Þjóðviljinn - 26.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1960, Blaðsíða 6
ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 26. janúar 1960 6) þlÓÐVILIINN útgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (abj, Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmunus- r son. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsinga- stjóri: Guðceir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- smiÖJa: Skólavörðustíg 19. — Sími l?-500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 30 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja Þjóðviljans. V . ______________________________________________________________________J e-----—-----------------------------------------v Dagsbrúaarfflenn svara kjaraskerðingarflokkunum |£jaraskerðingarflokkarnir hafa fengið fyrstu ótví- ræðu viðvörunina: Verkamennirnir í Dagsbrún svöruðu siðlausum áróðri Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins með því að votta stjórn Hannesar Stephensens, Eðvarðs Sigurðssonar og félaga traust með eindregnara hætti en nokkru sinni fyrr, þegar boðið hefur verið fram á móti einingarstjórn verka- manna. Enda þótt nokkru færri tækju nú þátt í stjói’narkosningunni, hlaut A-listi, listi stjórnar og trúnaðarráðs, rösklega hundrað atkvæðum fleira en fyrir ári, en listi sá er ríkisstjórnarflokkarnir hnoð- uðu saman fékk 166 atkvæðum færra en við stjórn- arkjörið í fyrra. Hafa kjaraskerðingarflokkarnir tapað fimmta hverjum liðsmanni í Dagsbrún á þessu eina ári, og má segja að þeim gangi all þokkalega að reka af sér verkamannafylgið í Reykjavík. ITrslitin eru þeim mun athyglisverðari og mikil- vægari sem sameinað afturhald landsins lagði gífurlega áherzlu á stjórnarkosningarnar í Dags- brún. Menn á launum hafa verið látnir vinna að undirbúningi þeirra mánuðum saman og loks eru sameinaðar flokksvélar Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins til þess að vinna að kosningunni líkt og um alþingiskosningar væri að ræða. Alþýðuflokk- urinn notar allan kunnugleika sinn um reykvíska verkamenn og skoðanir þeirra í þessari þokkalegu samvinnu við hatramasta andstæðing reykvískra verkalýðssamtaka, leggur á borð með sér í ríkis- stjórn leifarnar af fylgi sínu í verkalýðsfélögunum. Er það sannarlega ömurlegur kafli 1 sögu þess flokks, flokks sem átti að verða forystuflokkur ís- lenzkrar alþýðu í sókn hennar til alþýðuvalda, en bindur sig nú stöðugt fastar aðalandstæðing verka- lýðssamtakanna, gerist opinberlega „liðsauki“ aftur- haldsins. CJamfylking kjaraskerðingarflokkanna lagðist lágt ^ í áróðri sínum og framkomu nú fyrir Dagsbrún- arkosningarnar. Þeir hafa nú hlotið svar reykvískra verkamanna við róginum um Eðvarð Sigurðsson og Lúðvík Jósepsson, sem fluttur var jafnt í Morg- unblaðinu, Alþýðublaðinu og „Verkamannablaði“ Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Samfylk- ingin er reyndar æði lágkúruleg síðan úrslitin urðu kunn. Vísir reynir að fela þau í gær í eindálka klausu á baksíðu, með fyrirsögninni „Rauðir héldu Dagsbrún11. Enn spaugilegri er þó tilraun Vísisrit- stjórans að afsaka ósigur kjaraskerðingarflokkanna í leiðara. Er þar komizt að þeirri gáfulegu niður- stöðu að reykvískir verkamenn hafi hafnað lista Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins í Dagsbrún vegna þess að ekki var komið fram fyrirhugað kjaraskerðingarfrumvarp ríkisstjórnarinnár! ITItt var ekki farið dult með kringum þingfrestun- • - Ina að hún var miðuð við 28. janúar í þeirri von áð þá yrðu um garð gengnar kosningar í Dags- brún og ýmsum öðrum verkalýðsfélögum. Ríkis- stjórninni var fullljóst að birting kjaraskerðingar- frumvarpanna y^ði ekki til þess að auka fylgi stjórn- arflokkanna í v'erkalýðsfélögunum. Kosningarnar í Dagsbrún og Þrótti sýna að sá feluleikur hefur ekki dugað ríkisstjórninni. Þær kosningar eru fyrsta ein- dregna bendingin og viðvörunin til kjarakerðingar- flokkanna og ríkisstjórnarinnar að verkamenn þjanpa sér nú saman til varnar rétti sínum og lífs- kjörum. — s. >■ _____________________________________________> Afvopnun oídrei nauðsynlegri en nú Á miðvikudaginn gekk A. M. Alexandroíf, sendiherra Sovtþríkjanna á íslandi, á fund Guðmundar í. Guð- mundssonar utanríkisráðherra og afhenti honum „Ávar]) Æðsta ráðs Sovétríkjanna til Jjjóðþinga og ríkisstjórna allra landa“ með ósk um að því yrði komið á l'ramfæri við ríkisstjórnina og Alþ'ngi. Á- varpiðí var samþykkt 15. jan- úar í 'MIefni af ákvörðun Æðsta ráðsins um þriðjungs fækltun í svoézka hernum. Krústjoff í ræðustól á Fækkun um 200.000 Æðstaráð Ráðstjórnarríkj- anna hefur ákveðið að beina til þjóðþinga og ríkisstjórna allra landa heims ávarpi um sérstaklega mikilsvert málefni er varðar hagsmuni alls mannkyns. Æðstaráð hefur samþykkt að minnka enn til mikilla muna herstyrk Ráðstjórnar- ríkjanna án þess að bíða eftir alþjóðasamkomulagi um af- vopnun. Gefin hafa verið út lög þess efnis, að heraflinn skuli minnkaður um þriðjung eða um 1.290.000 manns. Þegar lög þessi, sem sam- þykkt voru í dag, hafa verið framkvæmd, þá mun liðstyrk- ur landhers og flota nema alls 2.423.000 manns. fundi Æðsta ráðsins. Hefjast þarf handa Aldrei áður í sögu mann- kynsins hafa vígbúnaðar- keppni og stríðshyggja falið í sér slíka hættu sem nú, er herir búnir ógurlegustu ger- eyðingartækjum standa hvor- ir andspænis öðrum. Þessir málavextir eru þess eðlis, að óskynsamlegt athæfi og ill- viljað ráðabrugg einstakra stjórnmálamanna gæti orðið til þess að steypa heiminum út í hyldýpi nýrra styrjaldar ógna. Nútímavopn eru engin takmörk sett 1 eyðingarmaitti sínum og langdrægni. Ein vetnissprengja megnar að af- má af yfirborði jarðar merki- legustu stöðvar heimsmenn- ingarinnar. Það þarf ekki nema fáar vetnissurengjur tiP að leggja í rústir heil ríki. Og birgðir kjarnorku- og vetn'.s- vopna í lieiminum fara sírax- andi. Aðgerðir Sovétríkjaiina Á undanförnum fjórum ár~ um hefur herstyrkur Ráð- stjórnarríkjanna verið mir.nk- aður um samtals 2.140.000 manns með einhliða ákvörð- unum, og nú ætlum við enn að minnka hann um 1.200.000' Á þessum árum hafa Ráð- stjórnarríkin kvatt að fulltt heim herafla sinn frá alþýðu- lýðveldinu Rúmeníu, dregið til muna úr herstyrk sínum f Austurþýzka lýðve'dinu og alþýðulýðve'.dinu Ungverja- landi og lagt niður herstöóvar- á Iandsvæði annarra ríkja. Ráðstjórnarrík’n lækka. reglulega frá ári til árs fjár- framlög sín til vamarmála. Árið 1960 eiga þessi útgjöld’ að nema 12,9% af heildar- útgjöldum fjárlaganna. Til- svarandi tala var 19,9% árið 1955. Æðstaráð lýsir yfir þeirri! von sinni, að þessi nýja fækk- un í her Ráðstjórnarríkanna megi verða öðrum löndum for- dæmi, einkum þeim, sem-. mestan herstyrk liafa. Æðstaráð skorar á þjóð- þing og ríkisstjórnir allra landa að svara þessu nýja. friðarfrumkvæði . Ráðstjórn- arríkjanna með þvi að gera raunhæfar ráðstafanir í þá átt að draga úr herafla sín- um, létta herútgjaldabyrð- unum af þjöðum sínum, leysa mannkynið undan óttanum við nýja styrjöld og tryggja. frið í öllum héimi. Batnandi fr'.ðarhorfur. Þegar Æðstaráð Ráðstjóm- arríkjamia samþykkti þessi lög um að draga enn að nýju til muna úr herafla landsins, lét það stjórnast af raunsýnu mati á þeirri stöðu alþjóða- mála, sem nú er að skapast. Það er staðreynd, að dregið hefur mjög úr streitunni ríkja 'í millum. Friðarhorfur hafa batnað til muna. Sú óhrek janlega staðreynd, að friðsamleg sambúð ríkja mis- munardi þjóðfélagsskipulags er orðin sögulegur veruleiki jafnframt því að hún er bein- línis lífsnauðsyn með till’ti til núverandi þróunarskeiðs mannlegs samfélags, er að festa æ dýpri rætur í meðvit- und þjóðaleiðtoga. Þjóðviljann vantar unglinga til blaðburðar um KVISTHAGA LAUGARAS nr 1*4 i* i ' • iaiio vio atgreiðsluna sinu 17-50«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.