Þjóðviljinn - 08.01.1960, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.01.1960, Qupperneq 9
 Föstudagur 8. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 RITSTJÓRÍ: ' H u gle ið in gar ða siearárið Grein með þessari yíirskriít birtist í Valsblaðinu, og er eftir Ólaf Sigurðsson, sem fylgzt hef- ur vel með knattspyrnu hér und- anfarið, en hann var um skeið formaður Landsliðsnefndar KSÍ. Síðari hluti greinar þessarar birtist á sunnudaginn kemur. Nú er á enda „Mesta sigurár í íslenzkri knattspyrnu", eins og Alþýðublaðið kemst að orði, 20. ágúst s.l. Ánægjan er mikil og almenn, enda keppast blöðin við að fræða landsmenn um, að héðanaf verði tekið tillit til ísl. knattspyrnu á erlendum vett- vangi. Þegar svo er ástatt; er tæp- lega að vænta þess, að reikn- ingar sumarsins verði gerðir upp, knattspyrnulega og félags- lega eins og gert er fjárhags- lega, sem þó ætti að vera fyrsta og helzta verkefni knattspyrnu- forustunnar að loknu hverju sumri. Reynsla undanfarinna ára gefur sannarlega ekki mikl- ar vonir um að nú verði hafizt handa í þessum efnum, ástandið rannsakað niður í kjölinn og nýjar línur lagðar. Undanfarin ár hefur borið æ meira á því, að gamalreyndir knattspyrnumenn hafi látið uppi það álit sitt, að reykvískri knattspyrnu hafi farið aftur ár frá ári. Þó hefur knattspyrnu- forustan ekki gert sér það ómak að kanna rök fyrir þessum skoð- unum, hvað þá tekið þessi mál til rækilegrar gagnrýni og um- ræðu. Jafnvel er íslendingar tóku fyrsta sinn þátt í heims- meistarakeppninni og fengu þá útreið og þann dóm, að þeir Væru ekki samkeppnishæfir“ og léku „frumstæða knattspyrnu", var ekki að gert, ekkert aðhafst, heldur haldið áfram á sömu braut, beint af augum. Og það jafnvel þó form. KSÍ hefði há- tíðlega lýst yfir, að „Nú drög- Hary vili leika knattspyrnu Hinn snjalli sprett- hlaupari og Evrópumeist- arj í 100 m hlaupi á í miklu stríði við þýzka frjáls'íþróttasambandið um þessar mundir. Sagt er að sú harka sé komin í mál- ið, að hann hafi í huga að „stræ'ka“ á Rómarferð í ágúst í sumar. Ástæðan er sú, að hann vill leika knattspyrnu fyr- ir liðið Frankfurter Sport Verein í Vestur-Þýzka- landi. Þykir honum gam- an að þeim leik, og ekki vantar hann hraðann. Formaður frjálsiþrótta- sambandsins, Max Danz, hefur gert miklar tilraun- ir til þess að fá hann til þess að hætta við þessi áform. um við saman seglin og leikum sjaldnar á erl. grund“, en í- þróttaritstjóri Mbl. kvað upp eftirfarandi dóm, í von um frek- ari umræður: ;.Það hefur ekki verið unnið eins vel og æskilegt væri og það, sem kannski er enn verra, er, að ýmsum forráðamönnum, leik- mönnum og fleirum hefur verið þetta ljóst, en vonað að þetta slampaðist einhvernveginn". Þetta var fyrir tveim árum, er fæstir voru ánægðir með ástand- ið. Samt var ekkert aðhafzt ann- að en að tilkynna þátttöku ís- lands í Oiympíuleikunum. Til að fyrirbyggja, að auka- atriði verði gert að aðalatriði, skal þegar tekið fram, að með þessu er ekki, út af fyrir sig verið að áfellast þátttöku KSÍ í Olympíuleikunum, heldur aðeins verið að undirstrika, að þrátt fyrir að menn væru sammála um, að ekki væri allt svo sem vera ber, þá var samt haldið á- fram á sömu braut, án nokkurr- ar endurskoðunar eða nýsköpun- ar. Hvernig er svo með þetta „mesta sigurár“? Af hverju staf- ar ljóminn? Hann stafar fyrsta og fremst af jafntefli við Dani og naumum sigri yfir Norðmönnum í sumar. Af öðru ekki. Það er enginn vafi á, að ísl. landsliðið hefur staðið sig með ágætum í Kaupmannahöfn og Osló í haust. Sú frammistaða er staðfest af tugþúsundum áhorf- enda, sem hafa gott vit á knatt- spyrnu. Hitt er svo annað mál, hvort við eigum að falla í stafi af sjálfsánægju yfir því, að tapa í Osló og gera jafntefli í Kaup- mannahöfn, jafnvel þótt, eða ef til vill ekki sízt vegna þess, að frammistaða piltanna okkar hef- ur verið með afbrigðum góð. Venjulega viljum við vera mestir í heimi, miðað við fólks- fjölda og a. m. k. meiri en Dan- ir. Hversvegna þá að láta sér nægja jafntefii við þá í knatt spyrnu? Hvers vegna ekki að leita að leiðum til að sigra þá? Sá árangur næst vissulega ekki með því að reka knattspyrnu- málin á sama máta og gert hef- u t verið að undanförnu. Þar þarf að koma til rækileg endur- skoðun. Þó að ég hafi dvalizt svo lengi við landsleiki, af því að þeir virðast skapa alla gloríuna, þá eru þeir síður en svo nokkuð aðalatriði. Aðalatriðið er ástand- ið í félagslögunum og frammi- staðan í hinum innlendu mót- Frá landsleik Islendinga og Dana á Laugardalsrelli í sumar. Danski markvörðurinn reynir ár- angurslaust að verja. um. Hvernig er ástandið þar? Ef marka má frásagnir blað- anna af leikum sumarsins, er þar ekki fallegt um að litast. Iðulega má sjá í leikdómum: ,,— sigruðu i lélegum leik.“ „Varla sást örla fyrir heil- steyptum samleik. . .“. „Lengi getur vont versnað. . .“. „— þeir eru margir, sem fara skipti eftir skipti á völlinn í þeirri trú, að nú fái þeir góð- an leik og fallegan, en si og æ ná vonbrigðin heltökum á huga og sál; svo menn fara önugir og sárir í rúmið. . .“, og fleira af þessu' tagi. Auk þess er það algengt, að félag, sem nær naumum sigri yf- ir öðru félagi eða jafnvel tapar, bursti sama lið litlu síðar, án þess nokkur breyting hafi verið gerð á liðunum, til þess að verða Úr 4,26 m í 4,50 í stangarstökki Nítján ára Bandaríkjamaður, Tim Helms að nafni, hefur náð góðum árangri í stangarstökki með því að stö’kkva 4,50 m. Þetta afrek þykir frábært, þar sem bezti árangur hans var áður 4,26. Árangri þessum náði hann í móti ’í Californíu. 80 löud hafa á- kveðið þátttöku Um áramótin síðustu höfðu 82 þjóðir tilkynnt þátttöku sína í Olympíu- leikjunum ,í Róm í sumar. Þau lönd sem síðast gáfu sig fram til þátttöku voru Burma, Ecuador, Guatemala, Bolivia, Venezuela og Pan- ama. burstað nokkrum dögum síðar af næsta liði, algjörlega óvænt. Burt séð frá hinni glæsilegu sigurgöngu KR. í sumar, ein- kennast leikir félaganna af ring- ulreið og algjörum skorti á ör- yggi. ,,Standardinn“ fyrirfinnst ekki. Það er mikil breyting til hins verra, frá því sem áður var. Orsakir þess að íslenzk knatt- spyrna í dag er í öldudal, eru að sjálfsögðu margar og í mörgum tilfellum ekki hægt að áfellast stjórn knattspyrnumálanna fyrir ástandið, en það er verkefni for- ustunnar að leita orsaka og ráða til úrbóta. Mönnum mun að sjálfsögðu sýnast nokkuð sitt hvað, er þeir ræða þessi mái, en ef skoðanir eru kannaðar má vænta þess, að línur skýrist, svo jákvæðar ályktanir megi af draga. Ég legg því til, að bend- ingu Atla Steinarssonar frá árinu 1957 verði fylgt, en það er að taka ítalska knattspyrnusam- bandið til fyrirmyndar í þessurn efnum og gieyma þá ekki að athuga mótafyrirkomulagið, og áhrif þess á æfingar og upp- byggingu knattspyrnunnar í heild. Eplið fellur ekki langt frá eikismi Hinn enski knattspyrnu snill- ingur Stanley Matthews á son sem er aðeins 14 ára igamall, en þegar farinn að leggja stund á íþróttir. Flestir munu íætla að hann hafj troðið sömu slóð og faðir hans, knatt- ! spyrnuvöllinn, en svo er nú samt ekki. Hann hefur helgað sig mest tennis og náði þar góðum árangri. Þannig vann hann skólameistarakeppni í tennis, og er nú svo komið að hann er talinn einhver efni- legasti tennisleikari Englands. Framh. af 1. siðu svo vitað sé. Var Halldór þá orðinn kaupfélagsstjóri og hæg heimatökin að sækja féð í sjóði kaupfélagsins. Ástæðan til þessarar yfirhilm- unar Guðlaugs var sú að þeir Halldór höfðu verið mjög nán- ir samverkamenn í stjórn bæjar- mála; en Halldór var einn helzti leiðtogi Framsóknarflokksins í Vestmannaeyjum, ofarlega á lista í síðustu bæjarstjórnar- kosningum og í ritstjórn blaðs Framsóknarmanna. Vernduðu yfirhilmarann Eftir að Guðlaugur hafði ját- að á sig þessar alvarlegu yfir- hilmanir fluttu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins tillögu um það að bæjarstjóra yrði sagt upp starfi; var tillagan rökstudd með því að megnasta óreiða liafi ver- ið í bókhaldi bæjarins, svo sem athugasemdir endurskoðenda reikninganna 1958 liafi sýnt; að liann liafi hilmað yfir fjárdrátt, og að hann skorti alla yfirsýn yfir fjárreiður hinna einstöku stofnana bæjarins, þar sem starfsinenn liafi getað dregið sér hundruð þúsunda króna á ári án þess aö hann hafi orðið þess var. Meirihluti bæjarstjórnar var svo viss um að slík tillaga kæmi fram að gengið hafði verið fyr- irfram frá frávísunartillögu og var hún lögð fram vélrituð á fundinum! Var tillögu Alþýðu- bandalagsfulltrúanna þar vísað á bug með þeirri röksemd að Guðlaugur bæri ekki ábyrgð :í þjófnaðinum. Frávísunartillag'i íhaldsins var samþyltkt með fimm atkvæðum Sjálfstæðisful1- trúanna, en Framsóknaríulltrú- inn sat hjá. Þá fluttu fulltrúar Alþýðu- bandalagsins tillögu um að bæj- arstjóri yrði látinn vikja úr starfi meðan -rannsókn færi fram; sú tillaga var einnig felld. Verður samt látinn víkja Þrátt fyrir þessa afgreiðslu mun ihaldið í Vestmannaeyjum nú hafa ákveðið að víkja Guð- laugi Gislasyni úr starfi bæjar- stjóra. Mun ætlunin að ráða nýjan mann þegar þing kemur saman í lok þessa mánaðar, og rökstyðja breytinguna með því að Guðlaugur sé svo önnum kafinn við þingstörfin að hann megi ekki vera að því að sinna bæjarmálum. Guðlaugur ér sem sé fullgóður fulltrúi Sjálfstæ*- isflokksins á þingi þrátt fvrir þær staðreyndir sem nú eru uppvísar. Viðshiptasamningar Framh. af 12. síðu Björnsson ráðuneytisstjóri, Oddur Guðjónsson forstjóri Innflutningsskrifstofunnar, Pét- ur Pétursson forstjóri Inn- kau-pastofnunar ríkisins og Halldór Jakobsson formaður Útflutningsnefndar sjávaraf- urða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.