Þjóðviljinn - 08.12.1959, Page 3
Þriðjudagur 8. desember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Bók eftir Sigurð Nordal um
Stephan G. Stepliansson
Litabók með
myndai úr
Innbrotsþjófar höfðu ekki er-
indi sem erfiði um hekina
Komin er út hjá Helgafelli bók eftir Sigurð Nordal
prófessor um Stephan G. Stephansson.
Bókin heitir Stephan G.
Stephansson, maöurinn og'
skáltlið. Þetta er 163 blaðsíðna
bók með nokkrum myndum af
Steph&ni, sumum áður óprent
uðum.
Helgafell hefur einnig sent
frá sér nýja útgáfu af Sölku
Völku Halldórs Kiljans Lax-
ness. Þetta er þriðja útgáfa sög-
unnar.
The Honour of the House
nefnist ensk þýðing á sögu
Kvikmymd frá
Kínahátíð
Kvikmynd frá hátíðahöldum
á tíú ára afmæli Kínverska
alþýðuríkisins í haust verður
sýnd i Stjörnubíói klukkan níu
á þriðjudagskvöld. Þetta er
40 mínútna litmynd og verður-.
hún sýnd sem aukamynd. Lík-
legt er að ekki verði fleiri
sýningar á myndinni, svo að
þeim sem áhuga hafa á að sjá
hana er ráðlegt að tryggja sér
miða í tíma.
Halidórs Ungfrúin góða og hús
ið. Kristján Karlsson skrifar
eftirmála um höfundinn og
verk hans.
I flokknum Ritsafn Þingey-
inga er komið út annað bindi
Lýsingar Þingeyjarsýslu og
Steplian G. Stephansson
fjallar það um norðursýsluna.
Höfundur er Gísli Guðmunds-
son alþ ^ ígismaður. Margar
myndir eru í bókinni.
Tilk y n n i n g
til eigenda P R A G A vörubifreiða
Diesel-bifreiðaverkfræðingur frá Tékkneskn PKAGA-
vörubifreiðaverksmiðjunum er kominn til landsins
til þess að leiðbeina yður uin viðhaUl og viðgerðir
á PRAGA vörubifreiðunum.
Hafið samband viðy okkur, við fyrstu lietóugleika.
Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi.
Ssmar: 3-2881 og 1-7181.
Rostock — Reykjavík
1—2 ferðir í mánuði.
Nánari upplýsingar gefur
Skipadeild S. I.S.
Litabækur eru eitt vinsælasta
leikfang barna, og nú er komin
út bók sem gefur þeim tæki-
færi til að lita íslenzkar forn-
aldarhetjur í stað kúreka og
indíána.
Bókaútgáfan Hungurvaka hef-
ur gefið út litabók með mynd-
um úr sögu Grettis Ásmunds-
sonar hins sterka. ,,Hún á að
verða hungurvaka ungum lit-
ara, vekja löngun og hungur
til að kynnast betur sögunni
um Gretti“, segir á kápu.
Halldór Pétursson hefur gert
myndirnar i bókinni en Árni
Böðvarsson tekið saman texta.
Tilvitnanir eru í íslendinga-
sagnaútgáruna frá 1947.
í heftinu sem út er komið
eru myndir úr fyrri hluta
Grettlu, en síðari hlutinn og
aðrar istendingasögur munu
fylgja, ef þessu verður vel íek-
ið. Bókin er prentuð í offset-
prentst. Þegg og kostar 15 kr.
Grettir berst við björninn. Ein
af myndunum úr litabókinni
um Gretti sterka.
Sterklr menn
brjóta rúður
í fyrrinótt gengu ölóðir
rúðubrjótar berserksgang hér
í bænum. Réðist einn þeirra á
hálfkassabíl norðan úr landi,
er varð á vegi hans á Hring-
brautinni og braut úr hon-
um allar rúðurnar 8 að tölu,
einnig braut hann af honum
loftnetsstöngina.
Annað slíkt heljarmenni
hafði verið á ferð um Mið-
tún og braut hann þar rúð-
ur í tveimur bílum, þar á
meðal bogarúðu í nýjum bíl.
Nautilus á Norðurpól
er írásögn af einstæðu siglingarafreki
og frækilegri hættuför, frásögnin af
fyrsta kjarnorkukafbátnum í fyrstu
siglingunni undir ísbreiðu norður-
skautsins.
NAUTILUS Á NORÐURPÓL er frá-
sögn, sem hefur alla kosti, sem vand-
látur lesandi krefst: Hún er sönn, hún fjallar um hættur og ýmis taugaæs-
andi atvik, svo að lesandinn stendur á öndinni. Að lestrinum loknum hefur
lesandinn kynnzt því, hvernig merkur atburður veraldarsögunnar gerðist.
NAUTILUS Á NORÐURPÓLI er sérstæðasta sjómannabók ársins.
Sex innbrot framin í bænum
Um helgina voru innbrots-
þjófar bæjarins allathafna-
samir en báru þó minna úr
býtum en þeir munu hafa
vonazt eftir, eins og oft vill
verða, þegar ekki er nægr-
ar fyrirliyggju gætt. Þannig
var hrotizt inn hjá Dráttar-
vélum hf. á Snorrabraut og
stolið þaðan kuldaúlpu, peys-
um og sjálfblekungi. Hafði
þjófurinn brotið glugga á
bakhlið hússins og skriðið inn
á salernið. Næsti gluggi við
hliðina er hins vegar á Á-
fengisverzlun ríkisins og
þangað mun förinni. hafa ver-
ið heitið, .en sem sagt: Þjóf-
urinn fékk enga vætuna nema
hafi hann vætt fætur í klós-
ettskálinni!
Um helgina var einnig
brotizt inn í veitingastofuna
Vesturhöfn og stolið borð-
klukku og sígarettum. Þá var
brotizt inn í söluturn í bið-
skýlj við Laugarásveg og
stolið s'ígarettum og vindlum.
Brotizt var inn í geymslu
Grænmetisverzlunar r'ikisins
en ekki er vitað til þess, að
neinu hafi verið stolið þar.
Sömuleiðis var hrotizt inn á
skiifstofu hjá byggingafélag-
inu Brú en engu stolið. Loks
var gerð tilraun til þess að
brjótast inn í Borgarþvotta-
húsið en án árangurs.
• SKÝRSLA
FJÁRMÁLA-
RÁÐHERRANS
• Gunnar Thoroddsen fjár-
2 málaráðherra birtir í Morg-
2 unblaðinu í fyrradag mjög
• fróðlega og skemmtilega
skýrslu um athafnir sínar
• „siðari hluta fimmtudags og
• aðfaranótt föstudags" eins og
2 hann orðar það. Hann kveðst
2 hafa setið fund alþingis frá
J kl. 1.30—4.00, farið á bæj-
• arstjórnarfund kl. 5.00, og
• stóð hann til langt gengin
2 níu. Þá fór ráðherrann heim
2 til sin og fékk loks tóm til
J að borða kvöldmat, og síðan
• fór hann að hátta . og sofa
• kl. 11.00. „Þóttist ég hafa
2 nokkurn rétt til svefns“ seg-
2 ir ráðherrann hógværlega.
J Loks var hann vakinn af
• værum blundi kl. 2.30 og
• honum tjáð að þingmenn
2 vilji fá að ræða við hann á
2 þingfundi. „Þótt þessi krafa
• þeirra væri með öllu ástæðu-
• laus og órökstudd, klæddist
2 ég þegar og skundaði niður
2 í þing, til þess að reyna að
2 firra vandræðum. En þegar
• þangað kom, hafði þingfundi
• verið slitið fyrir fáum mín-
2 útum, eða kl. 2,35.“ Ekki
• rekur ráðherrann sögu sína
• lengur, tíundar ekki hversu
2 leng'i hann hafi verið heim
2 til sín aftur eða hvernig
2 honum hafi gengið að sofna
• eftir þetta hvimleiða rúm-
• rusk. En engu að síður er
2 það mjög þakkarvert að ráð-
2 herrann skuli þannig gefa
2 þjóðinni skýrslu um athafnir
• sínar, bæði það taumlausa
• erfiði sem hann leggur á rig
2 í þágu fólksins og hið ró-
2 lega og friðsæla heimilis'if
2 og góðar svefnfarir þess
• manns sem hefur hreina
• samvizku.
2 Aðeins er einkennilegt •"ð
2 ráðherrann segist birta þessa
• greinargerð til að mótmæla
• frásögnum Þjóðviljans og
2 Tímans, sem beri vott um ó-
2 sæmilega iðju og illt innræti
2 ritstjóranna. Þessi tvö b’öð
• hafa þó aðeins ságt frá því
• að ráðherrann hafi ekki ver-
2 ið viðstaddur þingfundi á
2 fimmtudagskvöld og aðfara-
2 nótt föstudags, og það játar
• hann að fullu með hinni
• ljósu og vel sömdu skýrslu
sinni. Sé greinargerðin birt
til að hrekja eitthvað, hlýt-
ur það því að stafa af ótta
ráðherrans við það að ein-
hverjir kunni að halda að
hann hafi verið staddur á
einhverjum allt öðrum stað
en í bólinu sínu, og það
stað sem ráðherrann vill
með engu móti láta kenna
sig við. Skýrslan er þannig
hugsuð af hálfu ráðherrans
sem alibi, fjarvistarsönnun.
eins og þær sem mjög koma
við sögu í glæpareyfurum.
Hins vegar hlýtur hann að
gera sér það ljóst sem fyrr-
verandi prófessor í lögum að
þegar út í fjarvistarsannanir
er komið, er framburður
hins grunaða engan veginn
einhlítur nema hann íái
stuðning af góðum vitnum,
og þar sem Gunnar Thorodd-
sen er vaskur baráttumaður
er sízt að efa að hann muni
fylgja málinu fast eftir
næstu dagana.
Á morgun gæti bílstjóri
ráðherrans þannig gefið
skýrslu um það í Morgun-
blaðinu livernig hann hafi
ekið yfirboðara sínum heim
af bæjarstjórnarfundinum s.
1. fimmtudagskvöld og horft
á eftir honum upp tröppurn-
ar. Næsta dag gæti svo
þjónustustúlka ráðherrans
birt greinargerð um það
hvað hann hafi fengið að
borða eftir að hann kom inn
og hvernig hann hefði farið
að því að snæða hinn síð-
búna kvöldverð. Og að lok-
um gæti svo eiginkona ráð-
herrans skýrt frá því hvern-
ig hann liafi farið að því að
hátta sig, hvernig lit nátt-
föt hann hafi farið í og
hversu vært hann hafi sofn-
að um leið og hann lagði
höfuðið á koddann þar til ó-
sköpin dundu . yfir kl. 2.30
og hann setti alþjóðlegt
hraðamet með því að klæða
sig og æða niður í þing á
einum saman fimm mínút-
um. Er mikið tilhlökkunar-
efni að fá slíkar skýrslur í
framhaldi af þeirri sem þeg-
ar hefur birzt, því ekkert er
þjóðinni hollara en að fá að
fylgjast til hins ýtrasta með
hverri lífshræringu beztu og
grandvörustu leiðtoga.. sirma.
— Austri.