Þjóðviljinn - 13.04.1960, Síða 1

Þjóðviljinn - 13.04.1960, Síða 1
imiiiiiiimiuiimiimiiimiiiiiiiiiimi) | Próflestur | I er hafinn I Miðvikudagur 13. apríl 1960 — 25. árgangur 87. tölublað Danir og Norðmenn svíkja enn heit sin um stuðning við tólf milur Bandarikin fara hamförum i Genf - Bretar gera sér enn vonir um samninga WS islenzk stjórnarvöld Á annað hundrað stúdents- efni kvöddu Menntaskólann með viðeigandi viðhöfn í gærmorgun ogr hófst þar með fimm vikna upplestr- arleyfi þeirra fyrir próf. Myndirnar voru teknar framan við skólann við þetta tækifæri: Piltarnir í hópi „dimittenda" köstuðu yfirhöfnum sínum í loft upp til aukinnar áherzlu húrrahrópunum, — og námsmeyjarnar sem eftir eru í skólanum höfðu sýni- lega gaman að. — Á 12. síðu er nánar sagt frá „dimission“. (Ljósm. Sig. Guðm.). Enn fara Bandaríkin hamförum á sjóréttarráöstefn- unni í Genf til þess að reyna aö tryggja tillögu sinni um skerðingu á 12 mílna fiskveiöilögsögu samþykki. F.ru Bandaríkin nú búin að kaupa Dani — sem enn reynast drengir góðir og vinfastir — til fylgis viö tillög- ■una; sömuleiðis Norðmenn. Augljóst er að úrslitin geta oltið á örfáum atkvæðum ao lokum, jafnvel einu atkvæöi. Afstaða íslands getur því ráðið úrslitum. Bandaríkin nota það mjög í áróðri sínum bak við tjöldin í Genf að jafnvel íslendingar muni að iokum sætta sig við tillög- una um sögulegan rétt til veiða IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIII i ísland gegn til- I | löguUSAog 1 | Kanada | ~ A síðdegisfundi haí'réttar- = = ráðstefnunnar í Genf í gær, ~ = flutti Guðmundur í. Guð- = = mundsson ræðu. Hann = = sagði að ísland myndi = = greiða atkvæði gegn tillögu = = .Kanada og Bandaríkjanna = = um skerta 12 sjómílna fisk- = = veiðilögsögu. = = Utanríkisráðherra sagði = = að íslendingar mundu = = ..styðja hverja þá tillögu, = = sem trygg'ði í raun nægi- = = lega fiskveiðilögsögu í = = hvaða formi sem hún væri“. = = Hinsvegar leiddi hann enn = = hjá sér að iýsa yfir afdrátt- = = arlausum stuðningi við þær = = tiilögur, sem fela í sér kröf- = = ur íslendinga, t.d. 18 þjóða = = tiilagan, er kveður á um = = ailt að 12 sjómílna land- = = helgi og 12 sjómilna ó- = = skerta fiskveiðiiögsögu. = = Sjá nánar á 12. síðu. = 1111111!!111111111111111111111111111111111111|Ti á heimamiðum annarra þjóða. Þessum áróðri ber íslendingum að svara með því að taka nógu einarða afstöðu gegn þessari til- lögu, og íslenzka sendinefndin hefur á valdi sínu að kveða til- löguna niður með nógu afdrátt- arlausri afstöðu. Fulltrúum ís- lands ber að lýsa yfir skýrt og skorinort í Genf: 1» íslendingar munu aldrei semja við nokkra þjóð um svæði innan 12 mílna mark- anna. 2 . “• Islendingar munu ekki sætta sig við bandarísku til- löguna, jafnvel þó hún fái tvo þriðju atkvæða, nema all- ar aðrar þjóðir heims liafi gert það áður, því engin þjóð á eins mikið í húfi hvað fisk- veiðar snertir og fslendingar. i Danir og Norðmenn svíkja enn Áður. en Genfarráðstefnan hófst lýstu bæði Danir og Norð- menn yfir því að þeir væru fylgjandi 12 mílna fiskveiðilög- sögu. Bandaríkin hafa nú feng- ið bæði þessi ríki til stuðnings við tillögu sina. Þegar hefur ver- ið gengið frá leynisamningi við Framhald á 2. síðu. Ríkisstarfsmenn krefjast samnings- réttar og víta Sigurð Ingimundarson Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur vítt Sigurð Ingimundarson, formann Bandalags starfsmanna rikis og bæja. fyrir að hann skuli hafa gengið í berhögg' við hagsmuni launþega með því að greiða á Alþingi atkvæði með gengislækkunarlögum ríkis- stjornarinnar, þar sem meðal annars var afnuminn réttur launafólks til vísitölubóta á kaup. Víturnar voru samþykktar á aðalfundi Starfsmannafélags- ins ö. apríl. Þar var eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu kjörin ný íélagsstjórn og fjórtán aðalfulltrúar til þings B.S.R.B. Stjórnina skipa Páll Hafstað formaður, sem var end- urkjörinn, og meðstjórnendur Einar Ólafsson, Árni Halldórs- son, Eysteinn Þórðarson, Sigurð- ur O. Helgason, Hulda Bjarna- dóttir og Kristinn Helgason. Fundurinn samþykkii : meðal annars eftirfarandi tiliogu: „Aðalfundur SFR 1960 skorar á Alþingi og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til að veita ríkis- starfsmönnum nú þegar samn- ingsrétt um kaup og kjör til jafns við aðra launþega. Aðalfundurinn vekur sérstaka athygli á því, að með ákvæðum 23. gr. laga nr. 4, 20. febrúar H H H M a 1960 um efnaliagsmál. voru vísi- töluuppbætur á laun afnumdar og urðu ríkisstarfsmenn þar með 1 gersamlega varnarlausir gegn dýrtíð. Vill fundurinn sérstak- lega víta þá óskiljanlegu afstiiðu formanns B.S.Il.B. að veita slik- um aðgerðum samþykki sitt á Alþingi. Telur fundurinn, að lilutur ríkisstarfsmanna verði ekki réttur nema með samnings- rétti í einni eða annarri mýnd‘‘. ■ ■ a ■ H ■ ■ H H H H n ■ IV ■ I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.