Þjóðviljinn - 03.04.1960, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.04.1960, Síða 9
Sunnudagur 3 apríl 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (9 z:u r^? i -m;! ni; Sfl uit m Rststjóri: Frímann Helgason Ekki lýgur Ijósmyndovélin Undir fyrirsögninni ..Svona á ekki að glíma“, eru birtar þrjár myndir í íþróttasíðunni 4. fe- brúar þ.á. Höfundur talar um það íjálglega hvernig farið sé með glímuna af dómurum og keppendum. Undir fyrstu mynd- jnni stendur ..Hilmar kastar sér ofan á Ólaf við fótskör dómara'1. Og þó er bersýnilegt að Hilmar hefur sleppt tökum, og hleypur meðfram Ólafi, getur verið að hann stingi niður vinstri hendi. og þó óvíst. Önnur mynd; ,,Sig- mundur þjarmar illa og mjög hættulega að Þórði“. Já, sá þjarmar nú að honum, stendur *á b]á tánum og svo stælt.ur að það eru engin likindi til að hann komi við hann, hvað þá heldur meir, Þriðja mynd; ,,Ef sækjandi lætur fallast ofan á verjanda ber að dæma vitabyltu að undan- genginni viðvörun. . .“ Þessi til- vitnun er nokkuð út í hött, því ef Ármann hefði látið sig falla ofan á Trausta er hætt við að illa hefði farið, þar sem Trausta hefur orðið það á að bera illa fyrir sig hendina. Myndin er tekin á því augnabliki þegar Trausti snertir gólf, þá sleppir Ármann tökum, vindur sig til vinstri og leitar jafnvægis eftir bragð sitt. Það er ekkert undarlegt, þó að dómararnir: Þorsteinn Einars- son íþróttafulltrúi, Ingimundur Guðmundsson og Þorsteinn -Kristjánsson sem allir hafa ver- ið í íremstu röð glímumanna, og síðan hafa æft glímuílokka, kennt og dæmt glímu í fjölda ára, og kunna glímu, dansi ekki eftir svona rugli eins og þessar myndaskýringar E. Þ. eru. Og jafnvel á mynd no. 4 þar sem Trausti lpggur Þórð á Flokka- glímu Reykjavíkur er ekki um níð að ræða, þó á hinn bóginn það sé á mörkum að hann verj- ist bræðrabyltu, það hefur alltaí verið leyfilegt og er enn, sem segir á blaðsíðu 121 í Glímu- bókinni. Rétt beitt bragði Glímumanni er leyfilegt að sækja bragð af fullu afli, er. þó svo bezt að bragðið sé snöggt viðbragð og eitt samfellt átak, viðstöðulaust. Heppnist bragðið ekki til íulls, má sækjandi ekki káka við það með því að ráðast að keppinaut sínum hálfföllnum og ýta honum eða. hrinda til jarðar, og þessa s:zt varpa sér eða láta fallast ofan á hann. Allt slíkt er nið. Það hefur alltaf tilheyrt glim- unni að brögðum væri fylgt vel eítir. Á kappglímu verzlunar- manna 1938 glímdi ég meðal annars við Vagn Jóhannesson sem um langt skeið var einn bezti leíkfimismaður Ármanns. Vagn ætfaði að lósa sig úr hæt- krók. hægri á vinstri, með 1 ví að slá fætinum hátt upp og út, mér tókst að útíæra bragðið eft- ir kúnstarinnar reglum lærðum af Þorgeiri glímukappa frá Varmadal. Vagn slapp ekki úr bragðinu en féll á bakið, til þess að halda króknum varð ég að lúta mikið fram, sem end- aði með því að ég kom nærri flatur við hiið Vagns og snerti pallinn lítið eitt með brjóstinu. Mér var dæmdur sigurinn og enginn talaði þar um níð. Yfir- dómari var Eggert Kristjánsson stórkaupmaður og' það var sagt að hann kynni að glíma. En því er mér þessi glírna svo minnisstæð að það er eina si.in sem ég tel mér hafa verið rang- lega dæmdan sigur sanjkvæmt réttum giímulögum. Þetta var bræðrabylta. En það skal tek- ið fram að dómarar dæmdu rétt samkvæmt þágildandi glímulög- um Í.S.Í. Þetta atvik meðal annars varð til þess að ég fór að safna liði til að leiðrétta glímureglurnar. Hefði mér tekizt að stöðva mig á höndunum þá var þetta ekki bræðrabylta og ég réttilega unn- ið glímuna að fornum iögum og nýjum. Og hvernig haldið þið að mynd af þessum leikslokum hefði litið út? Svipuð því o° að taka mynd af hástökkvara þeg- ar hann lendir í sandgryfjunni. Tilvalið verkefni fyrir menn ein.s og E. Þ. að rita og rugla uin, að' nú sé hástökkinu misþyrmt sem íþrótt svo heríilega eins og myndin sýni. Já, ekki iýgur ljósmyndavélin. Grímur Norðhahl Athugasemd Það er óþarfi að eyða mörg- um orðum í skýringar Gríms Norðdahls á þessum myndum. Túlkun Grims á glímulögum er nokkuð kunn af fyrri blaða- skrifum hans, en hitt var mér a.m.k. ekki kunnugt að þessi sami Grímur væri þannig inn- réttaður, að hann hefði gaman af að gera sjálfan sig að at- hlægi. En slíku verður ekki varnað, því auðvitað nýtur maðurinn tjáningafrelsis og prentfrelsis. Enda þótt venjulegt fólk sjái að Hilmar liggur ofan á Ölafi og heldur meira að segja hægri fæti föstum undir vinstra fæti Ólafs, þá segir Grímur að Hilmar lilaupi fram með Ólafi. Venjuiegt fólk sér líka að Sigmundur heldur enn tökum og ýtir ofan á hægri öxl Þórð- ar. Þetta er hættulegt, og þeir sem á horfðu muna að Þórður bar sig illa eftir þessar aðfar- ir. Grími sýnist hinsvegar að Sigmundur sé standandi á blá- Sigimmdur þjannar illa og mjög hættulega að Þórði. hann komi við liann (Þórð) hvað þá heldur meir“!!! Hér tekur nú í hnúkana með glám- skygni Gríms, og skýring hans aðeins til þess fallin að hlægja að henni. Ég ætla svo aðeins að benda Grími á hægra fót Ármanns, (ilin snýr upp) á þriðju mynd- inni, sem sýnir að Ármann hef- ur ekki í hyggju að bera fyrir sig fæturnar, enda gerði hann það ekki. Fólk með eðlileg skilningarvit sér líka að Ár- mann heldur enn tökum og lætur faliast af öllum þunga ofan á Trausta. Grímur var sjálfur áhorfandi að þessum glímum og hefði átt að sjá það sem fram fór eins vel og hver annar áhorfandi. Hann segir sjálfur í grein sinni að mynda- vélin ljúgi ekki. Myndirnar vitna hinsvegar allar gegn full- yrðingum Gríms, og þá er auð- velt að sjá, hver það er sem fer með ósannindi. Grímur er svo seinheppinn að vitna í Glímubókina til að reyna að styðja hinn furðulega skilning sinn á reglum og eðli glímunn- ar. Greinin, sem Grímur til færir vitnar strax beinlínis gegn málflutningi Gríms sjálfs. Þar segir m.a. að glímumaður megi sízt af öllu varpa sér eða láta fallast ofan á viðfangs- mannipn, því allt slíkt er níð. Eg ætla svo að biðja þennan sama Grím að líta aðeins ofar á bls. 121 í Gl'ímubókinni og festa sér í minni það sem þar stendur; ,,Níð er það venjulega kalláð í glímu. ef glímumaður fylgir bragði of mjög eftir af afli eða líkamsþunga sínum, ýtir keppinaut sínum niður eða hnoðar honum undir sig, án þess að beita hann eiginlegu bragði. Það er kallað að níða hinn niður. Níð er með öllu óleyfilegt í glímu, og mun jafnan hafa ver- ið talið henni öldungis ósam- boðið.“ Eg geri ekki ráð fyrir því að þeir séu margir, sem eru haldn- ir eins hrapalegum misskilningi um glímuna og Grímur. En ef svo skildi vera, ætla ég að leyfa mér að tilfæra kafla af bls. 124—125 í Glímubókinni, og vona að þau megi líka verða til þess, að Grímur vaði ekki lengur í villu og svima nm þessi mál. Kaflarnir bera mill- fyrirsagnirnar: „Hvernig bylta er rétt gerð“ og „Falleg bylta“. „Glímumaður á að varpa keppinaut sínum *til jarðar, en ekki ýta honum niður. _ Byltan veldur miklu um feg- urð glímunnar,' og undir henni er það komið, hversu glæsileg- ur sigurinn er. Eigi er byitan vel gerð og falleg, nema hún eé fyrst og fremst hrein og tví- mælalaus. Hún má ekki lenda Ármann leggur Trausta á Skjaldar.glimunni. Hilmar kastar sér ofan á Ólaf við fótskör dómarans. Trausti leggur Þórð í Flokkaglímunni. Myndirnar þrjár efst á síðunni hafa áður birzt á þessum s*tað_ Fjórða myndin hér fyrir ofan er birt samkvæmt ósli Gríins- , Norðdalils. tánum og „engin líkindí til að í liandaskolum eða hnjaski, og eigi vera hrottaleg, svo að búið sé við meiðslum. .... Það heyrir og til vel gerðri byltu og glæsilegum sigri, að sigurvegarinn þurfi eigi að fylgja bragðinu of mjög eftir, hvorki lúti mjög eftir því, og því síður falli ofan á keppinaut sinn. Bezt fer á því, að sigur- vegarinn standi sem næst upp- réttur yfir keppinaut sínum föllnum. Glímumenn ættu veí að temja sér það að gera fallega byltu. Það er eigi einungis komið und- ir því, að bragðinu sé sjálfu vel beitt, heldur einnig að vel sé við það skilið, tökum sleppt mátulega, svo að sækjandi hvorki fylgi bragðinu of fast eftir, né heldur kasti keppinaut sínum lauslega frá sér. Það er ljótt og getur valdið hálfri byltu og meiðslum"; ‘ i,» M .i.í Af þessu má sjá, að það er blátt áfram broslegt, að menn eins og Grímur Norðdahl sku’i vitna í Glímubókina, sjónarmiði sínu til stuðnings. Öll túlkun. Glímubókarinnar á reglum og- drengskap glímunnar er í hróp- andi mótsögn við hið lágkúru- lega og þjösnalega sjónarmið Gríms Norðdahls. Glímulög ISÍ eru í fullu skm- ræmi við þá túlkun Glímubókar- innar, sem ég tilfærði hér að fiaman. Ákvæðin í glímulögun- um eru skýlaus og öllum dóm- urum vorkunnarlaust að dæma eftir þeim. Það eru hinsvegar mikil brögð að því að glímu- dómarar dæmi ekki eftir glimu- lögunum, og það tel ég mesta háskann, sem þjóðaríþrótt okh- ar er búin. Það er ekki hægt að saka neinn glímumann. um- Framhald ó 10. síðu. .8 so

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.