Þjóðviljinn - 05.01.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. janúar 1960 -— ÞJÓÐVILJINN — (7
« llll llll
refsiloggjof
í Sovétrikjtinum
Fyrir nokkru hélt 'Boldyréf,
dóms.málaráðherra Rússneska
sambandslýðveldisins, fund
með blaðamönnum og skýrði
■þeim frá ýmsum nýjungum í
dómsmálum og refsilöggjöf.
Boldyréf skýrði frá því, að
frá þvi að 20. flokksþingið var
haldið 1956 hefði mikið verið
unnið að því að betrumbæta
réttarfarið í landinu. Einkum
hefði verið bætt úr þeim yf-
irsjónum sem framdar voru á
. Stalínstímabilinu. Mætti þar
nefna, að afnumdar hefðu
verið svonefndar „sérstakar
' rannsóknir' á vegum innan-
ríkisráðuneytisins, en með of-
angreindri aðferð var hægt að
taka mál fvrir og dæma án
þess að sakborningurinn væri
viðstaddur. Hefðu öll slík mál
verið endurskoðuð, ásamt
mörgum öðrum, og saklausir
menn öðlazt frelsi og upp-
reisn æru. Þetta tilheyrði
f ortíðinni, sa gði ráðherrann,
en ofangreind brot á grund-
vallarreglum -sósíalíst’ískrar
réttvisi hafa haft sin áhrif
á ýmis ákvæðí hinnar nýju
löggjafar.
Spurt er hversvegna ákveð-
Ið var að semja nýja refsi-
löggjöf. Su refsilöggiöf sem
hefur verið í gildi í rússneska
lýðveldinu var samin 1924 og
hefur verið litið breytt síð-
an; það er þv’í eðlilegt að þar
sé margt orðið úrelt. Síðan
þá hafa orðið margar og mik-
ilvægar brevtingar í bióðlíf-
inu, og er það þá mikilvæg-
ast, hve glænum hefur fækk-
að mikið á síðustu árum.
Þannig eru þjófnaðir fjórum
sinnum fátiðari í Moskvu nú
en fyrir stríð. Þessi stað-
revnd hefur gert það mögu-
legt að létta refsingu við
mörgum afbrotum og fækka
hæði dómstólum og í lögreglu-
liði.
Refsilöggjöf
Hin nýja refsilöggjöf, sem
nú er næstum fullsamin. verð-
ur lögð fvrir æðstaráð lýð-
veldisins seint á þessu ári.
Hún er í höfuðatriðum byggð
á þeim drögum að refsilöggjöf
fyrir öll Sovétríkin, sem sam-
þykkt var á æðstaráðsfundi í
fyrra. Annars hefur hvert
sambandslýðveldi sína refsi-
löggjöf til að betur verði tek-
ið tillit til ýmissa erðavenja
viðkomándi þjóða.
I þessar; refsilöggjöf er
mildu. ýtarlegar en í þeirri
gömlu gerð grein fyrir því,
hvað sé refsivert athæfi og
hvaða refsingu beri að ákveða
í hverju tilfelli. Þannig eru
útilokuð ýmis vafatilfelli, sem
■ gátu leitt til misbeitingar á
dómsvaldi.
Þá verða refsiákvæði mild-
uð. Tekinn verður upp sá
háttur að fela minniháttar
mál svonefndum almennings-
dómstólum. Þessir almenn-
ingsdómstólar, sem kosnir eru
k
á vinnustöðum, taka fyrir
smáþjófnaði, ærumeiðingar,
tjón af völdum slagsmála og
fleira þessháttar. Þeir hafa
ékki rétt til að ákveða refs-
ingu, en þeir reyna að hafa
bætandi áhrif á hinn brotlega
með fortölum og ávítum,
reyna að fái hann til að bæta
án málaferla tjón það, sem
hann kann að hafa va'dið o.
s.frv. Aðeins eftir amað brot
skal manninum stefnt fyrir
reglulega dómstóla.
Fangeláisvist verður einnig
stytt verulega. Aðeins í ör-
fáum tilfellum er hægt að
dæma menn tií meira en t'íu
ára fangelsisvistar. og alls
ekki meira en til fimmtán ára
Dauðarefsing verður ekki af-
numin með öllu, og eru bað
morðingjar og hættulegir föð-
urlandssvikarar sem til henn-
a_r geta unnið.
Með góðri hegðun geta
menn unnið af sér allt að
helming refsivistar. Þó verð-
ur margföldum glæpamönnum
ekki sýnd sú miskunn. Þeg-
ar menn svo hafa afplánað
refsingu s'ína, geta þeir fengið
því framgengt, að hvergi
verði minnzt á dóminn í per-
sónulegum skilríkjum þeirra,
og eru það þá verkalýðsfé-
lögin eða önnur samtök sem
biðja dómstólana um slíkt.
Þetta er gert til að auðvelda
afbrotamönnum að byrja nýtt
lxf.
Dómstólar
Dómstólum verður fækkað.
Tryggð verður betri hjálp
verjanda við ákærða. Tryggð
verður ókeypis vörn eða sókn,
ef málsaðili hefur takmörkuð
fjárráð. Dóm má aðeins fella
eftir fullum sönnunum, en
aldrei eftir líkum. Meðlimir
kviðdóma verða kosnir til
tveggja ára í stað fimm áður,
svo að fleira fólk taki virkan
þátt ’í dómsmálum.
Boldyréf ræddi mikið um
það, hve mikil áherzla yrði
nú lögð á uppeldisaðgerðgir
gagnvart misyndisfólki, en
dregið úr beinum refsiaðgerð-
um. Hér er einkum átt við al-
menníngsdómstólana. Meðlim-
ir slíkra dómstóla eru, eins
og áður er sagt, kosnir á
vinnustöðum, og þeir taka
fyrir mál, sem starfsmenn við-
komandi vinnustaðar eiga
hlut að. Er þá oft skotið á
almennum fundi með starfs-
fólki og afbrot hlutaðeigandi
vinnufélaga rætt fram og aft-
ur. Þetta ku hafa góð áhrif.
Frétzt hefur, að ýmsir menn,
sem hafa t.d. framiið einhvern
óskunda í ölæði, hafi beðið
um að fá heldur að koma
fyrir dómstóla en fyrir um-
ræðufund vinnufélaganna.
Þvkir þeim þá betra að gjalda
nokkra opinbera sekt, en
svara til saka fyrir félögum
sínum.
Þá verður og sá háttur hafð
ur á, að dómstólar geta fellt
skilorðsbundinn dóm fyrir
minn:háttar afbrot, og snú-
ið sér síðan til starfsfélaga
sakborningsins, verkalýðsfé-
lagsms eða slíkra aðila, og
beir beð’iir að táka sakborn-
ing að sér til upneldis.
Spurningar
I svörum við beim smirn-
ingum sem hinir ýmsu blaða-
menn lögðu fram, sagði Boldy-
réf m.a. að hann styddi það
elndregið að hjónaskilnaðar-
mál yrðu gerð mun einfald-
ari en nú er, en slík mál
hafa kostað gífurlegan tíma
og fyrirhöfn hingað til. Þá
var ráðherrann einnig spurð-
ur, hvernig stæði á þv'i að í
Sovétríkjunum, þar sem
skýrslugerð væri í bezta lagi,
skuli skýrslur um afbrot og
glæpi vera ríkisleyndarmál.
Ráðlierrann svaraði, að svo
hefði ekki alltaf verið, og
gæti hann búizt við þvi, að
þessari leynd yrði mjög bráð-
lega létt af.
□
Vel á við að birta á eftir
þessari lýsingu á hinni nýju
refsilöggjöf Sovétrikjanna
frásögn Árna Bergmanns af
heimsókn í sovézkan réttar-
sal.
Fyrir rétti
Réttarsalurinn er fremur
lítill, hann rúmar varla meira
en þrjátíu manns. Við há-
borð situr dómarinn og að-
stoðar dómendur hans tveir.
Fyrst eru vitni kölluð fyrir,
þeir áminntir að segja satt og
rétt frá og látnir skrifa und-
ir yfirlýsingu þess efnis, að
þeim sé kunnugt um þá á-
byrgð er vitnisburði fylgir.
Ákærður er ungur maður,
19 ára að aldri og heitir
Vlad'ímir Rjabakon, renni-
smiður að atvinnu. Hann er
kallaður upp að borði og hon-
um sagt, að hann haf; rétt til
að ryðja dóminn og’krefjast
annarra dómenda og ýmis
réttindi hefur hann önnur. '
Málið liggur mjög ljóst
fvrir. Þessi ungi maður hafði
litið inn í stórverzlunina
Détskí mir, séð þar konu
nokkra skoða leikföng af
miklum áhuga, gripið tækifær-
ið, farið ofaní handtösku
hennar og stolið þaðan' pen-
ingum. En hann hafði ekki
fyrr stungið þeim í vasann
en hann var gripinn, því að
menn höfðu tekið eftiv honum.
Öllum vitnum ber saman, og
ákærður hefur þegar játað
sök sína.
En dómarinn spyr samt
Rjabakon þennan í þaula.
Hann reynir að komast fyrir
orsakir þessa afleita verknað-
ar. Rjabakon segist ekki geta
gefið neina skýringu. þetta
kom allt í einu yfir mig seg-
ir hann. Dómarinn spvr: Þú
hefur máske lágt kaup? Nei,
segir ákærði, það er miög
sæmilegt. Dómarinn spyr: En
máske hafa einhverjir félagar
þínir mælt með slíkum fjár-
öflunaraðferðum ? Nei, þetta
eru beztu strákar, svarar
sákborningurinn. Hvað ger-
irðu á kvöldin eftir vinnu?
spyr dómarinn. Fer í bíó,
spásséra með stelpum, horfi
á sjónvaro. Þú ert ekki í í-
þróttum eða öðru félagslífi,
spyr dómarinn. Nei. —
Málið vill ekki skýrast.
Nema hvað drengurinn seg-
ist vita að hann hafi gert sig
sekan í mjög slæmu athæfi.
Hann lofar að siíkt skuli
aldrei henda sig framar. Það
var haldinn fundur um mál
mitt á vinnustaðnum, segir
hann, og ég skammaðist mín
mjög mikið. Og svo fékk
mamma taugaáfall, þegar við
fengum tilkynningu um að ég
ætti að mæta fyrir rétti. Nei,
ég geri svona nokkuð aldrei
aftur.
Faðir ákærða, strætis-
vagnabilstjóri, segist ekki
hafa orðið var við neitt mis-
jafnt í fari sonarins áður en
þetta slys henti hann. Sam-
komulagið hafi verið gott
heima fyrir, drengurinn hafi
verið fremur hlýðinn. brenni-
vín hafi hann drukkið miög
hóflega. Hafði hann nóga
vasapeninga ? spyr dómarinn.
Það má ég segja, svarar fað-
irinn.
Síðan tók verjandinn til
máls. Þetta er ekki venju-
legur verjandi, heldur ungur
verkfræðingur, sendur frá
vinnustað Vladímírs Rjabak-
ons honum til trausts og
halds. Hann ber bessum unga
manni fremur gott orð, hann
vinnur vel og hagar sér miög
skikkanlega. Þessvegna biðj-
um við vinnufélagarnir um,
p.ð honum verði sýnd linkitid.
Ef hann yrði settur inn, gæti
hann lent í háskalegum fé-
lagsskap. sem hefði síðan var-
anleg áhrif á hann, en í okk-
ar hópi, við sitt starf, er hon-
um borgið. Þess vegua le°rgj-
um við til, cð við tökum
dreneinn að okkur og revnum
að sjá svo um, að hann mis-
stígi sig ekki framar.
Að lokum lofar ákærður
bót og betrun.
Dómurinn kveðinn unp:
Riabakon er dæmdur í tugt-
húsvist. En dómurinn er skil-
orðsbundinn vegna bess að
betta er fyrsta afbrot og
vinnufélagar srkborningsins
hafa borið honum gott orð.
Faðir ákærða og konan, sem
stolið var frá ganga út og
tala saman í mesta bróðerni.
Að málaferlum loknum
svarar dómarinn spurningum
blaðamanna. Hann segir það
nú orðið mjög rlgengt, að
vinnufélagar sakborninga
sendi sinn fulltrúa í réttar-
sal með beiðni um skilorðs-
bundinn dóm: væri yfirleitt
orð'ð við slíkum um1eitunum,
ef ákærðuv þætti líklegur til
að bæta ráð sitt.
Dómstólar sem þessir nefn-
ast þjóðdómstólar og fyrir þá
koma flest mál nema stór-
mál, eins og morðmál og stór-
felld fjársvik Hér dæma þrír
menn: einn dómari lögfræði-
menntaður og tveir menn úr
hópi þjóðdómstólafulltrúa.
Slíkir menn eru kiörnir í
hverju borgarhverfi. Þeir eru
úr öllum mögulegum starfs-
hópum, og fá 14 daga launað
leyfi á hverju ári til að taka
Framhald á 11. síðu.
Moskvubréf frá Árna Bergmann