Þjóðviljinn - 18.02.1960, Page 9

Þjóðviljinn - 18.02.1960, Page 9
•— Fimmtudagur 18. febrúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN i— (9 í dag' koma saman í afdal í fjöllum Kaliforníu rúmlega 1000 snjöllustu vetraríþrótta- menn frá meira en 30 löndum. Þeir ganga fylktu liöi undir þjóð- fánum sínum til að vera við- staddir hátíðlega opnun áttundu vetrarólympíuleikanna. í Squaw Valley hefur verið byggt voldugt leiksvið fyrir vetraríþróttamennina, þar seni þeir næstu dagana sýna listir sínar í viðurvist 30 til 50 þús- und áhorfenda daglega. Ólymp- Ken Henry íueldurinn. sem fyrir nokkrum dögum var tendraður í Morge- dal, vöggu skíðaíþróttarinnar, og fluttur hefur verið með bifreið- um, flugvélum, þyrlum og bor- inn af stúdentum og skíðamönn- um Bandaríkjanna er um það bil að koma á dalbrúnina í Squaw Valley. Um þrjú leytið í dag (þá er morgun í S. V.) þýtur hin fræga skíðakona Andrea Med Lawrence, sem hlaut tvenn gullverðlaun í Osló 1952, niður hliðar dalsins með hinn logandi óJympíueld í hendi, stefnir inn að leikvanginum þar sem þátt- takendurnir standa og bíða þess að hinn olympíski eiður verði unninn og að varaforseti Banda- ríkjanna lýsi leikina opnaða. Þar tekur við kyndlinum úr hendi A. Mead Lawrence Ken Henry, sigurvegarinn í 500 m skauta- hlaupinu í Osió 1952. Hann á að hlaupa einn hring með kyndil- inn í hendi umhverfis leiksvaeðið, þar sem keppendurnir standa og alþjóða-olympíuneindin, og haida síðan að hinu ólympska altari og þar mun hann kveikja ol- ympíueldinn, sem loga mun meðan leikirnir standa. Hugmyndin um vetrar- ólympíuleiki Þegar Pierre de Coubertin endurvakti olympíuleikana 1896, v var það gert í anda hinna fornu leikja, en þá var ekki um að ræða vetrarólympíuleiki, og er þeirra hvergi getið í fornum, grískum sögnum. Það líða sjö olympíutímabil (Olympíad) og sjö olympíuleikir fara fram áður en fyrstu vetrarolympíu- leikarnir eru haldnir. Á leikjunum í London 1908 og í Antwerpen 1920 voru vetrar- íþróttir á dagskránni, en þær voru fyrst og fremst settar þar til þess að draga að áhorfendur og á þann hátt auka tekjurnar. Það var ekki gert með það fyr- ir augum að uppúr því ættu að korna sérstakir vetrarolympíu- leikir. í London var keppt í list- hlaupi á skautum, og dró sú keppni að sér 2500 manns, sem greiddu 500 sterlingspund í að- gangseyri. Á leikjunum í Antwerpen var áhuginni greinilega miklu meiri og nú var annað komið með og það var ísknattleikurinn, sem Evrópumenn höfðu kynnzt og lært af Kanadamönnum, og varð þegar ákaflega vinsæll. Á þingi írjálsíþróttamanna sem haldið var í París 1921 og þar sem -mættir voru fuiltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Kanada, Frakklandi og Sviss, kom fram hugmyndin um að haldnir væru vetrarólympíuleikir. Var því haldið íram af sumum, að það væri mjög æskilegt að þeim yrði komið á. Þetta gekk svo langt að þegar á þinginu voru gerð frumdrög að dagskrá slíkra leikja. Þetta hafði þau áhrif að ár- ið eftir, í júní, ákvað alþjóða- olympíunefndin að haldnir skyldu vetrarólympíuleikir í sambandi við sumarleikina 1924. Átti það aðeins að vera tilraun, án nokkurrar bindingar um það hvað yrði í framtíðinni. Norrænu leikirnir forleikurinn Á Norðurlöncjum var löngu fyrir þann tíma kunnugt um að keppt var í skíðaíþróttum, bæði stökki og göngu, og mun það hafa þekkzt á 19 öldinni en skautakeppni hófst síðari hluta 19. aldarinnar. Þessi almenni áhugi varð til þess að Svíar tóku að efna ár- lega til keppni, í fyrsta sinn 1901. Keppnisgreinar leikja þess- ara voru 50 km og 18 km ganga, ..........................IIIIIIIIIII | SQUAW 1 | VALLEY | E Dagskráin 18. febrúar: = 5 Árdegis: Opnunarhátíðin. E = Síðdegis: Skíðastökk — E E sýning. ísknattleikur. E rimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiin Andrea Mead Lawrence tviaeppni og stoKK. Þar var tekið með hraðhlaup á skautum og Jisthlaup á skautum. Leikir þessir urðu þegar, .rrygg yin^Eel,- ir ög fjölménnt rnjög til* þeírra hverju sinni. Norrænir íþróttaleiðtogar litu hugmyndina um vetrarólympíu- leiki heldur óhýru auga, þeir voru búnir að taka tryggð við norrænu leikina og HoJmenkoJl- enmótið sem fljótt náði miklum vinsældum. Þeir voru sannfærð- ir um að hugmyndin mundi skemma eða eyðileggja þeirra leiki, sem hefðu náð vinsældum. Þessi grunur þeirra reyndist réttur, því að norrænu leikirn- ir voru síðast haldnir 1926. Dagskrá olympíuleikanna var sniðin eftir leikjum þessum og við bætt ísknattleik. Síðar komu svo hinar svokölluðu fjallagrein- ar á skíðum. Fyrstu leikirnir í Chamonix í Frakklandi Fyrstu vetrarleikirnir fóru íram í Chamonix í Frakklandi í sniábæ við rætur Mont Blanc- fjallsins, og er ekki að orðlengja að leikirnir urðu þegar mjög vinsælir og aldrei kom íram orð í þá átt að leggja þá niður. Á þessum fyrstu leikpum var keppt í 13 greinum skauta- og: skíðaíþrótta sem skiptust & milli göngu, stökks, hraðhlaupa., listhlaupa á skautum, bob-sleða- keppni og ísknattleiks. Noregur hafði lang'hæsta stig'a- tölu eða 124,5, Finnland var annað með 57,5, 3. Bandaríkin-. 29, 4. Austurríki 25, 5. Svíþjóð,. 21, Bretland 20, Sviss 14, Kan- ada 11, Frakkland 9, Belgía 6,. Tékkóslóvakía 6 og Ítalía 1 stig- Næstu leikir fóru fram í St- Moritz í Sviss 1928. Þriðju leik- irnir fóru fram í Lace Placid i Bandaríkjunum. Fjórðu leikirn— ir voru haldnir í Garmisch. Partenkirchen í Þýzkalandi, ogL' þá er fyrst keppt í svigi ogl bruni karla og' kvenna. Fimmtu. leikirnir eru svo haldnir 12 ár- um síðar og þá í St. Moritzv og voru það fyrstu leikirnir eftir stríðið. 1952 voru þeir svo> í Osló í Noregi og' 1956 í Cort— ina á Ítalíu. Á leikjunum sem hefjast í dagr verður í fyrsta sinn keppt i hraðhlaupum kvenna á skautum.’ og einnig' verður keppt í skíða- skotfimi, en ger.t er ráð fyrir að> það verði í fyrsta og' síðasta’. sinn sem þessi grein verður á'. ólympíuleikjum, enda full hern— aðarleg. Mikið hefur verið deilt um>. staðinn Squaw Valley, og er* hann af mörgum talinn óheppi- legur til svo íjölmenns móts.. tíðarfar ekki eins stöðugt cg: æskilegt væri. Um skeið var deilt um það» hvernig ætti að afla peninga tit þess að framkvæmdir stöðvuð- ust ekki. Það er líka talið að» valið á þessum stað hafi veriðt skrítin tilviljun, og verður sr.gt. frá því á morgun. í dag stendur þó olympíubær- inn, leikvangus, brautir og ánn- að sem til þarf svo leikirnir geti farið fram með fuJlkomnuiU' Framhald á 11, síðu. ....................................... Keppnissvæðið í „Dal indíánakonunnar*' Sqnaw Valley: 1. Tahoc-City — 2, og 3. skíðastökkpallar og áhorfendasvæði — 4. bílastæði — 5. olympíuþorpið — 6. skauta- leikvangur — StKv stórsvigbraut kvenna — SKv svigbrau>t kvenna — BKv brunbraut kvenna — StK stórsvigbraut karla — SK svigbraut karla — BK brunbraut karla, iiimiiimmiimiiiimiiiimmiimimmimiiiimmiiitmmi }jl!lijmiiiii;niiiH!)iminuii

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.