Þjóðviljinn - 12.01.1960, Page 7
Þirðjudagur 12. janúar 1960
ÞJÓÐVILJINN
(7
skáldskapinn
Alþýðublaðið kom út. Pabbi
var. eins og verkamenn í þá
daga, í reikningi hjá vissum
kaupmönnum. Einn þeirra var
Siggeir, faðir Kristjáns Sig-
geirssonar. Faðir minn var mik-
ill fyrirhyggjumaður og hafði-
meiva fé umráða en almennt
var um verkamenn, óg var það
einungis fyrirhyggju hans og
dugnaði að þakka. Og það var
eitt sem hann brýndi alltaf
fyrir okkur börnunum: að það
væri aðeins eitt sem gæti lyft
íslandi úr voiæði og fátækt:
verkalýðssamtökin. En áfram
með; söguna. Hann kom í búð-
ina til Siggeirs og ætlaði að
kaupa borðstofustóla, skoðaði
þá, líkaði vel og hafði ákveðið
að kaupa þá. Þegar hann ætl-
aði að fara að borga stólana
Vilhjálimir frá Skáholti við skrifborð sitt inn anum málverk og' uppsetta fuglahami
til vinstri og fálki *Iil liægri. — Ljósm.: Eig. Guðm.
,,Sfeli ég glóandi gulli
úr greipum hvers einasta manns
þá vœri ég örn minnar œffar
og orka mins föSurlands".
kom lítill blaðsöludrengur inn
úr dyrunum og spurði hvort
þeir vildu kaupa Alþýðublað-
ið.
— Nei, ég vil ekki hafa þann
óþverra í mínum húsum!
hreytti kaupmaður út úr sér.
— Úr því þú, Siggeir minn,
vilt ekki kaupa mitt blað þá
kaupi ég heldur ekki þína
stóla. Vertu sæll.
Svo gekk faðir minn út úr
búðinni, og varð ekki meira
úr stólakaupum þar.
— Hvenær ákvaðst þú að
verða skáld, Villi?
— Það hefur aldrei hvarflað
að mér að verða skáld. Það
var aldrei ásetningur minn að
vérða rithöfundur, en það kom
einhvernveginn af sjálfu sér.
Lífið o r t i
svo mikið i
Lífið orti SVO kringum mig,
mikið ... að m é r
fannst é g
verða að vera með í þeim
skáldskap.
— Byrjaðir þú mjög ungur
að yrkja?
— Ég byrjaði sumarið sem
ég var sendur austur j sveit,
austur í Hreppa. Var hjá
manni sem hét Stefán og bjó
í Gróf. Var þar 2 suraur. Hann
er fyrsti maðurinn sem hefur
bendlað mig við skáldskap.
Hann sagði við móður mína
þegar hann skilaði mér heim
um haustið:
— Já, — hann er skáld,
drengurinn.
Þær eru orðnar óteljandi
þær lausavisur er ég hef ort
um dagana og er löngu búinn
að gleyma; þó kemur fyrir að
jafnaldrar mínir eru að lofa
mér að heyra þær. Já, ég átti
ákaflega gott með að kasta
fram vísum.
— Lofaðu mér að heyra ein-
hverja sem þú hefur verið
minntur á.
— Það eru víst 19 ár síðan
ég kom eitt sinn inn á Heitt
og kalt. Var víst eitthvað í
glasinu, eins og oft henti fyrr
á ævinni. Þá kastaði Kolbeinn
í Kollafirði að mér vísu, sem
ég hef því miður gleymt en
ég man að var dálítið kersknis-
full. Ég svaraði samstundis:
Ef að Kolbeinn á mig ráðast
þyrði
svara myndi ég svo aði yrði
sorg í öllum Kollafirði.
Þetta líkaði Kolbeini vel;
hann var greindur maður og
gegn, — það stóð ekki á öl-
íöngunum það kvöldið.
— Hvaða ijóðskáld hafa haft
mest áhrif á þig?
— Tveir menn; báðir látnir.
Annar var Kristján Þorgeir
lögfræðingur sem ég var mik-
ið með, — það var hann sem
sneri Passiusálmunum með
Sveini Vík-
Hin gömlu ingi þegar
kynnni gleym- Ólafs Frið-
ast ei rikssonar-
slagurinn var
hér um árið; varð það a.m.k.
öðrum þeirra dýr parodia.
Hinn var Sigurður ívars (Sig-
urður Z); við drukkum oft
mikið saman. Einu sinni var
ég staddur þar sem Sigurður
sat við borð og Hjálmar á
Hofi kom þar einnig. Hjálmar
sagði þá að Sigurður ætti að
búa til visu um sig, og vísan
er svona:
Iljálmar leysir hispurslaust úr
hverjum vanda,
bruggar bæði ljóð og landa.
Iagtækur til munns og lianda.
Af þeim báðum, Kristjáni
Þorgeiri og Sigurði, iærði ég
ákaflega mikið og þeir voru
mér innanhandar um að segja
mér um ýmsa vankanta á ljóð-
um mínum. Svo hef ég kynnzt
mörgum mönnum sem ég
hef haft gott af bókmennta-
lega, t.d. Karli ísfeld, svo ein-
hver sé nefndur. Karl hefur
mjög næman smekk — en ég
hef grun um að honum hafi
fundizt ég ekki taka skáldskap-
inn nógu alvarlega, — en hann
hefur lagt mér mörg góð heil-
ræði.
Annars hafa listamenn ekki
íallið mér í geð. Ég hef kunn-
að betur við mig í félagsskap
gáfaðra verkamanna og sjó-
manna. Ég hef rpargan sjó-
manninn hitt sem heíur ver-
ið sama hvar komið var nið-
ur í heimsbókmenntunum, þeir
hafa allstaðar verið með.
Ég hef komizt að þeirri nið-
urstöðu að þessir menn væru
kjarninn úr íslenzku þjóðinni.
Sjálfur hef ég verið tíu ár til
sjós og tvisvar á hákarlaskipi.
— Nei, ég var aldrei virkur
þátttakandi í verkalýðssam-
tökunum. Var í félagi ungra
jafnaðar-
manna nokk-
Á hákarla- ur ár, — og
veiðum hinn mæti
maður, Héð-
inn Valdimarsson hjálpaði mér
Framhald á 10. síðu.
1111 * 11111111111111 m 11111111111111! 1111111111.' i ■ ■ 111111111 > i: 1111111; 1111 m 1111111111111111111111111111111! 11111111 n i 1111111111111111111111111111111 (11111! 11 i í 111 r 111111:111111111 m 111111111111111111111111111111111111111111111111; 111111 iij
Slysa
hœtfan
ibegar há
hús eru
reist
án
notkunar
vinnupalla
Enda þótt liúsin hækki sífellt er of víða haldið þeim vana að
nota ekki vinnupalla fyrr en farið er að ganga frá liúsunum
að utan. Myndin er af Fiskifélagshúsinu í smíðum
læt ég ósagt, en hér hafa
talað menn sem ekki stunda
vinnuna sjálfir • og svör
þeirra hæfa tæplega skyni
bornum mönnum og manni
verður á að spyrja: Er það nú
með öllu goðgá að ætla að
þeir, sem fyrir byggingum
standa séu svo ábyrgðarlaus-
ir að þeir hafi efni á að láta
sér slik svör um munn fara?
Gera ekki tryggingarnar
kröfu til að einhverjum skil-
yrðum sé fullnægt að hálfu
þeirra, sem fyrir byggingum
standa til þess að þær standi
við sínar skuldbindingar ? Og
getur ekki vanræksla af hendi
þeirra sem fyrir byggingum
standa varðað réttindamissi
þeirra siálfra? — Það væri
gott að fá skýr svör við þess-
um spurningum frá réttum
aðilum, hvort sem það eru
Öryggiseftirlit ríkisins, trygg-
ingar eða aðrir.
Það virðist vera töluvert
gert að því að vara við elds-
voða og umferðarslysum og
varna því, að þau verði. —
Við björgun á sjó hafa nú
á síðustu tímum gúmmíbát-
arnir reynzt hanpadrjúgir að
biarga mannslífum. Á sjúkra-
húsum er það skylda lækna
að gera allt sem þeir geta
til að viðbalda lífi sjúklinga
sinna sem lengst, jafnvel eft-
ir að öll von er úti um bata.
Ek'k; ber að lasta það. En
hvað um hina, sem standa enn
í fullu fjöri í erfiðj dagsins
og ekki virðist af veita að
haldi fullu fjöri sem lengst.
Það er lönsru aiknnna að þeim
fækkar hlutfallslega, sem
vinna erfið’sverkin, en verða
að bera hækkandi skattabyrði
vegna hinná, sem lifa lúxus-
lífi. Þeir eiga því nokkurn
rétt á að mega halda lífi og
limum heilu. — Borgari.
IIIIÍIMIIIMIIIMIIMIIIIIIIIIIII.MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMIMMMI....MMIMIIMIIIIIIIIIIMMMMMMMMMMMMIMMMIMIMIMM...IIMMIIIMIIIIIIMI lllll II.Illl Ml „I „IIIIIIIIIIIIIIIII lllll ,?7c