Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. janúar 1960 'f Nauðsynlegt að skerða kjörin? Framhald af 7. síðu. eftir gengislæklÉúnina síð- ustu, minnkaði fiskiskipaflot- inn raunverulega ár frá ári, því fjárfesting í nýjum skip- um var minni, en árlegu við- hakli flotans nam. Fjárfesting var þá líka miklu minni, en hún hefur verið síðustu árin. Fjárfest- in er talin hafa verið á ári sem hér segir: 1952 ....... 418 millj. kr. 1953 ........ 624 — — 1954 ........ 877 — — 1955 ........ 1105 — — 1956 ........ 1425 — — 1957 ........ 1615 — — og 1958 og 1959 mun hún þó hafa orðið ennþá hærri. Síðustu árin hefur skipastóll landsins verið stóraukinn. Ár- ið 1958, þegar raunverulegur greiðslujöfnuður náðist, mun Innflutningur sltipa 92.6 millj. króna og áætlað er, að skipa- innflutningur verði að minnsta kosti 119 millj. lsrón- ur 1959. Og nú eru í smíðum er- lendis fyrir Islendinga 66 bát-^ ar að stærð 7508 rúmlestir og mun kostnaður þeirra vera um 200 milljónir króna. Samkv. opinberum skýrsl- um er talið að innlendur sparnaður í hlutfalli við heildarframleiðs’u þjóðarinn- ar hafi verið þessi: 1953 ........ 22.2% 1954 ........ 26.2% 1955 ........ 25.3% 1956 ........ 28.3% 1957 ........ 30.7% og 1958 og 1959 mun þetta hlutfall enn hafa farið hækk- andi. Þessi mikli sparnaður er miklu meiri hér en í ná- lægum löndum og ber auðvit- að ekki vott um ,,eyðslu“ eða óspilunarsemi. Þegar # gjaldeyrisviðskipti þjóðarinnar við útlönd eru tekin til athugunar, verður ó- hjákvæmilega að taka tillit til þess, hvort gjaldeyrishall- inn stafar af miklum fram- kvæmdum, kaupum á varan- legum eignum, eða hvort hann stafar af raunverulegri eyðslu. Erlendar skuldir ið hyggilegri fjármálastjórn? Sementsverksmiðjan er ann- að stærsta mannvirkið. Lík- lega kostar hún 130 — 150 milljónir króna. Mikil erlend lán hafa verið tekin vegna verksmiðjunnar. Framleiðsla verksmiðjunna.r sparar senni- lega 50 milljónir króna í gjaldeyri árlega. Hefði verið betra að vera laus við sementsverksmiðjuna og skulda ekkert hennar vegna ? Og hvað er að segja um aukningu fiskiskipaf lotans ? Skyldi það vera háskalegt fyrir efnahagsmál þjóðarinn- ar í næstu framtíð, að fiski- skipaflotinn skuli vera stór- aukinn, jafnvel þó að nokkuð sé tekið af erlendum lánum til slíks? Það er vKanlega hin furðu- legasta fjarstæða að ætlast til þess, að hægt sé að byggja nýja Sogsvirkjun, virkjun fyrir Austurland, virkjun fyrir Vestfirði, reisa sements- verksmiðju, stórauka sldpa- stólinn, byggja síldarverk- smiðjur, frystihús, og bæta fyrir margra ára afglöp í liúsnæðismálum og vélvæða landbúnaðinn og endurupp- byggja, allt án þess að tekin séu einhver erlend lán. Slíkar stórframkvæmdir er ekki hægt að leggja á árs- tekjur tveggja eða þriggja ára, Hagfræðingar, efnahags- sérfræðingar og ábyrgir stjórnmálamenn geta ekki tal- að um erlendar lántökur eins og einhvern bráðan háska. Er’end lán, sem varið er til gjaldeyrisskapandi framleiðslu eru auðvitað ekki hættuleg ncinni þjóð, séu þau tekin með eðlilegum kjörum. Hit er svo annað mál, að eflaust he'ðum við getað ráð- stafað þeim lánum, sem tekin hafa verið og sparnaði þjóð- arinnar, á eitthvað betri veg en gert hefur verið. Það er a^gjörlega rangt, að þjóðin hafi ,,eytt“ 1000 millj- ónum króna í erlendum gjald- eyri á undanförnum árum; talan sjálf er alröng og auk þess liefur hinum erlendu lán- um ekki verið ,,eytt“ eða ,,só- að“. FramleiSslu- stefnan Sú stefna, sem mörkuð var af vinstri stjórninni, til efna- hagslegs sjálfstæðis og bættra lífskjara, — frain- leiðslustefnan, — hún var rétt. Árangur þeirrar stefnu er að koma í ljós. 1958 og 1959 hefur náðzt jöfnuður í aðalatriðum, þrátt fyrir gífurlega mikla upp- byggingu. Nýju skipin, sem nú bæt- ast í flotann munu vissulega^ auka við aflann. Nýja landlielgin er þegar farin að skila sinni aukningu, en mun gera það í stóraukn- um mæli á næstunni. Með nýtingu flatfiskaflans, sem efalaust hlýtur að hefj- ast á þessu nýja ári, ætti framleiðslan að aukast um 80—100 millj. króna á ári. Nýtt tímabil er að hefjast í síldveiðum oltkar. Stærri og meiri skip og ný veiðitækni, mun gjörbreyta aflamagninu. Ekki þætti mér hátt metið þó áætlað væri, að síldin gæfi okkur 100 milljónum króna meiri verð- mæti 1960, en 1959. En framleiðslutæki verða að ganga af fullum krafti. Efnahagsráðstafanir sem leiða. af s^y vinnustÖðvanir hrindá'. öllu um koll, og heimskuieg stjórn peningamálanna getur- truflað framleiðsluna. Spurningin í efnahagsmál- um íslands í dag er þessi: Sigrar framleiðslustefnan,. eða verður kauplækkunar- stefnan ofan á? Verður byggt á þeim grunni, sem lagður hefur ver- ið, eða eiga skilningssljóir talnatöflumenn að setja hér allt á höfuðið? Clyðmgahalur Framli. af 1. síðu Þýzkalandi og víðar, þar sem: fólk minnist gyðingahaturs: þýzku nazistanna og fjölda- morða þeirra. í Bæjaralandi, syðst í V.-Þýzkalandi hafa 5 kirkjur gyðinga verið vanhelg- aðar og hafa yfirvöldin fyrir- skipað rannsó'kn á því hvort stjómmálaflokkur beri ábyrgð' ina á óhæfuverkunum Hinn svokallaði Ríkisflokkur í Vest- ur-Þýzkalandi, sem er nýfas- istaflokkur, er almennt talinn aðalskipuleggjandi hinnar nýju' ofsóknaröldu gegn gyðingum„ TRÉSM ÍÐAVÉLAR frá Þýzka alþýðulýðveldinu - Nýtízku gerð. Sterkbyggðar. Afkastamiklar. Spón- og krossviðarpressa, gerð FSP 3 A Hitaleiðslur gufunnar eru 'sérlega vandaðar og þéttar. Hnappa- stýring með greinilegum ljósbúnaði tryggir örugga stjórn. — Myndin sýnir þriggja hæða pressu, en þær má fá frá tveimur og upp í tíu hæðir. — Stærð hitaplatanna er 2540x1320x40 mm. Þrýstingur pressunnar allt upp í 200 tonn. Límþrýstingur á öll— um fletinum er 6 kg. per fer-cm. og er þrýstingur jafn á öll- um fletinum. Framleiðandi VEB MIHOMA, Leipzig 05, Torgauerstr, 43, D.D.R. Fyrir þessa pressu getum við útvegað: Gufutægi fyrir hitapressur með elektróðu-hitun. Sérlegir kostir; Lítið að ummáli, skjót upp- hitun, auðveld innstilling. — Bregðist vatn slekkur tækið sjálf- krafa. Afköst allt að 100 kg/h þéttigufa. Þrýstingur 6 atii, hiti 1640 gráður C, sem samsvarar 120—140 gráðu límingarhita. Spónskurðarvél, gerð FUS (Klipper) Af þessari vél fást tvær stærðir, fyrir 210 og 270 cm. skurðbreidd. Hleðsluhæð er 6 mm. Afköst mótors: 2,7 Kw. Vél þessi er mjög sterkbyggð og tryggir nákvæman og hreinan skurð. En. hafa þá ekki skuldir landsins við útlönd farið hækkandi? Jú, vissulega. En hvað hefur komið í staðinn? Hvers vegna hafa skuldirnar myndazt? Sogsvirkjunin nýja er stærst okkar framkvæmda hin síðari árin. Hún mun kosta um 200 milljónir króna og ég hygg, að erlend lán hennar vegna séu að minnsta kosti 170 milljónir króna. Auðvitað hefðum við getað látið þetta mannvirki óbyggt og þá auðvitað ekkert skuld- að þess vegna. Hefði það ver- Límáburðarvél, gerð LA II Vélin hefur tvo framdrifshraða, 9,5 og 19 mtr./mín. með pólbreyt- anlegum mótor. Afköst mótors 1,8/2,2 Kw., 1400/2800 snún/mín. Ber á verkefni sem eru frá 0,3 og upp í 40 mm að þykkt. Vélin er mjög sparneytin á lím og hreinsun sérstakiega auðveld. Framleiðandi: VEB Machinenbau Jonsdorf, Kurort Jonsdorf, D.D.R. Útflutningsmiðstöð fyrir ofangreindar vélar; WMW-EXPORT, Berlin W 8 — Mohrenstr. 61 Einkaumboð á íslandi; HAUKUR BJÖRNSSON HEILDVERZLUN Póst. 13 — Reykjavík. Símar. 10509 — 24397. Símnefni Valbjörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.