Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1960, Blaðsíða 10
JO) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. marz 1960 Þingsjá ÞjóðvHjans 'Framhald af - 7. siðu. manna þannig að draga sam- an seglin um útgjöld og spyrja engan, hvort hann geti þetta að skaðlausu." „Alþýðuhandalagið telur, að svo vel og örugglega hafi þj^ðinni miðað í framfaraátt á undanförnum árum með aukinni framleiðslu og vax- andi þjóðartekjum, að ástæðu- laust og óverjandi sé að láta hinar brýnustu nauðsynja- framkvæmdir dragast saman. Þannig hlýtur það að átelja þá stefnu ríkisstjórnar- innar að ætla að Vninnka þjóð- vegalagningu, brúargerðir og hafnarframkvæmdir um fast að þriðjungi með því að veita í krónum talið sömu eða næstum sömu upphæð til þess- árá framkvæmda nú og í fyrra þrátt fyrir dýrtíðarvöxt- inn. Vera má, að einhverjar framkvæmdir ríkisins mættu dragast saman að .skaðlitlu, on um vegi, brýr og hafnir gegnir allt cðru máli, og gerir Alþýðubandalagið tillögur um þessa liði og miðar við, að framkvæmdir haldist svipað- ar og á fyrra ári.“ ★ Breytingartillögurnar er Kari flutti af hálfu Alþýðu- bandalagsins og aðrar er fluttar voru til lagfæringar fjárlögunum felldi stjórnar- Iiðið sem einn maður. Á ein- .staka liðum hafði náðst sam- komulag í fjárveitinganefnd um lagfæringar. En eina „frjálsræðið“ sem stjórnarlið- liðið leyfði sér var að sam- þykkja 10 þúsund kr skálda- laun til Ásmundar frá Skúf- stöðum og eina milljón í stjórnarráðshús, sem upplýst var að kosta ætti 50—60 milljónir. ★ Breytingarnar á lögunum ; um almannatryggingar voru allmikið ræddar á Alþingi í vikunni sem leið, og er stjórn- j arfrumv&roið komið gegnum neðri deild og fór 1. umræða málsins í efri deild fram sl. laugardag. Frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu hvernig frum- j varp þetta er tilkomið. Það er að meginefni árangur af starfi tveggja milliþinga- j nefnda- er unnið höfðu að ó- hjákvæmilegum endurbótum á ákvæðum tryggingarlaganna um lífeyrisgreiðslur og slysa- tryggingar. Við árangur af starfi þessara nefnda bætti ríkisstjórnin svo ,sárabótum“ sínum, hækkunum sem gerð- ar eru í þeim yfirlýsta til- gangi rð vega að nokkru upp á móti hinni stórkostlegu kjaraskerðingu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flókkurinn eru að dengja yf- ir þjóðina. Að sjálfsögðu er það til bóta að bætUr almannatrvgg- inganna séu stórhækkaðar, W.C.-sæti hvít og svört fyrirliggjandi. Sighvatur Einarsson i &co.f { Skipholti 15. t . Símar 24133 — 24137. og skörtir þó mikið á að tryggingarnar geti fullnægt þeirri ætlun sem er megin- hugsun þeirra, að veita mönnum fjárhagslegt öryggi í veikindum, þrorku, elli og öðrum þeim aðstæðum er gera manni ókleift að sjá sér og sínum farborða af eigin vinnu. En ömurlegt er að heyra hræsnistal Sjálfstæðisflokks- ins um forgöngu í tryggingar- málum, Breytir þar engu þótt 1946 hafi hann staðið að ' tryggingarlöggjöfinni. Til þess þurfti að þrýsta Sjálfstæðis- flokknum í stjórnarsamning- unum um nýsköpunarstjórn- ina, og síðar tókst honum að skemma svo málið, að það var lagt fram og samþvkkt án nægilega trvggðs f járhags- hagsgrundvallar og neytti loks- fvrsta færis, ásamt raunar Framsókn og Alþýðu- flokknum t.il að gera að engu eitt merkasta nýmæli löggjaf- arinar frá 1946, heilsugæzlu- kaflann. Og Alþýðuflokkurinn hefði af meiru að státa í sambandi við tryggingarnar, ef þessar umbætur hefðu nú fengizt án þess að ávinningi þeirra væri jafnskjótt varpað í gin kjára- skerðingarmillu ríkisstjórnar Alþýðuflokksins óg íhaldsins, sem í algerri forherðingu lét þinglið sitt fella tillögur Hannibals Valdimarssonar að vísitöluuppbót skyldi greidd á ellilífeyri og örorkubætur, til- lögur um hækkun bótanna, um afnám hins illræmda skerðingarákvæðis, um að heilsugæzlukaflinn yrði á ný settur í lögin. 27. 3. 1960. S.G. Milljónatuga verðmæti eyðileggjast Framhald af 1. síðu mikil verðmætí mundu há fara í súginn. Sturlaugur sagði. að freðsíld- in hefði alltaf undanfarin ár selzt jafnóðum og hefðu menn búi'/t við, að eins yrði þetta nú. Fn nú væri skyndilsga ó- kleift með ollu að selja 1 essa síid austur á bóginn og mumli ástæðan vera sú. að dregið liefði verulega úr iuníiiiliijngi frá vöruskipta.- hindinuin í Á-Evrópu. Munu jnm’lyt.iindur vera að biða eflir \airtanleguin frílista ev halda að sér hendinni um iimtlidning að austan á með- an En atieiðing þess rr svo sú að ekki er unnt að scija vörurnar austur. Mun ],*gar einnig trrgara um siilu freð- fisks og fiskimjöls af sómu asíæouni. Sturlaugur sagði ennfremur að ekki yrði úr neinni vorsíld- veiði að þessu sinni, ef ckki rættist fljótlega úr um sölu freð- síltlariiinar. Síldin er þeg'ar kom- in á Selvogsbanka, sagði Stur- laugur, og því gætu síldveiðar hafizt þegar í næsta mánuði, ef ekki stæði á sölu. Undanfarin ál hefyr fjöldi fólks haft atvinnu við vorsíldveiðarnar, og því er mjög mikilvægt að geta haldið þeim áfram, sagði Sturlaugur að lokum“. Við ákveðum sjálfir markaðinn. Þannig segir sjálft málgagn viðskiptamálaráðherrans irá um- mælum Sturlaugs Böðvarssonar, og er þar staðfest allt það sem Þjóðviljinn hefur haldið fram Tíminn er peninqar — en aðeins nákvæm- ur tími gefur árang- ur. Nútímafólk, sem vill kom- ast áfram, ætti því að velja sér nýtízku daga- tals-úr. Réttur dagur á úrskífunni veitir ómetan- lega þjónustu, I hinu heimsþekkta, sviss- neska Roamer-úri fer saman nákvæmni, styrk- leiki og fegurð, Það er selt af beztu úrasölum um heim allan. 100% vatnshelt, afsegulmagnað, högghelt, 17 steina. Bezta gjöfin er — ROAMER l’R um langt skeið. Eins og rakið hefur verið hér í blaðinu höfum við haft möguleika á að ;stór- auka' markað okkar í löndum eins og Tékkóslóvakíu og Aust- urþýzkalandi. Þau voru reiðu- búin til að auka kaup sín hér. ef við keyptum meiri vörur af þeim á móti. Við réðum því þannig sjálfir hversu mikinn markað við vildum hafa í þess- um löndum, þar sem við hiifum alltaf fengið ágætt verð fyrir af- urðir okkar. En í stað þess að ganga á það lagið, er það einn meginþáttur í viðreisn rikis- stjórnarinnar að taka upp mjög víðtækan frílista, gefa heildsöl- unum frelsi til að ákveða að eig- in geðþótta — og í samræmi við sérhagsmuni sína — hvar þeir kaupi vörur. Og þeir hugsa ein- göngu um gróða sinn, möguleika sína á að íalsa faktúrur og stela undan gjaldeyri erlendis, en ekki um hag þjóðarheildarinnar eða n auðsyn útf 1 utningsatvinnuveg- anna. Á meðan heildsalarnir liafa beðið eftir frílistanum liafa þeir varla gert nokkur inn- kaup í liindum eins os Tékkó- slóvakíu og Austurþýzkalaiuli, Hins yegar liefur þeim þegar verið Ieyft að kaupa í Vestur evrópu mikið magn af vörum sem unnt er að kaupa í sósí- alistískum löndum fyrir hag- kvæmara verð og af sömu gæðum. Afleiðingin er sú að markaður okkar hefur þegar þrengzt stórlega eins og Stur- laugur Böðvarsson lýsir. Aukin völd Vilhjálms Þórs. Mikil hætta er á að þessi þró- un verði enn örari þegar frílist- inn verður birtur. Hafa innflytj- endur fjallað um hann að und- anförnu og lagt mikið kapp á að auka hann frá því sem upp- haflega var áíormað. Jafnframt er ætlunin að leggja niður þær stofnanir þess opinbera sem ann- azt hafa gjaldeyrisviðskiptin, Innflutningsskrifstofuna, Út- flutningsnefnd sjávarafurða og Útflutningssjóð, en þau verkefni eiga í staðinn að fara til Seðla- bankans. Með þeirri ráðstöfun fær Viflijálmur Þór stóraukin yöld — sem verðlaun fyrir fram- lag hans til heiðarlegs fjármáia- Iífs á íslandi — en Vilhjálmur er einmitt hatursmaður viðskipt- anna við sósíalistísku Iöndin. Er engum efa bundið að undir ein- ræðisstjórn hans munu þau við- skipti verða skorin niður til mik- illa muna. Liía aí lánsíé í stað framleiðslu Ýmsum mun spurn hvernig íslendingar geti í senn tekið upp „frjálsan innfiutning” og hætt að veiða síld eða kastað í gúanó því sem begar er búið að veiða. Skýringin felst í því 800 millj. kr. eyðsluláni sem ríkisstjórnin fékk jafnhliða gengislækkuninni. Við eigum sem sé að hætta að kaupa vörur lyrir þær nauðsynj- ar sem við framleiðum sjálfir, en iifa í staðinn af lánsfé. En nvað tekur við þegar lánið er uppétið og búið . að . takmarka eða eyðileggja suma beztu mark- aði okkar? Verðum við þá ekki að borga bæði eyðslufé og vör-r- ur með því 'að sætta okkur við það lága verð sem fáanlegt er á vestrænum mörkuðum og uha þeim lélegu lífsk^iörum sem slíkt: verð hefur í för með sér Kappræðufuítdurmn Framh. af .1. síðu hað Pétur Sigurðsson, alþingis- mann og fyrrverandi sjömann, að gerast meðflutninxsmann sinn að henni: „Sameiginlegur fundur Æsku- lýðsfylkingárinnar og Heimdall- ar, lialdinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 29. marz, fordæm- ir harðlega þann opinbera fjand- skap gagnvart íslenzku þjóðinni: og þann beina stuðning við ó- dæðisverk Breta í íslenzki land- lielgi, sem fólgin er í tillögu Bandaríkjanna á yfirstamdandi sjóréttarráðstefnu Saineinuðu þjóðanna, og skorar eindregið á fulltrúa íslands á ráðstefnunni að hvika livergi frá núverandí 12 mílna fiskveiðilögsögu ís- lands“. Pétur Sigurðsson neitaéi liins vegar að skrifa undjr þessa til- liigu og var hún því ekki borin undir atkvæði fundarmanma, en flutningsmaður óskaði þess, að tillagan yrði ekki borim upp nema full samstaða væri um hana. í lok fundarins hylltu gestir og ræðuihenn ísland með fer- földu húrrahrópi. Fjárlögin afgreidd Framhald af 1. síðu sýna Alþingi og alþingismöim- um óvirðingu með því aS láta samþykkja þann tekjustofn fjárlaga í algerri óvissu, sam- kvæmt sögusögnum ofan úr* Arnarlivoli um fyrirhugaða. löggjöf. Væri slíkt veikur grundvöllur fyrir fjárlög, því að sýnt hefði sig hve lítið mark væri takandi á yfirlýsingura ríkisstiórnarinnar um skatta þá sem hún fyrirhugaði. G rundvölljírinn að bretlia Karl sýndi fram á að sjálf afgreiðsla fjárlaganna sýndi að ríkisstjórnin teldi efnahags- kerfið nýja óframkvæmanlegt. Stórfelld gengislækkun hefði verið afsökuð með því að af- nema ætti útflutningsuppbætur og niðurgreiðslur. En ríkisstjórnin bemur ekki fyr; l:a f jirlagafrum- varpi sínu .gegnum þingiiV án þess að setja þar inn nýjan vísi útflutningsiípp - bóta, 5 milljónir króna til iitflutningsuppbcta á land- búnaðarvörur og þetta væri miklu lægri upphæð eu ætl- að væri að veita, því 7—S milljónir væri Ij’tfltónings- s.jóði ætlað að taka af jþess- um iippbótum. Og uppliæðir fjarlaganna til iilðiirgreiðshi á vÖruverði eru liinar hæstu seni sézt hafa í fjárloguni. Það er því augljóst, að ríkis- stjórnin hefur nú þegar þver- brotið þær meginreglur sem hún ætlaðist til að afsökuðu gengislækkunina. Fjárlagafrumvarpið var endanlega samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.