Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 11
H. E. BATES: • RALÐA SLÉTTAN I • Blore var að láta niður föggur sínar þegar hann kom aftur heim í tjaldið. Dótið hans lá á rúmunum tveim- ur og baðkerinu. Pilturinn Ali stóð fyrir utan. Fleiri komust ekki fyrir f tjaldinu. Forrester stóð 1 tjalddyr- unum og horfði á alla þessa gamalkunnu hluti sem höfðu angrað hann svo mjög, hitabrúsann, skrifpúltið, spegilinn, mepacrine flöskuna. Öllu var snyrtilega raðað niður í töskur. Og innan um allt þetta hreyfði Blore sig með eins konar lotningu; nostursemin hafði vikið fyrir einhvers konar öryggisleysi. Forrester fann til með- aumkvunar með honum og gleymdi því að! ekki alls fyrir löngu hafði hann þráð það eitt að fá að vera einn í tjald- inu. „Get ég nokkuð gert fyrir þig?“ sagði hann. „Komdu ekki við neitt. Ég verð að ganga úr skugga um að ég hafi ekki gleymt neinu.“ „Get ég ekki lánað þér neitt? Þér veitir víst ekki af þægindunum.“ „Mér finnst þetta ekki sérlega fyndið,“ sagði Blore. Hann sagði ekki fleira. Það var tilgangslaust að segja fleira. Hann gekk burt frá tjaldinu og minntist þess að fyrir aðeins tveimur dögum hafði hann flúið burt úr tjaldinu af ótta við að hann myndi myrða Blore, þegar honum hafði fundizt óhjákvæmilegt að flytja tjaldið til að losna við reiðina og gremjuna sem sambýlinu fylgdi. Nú var hann aðeins hryggur hans vegna. Það virtist vera óyfirstíganlegur veggur óvináttu á milli þeirra. TÓLFTI KAFLI Þeir voru ferðbúnir klukkan hálfþrjú og hann varð rennvotur af svita meðan hann beið þess að koma flugvél- inni upp af brautinni. En þegar hann hækkaði flugið fór svalara loft að leika um hann eins og vatnselgur, næst-’ um nístandi kalt við vota bringu hans og axlir. Hann beygði í suðausturátt og var að hugsa um Blore, sem lá einhversstaðqj- aftur í vélinni eins og póstpoki. Þegar hann kom um borð minnti hann mest á landkönnuð sem var að leggja upp í leiðangur yfir veglausa eyðimörk. Hann kiknaði í hnjánum undir hinni þungu byrði alls þess sem átti að létta honum lífið: hitabrúsanum, axla- töskunni, gasgrímunni, hitabeltishjálminum, mittisólinni með skotfærunum hangandi við. Hann var fölur og sveittur og dökkir, votir flekkir voru komnir á græna skyrtu hans undir úttroðnum brjóstvasanum- Forrester var skemmt þegar hann hugsaði um Blore, en þó lá við að honum þætti miður að hann var að fara. Með honum hurfu einnig síðustu leifar hans eigin ó- sanngirni. Hefði Blore verið kyrr, hefði verið auðvelt að lynda við hann, jafnvel láta sér líka vel við hann, kynnast að minnsta kosti manninum sjálfum. Enn var ekki of seint að rétta fram hönd sína til sátta; og hann ákvað að eftir svo sem hálftíma, þegar þeir lentu, ætlaði hann ekki að láta sér nægja að kveðja. Flann ætlaði að ganga lengra. Hann ætlaði að taka í hönd hans og reyna með fáeinum orðum að gera kveðjuna hlýlegri en venjan var. Þeir voru nú komnir að útjaðri sléttunnar. Sterklegur armleggur fljótsins, grænn og gegnsær eftir langan þurrkatimann, bugðaðist fyrir neðan þá og handan við hana fóru þeir að greina útlínur fjallanna. Þegar hann kom inn yfir þetta svæði, sá hann skóg og kletta renna saman í grófar breiður, grænar og svargrænar með brún- um blettum á stöku stað, þar sem sandsteinninn hafði sprungið. Hann sneri sér að Carrington: „Þarna y.fir frá er Mandalay. Eigum við að bregða okkur þangað þegar við erum búnir að afhenda líkið?“ Pilturinn brosti og kinkaði kolli og í fyrsta sinn fannst Forrester sem einhver hlýja væri á milli þeirra. „Er allt í lagi?“ sagði hann. „Allt er í lagi,“ sagði Carrington. í fimm þúsund feta hæð var vélin farin að hoppa -—----- Þriðjudagur 5. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (11 lítið eitt í hitanum, en hann var ekki sveittur lengur og hann naut flugsins og hreyfingar vélarinnar höfðu ekki áhrif á hann. Hann starði á óendanlega, græna breiðuna fyrir neðan sig og flaug áfram rólegur og hugsandi. Hann hrökk við andartaki síðar þegar hann heyrði piltinn hrópa eitthvað æðislega um olíú. Hann veifaði handleggjunum eins og leikbrúða. Undan málmhjálminum yfir vélaropinu vætlaði olíurák. Hún breiddist yfir vænginn og loftstraumurinn frá hreyfl- inum breiddi úr henni, svo að hún minnti á þunnt síróp. Svo var eins og hún hlypi saman í þykkt, brún hlaup og dreifðist eins og vængur. Hann tók eftjr þessari breyt- ingu um leið og hann fann þrýstinginn í borðinu. Þessar tvær staðreyndir rákust á í huga hans og fylltu hann snöggri, ólýsanlegri skelfingu- Skelfingin nísti huga hans eins og logandi eldtunga, sem slokknaði síðan fyrir reið- inni, og svo varð hann allt í einu rólegur aftur og fór að hugsa um Blore. Hann sá hann fyrir sér sem snöggvast, þar sem hann lá aftur í vélinni innanum þægindin sín og uggði eki að sér. Hann varð gripinn ómótstæðilegri löngun til að hlæja. Og upp úr þessu samblandi af hlátri skelfingu og reiði, hrópaði hann: „Við '•"úum til baka!“ Og Carrington tók viðbragð og fór að fá'ú við loftskeyta- tækin. Hann sá að hann ópnaði munninn rm lokaði honum á víxl, minnti meira á leikbrúðu en nokkru sinni fyrr. Um leið sneri hann vélinni. Skóglendið fvrir neðan 'með hæðum og ásum reis sem snöggvast á rönd, svo lagðist það útaf og skært sólskinið blindaði hann. Honum fannst sem sólskinið kveikti í augunum. Hann sá ekki neitt. Hann hafði ekkert fyrir augunum nema æðislega loga. Logarnir urðu til í ímyndun hans en andartaki síðar voru þeir orðnir að ógnandi veruleika. Allur hjálmurinn yfir vélaropinu va orðinn rauðgulur að lit. Allt í einu fóru ógeðslegar logatungur að teygjast afturúr honum Hann fór aftur að hugsa um Blore. Um leið var eins og hann yrði að tveimur mönnum: manninum sem hugsaði í sífellu um Blore og sjálfan sig og stúlkuna og vildi ekki deyja og hrópaði með sjálfum sér: „Þetta getur ekki verið. Það má ekki ske. Ekki eftir allan þennan tíma. Guð minn góður,“ og hinum manninum, þjálfaða flugmann- inum sem vissi hvað gera þurfti þegar vanda bar að höndum næstum án þess að hugsa: hann horfði.á logann frá brennandi vélinni, setti niður hjólin, tók mið á grá- hvítan blett fyrir neðan. Hann mundi eftir þurru árfar- vegunum sem gætu ef til vill reynzt þeim undankomuleið, rifjaði upp fyrir sér hvað hann kynni að finna þarna fyrir neðan, runna, steina, tré. Og um allt þetta hugsaði hann eldsnöggt meðan hann lækkaði flugið óðum- Líkaffiskraftar konunnar ern aðeins 60% af kröftum karlmannsins SKIPAttTGCRO RIKISINS HEKLA austur um land i hringferð hinn 9. þ.m. Tekið á móti flutningi í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarð- ar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisf jarðar, • Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. Alitof margar konur gleyma því dags daglega, að þær þurfa að fara sparlega með krafta s'ina, miklu fremur en karl- mennirnir. Þetta á við bæði um verksmiðjuvinnu og liússtörf, og oftast nær koma áhrifin af ofreynslunni ekki strax í ljós. Þau sýna sig fyrst, þegar manni er óskiljanlegt hvernig stendur á þessum bakverk, stirðleika I hnakkanum eða verkjum í liandleggjum og fót- um Talið við lækni áður en þ;ð hef.iið erfiða vinnu. Líkamskraftar eru vissulega ekki konunnar sterka hlið. Séu kraftar konunnar athugaðir vísindalega í hlutfalli við krafta karlmannsins með aðstoð svo- nefnds dynaóm-mælis, eru þeir í hlutfallinu 57 gegn 100. Aðr- ar tilraunir hafa leitt í Ijós, að konur hafi tii jafnaðar um það bil 60% af likamskröftum mannsins. Þetta stafar ekki eingöngu af því að vöðvabygging kon- unnar er veikgerðari en karl- mannsins. Vöðvakerfið er llka vatnsmeira og lungu og hjarta fá minna áorkað, vegna þess að blóðmagn hennar er ekki eins tnikið. Þess vegna borgar það | s:g engan veginn fyrir konu að *aka að sér efiða. líkamlega ■ vinnu, þótt henni finnist hún j fullfær um það. Ef til vill gengur það vel í fyrstu. en agnúarnir koma í l.jós seinna. Sé um verksmiðiuvinnu að ræða, sem útheimtir að lvft né þungum hlu.tum eða þeir bornir að ráði, er full ástæða til að ráðfæ”n sig v’ð lækni um bað, hvort hann álitj líkamann boja það. Sé,"fræði"'T'’r í v’.nnuvísund- "’m vita orð’ð góð deiij á hvern- ;g bezt má ný*-a. likamskraft- rna .— en alltof fáar konur taka þá hhiti alvarlega. Það •■’r hægt að lyfta og bera á margan hátt, og það skiotir uiiklu máli að nota l’íkams- hraftana rétt, hvort ’l’ra ung kona eða fullorðin á í hlut. feh til Vestmannaeyja á morg- un, næsta ferð á föstudag. Vörumóttaka daglega. Saumavéla- viðgerSir Fljót afgreiðsla SYLGJA, Lauíásvegi 19. Sími 1-26-56. Heimasími 33-988 Ný refsilöggjöf Framhald af 7. síðu. þátt í dómsstörfum. Þar eð þetta fólk er oft fákunnandi í lögum, er það skylda dóm- arans að veita þeim hverskon- ar fræðslu og upplýsingar. Allir hafa dómendur jafnan atkvæðisrétt. Glæpamálum fer fækkandi, segir dómarinn. Okkur berast aðallega ýmis borgaraleg mál: deilur um skuldaskil, hjóna- skilnaðarmál, barnsfaðernis- mál, deilur um úpphæð eftir- launa, erfðamál og annað þessháttar. PyntÍRgar í Alsír Framhaid af 5. siðu. okkur liafa borizt er í Jeanne d’Arc herbúðunum haldið áfrant þessum námskeiðum í ,,mannúð- legum pvntingum“. Herlæknir. cr þar ti! aðstoðar og veitir hann sáUræ’i’rrxr skýringar á við- brög-ðxm þeirra sem „yfirheyrð- ir“ eru.“ g eim er það, . * Framhald af 4. síðu. vangi — eða heita fyrir þau: ómerkingur ella. Er þar með blaðakarpi um mál þetta af minni hálfu lok- ið. 2. janúar 1960 Jóhannes úr Kötluxxx. Fjjársjjóður lífsins Framhald af 7. síðu. Prentsmiðjan Hólar hefuP' prentað bókina o g er það' verk til fyrirmyndar. Es? minnist þess ekki að hafa séS smekklegri kápu á þessu ári„ kápan sýnir vel hváða. mögu- leikum prentverkið býr yfir1.' þegar xxm það er farið hönd-- um af 'listrænni = ■ilhVíteytxx. Kápan er látlaus, ffííkeöii ýerli hafið yfir þær Múðtffslegxfi hallelújaauglýsingar; sumir hókaútgefendur láta sér sæmá að bera á borð fyrfr almenn- 'íns. Jóhann Iljálmarssörf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.