þá lingerða og makráða, drepa úr þjóð- inni seigluna sem bezt dugðí í mannraununum. „Ný menn- ing er að fæðast,“ segir hann í fyrstu. skólaræðunni, og hann hefur beyg af r.ð ís- lendingar verði ekki fullgildir þátttakendur í þeirri menn- ingu, hinni vjsindalegu menn- ingu, þeir kunni að týna sjálf- um sér I gróðabralli og eftir- sókn eftir fánýtu giysi. Frásögur og umvandamr Pálmi Hannesson: Mann- raunir. Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs. 252 bls. Pálmi Hannesson kunni þá list að segja sögu flestum mönnum betur. Hann var næmur á atvik sem gæða frá- sögnina lífi og hafði á hrað- bergi orðin sem efninu hæfa. Fremst í þessari bóa standa frásagnir hans af svaðilförum og hrakningum, mönnum sem stóðust ótrú- legar þrekraunir og öðrum sem buguðust fyrir ofur- mætti harðra veðra. Pálma hefur verið hugstæð sambúð þjóðarinnar við landið, barátta mannsins við óblíða veðráttu og veglausa víðáttu óbyggo- anna. Hann hefur safnað saman munnlegum og rituð- úm heimildum um mannraun- smjörklessu und'r steini. Og fjallapunturinn, sem svignar í jökulgustinum, hefur eitt sinn — eða ættfeður hans — Pálmi Hannesson ir Og manns'kaða á ferðalögum frá miðri siðustu öld fram á þriðja tug þessarar aldar. Söguefnin eru misjafnlega stór í sniðum, en öll fá þau í höndum Pálma búning sem gefur þeim gildi. Saga Kristins Jónssonar frá Tjörnum, sem viltist mat- arlaus og illa búin norðan úr Eyjafirði suður í Árnessýslu, er sannkölluð hetjusaga. Pálxni kunni að leiða lesandi fyrir hugskotsjónir þrek mannsins og þrautseigju, hann þekkti sjálfur vötnin sem einmana ferðalangurinn þurfti að vaða og sandana sem særðu fæturna svo að hann gat ekki lengur gengið, þegar hann rakst loks á menn í Búrfellsskógi eftir 15 dægra villu. Sagan af vermönnunum fjórum sem urðu úti á Fjalla- baksvegi er áhr.ifamikil harm- saga; þótt langt væri um liðið þegar hún var skráð fær hver þeirra fjórmenninga sitt svipmót, svo örlög þeirra snerta lesandann, eins og þeir væru 'kuningjar hans. I sögu- lok snýr Pálmi sér til okk- ar, sem nú ferðumst að gamni okkar á vélknúðum farartækj- um leiðirnar þar sem forfeð- ur okkar kynslóð fram af kynslóð fengust við höfuð- skepnurnar, án þess að hafa öðru fram að tefla en eigin kröftum, einbeitni og ráð- snilld, og biðu ósjaldan lægri hlut: sogið hinn dýra safa af meyru rotnandi mannaholdi.“ Á þessa frásögn bregður þjóðsögublæ af fyrirburðum og draumum Svo er um fleiii þætti Pálma. Þegar Ágúst frá Brúnastöðum er að villast á Eyvindarstaðaheiði, fara tveir svipir fyrir honum nótt eftir nótt og reyna að teyma Þegar Pálmi var skipaður réktor, veittist íhaldið í Reykjavík að honum með ^gauragangj sem reyndi mjög- á hann. eins og hann sjálfur segir í ræðu á aldarfjórðungs; afmæli skólastjórnar sinhar :• ,,Þegar ég kom hér að skól- anum, var mér fundið margt: Framhald á 10. síðu. Freuchen í essmu sínu Peter Frauclien árið sem hann dó, ásam>í Pipaluk dóttur sinni og barnabarni. „En þú, vegfarandi, sem ferð um Fjallabaksveg, legðu krók á leið þína og 'komdu við á nafnlausu öldunni suð- ur af Kaldaklofi. Þar hefur islenzk alþýða skráð lítinn þátt úr langri sögu sinni og staðfest hann með dauða fjög- urra ferðamanna. Þar undir klappakastinu lögðust þeir til hvíldar, hlið við hlið, Árni gamli Jónsson og hann Davið litli frá Leiðvelli, sem gefið hafði gullin sín, áður en hann fór. Þar tróðu þeir fönnina, Þorlákur og Jón í Gröf, hjá félögum s'ínum dauðum . . . Á_öldunni sér enn fáein fúa- sprek og ef til vill einnig Peter Freuchen: Ferð án enda. Jón Helgason íslenzk- aði. Skuggsjá. 251 bls. Islendingar voru seinir að uppgötva Peter Freuchen, ekki var farið að þýða bækur hans á íslenzku fyrr en hann var hniginn á efri ár og löngu frægur víða um lönd, en í rauninni gerir það lítið til, þessi s'íungi garpur er allt- af jafn ferskur. Tökum til dæmis bókina sem hér er til umræðu og heitir á frum- málinu FangAmænd i Mel- villebugten. Það væri dauður maður sem e'kki hrifist með af öllu því heillandi efni sem Freuchen eys þar upp af ó- þrjótandi lind einstæðrar lífs- reynslu, sívakandi athyglis- gáfu og ódrepandi skopskyns. Þetta er allt í senn: græn- lenzk þjóðlífslýsing, saga af ævintýralegri hættuferð og safn meistaralegra skyndi- mynda af sérstæðum persón- um og eftirminnilegum at- burðum. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.