Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.01.1960, Blaðsíða 11
■Sunnudagur 3. janúar 1960 — ÞJÖÐVILJINN — (11 H. E. BATES: RALÐA SLÉTTAN skrifborðum sínum. Honum fannst þeir vera stirðlegir í framkomu, rétt eins og þeir teldu rétt að vera við öllu búnir frá honum. Hann fór allt í einu að hugsa um, hvort hann hefði slíkt orð á sér. Tilhugsunin var honum ógeðfelld. Honum hafði ekki fyrr dottið í hug að hann væri svo alræmdur. Honum lá allt í einu mjög á að komast út fyrir. „Þessir náungar leiða þig í allan sann- leika. Komdu yfir í tjaldið mitt með flugáætlunina klukkan hálftólf“, sagði hann. „Er það ekki í lagi?“ „Það er í lagi“, sagði Carrington. Hann ók hægt yfir að flugbrautinni og var í þungum þönkum. Ýmis atvik fóru að rifjast upp fyrir honum: ekkert flug í þrjár vikur, hinn skyndilegi áhugi Harr- isar á honum, athugasemdir hans um heilsufar hans, mepacrinið hans, sólgleraugun; Aldridge og þekking hans á öllu þessu og síðan svipbrigði loftskeytamannanna tveggja, Dykes og Porters- Allt bar þetta að einum og sama brunni. Og svo mundi hann eftir enn einu. Það var dálítið sem Harris hafði sagt í gamni: „Minntu mig á að gefa þér nýtt lyf. Kom frá Calkútta í gær. Dregur úr geðillsku“. Þá hafði hann haldið að þetta væri aðeins venjuleg gamansemi, verðugt andsvar við beizkyrðum hans sjálfs. En hann mundi líka að kvöldið sem hann fór yfir í þorpið, hafði hann í rauninni ekki séð út úr augunum. Hann hafði í rauninni ekkert skeytt um hvert þeir voru að fara. Það hafði ekki skipt máli fremur en annað. Nú leit hann ekki lengur á athugasemd Harrisar sem gamansemi, hún virtist varpa ljósi á þetta allt sam- an. Það var eins og hann sæi sjálfan sig í fyrsta sinn í réttu ljósi. Þegar hann kom að flugbrautinni var hann orðinn agn- dofa yfir því, hversu einfalt þetta var allt saman. Hann undraðist að hann skyldi ekki hafa orðið þess var fyrr. Hann ók yfir að flugvélarstæðinu. Flakið af brunnu moskítóvélinni, hrúga af svörtu og hvítu braki sem minnti á kroppuð, sólbökuð bein, rifjaði upp fyrir hon- um atburði gærdagsins. Og enn skýrðust hugsanir hans. Hann vissi nú að bæði Harris og Aldridge höfðu gefið honum gætur. Hann hafði verið undir þess konar athug- un sem er undanfari brottflutnings, loftslagsbreytingar, jafnvel frávikningar. Ferðin yfir til þorpsins var ekki af neinni tilviljun. Hún var ekki gamansemi af hálfu Harr- isar. Hún var fyrirframákveðin af Harris og Aldridge vegna tvísýns hugarástands hans- Eins og lyf til að draga úr geðillsku. Þegar hann kom að flugvél sinni sá hann að Brown og Clarke, fyrrum starfsmenn hans, voru þarna ekki leng- ur. Ókunnugur vélvirki, ungur maður, kaffibrúnn að lit og nakinn að beltisstað, var að vinna við mótorinn. Um leið og hann sá hann og mundi eftir Brown, rifjaðist enn eitt upp fyrir honum. Hann mundi eftir kynlegu augna- ráði Browns þegar hann horfði á hann; hann mundi að hann hafði næstum orðið undir sjúkrabílnum. Hann sá augnaráð Browns fyrir sér, rólegt og samúðarfullt í sól- björtu rykinu. Og þá vissi hann að Brown var enn einn' í viðbót við lækninn og Aldridge og Blore og Burke og hamingjan má vita hversu marga aðra sem höfðu tekið eftir einkennunum hjá honum, einkennum bilaðra tauga, endalokanna. Og um leið var hann dálítið sár, ekki reiður, aðeins dálítið sár yfir því að Brown hefði ekki komið til að kveðja hann. Hann leit upp til vélvirkjans, kolbrúns og sólbakaðs. „Góðan daginn“, sagði hann. „Hvað heitið þér?“ „Martin, foringi“. Hann heilsaði mjög formlega. Um leið kom annar vélvirki framundan flugvélinni og stóð settlega við vænginn. Forrester sá hið sama í fasi þeirra beggja. Þeir voru dauðhræddir við hann eins og allir hinir. Um leið kom hann andliti mannsins fyrir sig. „Þér vor- uð hjá herra Anderson, var ekki svo?“ „Jú einmitt, foringi". „Er nokkuð að mótornum?“ „Ekkert .alvarlegt, foringi. Olíurennslið. Það er að kom- ast í lag“. „Ég vil fá það í lag. Ég þarf að nota gripinn klukkan tólf“- Hann talaði rólega og stillilega en spennan hvarf ekki úr svip piltsins. Hann sneri sér að hinum manninum. „Hvað heitið þér?“ Maðurinn heilsaði þegar. „Cartwright, foringi“. „London?“ j,Já, foringi11. „Lifi Cockney“. Báðir piltarnir hlógu og það slaknaði andartak á spenn- unni. „Jæja þá“, sagði hann. „Kippið þessu í lag“. „Já, foringi11. Hann fann að spennan kom aftur þegar hann gekk burtu. Þá kallaði vélvirkinn til hans: „Brown sergent var að leita að yður, foringi". „Jæja?“ sagði hann. „Þökk fyrir“. Hann gekk yfir að jeppanum en áður en hann náði að setja hann í gang, veifaði vélvirkinn tjl hans hendinni og hrópaði: „Ég held sergentinn sé á leið hingað, foringi“. „Ágætt“, sagði hann. Hann setti jeppann í gang og ók hægt til móts við hann. Forrester fann til gleði við að s'á hann. Hann stöðvaði jeppann þegar hann kom á hl;ð við Brown. „Ég hef alls staðar verið að leita að yður“, sagði Brown. Forrester tók eftir því að hann heilsaði ekki með her- mannakveðju og sagði ekki foringi. Honum þótti það ekki verra og sagði: „Jæja, stundin nálgast víst?“ „Ég fef með Beachx’aftvél klukkan tvö“- Augu Browns voru blóðhlauþin og þreytuleg. „Var svo bjórveizla í gærkvöld?“ „Tveir bjórar á mánuði hrökkva skammt til þess!“ sagði Brown. „Indverskt gin, það var allt og sumt. Bölv- aður óþverri. En skárra en ekkert“. „Mér þykir leitt að þér skuluð vera að fara“, sagði Forrester. „Mér þykir það leitt líka“. „Yður?“ sagði Forrester. „En tíminn er útrunninn11. „Já —- en svona er það nú einhvern veginn. Maður á bágt með að slíta sig frá þessum fjanda“. Forrester bjó sig uiidir að aka af stað. Honum leiddist að draga kveðjur á langinn. En Brown sagði: „Heyrðu mig, foringi“. Hann stakk hendinni í buxnavasann og tók hana upp aftur. „Ég bjó dálítið til handa yður“. Hann rétti fram allstóran tvíblaða hníf með tappatog- ara. „Bjó hann til úr afgöngum og dóti- Mitt verksvið. Bara til minningar.“ Forrester vissi ekki hvað segja skyldi. Hann tók við hnífnum og horfði á hann. Öðrum megin á hann var grafið: „Forrester flugstjóri frá Brown sergent, Burma 1945.“ Hann leit á Brown og sagði í einlægni: „Hann er ljómandi fallegur. Þetta er fallegasti hnífur sem ég hef eignazt. En mér helzt aldrei á þeim. Ég hef alltaf týnt öllum hnífum síðan ég var smástrákur.“ „Þér týnið þessum ekki,“ sagði Brown. „Það er á hon- um tappatogari." Forrester hló, en um leið og hann stakk hnífnum í vas- ann, fannst honum hann þurfa að segja meira. Honum fannst hann allt í einu vera í mjög nánum tengslum við Brown. „Heyrið mig,“ sagði hann. „Segið mér eitt.“ Brown þagði. „Hef ég verið erfiður í samvinnu?“ „Já“, sagði Brown. „Mjög?“ „Ekki laust við það stundum.“ „Hversu erfiður?" „Næstum óþolandi.“ „Mér þykir það leitt,“ sagði- hann. „Þetta fer svona með suma,“ SKÁKIN Framhald af 4. síðu. að vinda sér úr allri hættu með þráskák). 33. — Dd5 (Hótar — Bd4). 34. Hdl Dxg5 35. Hf7 Bc8 36. Bb3 Be6 37. Bxe6 Hxe6 38. Hd-d7 Hg6 39. Hxg7 Hxg7 40. Bd4 (Nú stóð Dr Tnöger upp úr stól sínum og hugðist hafa lokið góðu dagsverki en .. ..) 40. — Dclf 41. Kf2 Df4f og svartur þráskákar — .iafntefli. Övenju hörð og viðburðarík skák, þótt úrslit hennar yrðu svo friðsamleg. Skýringar að mestu sniðn- ar eftir skvringum Dr. Trög- ers siálfs í Deutsche Schach- zeitung. Bæjarposturiim Framhald af 4. síðu. ur, að við höfum lifað um efni fram á undanförnum árum? Á meðan þeir dunda við það viðfangsefni ættum við laun- þegar að hugleiða, hvort ekki væri tími til kominn að lcsa okkur við það þióðfélagsform, þar sem auðmenn eru launað- ir fyrir þann starfa að skammta almenningi lífsvið- urværi." • Ríkisstjórnin og evðsluklærnar Pósturinn er alveg sam- mála bréfritara um, að það er alveg út í hött að tala um, að verkamenn eða aðrir launþegar „lifi um efni fram“, þeir gera vel flestir ekki meira en lifa mannsæm- andi lífi. Hinu er samt eltki að leyna, að hér eru alltof margar eyðsluklær, en þeirra er bara annars staðar eð leyta en í hópi launþega. Nú- verandi ríkisstjórn er aftur á móti nátengd eyðslu- klónu'” í þióðfélaginu, að í st.a* '■ að hefta skemmd- arKf-T-"-omj þeirra heldur hún h'ífiskildi vfir þeim en leggst í þess stað á lítilmagnann, launþega og verkamenn. Forrester fór aftur að hlæja og Brown tók undir hlátur hans. Síðan rétti hann fram höndina og Fórrester tók í hana og þrýsti fast. Þeir sögðu ekki fleira, en Forrester fannst sem þeir þekktu hvor annan miög vel á þessari stundu. Og um leið og hann ók af stað og veifaði hend- inni í kveðjuskyni, var hann glaður yfir því að hann hafði haft orð á þessu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.