Þjóðviljinn - 02.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.03.1960, Blaðsíða 10
10). — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 2. marz 1960 Meðferð drykkjumanna Framhald af 7. síðu. ir viðleitni hjálparstöðvanna. Þá er það reynt, að vista þessa menn á hælum til langs tíma, marga mánuði, nokkur ár eða ótiltekið fram í timann. Stöðvarnar eru grunnurinn undir allri þessari starfsemi. Þær þurfa að hafa aðgang að hressingarheimilum og hælum, sem þurfa að vera fleiri en einnar tegundar, þannig að unnt sé að flokka menn á þau nokkuð eftir ástandi og bata- horfum Siðasta stig drykkju- mannahælis yrði þá lokað hæli handa þeim, sem áralöng læknismeðferð hefur ekkert gagnað og orðnir eru utan allra gátta í þjóðfélaginu vegna drykkjuskapar. Þessi tilhögun á meðferð drykkjumanna virðist þeim sérfræðingum heppilegust, sem mest fjalla um þessi mál á erlendum vettvangi. Þeir líta á hjálparstöðina sem grunn- einingu og til hennar og frá eigi síðan allir þræðir að liggja. Hvar sem sjúklingarn- ir dveljast. eru tengsj þeirra við grunninn, hjálparstöðina, aldrei rofin. Starfslið stöðv- anna fylgist með þeim og hef- ur hönd í bagga með, hvort sem þeir dveljast innan veggja stofnana eða utan, Það er þetta samhengi í tilhögun, sem vantar gersamlega hér á landi enn. Eg læt nú máli mínu senn -lokið, en get þó ekki stillt mig um að eyða nokkrum orð- um í það, sem nú er brýnasta þörfin á sviði drykkjumanna- lækninga, en það er að komið verði á fót lokuðu hæli. Hér í Reykjavík og á víð og dreif úti um landið eru drykkjumenn, sem eru svo langt leiddir, að þeir mega heita ósjálfbjarga, þeir vinna ekki. en betla sér fyrir áfengi. Andlega og l'íkamlega eru þeir af sér gengnir vegna langvar- andi drykkjuskapar. Ekkert heimili getur haft þá, og þeir eiga sér ekki húsas'k.jól, en skríða um nætur þar inn sem þeir komast. Þetta eru utan- garðsmennirnir í þjóðfélaginu. Yfirframfærslufulltrúinn í Reykjavík hefur nýlega sent yfirboðurum sínum greinar- gerð um þetta utangarðsfólk í höfuðstaðnum. Hefur hann levft mér að vitna í þá grein- argerð. en þar segir svo m.a.: „Allt er fólk þetta áfengis- sjúklingar, heimilislaust og umhirðulaust langtímum sam. an. er segja má að leggist til hvíldar í ofurölvun sinni í hverju því afdreoi sem það getur fundið einkum hér við höfnina. Svo s.júkt er það á stundum sökum næringar- skorts og drykkju ýmiskonar mengaðra drýkkja (hárvatns, brennsluspíritus o.s.frv.), að það kastar upp þar sem það liggur, og atar sig svo út i þessum óþverra. Eru þess og dæmi að það beri merki þess á höndum og fatnaði. að hafa lagzt niður í og káfað í saur sínum eða annarra. Ber klæðn- aður þess oft á t’íðum vitni um þetta bæði í sjón og raun. Þegar svo þessir vesalingar vakna að morgni, má geta nærri hvernig líðan þeirra er, eftir að hafa legið í eða undir einhverju afdrepi, sem og oft undir berum himni regnkaldar nætur. Það er í sjálfu sér ekki að undra þó að það leiti til verkamannaskýlisins um leið og það er opnað, til þess að fá sér hita og veniulega með betli um eitthvað heitt að drekka.“ Þannig farast yfirfram- færslufulltrúanum orð, og hann hefur það eftir lögreglu- stjóranum í Reykjavík, að sl. haust hafi hér í bænum eigi verið færri en 30 karlar, sem tel.ia verði til þessa flok'ks drykkjumanna, en konur mun færri. Niðurstaða fulltrúans er sú, að stofnsetja beri svo- kallað „lokað“ hæli. þar sem menn þessir geti dvalizt um langan tíma, allt að 3—4 ár- um, uudir læknismeðferð og við hæfileg störf. Um slcoðun lögreglustjórans í þessu efni segir hann á þessa leið: ,,I viðtali mínu við lögreglu- stjórann, gat hann þess, að það sem mestum erfiðleikum ylli í sambandi við drykkju- skapinn hér í bænum, væri einmitt vöntun • á. ,,Iokuðu;‘. hæli fyrir'-þfissa „yonlausu“ tegund ofdrykkjurnanna. Var það hans skoðun, að ef til væri „lo'kað“ hæli, mundi á- hrifanna gæta langt inn í rað- ir þeirra manna, sem nú eru á leið til að verða „Vonlaus- ir“ ofdrvkkiumenn og munu verða bað, sé ekkert að gert.“ Eg þarf vart að taka fram, að ég er fvlli'eea sammála því. sem fram kemur í þessari skvrslugerð. bæði hvað á- kind snertir og ráð til úr- bóta. Forrtöðumaður Bláa bands- ins Guðmundur Jóhannsson hefur tiáð mér nvlega, að af beim 857 einstaklingum, sem þar höfðu dvalið á f.vrstu 4 árum hælisins, hafi eftir- grennslan farið fram varðandi afdrif 463 manna. sem náð varð til. Af þeim hópi reynd- ust 15,6% eða 76 menn svo langt leiddir, þrátt fyrir und- angengna meðferð, að vistun á lokuðu hæl; var talin eina úrræðið. Þessi forstöðumaður hikaði ekki við að fullyrða að brýnust væri þörfin nú á stofnun lokaðs hælis handa þeim drykkjumönnum, sem verst eru farnir. Gunnarsholt hefur ekki að- etöðu til að taka slika siúk- linga. Þó hafa þeir verið flutt- ir þangað, og afleiðing’n orðið sú, að hver einasti sjúklingur, sem frá Gunnarsholti hefur komið, hefur samstundis drukkið sig fullan. Það er lé- legur árangur og þó ekki lak- ar; en til er stofnað. - jÞrábt fyrir • að þörfin á lok- ! uðu hæli’-hefilr : lengi verið brýríust, þá héftir slíkt hæli enn ekki verið reist. Hælið í Gunnarsholti er annarrar teg- undar og þó raunar hvorki fugl né fiskur og hið nýja litla hæli í Viðinesi er líka annarr- ar tegundar. Slík mistök verða vegna þess, að alla yfirsýn og samræmda st.jórn vantar í þessum efnum, en markmiðið með flutningi fyrirliggjandi frumvarps er einmitt að fá bætt úr þeirri vörítun. Þegar um er að ræða jafn mikilsvert heilbrigðis- og fé- lagsmál sem hér er, þá er raunalegt að horfa upp á það, að í sífellu sé bætt gráu ofan á svart, mistökum hlaðið á mistök ofan, og fá ekki að- gert. Það er hart að þurfa að una við þá erfiðleika, sem áfengisvarnadeild Heilsuvernd- arstöðvarinnar á við að etia vegna skorts á tengslum við sjúkrahús og hæli. Það er heldur ekki skemmtilegt að horfa upp á vandræði þeirra, ágætu leikmanna, sem nú berjast einangraðir um i hringiðu Bláa bandsins í Reýkjavik, og það er blátt á- fram sorgleg s.ión að sjá fé og orku ár eftir ár eytt í gagnslítið pjakk hælisins i Gunnarsholti. Úr öllu þessu má bæta og verður að bæta, en til þess þarf samræmingu aðgerða og traustari og á- byrgar; stjórn. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiimmimiiuiiiiiiiimiiimimiummiiiiimimimimmimiimiiiiuijiiiiiiiimimiiimiiniiimiiiiHiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmmiimiiiimmmmmiiiiii HtlMIUSÞATTUgl— Frá húsmæðrafundi. Húsmceðrafundur Á mánudagskvöldið var haldinn einn af fjórum lnTsmæðra- fundum, sem Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis efnir til í þessari viku. Var fundurinn afar vel sóttur og skemméu fé- iagskonur sér vel við kaffidrykkju, ræðuhöld, myndasýningar og happdrætti. Ávarp flutti Kjartan Sæ- mundsson. kaupfélagsstjóri, og ræddi hann um ýmsar nýjung- ar ó sviði verzlunarviðskipta. Þar næst flutti Kristín Guð- mundsdóttir, híbýlafræðingur er- indi, sem hún nefndi „Hvernig á eldhúsið að vera?“ Sýndi frú- in skuggamyndir móli sínu til skýringar. Voru þær flestar af eldhúsum og eldhúsinnrétting- , um og allar teknar í húsunl hér í Reykjavík. Heimilisþótturinn getur glatt lesendur sína með því, að frú Kristín mun áður en langt um líður miðla okkur örlitlu af öllum sínum fróðleik um híbýli. í kvöld og á morgun verða aft-ur fundir með líku sniði og þessi, hefjast þeir klukkan 8.30 og lykur klukkan ellefu. Síðan var sýnd norsk sam- vinnukvikmynd með islenzku tali. Fjallaði hún um eyðilegg- ingu styrjaldaráranna og hvern- LJÚFFENGUR EFTIRRÉTTUR! Ávaxtahlcaup 3 dl. saft, 4 Hl. vatn, 4 msk. kartöflumjöl, sykur eftir smekk. Nota má berjasaft, appel- sínu- eða sítrónusafa og jafn- vel safa af niðursoðnum á- vöxtum. Blandið öllu vel saman, hrærið stöðugt í þangað til suðan kemur upp. Hellið hlaup- inu því næst í skál og stráið sykri yfir. Borðist kalt með mjólk (ekki rjóma) og sætu kexi. ig Norðmenn, með óbilandi þrautseigju og kjarki reistu allt úr rústum að nýju og byggðu ný iðjuver, skóla og skipaflota íyrir milljónir króna. Inn í allt þetta íiéttaðist svo margt skemmtilegt úr lífi frum- stæðasta þjóðílokks Norður- landa, Lappanna. Þeir voru að verzla í stórum kaupfélögum, sátu félags- og stjórnmálafundi, ráku stórar hreindýrahjarðir upp um fjöll og firnindi og sið- ast en ekki sízt sáust þeir að snæðingi í eldhúsi sínu, sem var allt í senn, borðstofa, stofa, svefnherbergi, leikherbergi barna og geymsla og rétt rúm- aði litlu Lappafjölskylduna, sem sýndist mjög ánægð með hlutskipti sitt hér á jörðu. Að lokum var drukkið kaffi með rjómabollum, því þetta var bæði hláupársdagur og bolludagur. Yerður þessi vinsœl í fraiuféðinni? ínnkaupa'Iaskan hér á mýndinni er einangruð þanni.g, að ef sett eru í liana hraðfryíú matvæli cr engin liætta á að ísingin fari úr þeim og ]>ví hægt að stinga þeim þrifalegum inn í ís- skápinn, þegar heim er komið. Taska þessi liefur rutt sér m,jög tii rúms í Danmörku að unclanförnu og danskar húsmæður eru, yfir sig hrifnar af henni. ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.