Þjóðviljinn - 12.01.1960, Page 10

Þjóðviljinn - 12.01.1960, Page 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. janúar 1960 Lífið orti $¥© mikið i kringum mig Framhald áf 7. síðu. þá til að fara í lýðháskólann í Askov, og Jón Baldvinsson greiddi þá einnig götu mína. — Varst þú raunverulega á hákariaskipum? — Já. Fyrst var ég á Faxa, sem Magnús sálugi Guðmunds- son skipasmiður gerði út. Á honum var skipstjóri Jóhannes sá er fórst með Jarlinum á stríðsárunum, en Steini gamli, faðir Ingibjargar ieikkonu var stýrimaður. Þá var óg kokkur — og hafði plokkfisk í alla mata! Ég var 15 ára. Á síðara hákariaskipinu sem ég var á var ég með hinum fræga hákarlaformanni Vest- firðinga Helga Andréssyni frá Dýrafirði. Ingólfur sonur hans var skipstjóri; mætir menn þeir báðir feðgar. Þeir voru mér undursamlega góðir sem unglingi um borð. Það var ágætt að vera með þeim. Geir Zoega gerði skipið út frá Hafnarfirði. Við lentum í aftakaveðri ár- ið 1922 eða 1923 — það var árið sem hafnargarðurinn frá Örfirisey brotnaði. Við vorum þá á hákarli á Halamiðum þegar veðrið skall á okkur. Þá leizt Ingólfi ekki á þegar bát- urinn var orðinn hálffullur af sjó —- ég stóð í mitti í lúk- arnum. Þá heyrði ég að Ing- ólfur sagði við föður sinn: Ég held það væri betra að þú tækir við stjórninni pabbi. Skammt frá okkur sáum við bát frá Bolungavík, sem fór í öldu og kom aldrei upp aftur. Við náðum til ísafjarðar ,á bátnum hálfum af sjó. Hann kunní tökin á því gamli maður- inn, — fór eki frá stýrinu alla leiðina þangað. Það var sagt um hann að hann hefði staðið við stýrið á vestfirzkum kútter sem fór yfirum, þ.e. heila veltu í af- takaveðri — og gamli maður- inn kvað ekki hafa sleppt höndunum af stýrinu í velt- unni! — Báðir þessir feðgar fórust með togaranum Leifi heppna árið 1927. Á þessum árum var ég sí- yrkjandi, og það lét ég aldrei neinn mann sjá. Svo var ég á togurum, og gamla Þór i 2% ár — og það var ævintýri lík- ast. — Að hvaða ieyti ævintýri? — Þegar við vorum að elta togarana! Á þeim árum voru yfirmenn Friðrik Clafsson skipstjóri og stýrimenn þeir Eiríkur Kristófersson, Þórar- inn Björnsson og Einar P. Einarsson. — Og hvað um ljóðagerðina á þessum árum og næstu? — Öll mín beztu ár fóru í atvinnuleysi, drykkjuskap, Ijóðagerð og kvennafar. Bók míri, Næturljóð, kom út árið 1931. Árið eftir sigldi ég á lýðháskólann Öll mín beztu í Askov og ár . . . var þar um veturinn. — Hvernig líkaði þér þar? — Það var gott þar að vera. — Menntaðir Danir eru gott og látlaust fólk. — Eitthvað hefur þú séð méira af heiminurri? — Fór á heimssýninguria1 í London árið 1924. — Hvað varstu að gera þangað? — Það fór ég bara að gamni mínu, hreint út sagt af því mig langaði til þess. — Og hvernig líkaði þér Bretinn? — Mér gazt vei að því litla sem ég kynntist. Nú spjöllum við um stund um ýmsa samferðamenn á lífsleið- inni. en svo heldur Villi áfram: — Síðan ég fór að eldast hef ég einhvernveginn ekki átt samleið með jafnöldrum mínum heidur yngra fólki. Og mér finnst hræðilegt hvað Ameríka er búin að setja inn- sigli sitt á íslenzka æsku í hugsunarhætti; hún er hætt að hafa gaman af Ijóðum Jón- asar Hailgrímssonar. hætt að hafa ánægju af íslenzkum söngvum, hætt að hafa gam- an af íslenzkum skáldskap. Ég álít að þ e t t a sé ísland og œsk- dauðamerki. an sem kemur Þessi æska á að erfa landið — en það verður ekki þessi .æska sem bjargar ís- landi, heldur önnur æska — æska sem kemur. Þessi æska gefur sér vart tíma til að hugsa. Þegar ég var ungling- ur sátu ekki svo fjórir menn saman að það væri ekki rætt um dagleg rriál. í minni æsku var rætt um Þorstein Erlings- son, Einar Kvaran, Stefán frá Hvítadal, Davíð svo nokkrir séu nefndir. Og það voru held- ur ekki svo fá kvöld þá er unglingar töluðu um Sigurð Grímsson, sem þá var upp- rennandi skáld — áður en hann sveik sjálfan sig, — að maður ekki tali um meistara Þórberg. Þá voru heldur engin er- lend áhrif til að trufla hugs- anagang okkar. Æskan í dag er ekki síður vel gerð frá nátt- úrunnar hendi, það eru aðeins kringumstæðurnar sem eru að eyðileggja ágætan efnivið — því aldrei hefur æskan ver- ið glæsilegri. En hin skyndi- lega velmegun er siglt hefur í kjölfar óskapnaðarins og er- lendrar hersetu á undanförnu tímabili er að eyðileggja liana. — Nýja bókin þín, Jarðnesk Ijóð, er safn úr fyrri bókum þínum? — Úr Næturljóðum, sem var æskuverk, birti ég i henni tvö ijóð: kvæðið um Jónas Hall- grímsson og annað sem heitir Nótt. Á þessum árum kynntist ég Karli ís- feld, Haraldi Enn er spurt Sigurðssyni, um þœr Steini Stein- arr og um- gekkst þá mikið, og ég á þeim einna mest að þakka að bók mín: Vort daglega brauð, sem kom út 1935, náði strax miki- um vinsældum. Á þessum ár- um þýddu Karl ísfeld og Har- aldur Sigurðsson verk Axel Munthe, söguna um San Mieh- ele, og hafði ég mikla ánægju af að fylgjast með því verki þeirra, kom þar oft; þeir bjúggU' þá hjá Jakobi Smára á ÖldugÖtu 5. Á þessum árúm gaf Steinn líka út: Rauður iog- inn brann. Sól og menn kom út 1948. Egill Bjarnason gaf hana út á forlagi Kristjáns Kristjáns- sonar, sem siðan hefur séð um útgáfu á bókum mínum: Vort daglega brauð kom út i þriðju útgáíu 1950 endurbætt og stækkuð, en Brauð og vín 1957.. Þessar bækur seldust allar á svipstundu og færði Eg'ill það í tal við mig að ég gæfi út úrval úr þessum bók- um þar sem alitaf væri tölu- verð eftirspurn eftir þeim, og þess vegna er nú bókín Jarð- nesk Ijóð komin út. — Hver er afstaða þín til skáldskapar? — Skáldskapur er útfærsla á sannlcikanUm — lífinu. Þeg- ar skáklverk hættir að vera sannleikur hættir það um leið að vera skáldskapur. Það sem mest háir ís- lenzkum Skáldskapur- skáldum er inn og lífið að þau eru ekki nógu mikið úti í lífinu. í því sem rís hæst í íslenzkri skáldsagna- gerð hafa höfundarnir í flestum tilfelium sögulegan bakgrunn. og því menntaðri sem skáld- sagnahöfundur er í sögu lands og þjóðar því betra verk, því meira ris í skáidskapnum — samanber Virkisvetur Björns Th. nú síðast. Min skoðun er að til þess að skáld geti skrifað nútíma- skáldsögu þurfi það undir öll- um kringumstæðum að lifa lífi þess fólks sem er uppistaða verksins sem það er að skrifa. Og það væri ánægjulegt að fá nútíma skáldsögu eftir hæfi- leikamann, eins og Björn Th. er auðsjáanlega. Á skrifborðinu hjá Villa liggur blaðabunki. Það er hand- ritið að nýrri skáldsögu eftir hann. Þetta er fyrsta bindið af þremur fyrirhuguðum — og síðari bindin að einhverju leyti þegar skrifuð. Fyrsta bindið mun koma út á þessu ári. — Og nú ertu sjálfur að skrifa skáldsögu, Villi. Hvert er efni hennar? — Já, nú vinn ég að bók um ævi mína og þeirra félaga minna sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Þeirra sem fólk- ið hefur snið- Ekkert fólk gengið og þekki ég sak- ekki álitið lausara vera í húsum hæfa. Þessi bók er ekki skrifuð sem lista- verk heldur er hún skrifuð vegna þess að mér finnst að þessi sannleikur eigi að koma fyrir augu manna — sem að vísu hafa haft sögufólkið mitt fyrir augum, en aldrei vitað hvað í því bjó, hvað hjarta þess sló, heldur aðeins dæmt það og hrakið. Þetta fólk hef- ur réttvísi íslands haft mest milli handanría, én ekkert fóik þekki ég sakiausara né hreinna. Mér finnst ég ekki geta kvatt þennan heim fyrr en ég hef brugðið upp mynd af baráttu þessa fólks fyrir aðeins því að vera til — lifa. Takist þet.ta er tilganginum náð og ég er' sáttur við lífið. en líf þitt reyndist sumum bált. Ó, skáld! Þú sveikst! Og nú eft- skeið þitt runnið. Ö, skáld! þú gafst í dauðanui vitið sjálft.. — Þú segist hafa fulllokið fyrsta bindinu -r- og ætlar þú nú að halda í striklotu áfram við næstu bindi? — Nei. ég hef i fórum mín- um franska þýðingu af kvæði mínu Pourqoui Pas? og ég hef ætlað SÚ ökuför mér að koma því á fram- færi í.Frakklandi og hafa góð- ir íslendingar og Frakkar stutt mig í því. Á næstunni ætla ég því til Parisar. — Og viltu ekki að lokum segja eitthvað um skáldin og afstöðu þeirra til samfélags- ins? — Já. . . Kunningi minn sveik eitt sinn sjálfan sig og alþýðuna. Ég skrifaði honum þá bréf. | því bréfi er kvæðið Ökuljóð, — það er svona: Úr gullnum þræði ljóðs var líf þitt spunnið, Þú ókst um heimsins lönd í Ieit að auði,. sem Iöngum spillir hjarta manns. Sú ökuför til áuðsins varð' þinn dauði — og aldrei varðst þú barn þíns föðurlands. Þú gleymdir hjartans óði og allri gleði og allan heiinsins munað fyrir sórst. Þú sazt í vagni hans sem völd- um réðl — en vissir aldrei sjálfur hvert þú fórst. Svo Iokast hurðin að þessu húsi skáldsins að baki mér. Úti í borginni fellur snjór — jóla- snjór. J. B. IÞROTTI Framh. af 9. síðu þrjú fyrstu mörkin og hafa forustuna I hálfleik, 4:2. I sið- ari hálfleik harðnaði leikurinn til mikilla muna, t.d. var Gunn- laugi tvívegis vísað útaf. Það er Hermann, sem eykur for- skot ÍR upp í 5:2, en KR-ingar skora þrisvar með stuttu milli- bili af línu og eru leikar þá jafnir, 5:5. Á 9 mín. síðari hálfleiks skorar Þorgeir Þor- geirsson fyrir ÍR með eld- snöggu skoti gegnum vörn KR, og aðeins örfáum sekúndum fyrir leikslok jafnar Sigurður fyrir KR. I framlengingunni réðu lR-ingar lögum og lofum j á vellinum, skoruðu 3 mörk gegn engu KR-inganna. Sigr- uðu ÍR-ingar því með 9 mörk- um gegn 6. Langbeztur ÍR-ing- anna var Gunnlaugur (Labbi) Hjálmarsson, Hermann átti einnig ágætan leik svo og liðið í heild. I KR liðinu bar mest á Reyni. I liðið vantaði Karl Jóhannsson, og hafði það að vonum veikjandi áhrif. í heild sinni var KR liðið í dauf- asta lagi. Fram vann FH (b-lið) auðveldlega Fram reyndist auðvelt að sigra b-lið FH. Leikurinn var allur 'í daufasta lagi, enda langt liðið á kvöld, áhorfendur og leikmenn búnir að fá nóg og enga leikgleði var að finna hvorki í þessum leik né þeim sem eftir fylgdu. Fram sigraði án mikillar fyrirhafnar með 6:3. FH (a-lið) „burstaði“ Þrótt 10:2. Þróttarar léku nú í annað sinn á þessu kvöldi, að þessu sinni við Islandsmeistara FH. Leik- urinn reyndist FH mönnum létt viðfangsefni, enda sigruðu þeir með 10 mörkum gegn 2. FH hafði algjöra yfirburði í leiknum, og er sigurinn verð- skuldaður Þróttararnir virtust mjög þreyttir og dasaðir eftir fyrri leik sinn um kvöldið og voru nú ekki svipur hjá sjón. Ekki er auðvelt að dæma R um igetu FH eftir þennan leik, til þess voru yfirburðirnir allt of miklir. ] Afturelding sigraði Val Afturelding byrjaði vel skor- aði sex mörk áður en Vals- menn tóku við sér, en þá fóru þeir smám saman að „saxa“ á fors'kotið, og nndir lokin var leikurinn orðinn mjög ^jafn, en Aftureldingu tókst að sigra með 10:9. Dómarar kvöldsins dæmdu ágætlega. Framkvæmd mótsins hefði mátt vera betri. Oft liðu nokkrar mínútur milli leikja, en 'um það munar þegar jafn margir leikir eru leiknir og iþetta kvöld. ,,Prógrammið“ (tæpar 4 klukkustundir) er einnig nokkuð strangt, bæði fvrir keppendur og ekki sízt fyrir áhorfendur. * — b i p —i Heimilisdag- bókin íæst í næstu bókabúð. Útgefandi. Síminn er 12 - 4 - 91. Srníða húsgögn og > eldliúsinnrc»ttingar. I 12 - 4 - 91. Guðmundur ðfaisson. Auglýsið í Þjéðviljanum ;

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.