Þjóðviljinn - 02.03.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1960, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. marz 1960 ® Þegar iiölgaði í drottninaarættinriT Mikið eru Bretar frændur okkar lukkulegir núna með drottningarfjölskylduna sína. Þar hefur sem sé hver stór- viðburðurinn rekið annan und- anfarna daga. Pyrst kom storkurinn í heimsókn til sjálfrkr drottningarinnar með nýjan prins, sem væntanlega verður hertogi eða eitthvað þess háttar, þegar hann er orðinn stór Þessu gamla heimsveldi veitti sannarlega ekki af því að eignast einn hertoga í viðbót nú þegar það er komið að fótum fram. Er jafnvel 'í þann veginn að tapa sumir liafi komið. alla leið frá Ástralíu til þess að standa í biðröðinni fyrir utan kóngs- höllina. Það fer að verða held_ ur lítið úr ferðalagi vitring- anna frá Austurlöndum, sem komu forðum til þess að fagna fæðingu frelsarans, eftir því sem sagan hermir. Varla var búið að vefja nÝja prinsinn reifum, þegar önnur stórtíðindj bárust af drottningarfjölskyldunni: Hún Margrét var loksins gengin út! Allir voru farnir að halda, að hún ætlaði bara að pinra íif ergelsi jtPir því að fá ekki að eiga hann Pétur, en hann fékk eins og menn muna bvorki náð fyrir augum fjöl- skyldunnar né kirkjunnar Loksins hafði þó fundizt einn verðugur þess að mægjast við drottningarfólkið. Að vísu var hann nú bara Ijósmyndari að at.vinnu, sem er náttúrlega dálítið skítt. Hins vegar höfðu fundizt nokkrir dropar af að- alsblóði í æðum hans við ná- kvæma rannsókn og það gerði gæfumuninn Heiðri ættarinn- ar var borgið, kirkjan sagði amen og allt Bretaveldi fagnaði. Svona geta nokkrir dromr af aðalsblóði gert mik- ið kraftaverk. ® HaDDadrátturinn Svo koma hér að lokum vísur um dálítið annað efni, sem Rósberg G. Snædal hef- ur sent póstinum: „Þó að fatist feðrum vörn, fúni gat á pramma. Úðar mat í okkar börn íhalds-krata-mamma. Vinnufús ég vera má, vist er plús að b. .. . Fleiri þúsund fæ ég þá, falleg dúsa atarna! — þórs'kstríðinu við okkur Is- lendinga. Mikill var fögnuður þeirra, sem búnir voru að húka á strætum úti dögum saman og bíða komu barn- ungans, þegar það loksins fæddist. Mogginn segir, að Senn verður drátturinn drýgstur í bú, djöfull er fátt orðið beisið! Hugleiða máttu, það hefnir sín nú helvítis náttúruleysið. — Orðsending frá Bólsturgerðinni Svefnsófa ems og t”°ggja manna — Sófasett — Sófaborð — Kommóður. — Pantið húsgögnin strax, meðan verðlð er óbreytt. BÓLSTURGERÐIN H.F.. Skipholt 19 — Sími 10388 Efni kvikmyndaþáttarins í dag er samtíningur úr ýmsum áttum, myndir og stuttar skýr- ingar með þeim. Mjmdaskýr- ingarnar eru svona: Stóra myndin: Fyrir skömmu var efnt til allóvenjulegrar kepþni í borginni Ziirich í Sviss. Kepptu þar karlar um titiiinn „tvífari Yul Brynn- ers“, en konur háðu keppni um titilinn: „tvífari Gínu Lollobrigida“! Tugir karla og kvenna tóku þátt í keppni þessari og voru þau dæmd sigurvegarar, sem þóttu að dómi viðstaddra líkust hinum heimsfrægu kvikmyndaleik- endum. Sjást þau sem sigr- uðu hér á myndinni framan við risastórar andlitsmyndir af Yul og Ginu — svo að auð- velt er að gera samanburð. „Tvífari Brynners“ heitir Koni Kuser, en „tvífari Lollobrig- iru“ er Pat Brun. Myndin neðst til vinstri: Eitt sinn var þessi þáttur helgaður kynningu á þýzka kvikmyndaleikaranum Curd Jurgens, en hann má nú tví- mælalaust telja einn fremsta leikara í Evrópu um þessar mundir. Prægðarferill hans hófst í rauninni árið 1955. er hann lék í kvikmyndinni „Hershöfðingi djöfulsins11, sem Trípólíbíó hefur sýnt undan- farna daga og SÁ ritaði um hér í blaðið í gær. Var þetta Á hausti komanda, nánar tiltekið hinn 20. nóvember, eru liðin 50 ár síðan rússneski rithöfundurinn Leo Tolstoj lézt. í Sovétríkjunum hefur þegar verið skipuð nefnd, sem sjá á um undirbúning há- tíðahalda í þessu tilefni, og er rithöfundurinn Leoníd Levonoff formaður hennar. Ráðgert er að gefa út verk Tolstojs í sérstakri hátíðaút- gáfu, æfisögu hans o.s.frv. Á þessu ári er einnig búizt við að unnt verði að frum- sýna fyrsta hluta sovézkrar kvikmyndar, sem gera á eftir Önnu Karenínu, hinni miklu skáldsögu Tolstojs. í borginni Kasnogorsk, ná- lægt Moskvu, er geymt stærsta safn kvikmynda og Ijósmynda sem til er í Sovét- ríkjunum. í safni þessu eru m.a. um 12 þúsund hejmildar- kvikmyndir ýmiskonar, frétta- myndir o.þ.h., rúmlpga 500 þúsund ljósmyndir, hljóðupp- tökur svo skiptir tugþúsund- um og fleira. 50. kvikmyndahlutverkið sem Júrgens fór með. — Á mynd- inni sést þessi frægi leikari í einu af síðustu hlutverkum sínum, ásamt Ingrid Berg- man. Kvikmyndin sem þau leika í nefnist „Krá sjöttu hamingjunnar" og fjallar um unga enska konu, sem ferðast til Kina í trúboðserindum. Robert Donat, hinn gamal- kunni og ágæti leikari, fór með eitt af hlutverkunum í kvikmynd þessari. í>að var síðasta kvikmyndahlutverk hans, hann lézt eigi alllöngu eftir að mýndin var fullgerð. Myndin neðst til hægri: Atriði úr enskri kvikmynd, sem gerð hefur verið eft- ir teiknimyndasögu Ronalds Searers um hinar óstýrilátu námsstúlkur í St. Trinians- heimavistarskólanum. Á myndinni sást hinir kunnu ensku gamanleikarar Alastair Sim og George Cole. miiimiiimiimiimimiimiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiiiiiimHiiiiiumimiiiiiiimmmmiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimHiiiimip Aðal- skemmtifundur Knatt3pyrnuféla,gs Reykjavíkur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 6. marz kl. 9 síðd. Fjölbreytt skemm*iiskrá. KR-ingar fjöimennið og takið með ykkur gesti. Aðgöngumiðar seldir í Félagsheimili K.R. og á afgr. Sameinaða EKKI WRHIAW RAFKERFIP! Stjórn K.R Húseigendafélag Reykjavíkur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.