Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 6
>3) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. marz 196,0 ¥iUIHH Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflpkkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.)f Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: í.var H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiÖJa: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-50C (5 línur). — Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiðja ÞJóðviljans. 30. marz nc Sólskin og fagurt veður var líka útmánaða- dagana 1949, þegar þrír stjórnmálaflokkar sam- þykktu á Alþingi að ísland skyldi gerast aðili að hernaðarbandalagi Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og annarra auðvaldsríkja Vestur- landa. Fyrir réttum ellefu árum, 30. rnarz 1949, urðu lokaátökin á Alþingi um þá örlagaríku ákvörðun, þingmenn Sósalistaflokksins stóðu þar einir uppi gegn þingmannaliði Sjálfstæðisflokks- ins, Framsóknar og Alþýðuflokksins, sem létu erlent vald og eigin skammsýni koma sér til að vinna eitt versta og níðingslegasta verk íslands- sögunnar. Og foringjar þriggia stjórnmála- flokka kvöddu Reykvíkinga niður að alþingis- húsi 30. marz, auk þeirra þúsunda er þangað komu ótilkvaddir að mótmæla óhæfunni og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um örlagamálið, inngöngu vopnlausrar og friðsamrar þjóðar í hernaðarbandalag stríðsóðra stórvelda, grárra fyrir járnum. Síðan fyrirskipuðu þessir sömu stjórnmálaforingjar þriggja flokka lögreglu og hvítliðaskríl, er hóað hafði verið saman og vopn- aðir kylfum og táragasi, að ráðast á varnarlaus- an mannfjöldann á Austurvelli, misþyrma mönn- um og fangelsa þá sem báru hönd fyrir höfuð sér. Dagana á eftir hófust skipulegar tilraunir að klekkja á Sósíalistaflokknum með réttarofsókn- um í sambandi við atburðina, en málin snérust í höndum ofsóknarmannanna gegn þeim sjálf- um. En þeim tókst það sem af þeim var heimt- að, að fleka íslendinga inn í eitt ótútlegasta hernaðarbandalag, sem um getur, Atlanzhafs- bandalagið, til tjóns og svívirðu og hættu fyrir íslenzku þjóðina. mt un Í3T. J»í jíi: KIÍ m i’il 3IH s;t 23 jií,i 'Un íis rp SS zsr ctt TX Hvað er orðið eftir af röksemdum Bjarna Bene- diktssonar, Eysteins Jónssonar og Stefáns Jó- hanns Stefánssonar frá þessum örlagadögum? Hver getur framar hlustað á smjaðurræður um lýðræðisást og friðarvilja, frelsislöngun og vernd smáþjóða í sambandi við Aalanzhafsbandalag- ið? Sjálfir ábyrgðarmenn Atlanzhafsbandalags- ins og herstöðva hér á landi eru að mestu hætt- ir að þora að flíka sínum gömlu og gatslitnu áróðursformúlum. Hafa þessar dyggðir ekki ljómað af Atlanzhafsbandalaginu og aðildarríkj- um þess í Alsír, í Kenýa, í Egyptalandi 1956, í hernaðarárás bandalagsríkisins Bretlands á ís- lenzka landhelgi? Og „vernd“ • íslands af erlend- um herstöðvum? Hver er sá íslendingur sem ekki veit nú orðið að erlendu herstöðvarnar á íslandi hafa aldrei verið ætlaðar sem vernd fyr- ir íslenzku þjóðina heldur sem radarstöðvar í fremstu víglínu til aðvörunar Bandaríkjunum í ófriði og til árása á meginland Evrópu. ★ Megi 30. marz minna okkúr á að spilaborg áróðursblekkinga þríflo'kkanna, sem flekuðu Is- land inn í Atlanzhafsbandalagið er hrunin til grunna. Megi dagurinn minna okkur á að enn eiga íslendingar óunnið það þjóðþrifaverk að losa sig vð erlendar herstöðvar og binda endi á þá smánarlegu staðreynd, að íslenzka þjóðin eigi að heita í hernaðarbandalagi við árásarrík- ið Bretland, og við Bandaríkin sem nú eru enn að reyna að reka rýtinginn í bak íslendingum í Genf. Sjálft Atlanzhafsbandalagið virðist á góðri leið með að liðast í sundur, og það varðar sóma íslenzku þjóðarinnar að loaa ísland sem fyrst úr þeim óþrifalega félagsskap. —— s. nn* rrri: m czz iSI Miðvikudagur 30. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Tveir fulltrúar Islaiuls á fyrri hafréttarráðséefnunni í Genf. Lengst til vinstri er Hans G. Andersen og við lilið hans Lúðvík Jósepsson, þáverandi sjávarúvegsmálaráðherra. svæði gömlu flotaveldanna, sem eru kröfuhhörðust í hópi 12 mílna þjóðanna. Aug'jóst er að þróunin er með þessum ríkjum, en á mcti göm’-u f.otaveldunum. Deilai? um þ.að hvfcrt hin almeiina regla um (andhelgi á að vera sex niílur eða tóíf mílur er því stórpólitísks eðl- is. Og áhætt er að segja, að núverandi Genfarráðstefna um lög á hafinu, snúist 90% um stærð hinnar almennu landhe’gi, en var’a meir en 10%. um fiskveiðilandhelgina. Fiskveiðilandhelgin. Augljóst er að þær þjóðir eru miklu fleiri sem berjast af fullum krafti fyrir tólf mílna fiskveiðilandhelgi, en fyrir tólf mílna almennri landhelgi. Þær þjóðir sem berjast fyrir tólf mílna al- HafréitarráSsfefnan í Genf Bandaríkin eru hœttu- iegasti fjandi Fyrsta vikan er liðin á hafréttarráðstefnunni í Genf. Litið hefur enn gerst. Fjórar tillögur hafa þó verið fluttai •og allmargar ræður haldnar. Tillögurnar eru frá Sovétríkj- unum, Mexíkó, Bandaríkjun- um og Kanada. Þessari ráðstefnu er ætlað að fjalla um aðeins tvö atriði varðandi alþjóðareglur á haf- inu. Þau eru: stærð hinnar al- mennu landhelgi, og stærð fiskveiðilandhelginnar. Áhugi íslendinga hefur fyrst og fremst beinzt að síðara atriðinu, stærð fiskveiðiland- helgi. Og það lætur nærri að segja, að flestir Islending- ar hafi litið evo á, að haf- réttarráðstefnan i Genf 1958 hafi aðallega snúizt um stærð fiskveiðilandhelginnar bg að ráðstefnan nú snúizt enn fyrst og fremst um það at- riðið. En þessu var ekki svona háttað 1958 og er heldur ekki nú. Óhætt er að full- yrða að hitt aðalverkefni þessarar ráðstefnu að reyna að skapa almenna reglu um stærð hinnar almennu land- helgi sé miklu veigameira í augum flevtra fulltrúanna á ráðstefnunni. Deilan um almennu landhelgina Og um hvað deilá þjóðirn- ar varðandi hina almennu landhelgi? Gömlu flotaveldin standa fast gegn allri stækk- un hinnar almennu landhelgi. Rök þeirra eru ,,frelsið“ á hafinu. En það „frelsi" er þeirra yfirráð. Þau flotaveldi, sem ákafast berjast gegn allri stækkun á landhelgi eru þessi: Bretland, Bahdaríkin, Japan, Þýzkaland, Holland, Belgía og Frakkland. Þau ríki, sem sterklegast hafa barizt gegn gömlu þröngu landhelgisreglunni eru: Sov- étríkin, Arabarikin, Suður- Ameríkuríkin og ýmis Asíu- ríki. Gömlu flotaveldin vilja hafa sem rúmastan rétt sér til harda að sigla herskipum sínum sem næst ströndum annarra ríkja. Þau hafa lengst af átt stærsta her- skipaflotann og í krafti hans hafa þau ráðið á hinu „frjálsa hafi“. I krafti herflota síns hafa þau einnig ráðið reglum hins almenna far- og flutn- ingaskipastóls. Þau hafa raunverulega sett reglur á ýmsum stærri flóum og inn- höfum og sundum. Þessi flotaveldi hafa barizt af ótrúlegum krafti fyrir 3ja mílna landhelgisreglunni allt .ram að Genfarráðstefnunm 1958. En þá fékk sú regla sitt endanlega rothögg eins og sagt hefur verið. Eftir ráðstefnuna 1958 var öllum orð'ð ljóst, að gömlu flota- veldin gátu ekki lengur talið heiminum trú um að 3ja mílna reglan væri alþjóðalog eða nyti viðurkenningar þjóða heimsins. En þá hop- uðu þessi gömlu flotaveldi aðeins í næsta vígi, eða í sex mílna regluna. Þær þjóðir sem berjast fyr- ir 12 múna a’mennri land- helgi, sækja mál sitt einnig af miklu kappi. Þær telja 12 mílna belti nauðsynlegt hverri þjóð til þess að geta með eðlilegum hætti tryggt örj ggi sitt fyrír utanaðkomandi flcta. Það eru einkum ,,nýju“ rík:n, þau sem fyrir stuttu voru nýlendur eða áhrifa- Islands mennri landhelgi styðja auð- vitað allar einnig kröfuna um tólf mílna fiskveiðilandhelgi. Það eru gömlu flotaveldin, sem eru einnig hörðustu and- stæðingar tólf mílna fisk- veiðilandhelginnar. Hörðustu andstæðingar þeirrar reglu eru Bretar, Japan’r, Þjóðverj- ar og Frakkar. En nokkrar þjóðir styðja ákveðið tólf mílna fiskveiðiregluna, þó að þær séu annars algjöriega á móti tó’f mílna almennri landhelgi. — Þar á meðal er Kanada. Afstaða Bandaríkjanna markast mjög áberandi af því að koma fram sex mílna regiunni um almenna land- helgi, en breyta hins vegar til reglum um fiskveiðiland- helgi eins og þarf til þess að tryggja þe'm það sem er þeirra aða’atriði, en það er sex mOna almenn larídhe’gi. Iljá Bandaríkjunum er fisk- veiffilandhelgin aðeins verzl- unarvara til þess að koma fram se.v mílna almennri landhelgi. Staða íslands Við Islendingar liöfum hingað til lagt einhliða á- herzlu á fiskveiðilandhe’.gi. Þegar við sáum það eftir Genfarráðstefnuna 1958 að yfirgnæfandi meirililuti þjcð- # r anna í he’minum studdi raun- verulega tólf mílna fiskveiði- landhelgi og um 25 þjóðir liöfðu þá tekið sér slíka land- helgi, þá ákváðum við að bíða ekki lengur heldur taka okkur sama rétt og aðrir höfðu tekið sér. Nú eru 30 þjóðir með tólf mílna fiskveiðilandlielgi, og sumar þeirra hafa mik’u stærri fiskveiðilandhe’gi en það. Á ráðstefnunni í Genf eru nú mættir fulltrúar frá 87 þjóðum. Þær þjóðir, sem þeg- ar hafa tólf mílna fiskveiði- landhelgi eða stærri ættu því að géta ráðið því, að engar reglur verði settar, sem skerði rétt þeirra frá því sein nú er. En til þess verða þær að halda hópinn. ísland hefur hingað til ekki skipt sér af deilum þjóðanna um stærð hinnar almennu landhelgi. Það hefur talið annað meir aðkallandi. En þessa afstöðu verður að endurskoða. Fullkomið öryggi fyrir einkayfirráðiun landsins á tólf mílna beltinu fæst ekki, nema sjálf landhelgin nái einnig yfir það. Þá væri erler.dum herskipum algjör- lega óheimilt að koma inn fyrir tólf mílna mörkin, nema með sérstöku rikisstjórnar- leyfi. Hættan írá Bandaríkjunum. Mest hætta stafar Islend- ingum af tillögu Bandaríkj- anna og samningamakki þeirra við aðrar þjóðir. Samkvæmt tillögu Banda- ríkjanna á aðeins að gilda sex mílna landhelgi og fisk- veiðilandhelgi án uiulantekn- ingar. Það sex mílna viðbótarbelti, sem Bandaríkin ræða um, sem v’ðbótar fiskveiðilandhelgi, er óraunhæft og í flestum tilfell— uni alls ekki til nema í orði, eða á blaði. Gagnvart tslandi lítur málið t.d. þannig út: Á þessu ytra sex mílna belti megi allar þær þjóðir veiða áfram, sem þar hafa veitt siðustu fimm árin. Það þýðir, að allar hel/.tu fiskveiðiþjóðir Norður-Atlanz- hafejns mega sækja á þetta svæði áfram eins og þær hafa gert. I tillögu Bandarikjanna er sagt, að þessar þjóðir megi að vísu ekki veiða meir á þessu svæði af hverri fisk- tegund, en þær veiddu að meðaltali síðustu fimm árin. Slík ákvæði eru algjörlega út í b’áinn, Enginn veit hvað þær þjóðir, sem veitt hafa við Island hafa veitt mikið fisk- magii á þessu sérstaka belti á milli sex og tólf mílna, enda er alit eftirlit í slíkum efnum algjörlega óhugsandi. Tillaga Bandaríkjanna er einfaldlega um, að við meguin ekki hafa meir en sex mílna fiskveiðilandhelgi. Öll~ ákvæð- in um reglur á ytri sex mílunum er hreint kjaftæði, sett fram til þess að láta svo líta út, sem gert sé ráð fyrir meiru, en raunverulega á að virða. Bandaríkin reyna eins og fyrri daginn með öllum hugsanlegum ráðum að fá þjóðir til þess að styðja sína tillögu. Þau munu jafnvel gera sér vonir um ísland, og í þeim tilgangi eru orð látin liggja að því að einstaka lönd kunni að þurfa sérstök ákvæði. En það sem öllum má vera ljóst er það, að Bandaríkin eru okkar hættulegasti fjandi á ráðstefnunni í Genf. Bret- land er ekki eins hættulegt. Það hefur þrátt fyrir allt hreinni framkomu og virð- ist ekki hafa eins áhrifamikil vopn til þess að þvinga smá- þjóðir til fylgis við sig og Bándarikin. Það kemur sannarlega úr hörðustu átt, að Bandaríkin skulu vera íslandi hættuleg- asti fjandinn á þessari ráð- stefnu; þau sem þykist þó vera 'sérstakur verndari Is- lands. En auðvitað er Bandaríkj- unum sama um lífshagsmuni Islendinga eins og þeim hefur verið og er sama um líf Is- lendinga sbr. herbækistöðvar þeirra rétt í nánd við Reykja- vík. Jakobína Sigurðardóttir | Loddaramessa | (sálmur no. 60) = Hjárómur: E Suður á Velli E seppi dillar skotti. E Hagfræðingar heimskunnar E hræra í potti. E Hvað má bjóða seppa á E Suðurnesjum? = Sóló: (flaðurslega með gelt- = hreimi). = Senn er grauturinn sotTinn. = Ó, seppi, lít til vor í náð = og dillaðu dálítið skotti. E það er dýrðin, sem vér höfum = þráð. E að krjúpa við stallann þinn E kæra E og kjassa þitt mildasta skott. E Þú dollara háborni hundur, = ó, hljótum vér þakklætisvott? E Kór: E Lít oss í náð! E Ó, yfirgef oss ekkþ. E Hvað má bjóða seppa á E Suðurnesjum? = Sóló: (gjammandi, vinalega). = Ó dýrlegi dollaraseppi, = vér dýrkum þitt amríska snið. = Að líkjast þér útvortis einnig s er óskin. Ó, veit þú oss lið = því ennþá er útlitið mennska = vor erfðasynd, rótföst og sterk. = oss gengur nú betur með geltið = þótt gróin sé mannsrödd í = kverk. E (smjaðrandj) E Dindil má græða á gumpinn, E ef geðjast þér betur slíkt skart, E svo getum vér gengið á fjórum. c Ó, guð, hvað vér yrðum þá C smart, s ef hengd værí dollarahringla = um hálsinn! Vor sál er ókei, s vér hugsum á hundsmáli þínu, = í hjartanu erum vér_ grey. Kór: Halelúja! » I hjarta voffvoífvoff. Hvað má bjóða seppa . á • Suðurnesjum? Sóló: (sárlega ýlfrandi). Ó, yfirgef þú oss ekki! Það yrði vor sárasta neyð. því þú ert vort einasta athvarf á afturhalds þróunarleið. Vér kunnum að skríða á kvjðnum. já, kunnum margt hunds- listufn í, en ganga svo uppréttir aftur. nei, aldrei! Ó, vernda oss i'rá því. Kór: Voff — voff — í náð, ó, yfirgef oss ekki! Ilvað má bjóða seppa á Suðurnesjum?, Sóló: (hvellt, spangólandi). Já, þjóð vor slcal heyra og hlýða, því hegningarlög skulu sett, sem harðbanna hundsníð og hvefsnf en heimta þig tilbeðinn rétt af öllum. ó, voff, þá má vera þú vitjir af einskærri náð vorra dætra að fullkomnast fái vor framtíðarhugsjónin þráð. Kór: Voff — voff — voff, yfirgef oss ekki! Hvað má bjóða — Iljárómur: (ógnandi og rukk- aralega). Skyrtuna i pottinn! Skinnið er þér nóg. (smjattandi) Nam, nam, nammanamm, o, það held ég þó. (flírulega) Hvað má bjóða seppa á Suðurnesj.um? Kór: Voff-voff-voi'í-voff-vooooff — (geltinu lýkur með langdregnú spangóli). H111111111111 i 111111111111111 f 1111111111111111111 ■ 11111111111111111111111111111111111i 11111111i1111111111(111111111111111111i111111111111 ■ 11II! 111111 i 111111II111111111111111iIII!11111i1[1(111111111111111111111111111 ■111111111111111 [ 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111III111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 11111111111111111111111111111111 Söluskaltur. eyðslufjárlög, sárabœtur Vegna þings Sósialista- flokksins varð engin þingsjá í vikunni sem leið, og mun ég nú stuttlega minnast á nokk- ur atriði frá tveim næstliðn um vikum á Alþingi ★ Málin sem vakið hafa mest- ar umræður þessar vikur eru söluskatturinn sem lóks var endanlega afgreiddur við eina umræðu í efri deild á þriðju- daginn var, 22. marz. Um þennan þátt kjara- skerðingarlöggjafar ríkis- stjórnarinnar er svipað að segja og um gengislækkunar- frumvarpið, stjórnarflokkarn- ir standa svo höllum fæti 'í málefnalegum umræðum, að þeir reyna lítið að beita þeim á Alþingi. Hinsvegar hefur stjórnarandstaðan liklega sjaldan verið jafnsterk og samtaka. I þessum málum hr.fa ekki einungis þeir for- svarsmenn flokkanna, sem oftast er teflt fram, tekið til máls, heldur hafa flestir þing- menn Alþýðubandalagsins og Framsoknar látið málin til sín taka, og hefur þó engin rödd heyrzt úr stjórnarliðinu um málþóf, enda ekkert til- efni gefizt. Vegna almennrar þátttöku í umræðunum vekur það enn meiri athygli hve þögulir ráðherrar og þing- menn stjórnarflokkanna hafa. verið. Vörnin hefur að lang- mestu leyti verið látin hvíla á Gunnari Thoroddsen, og hann hefur ekki vaxið af þeirri viðureign ★ Þó ekki sé lengra liðið frá. því gárungum stjórnarflokk- anna kom það heillaráð í hug að gera Gunnar að fjármáia- ráðherra, hefur hinn sléttmáli og veizluglaði borgarstjóri mjög sett ofan, og í stað hans er kominn lítill karl í ráð- herrastól, flækjandi sig í talnaröðum eins og kettlingur í bandi, týnandi hundrað milljónum í útreikningum, flytjandi á Alþingi hin fárán- legustu talnadæmi til sönnun- ar því að alþýðuheimilin stór- græði á efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar, að þeim sé hrein kjarabót, þrátt fyrir dýrtíðarflóðið og óbreytt kaup. I þessu hefur Gunnar verið látinn standa dag eftir dag, nú síðast með söluskatt- inn. Svo áberandi er þetta að Sjálfstæðismenn eru farnir að segja að Gunnar hafi verið settur 'í fjármálaráðherraemb- séttið til þess að hann gengi sér og áliti sínu til húðar, af þeim sem vilja hvorki að hann i lendi á Bessastöðum né í for- ystu Sjálfstæðisflokksins; Hvort sem kaldrifjuð ætlun kepninauta Gunnars í Sjálf- stæðisflokknum hefur verið þessi, virðist útkoman á ráð- herratign hans ætla að verða með þeim hætti sem nefnt var. Rædd hafa verið í Þjóð- viljanum ýmis helztu atriði sem fram hafa komið í um- ræðunum um söluskattinn, og m.a. birt hin rökfasta ræða Björns Jónssonar við 2. um- ræðu málsins í efri deild og nefndarálit Einars Olgeirsson- ar, en þar er álagning skatts- ins sett í samhengi við al- menna þróun þjóðfélagsmála. Bæði þau plögg ættu lesend- ur að rifja upp fyrir sér, ekki sízt vegna þess að al- mennur söluskattur er nú ekki lagður á *þannig að rík- isstjórn lýsi honum sem illri nauðsyn, heldur boðar nú Gunnar Thoroddsen haxm sem stefnu ríkisstjórnarinnar í skattamálum, sem hina æski- legustu skattlagningaraðferð. ★ Fjárlögin komu til 2. um- ræðu 16. marz og fór atkvæða- greiðsla fram við þá umræðu á mánudaginn var, 21. marz. Framsögumenn þriggja nefnd- arhluta fjárveitinganefndar voru Magnús Jónsson, Skúli Guðmundsson og Karl Guð- jónsson. Karl birti ýtarlegt nefndarálit og bætti það og jók með skýrri og greinagóðri framsöguræðu. Karl hefur átt sæti í f járveitinganefnd lengst af frá því hann kom á þing og var formaður hennar í tíð vinstri stjómarinnar. I þvi starfi nýtur sín vel yfir- gripsmikil þekking Karls á at- vinnuháttum þjóðarinnar, hvöss athygli og óþrjótandi vinnusemi, og er tekið vel eftir því sem hann hefur til málanna að leggja á Alþingi um fjárlög og önnur fjár- hagsmál. Tvær tilvitnanir í nenfdarálit hans verða hér að nægja til að sýna kjarnann i f járlögum ríkisstjórnarinnar: „Fjárlög ársins 1959 nema 1033 millj. kr. í tekjur og gjöld. I frumvarpi þessa árs er niðurstaðan 1464 millj. kr. og á þó greinilega eftir að hækka í meðferð þingsins. Þessi hækkun nemur um 42%. Það er ekki nýtt á okkar landi, þótt fjárlög hækki frá ári til árs. En hér er þó hækkunarskrefið miklum mun risalegra en venja er til, og veldur þar um mestu gengis- felling . sú, sem ríkisstjórnin fékk samþykkta nú í febrúar- mánuði. Tekna ríkissjóðs er næstum eingöngu aflað með sköttum á þjóðfélagsþegnana og nú að langmestu í einlivers konar vöruverðsálagningu. Hækkun fjárlaga hlýtur því að koma svo að segja öll fram í vaxandi dýrtíð. Nú er það ekki heldur nýlunda, þótt vöruverð fari hér hækkandi, En það, sem nýtt er og sér- stakt við alla þá fjármálalög- gjöf, sem nú er framkvæmd, og í ríkum mæli miðar að dýr- tíðarhækkun, er ráðstófun, stjórnarvaldanna til þess ac( halda kaupgjaldi öllu óbreyttu og lögbanna verðlagsuppbæt- ur á laun. Stjórnarráðstafan* irnar skipa öllum þorra lands- Þingsjá ÞjóSviljans 13.-26. marz 1960

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.