Þjóðviljinn - 05.02.1960, Side 4

Þjóðviljinn - 05.02.1960, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 5. febrúar 1960 Aðalsteinn Guðmundsson F. 17. júni 1900 - D. 27. janúar 1959 „Hann Steini er dáinn“. Þessi stutta setning hljómaði eins og reiðarslag, svo óvænt . skeði þessi atburður, sem er þó svo hversdagslegur. Við andlát manns eins og Aðaleteinn Guðmundsson var, er ekki vandalaust að minn- ast hans með nokkrum orð- um, og margt brestur á að það verði gert, sem vera bæri. slíkur ágætismaður sem hann var að dómi hvers manns er varð honum samferða í lífinu, hvort heldur það var á landi eða sjó, í leik eða starfi. Aðalsteinn Guðmundsson fæddist 17. júní árið 1900, að Borg, Auðkúluhreppi í Arn- arfirði. Fluttist^tæpra þriggja ára að Tjaldanesi í sömu sveit, með foreldrum sínum, Jóhönnu Guðmundsdóttir er andaðist fyrir réttum sex ár- um síðan, og Guðmundi Jó- hannessyni, sem einnig er lát- inn fyrir fjórum árum. Þar ólst Aðalsteinn upp, og átti þar heima til ársins 1921, er foreldrar hans fluttu til Bíldudals. Veturna 1916—’'17 og 1917- ’18 var Aðalsteinn við nám, með öðrum ungum mönnum, að Rafnseyri hjá Böðvari presti Bjarnasyni. 9. maí árið 1916 fór Aðalsteinn í fyrsta sinn á skak með föður sínum, á „Tjálfa“ gamla frá Bíldu- dal, þá á sextánda ári. Þar með hófst annar meginþátt- urinn í lífsstarfi Aðalsteins heitins. Eftir það starfaði hann ár hvert á sjónum, að fiskveiðum, fjölda ára. Fyrstu árin á seglskipum frá Bíldu- dal, síðan fór hann til Reykja- víkur og réð sig á sunnlenzku ',,kútterana“ á vertíð, en á sumrin var hann á síldveið- um. Aðalsteinn réð sig í fyrsta sinn á togara hinn 22. apríl 1924, einn af Hellyers-togur- nnum, sem gerðir voru út frá Hafnarfirði. Eftir það stund- aði hann svo til eingöngu sjó- •mennsku á togurum, frá Reykjavík og Hafnarfirði, allt fram á árið 1930, er hann varð samkvæmt fyrirmælum Jæknis að hætta sjómennsku, vegna heilsubrests. Foreldrar Aðalsteins flutt- ust til Reykjavíkur árið 1928, og er hann hætti sjómennsk- unni bjó hann hjá þeim, með- an þeim entist aldur. Fyrir framan mig liggur opin sjóferðabók Aðalsteins heitins Guðmundssonar. 1 irana er raunverulega skráð- ur verulegur hluti úr ævi- sögu þessaJ ágæta manns. Þar má lesa nöfn frægra íslenzkra skipa, og farsælla skipstjóm- armanna, og það að Aðal- steinn hefur aldrei verið í ,,hraki“ með skiprúm. Þar má lesa t.d. þessi nöfn: „Tjálfi“, skipstjóri Ölafur V. Bjarna- son, „íhó“, skipstjóri Jóh. Guðmundsson, „Keflavík", skipstjóri Símon Svei.ikjam- arson, „íhó“, skipstjéri Frið- rik Ólafsson, „Imperialist", skipstjóri Tryggvi Ófeigsson, „Ólafur“, skipstjóri Karl Guðmunidsson, „Júpíter“, skipstjóri Tryggvi Ófeigsson, o. s. frv. Þá var siður að gefa sjó- mönnum hegðunarvottorð, við afskráningu úr skiprúmi, er ritað var í sjóferðabókina. Allir skipstjórar á skipum þeim er Aðalsteinn vann á, ljúka upp einum munni, að hegðun Aðalsteins hafi verið ágæt, enda er það dómur hvers manns er honum kynnt- ist, fyrr og síðar. Er hér var komið sögu Að- alsteins heitins, var heims- kreppan mikla að hefjast. Fyrstu árin eftir að hann hætti sjómennsku, stundaði hann ýmsa verkamannavinnu, sem þá var mjög af skorn- um skammti hjá flestum. Haustið 1933 var Aðal- steinn heitinn einn af fimm félögum úr Kommúnistaflokki Islands, er komu saman á fund og ræddu nauðsyn þess, og tóku ákvörðun um að stofna „Pöntunarfélag Skerja- fjarðar". Samþykkt þessa fundar varð í raun og veru til þess að upp frá þessu til dauðadags helgaði Aðalsteinn heitinn samvinnuhreyfingunni að mestu, starfsþrek sitt. „Pöntunarfélag Skerjafjarð- ar“ var stofnað og óx ört, en það gerði meira, það gaf verkamönnum Reykjavíkur enn á ný eina sönnun fyrir gildi samtaka og samvinnu. Fjöldi smá pöntunarfélaga var stofnaður á skömmum tíma, sem vörn alþýðu Reykjavíkur gegn okri og ó- hóflegri álagningai á nauð- synjavörur vinnandi fólks. „Pöntunarfélag Skerja- fjarðar" hóf starf sitt í nóv- ember árið 1933, en í marz 1934 tók Aðalsteinn við for- stöðu þess, gegndi því starfi til þess tíma, er flest smá- félögin sameinuðust í „Pönt- unarfélagi verkamanna", en hélt áfram að veita Skerja- fjarðandeild þess forstöðu þangað til „Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis“ var stofnað. Um nokkurt skeið vann Aðalsteinn í pakk- húsi KRON, en eftir það tók hann við deildarstjórn í búð KRON að Þvervegi 3 í Skerja- firði. Gegndi hann því starfi til s.l. hausts, er hann hóf starf í nýjustu búð KRON við Dunhaga á Grímsstaða- holti, vann hann þar allt til þess tíma,. er hann veiktist í fyrri hluta janúar s.l. af slæmu kvefi, en upp úr því kenndi hann annars alvarlegs sjúkdóms, er eftir vikudvöl á sjúkrahúsi leiddi hann til dauða. Aðalsteinn Guðmundsson andaðist hinn 27. jaúar s.l. eftir stutta en þjáningarfulla legu. Hann hafði fulla vitund til seinustu stundar, gerði sér fulla grein fyrir endalokum, og bað að bera kveðju sína vinum og félögum. Aðalsteinn heitinn var yfir- lætislausasti maður er um getur, hafði sig litt í frammi, en með skarpri hugsun og glöggri idómgreind hafði hann ævinlega gott til mála að leggja. Hugsanaskerpa hans varð bezt séð með því, hversu fljótur hann var að leysa stærðfræðiviðfangsefni í hug- anum. Aðalsteinn var ókvæntur alla ævi, bjó hjá foreldrum sínum meðan þeirra naut við, eins og áður er sagt. Síðan bjó hann hjá bróður sínum Pétri og konu hans Jónu Magnúsdóttir, að Þvervegi 2, í húsi því er faðir þeirra byggði 1929. Það segir mikið um um- gengnisvenjur á heimili þeirra bræðra, að þeir ávörpuðu hvor annan, að jafnaði með orðinu bróðir, slík var virð- ing þeirra og tillitssemi, hvor fyrir öðrum. Ástúðleg alúð, hógværð en jafnframt festa voru í hversdagslegu við- móti Aðalsteins. Eitt sinn sagði Aðalsteinn við mig: „Eg man ekki til þess, að við systkinin höfum nokkru sinni orðið ósátt, hvort heldur var að leik eða starfi“. Þeir bræður áttu tvær systur, er létust fyrir aldur fram í blóma lifsins. Það er ekki hægt að Ijúka minningarorðum um félaga Aðalstein Guðmundsson, án þess að geta sérstaklega þess þáttar í lífi hans, er við kem* ur félagsmálum. Ást Aðalsteins á sannleika, réttlæti og heiðarleik, var höfuðeinkenni á öllu dagfari hans. Eg var svo lánsamur, að vera vinur og félagi Aðal- steins heitins um 30 ára skeið, tel ég mig því vel dóm- bæran um hina frábæru mannkosti hans, er aldrei brugðust, enda hygg ég að hann hafi ekki átt einn ein- asta óvildarmann, nokkru sinni. Það voru því engin undur, fyrir þá sem þekktu Aðal- stein, að hann í öndverðu skipaði sér í sveit framsækn- asta hluta verkamanna ís- lands, Kommúnistaflokk Is- lands. Hann gekk í Kommún- istaflokkinn þegar eftir stofn- un hans. Hann var einn af stofnendum Sósíalistaflokks- ins, var virkur og áhugasam- ur um allt það, er mátti vera forustuflokki hins vinnandi fólks til frama og velfarnað- ar. Sýndi hann í því framúr- skarandi einlægni, fórnfýsi og drengskap hins ódeiga baráttumanns. Um samstarf að málum vinnandi fólks, í Kommún- istaflokknum, Sósíalista- flokknum og í Kaupfélagi Reykjavikur og nágrennis, eigum við félagar og vinir Aðalsteins hugljúfar minn- ingar, um góðan félaga og vin, sem aldrei brást, er kunni að meta á réttan hátt erfið viðfangsefni líðandi stundar, án þess að missa sjónar á lokatakmarkinu — sósíalismanum. Honum auðn- aðist sú gleði, að sjá um það bil þúsund milljónir stritandi fólks bylta af sér oki kapítal- ismans, og á hraðri leið til framkvæmdar kommúnism- ans. „Hann Steini er dáinn“. Þessi sorglega staðreynd, leggur okkur eftirlifandi fé- lögum hans skyldu á herðar, að hlaupa undir bagga þar sem hann var. Vissulega verður vandkvæðum bundið að fylla skarðið í röðum okk- ar, þar sem um slíkan mann- kosta og ágætismann var að ræða. En minningu hans er aðeins hægt að heiðra með því, að bera hugsjónir hans og dýrustu vonir fram til sig- urs — hugsjón friðar, jafn- réttis og bræðralags — hug- sjón kommúnismans. Við þökkum þér vinur og félagi, fyrir árangursríka samvinnu og samfylgd, fyrir drengskap þinn og takmarka- lausa hollustu við okkar dýr- mætustu hugsjónir og vonir. Sigurvin Össurarson. í dag er kvaddur hinztu kveðju góður félagi. Aðalsteinn Guðmundsson verzlunarmaður, sem lézt 27. janúar síðastliðinn, er i dag borinn til hinztu hvílu. Aðalsteinn heitinn, — eða Steini eins og hann var venju- lega nefndur, var einn af þeim sem stofnuðu fyrstu Pöntunarfélagsdeildina í Skerjafirði 1934, isem telja má upphafið að etofnun Pöntunarfélags verkamanna. — En það varð önnur meg- inuppistaða í Kaupfélagi Reykjavíkur ©g nágrennis, er það var stofnað. Störf hans í Pöntunarfélaginu skulu ekki rakin hér, til þess brestur kunnugleika, en víst er að þeim málum þarf að gera betri skil, meðan tími er til. Því þau samtök eru mjög merkur þáttur í þróun samvinnusamtakanna í höf- uðstaðnum, en þeim vann Að- alsteinn heill og óskiptur til æviloka. Hann gerðist starfsmaður Framhald á 11. síðu. (iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiim iiiiuiiiimuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ...... ..... BÆJÁRPOSTURIN' • Misnotkun frímerkja Á þriðjudagskvöldið skýrði Þórður Björnsson, fulltrúi sakadómara, frá niðurstöðum rannsóknar frímerkjamálsins. Mál þetta hefur að vonum vakið mikla eftirtekt og um- tal sökum þess geipiverðs, sem frímerki þau, er þar um ræð- ir, hafa verið seld á, en ein- stök þeirra merkja munu hafa verið seld á allt upp I 4 þúsund krónur stykkið. Eg ætla ekki að gera þjófnaðar- málið sjálft að umtalsefni hér, en í tilefni af því langar mig að drepa á eitt og annað í sambandi við útgáfu og söfn. un frimerkja. Eins og kunn- ugt er voru frímerki fundin upp á sinni tíð til þess að a.uð- velda póstsamgöngur og koma hentugu skipulagi á greiðslu fyrir þá þjónustu, sem bréf- burður veitir mönnum. Síðar hugkvæmdist svo einhverjum, sem haldinn var söfnunarár- áttu, að fara að safna þessum merkjum, og brátt urðu þau mikil verzlunarvara og sérlega hentugur gjaldmiðill til þess að afla sér erlendra peninga. Og eins og alltaf vill verða, þar sem mikil hagnaðarvon er í aðra hönd, hafa óhlutvandir fjáraflamenn ekki skirrzt við að hagnýta sér þessa fjár- öflunarleið eins og framast má verða og hafa jafnvel stundum farið lengra en lög leyfa, eins og raun varð á í þetta skipti. • Frímerkjaútgáfa og frímerkjaverzlun Frímerki fámennra þjóða eins og íslendinga hafa löng- um verið mjög eftirsótt og I háu verði, sökum þess hve upplag þeirra er lítið. Af þessu hefur aftur leitt, að þessar þjóðir hafa freistazt til þess að gefa út ný og ný frí- merki, bæði í tíma og ótíma, ekki til þess að greiða frekar fyrir póstsamgöngum eins og upphaflegi tilgangurinn var, heldur til þess að gera þau að verzlunarvöru fyrir frímerkja- safnara. Virðist sannarlega tími til þess kominn, að póst- stjómin fari að endurskoða af- stöðu sína til þessarar út- ungunarstarfsemi og hafi á henni meiri hemil héreftir en hingað til hefur verið. Er ekki til ærið nóg af frímerkj- um til þess að braska með, þótt ekki sé verið að leita að smáskítlegustu tilefnum til þess að gefa út fleiri? Eða ber- t.d. brýna nauðsyn til þess að gefa út frímerkin, sem nýlega var tilkynnt. að ættu að koma á markaðinn siðar í vetur? • Er betta hollt? Svo er það annað í sam- bandj við frimerícjasöfnun. Margir hafa haldið því fram, að hún sé einstaklega holl tómstundaiðja fyrir börn og unglinga og m.a. mun Ælsku- lýðsráð Reykjavíkur starf- rækja á sínum vegum sérstaka frímerkiaklúbba fyrir ung- iinga. Er ekki hægt að finna börnum einhverja nýtilegri tómstundaiðju heldur en þá að telja skæklana á gagns- lausum bréfsneplum? Eða er það svo sérstaklega hollt upp- eldi, að temja börnum að betla sér út frimerki í því skyni, að gera þau sér síðar að féþúfu? Vilja þeir svara, sem sjá hollustuna I því upp- eldi? J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.