Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. janúar 1960 ÞlÓÐVlLJINN * Útgeíandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnus Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmunds- son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- st.ióri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. V _________________________________/ s--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------:----------------------------------------------------------------•>. Erlend fyrirmæli T grein þeirri sem Þjóðviljinn birti í fyrradag eftir Lúðvík Jósepsson voru raktar hinar athyglis- verðustu staðreyndir um efnahagsmálin. Þar voru þessi meginatriði sönnuð: 1. Útgerðin hefur fallizt á að uppbætur til henn- ar skuli haldast óbreyttar nú um áramótin. Nýjar aðgerðir í efnahagsmálum verða því ekki rökstudd- ar með nauðsyn sjávarútvegsins. 2. Útflutningssjóður hefur staðið í skilum síðasta ár, og hann mun á sama hátt geta staðið í skil- um þetta ár með óbreyttum tekjum, þar sem upp- bætur til útgerðarinnar breytast ekki. 3. Hagur ríkissjóðs hefur verið góður á undan- förnum árum, og að því er hann varðar á að vera auðvelt að ná jöfnuði í ár án nýrra gjalda á al- menning. 4. Gjaldeyristekjurnar hafa aukizt stórlega tvö síðustu árin, og þá hafa gjaldeyristekjur og gjald- eyrisútgjöld að mestu staðizt á þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Nú er að verða mikil aukning á veiði- flotanum og íslendingar að ná valdi á nýrri tækni, auk þess sem arðbærar flatfiskveiðar ættu að geta hafizt á þessu ári, svo að ástandið í gjaldeyrismál- um gefur sízt tilefni til örþrifaráða. l^etta eru þeir meginþættir efnahagslífsins sem kanna þarf þegar rætt er um aðgerðir í efna- hagsmálum, og staðreyndir þær sem Lúðvík Jóseps- son rakti sanna að engin innri nauðsyn knýr á um gengislækkun og önnur slík neyðarúrræði. Enda er það athyglisvert að í - áramótaræðu sinni gafst Ólafur Thors að mestu upp á því að færa fram íslenzk rök fyrir kröfum sínum um niðurskurð krónunnar og nýja óðaverðbólgu. Meginröksemdir hans voru í staðinn þessar: „l^ngri þeirra erlendu lánsstofnana, sem gegna því höfuðverkefni að lána þjóðum eins og okkur, þeg- ar Örðugleikar steðja að, og heldur ekki þeim, sem við eigum sjálfir aðild að, er lengur heimilt að lána íslendingum, hvorki til langs eða skamms tíma, nema við komum efnahagsmálum okkar á annan og traustari grundvöll, þ.e.a.s. breytum um stefnu. . . Það er að minnsta kosti mjög ólíklegt, að slík lán séu fáanleg og raunar heldur ekki lán til arðbærrar fjárfestingar, nema breytt sé um stefnu. Þær ástæður, þótt einar vœru, myndu neyða okkur til að taka upp nýja stefnu“■ > t'lorsætisráðherra játar þannig að erlendir aðilar Æ séu að „neyða okkur til að taka upp nýja stefnu“, og hann gefur í skyn að þetta sé eina ástæðan til þess að núverandi ríkisstjórn hyggst breyta öllu efnahagskerfinu. Þessir erlendu aðilar eru alþjóða- bankinn svokailaði í Bandaríkjunum, og efnahags- samvinnustofnun Vesturevrópu þar sem Atlanzhafs- bandalagsríkin ráða iögum og lofum. Það er raun- ar engin nýung að þessir erlendu valdsmenn skipi okkur fyrir verkum og íslenzkir stjórnmálamenn hlýði; sú var raunin á öllu mars.jalltímabilinu, þeg- ar útlendingar réðu því meira að segja hversu marg- ar íbúðir mátti byggja á Íslandi; og sama er að segja um gengislækkunina 1950, hún var einnig ákveðin í öllum atriðum af þeim erlendu lánsstofn- unum sem Ólafur Thórs talar um. En reynslan af áhrifum. þeirra erlendu afskipta á afkomu þjóðar- innar og lífskjör almennings var slík að jafnvel hinir hlýðnustu þjónar ættu að vera hikandi við að vega enn í sáma knérunn. — m L -■ : ____________________________________________> Fjársjóður lífsms Sigfús Daðason: Hendur og orð. Reykjavík, He’ms- kringla 1959. Bók Sigfúsar Daðasonar Hendur og orð, hlýtur að vekja fögnuð, því hún er glæsilegt framhald fyrri bók- ar hans Ljóð 1947—1951, sem kom út 1951. Það var reyndar vitað að frá Sig- fúsi var miki's að vænta. Nokkur ljóð birt á tímabil- inu milli þessara bóka í rit- um eins og Vaka, Birtingi og Tímariti Máls og menn- ingar sýndu að höfundur var ekki atieilis kominn á graf- arbakkann í ljóðagerðinni. Ekki þori ég að segja að þessi bók isé framför frá þeirri fyrri en hún er þrótt- meiri og alvarlegur boðskap- ur um verðmæti lífsins situr í hærra sæti. Sigfús segir í ágætri grein um franska skáldið Paul Elu- ard í Tímariti Máls og menn- ingar: (2.—3. hefti 1953) „Hann er ekki einn þeirra höfunda sem taka ótal mynd- breytíngum. Þróun hans er jöfn og hægt en þó engan veginn hægt að saka skáld- skap hans um tilbreytíngar- leysi. Ef til vill þarf enn meiri aga til að skapa slíkt verk heldur en þau verk sem taka hinum ótrúlegu stökk- breytingum frá ári til árs“. Þessi orð Sigfúsar gætu vel átt við hann sjálfan. Það er t.d. auðvelt að finna skyld- leika með ljóðum eins og XV kafla í Borgir og strendur: Mér er heitið að ég fái að lifa einn vormorgun, og VII kafla í Ljóð: Mosaþakið hraunið. Það er varla hægt að lýsa viðfángsefnum Sigfúsar bet- ur en með orðunum: Fjár- sjóður lífsins, upphafsorðum þéssarar bókar. Hann er eitt af þeim skáldum (eða öllum skáldum) sem ræða um verð- mæti tilverunnar við manninn og hvernig hann helst geti varið þau og ræktað. En skáldin eru því miður oftast ákaflega varnarlaus, kannski er réttara að segja vopnlaus gagnvart svívirðu heimsins, gagnvart þeim sem krefjast „lífsréttar handa dauðanum", eins og skáldið orðar það. í kvæði um Tómas Mann spyr Sigfús: Unnuð þér ekki arrek yðar í veikleika? Og síðar í sama Ijóði stendur þetta: Rödd hlutuð þ'ér ekki til að yfirgnæfa dyninn af æstum vélum af stormi veðurs af straumfalli blóðs yðar en rödd yðar var búin hin- um lægsta hljómi. Því yður var aðeins ætlað að tala hljóðlega og án þess að skeyta hvort verðugir næmu mál yðar vitandi um samúð allsherjar þegar ærslin ríktu. Orð eru dýr, segir skáldið í öðrum kafla Hendur og orð, þar sem hann biður menn að fara vaEega með orð. Og í því ljóði biður hann um að túngu sinni veit:st skírsla í eldi. Sigfús Daða- son er ekki einn þeirra sem álíta að ljóðmál sé eitthvert samsafn skrautorða sem Sigfús Daðason stara á mann eins og postu- línshundar í gluggakistum með stór lituð augu. Sigfús leitar alltaf að hinu einfalda (rétta) orði, stundum verður málfar hans dálítið hrjúft eins og hraungrýti, en skáld- inu er þá mikið niðri fyrir svo að þetta gefur ljóðum hans aðeins sterkari svip, t.d. „Um hjarta okkar þvert er hræelduð víglínan dregin“ og XXIV ljóð í Borgir og strendur. Djarfmæltur um atburði líðandi stundar gerist Sigfús í h;nu lánga ljóði, Ijóði XIV í Borgir og strendur. Þar verður rödd skáldsins oft festuleg, en víða finnst mér skorta þá skáldlegu reisn, hið skáldlega líf sem öðru frem- 'ur einkennir ljóð. Um þetta verður þó ekki sakast, því svo margt annað kemur í staðinn þegar Sigfús lætur gamminn geisa um sviðið. Hann talar um böðla okkar og níðinga: Og hversu greypilegir sem glæpir þeirra voru (í nafni siðmenningarinnar) hver sem var cmennska þeirra gagnvart varnarlausum (í nafni guðs) munu þeir ennfremur neita okkur um þann rétt að líta á útskúfun okkar sem sóma um þann rétt að hafa í heiðri skyldleikann við þá sem þeir hafa kúgað og smáð þeir munu neita okkur um þann rétt í hreinleika sinnar særðu samvizku — þeir sem alltaf skaut upp jafn- tárhreinum eftir glæpinn jafntærum í hugsæi sínu þeir sem alltaf eru jafnsárt hneykslaðir þegar hinir kúguðu snúa vopnum lcúgaranna gegn þeim sjálfum. Þessi orð eru hert i e]di, þeim e]di sem lógar í kríng- um okkur, mannfólkið sem vonar það besta, en skbrtir hugrekki til að berjast. Skáld- inu hefur orðið að bæn sinni. Ekki gæti ég rætt um bessa bók án þess að minnast á hin ágætu prósaljóð hennar eins og Guðræknistund í Písa, Bernska. Einnig sú stund, Augnaráð borgarinnar og síð- ast en ekki síst ljóðið um fol- ann að norðan sem var seld- ur bónda á Kjalarnesi. Þetta Ijóð staðfestir íslenskan upp- runa bókarinnar, þótt hún s,é eflaust mestöll skrifuð erlend- is og beri þess merki að ýmsu leyti. Eg er samt ekki að halda því fram að skáld verði neitt sérstaklega þjóðlegt af því að yrkja um íslenskan veru'eika. íslenskt skáld er alltaf íslenskur veruleiki hvort sem það yrkir um göt- urnar í París eða fjárgötur uppí Borgarfirði, það er þess- vegna alltaf þjóðlegt. Eg vil einnig þakka fvrir ástarljóðin VIII og IX í Hendur og orð. Eftirfarandi er úr þeim: Og af því nóttin ein veit all- an sannleik kanntu að breyta björtum degi í nótt án þess að efast án þess að hætta að efast ! kanntu að breyta dökkri nótt í dag í augum sem geyma alltaf dálítið bros — eem glitrar um daga og næt- ur — og nýtur fyrstu andardrátta morgunsins með mér , og trúir með mér að heimur- inn sé . heill: og liðið og horfið án saknað- ar . sameinast þér • og nakin fótatök finna að- eins opnar Jyr. • Sigfús er mjög snjallt ást- arljóðaskáld eins og ljóst varð a,f fyrri bók hans, þessi eru ekki lakari en þau beztu þar. Mér eru þau einna hug- stæðust af ljóðum Sigfúsar, þau !koma eins og mildir tón- ar. undirspil við hina kraft- miklu hljómkviðu um fjá.r- sjóð lífsins og jþá sem vil.ia ræna honum, en honum verð- ur ekki rænt, nema við sjájf, unnendur hans,segjum' nei takk við gæðum hans. Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.