Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. ma'í 1960 Sunnudagur 22. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 '• «*•*•*•••••♦***•**• *«#«••••*••• • r»« > •»«•-*•■• i.pi •• • M»» » H • •%#• *» * n^mJiínsíí53fM^SiM®ffiæíi5nii|ái Úterpfandl: Sámeiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitsUój-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big- uröur Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bíml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. Ráðherra að viðundri 1/iðbrögð hernámsblaðanna, og einkanlega stjórnarblaðanna, við málalokunum á fundi æðstu manna í París hafa verið ákaflega lær- dómsrík. Blöðin hafa hneykslazt mjög á því að forssetisráðherra Sovétríkjanna, Krústjoff, hafi ekki tamið sér nægilega háttvisi og ekki sýnt Eisenhower tilhlýðilega virðingu, og telja það firn mikil að menn skuli ekki tigna golfspilar- ann í Hvíta húsinu eins og guð. Þessar umræður um „takt og tone“ hafa síðan orðið blöðunum til- efni þess að fylla sig af þvílíkum hroða, herfi- legum getsökum, fáránlegum aðdróttunum og subbulegum fúkyrðum, að innvols sorpeyðingar- stöðvarinnar er óspjallaður hreinleiki í saman- burði við það- Það er ekki að undra þótt slíkum mönnum verði tíðrætt um það að öðrum beri að temja sér jómfrúlegan tepruskap í orðavali. zxz. Oroðinn í stjórnarblöðunum er raunar engin *■ nýung, ekki heldur skammsýnar og fávísleg- ar ályktanir blaðamannanna þar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á ummælum sem Morgunblaðið hafði eftir Bjarna Benediktssyni dómsmá iaráðherra 18. maí s.l. um atburðina í París. Ráðherrann segir: „Fregnirnar af fram- ferðir Krúsjeffs minna okkur ó atburði þá sem tvívegis áður hafa hent. Fvrst 1914 kröfur og hót- anir Austurríkismanna á hendur hinu serbneska ríki og síðar hátterni Hitlers og Mussolinis 1938 og ’39. Þá eins og nú voru aðferðirnar til að auðmýkja andstæðinginn látnar sitja í fyrirrúmi fyrir málefnalegri lausn. . . Framkoma á borð við þá, sem Krúsjeff viðhefur nú í -París, hefur tvivegis hleypt af stað styrjöld og er því ekki að undra, þótt menn séu nú svartsýnir“. 33Í uo xul Kli m H!i ílií æ p iiz ípi — —, SX. fiíi XX Ijað er ekki neinn ábyrgðarlaus blaðamaður sem skrifar þetta, heldur sjálfur Bjarni Bene- diktsson, helzti sérfræðingur Sjálfstæðisflokks- ins í utanríkismálum, sá maður sem fyrst og fremst hefur mótað stefnu íslands út á við í hálf- an annan áratug. Ummæli hans eru því dæmi um það hvernig háttað sé þekkingu og dómgreind stjórnarleiðtoganna á vettvangi alþjóðamála. Að þessu sinnj skal ekki rætt um þær íáránlegu sögulegu hliðstæður sem Bjarni velur í mál- flutningi sínum, heldur vakin athygli á þeirri niðurstöðu hans að nú sé aö koma stríð! Það mun óhætt að fullyrða að í engu öðru landi ver- aldar hefði ráðherra látið sér um munn fara svo fíflsleg ummæli. Þekking og dómgreind Bjarna Benediktssonar í alþjóðamálum virðist vera á svipuðu stigi og afstaða fáfróðustu lesenda verstu hasarblaða í heimi. En það eru ekki að- eins þekking og dómgreind sem hér koma til; ummæli hans sýna að honum er styrjöld efst í hug; það eru þau málalok sem hann hefur að leiðarljósi í öllum athöfnum sínum. F’fcki þarf að leiða rök að því hversu háskalegt það er að byggja utanríkisstefnu íslands á svo ótraustum grunni dómgreindarleysis og þekk- ingarskorts. Erlendir aðilar hafa óður notfært sér þessar veilur og leikið á Bjarna Benedikts- son eins og þurs; þannig lugu bandarískir ráða- menn því að Bjarna 1951 að ný heimsstyrjöld væri að skella á, og hann kallaði hernámið yfir þjóð sína. Eflaust reyna þeir enn að nota tæki- j færið, eftir að ráðherrann hefur gert sig opin- ' berlega að viðundri með mati sínu á alþjóða- j málum. — m. m Fiskiðjuver Múrmansk er fiskimanna- bær. Héðan eru gerðir úf 250 togarar, stórir og smáir. 1 fyrra veiddi flotinn, um það bil 600 þúsund tonn fiskjar. Og nýlega setti áhöfn skip- stjórans Efímofs mikið og gott Múrmanskmet: þeir veiddu tíu þúsund tonn á einu ári. Enda var það mitt fyrsta verk að skreppa inn í fiskbúð að horfa á ýsu, steinbít,. lúðu og aðra hjartnæma fiska, — því að í Moskvu sér maður ekki annað en þorsk, karfa, síld, já og svo vatnafiska. Við komum í fiskiðjuver. Þetta er heil borg, enda geta þeir afkastað allt að 400 þúsund tonnum á ári. Hér vinna 4000 manns, mest kon- ur. Eg kom inn í hraðfrysti- hús; kvenfólkið stóð við færi- böndin og iðkaði leikfimi eft- ir útvarpi. Hér voru þýzkar flökunarvélar 'í gangi, en samt allmikið flakað upp á gamla móðinn. Þetta leit mjög þokkalega út. Við kom- um í niðursuðuverksmiðju, sem framleiðir um 15 millj. dósa á ári, — en aðrar fimmtán milljónir koma verksmiðjutogararnir með. Merkilegt, hvað þeir gera mikið að því að sjóða niður ódýrar fisktegundir eins og t.d. þorsk; baka þorskinn í dósunum og hella svo tómat- sósu yfir. Við komum á sölt- unarpláss, þar voru smá- þorskar og ýsa söltuð niður í gríðarmiklar tunnur. Og við komum í ágæta fabrikku, sem framleiðir allskonar hálftil- búna og altilbúna rétti handa 'bæjarbúum. Þar var okkur boðið að bragða á framleiðsl- unni: þar voru fiskibollur og fiskisnúðar og fiskikökur og fiskur í hlauDi og niðursuðu- vörur og síld. og stolt staðar- ins: reykt lúðp, og re.yktur steinbítur. Þetta var stór- kostleg veizla, einir þrjátíu réttir. Osr lúðan reykta er sannkölluð ódáinsfæða. Ftið þér rauðmaera? Þessi feita, góða, kald- reykta lúða vakti margar ljúfr.r minningar. Og ég spurði hvort þeir veiddu ekki rauðmaga hér um slóðir. Jú, var svarað, það kemur fyrir að hrognkelsi slæðist með öðrum fiski. En við hendum þeim, eða setjum í fiskimél. Þetta var lagleg andskot- ans ágjöf. Henda rauðmaga og grásleopu? Jú þeir skömm- uðust sín ekkert fyrir svona óhæfuverk, þetta væri svo lélegur fiskur. Lélegur fiskur, drottinn minn. Eg hélt langa ræðu um ágæti þessarar fisktegundar, soðinnar, reyktrar og saltaðr- ar. Viðstaddir hlustuðu kurteislega, en hræddur er ég um að þessi varnarræða hafi ekki haft tilætluð áhrif. Hinsvegar kom Fjodorof, rit- stjóri fiskímannablaðsins dag. inn eftir til mín með eintak af blaði s.ínu, og var þar all- mikil grein um hrognkelsin. Þar sannaðist 'það sem hér hafði verið sagt um fyrir- litningu ipúrmanskra fyrir þessum fiskj, nema hvað ein- hverjir góðir. menn við Hvíta- hafið hafa vit á þv'í að salta grásleppu öðru hvoru. Enn- fremur benti greinarhöfundur á það, að reyktur rauðmagi og grásleppuhrogn þættu kóngafæða í ýmsum öðrum löndum, og skoraði hann á héraðsmenn að gefa þessum fiski meiri gaum en verið hefði. Kannske hrognkelsin fái nú að lokum uppreisn æru í þessu landi. Kjör Forstöðumaður fiskiðjuvers ins sagði, að undanfarin ár hefðu þeir unnið úr 310—320 þúsund tonnum að meðaltali, þ.e.a.s. — ekki haft full af- köst. Og þar eð nú er mest áherzla lögð á verksmiðjutog- ara, sem fullvinna fiskinn á veiðistað, þá er ekki hugs- að til verulegra nýbygginga á næstu árum. Helzta verk- efnið að endurbæta það sem íyrir er, Hér vinna 4000 Eftir Árna Bergmann manns eins og áður er greint. Algengustu laun: 1100—1200 rúblur á mánuði fyrir utan hina árlegu 10% viðbót, sem áður er greint frá. Frá og með fyrsta júlí þessa árs verður tekinn upp sjö stunda vinnudagur. Iðjuverið hefur 100 þús. fermetra af hús- næði til umráða fyrir sitt fólk. Það starfrækir þrjú barnaheimili fyrir 320 börn á aldrinum þriggja til sex ára (um þau yngstu er borgar- stjórninai skylt að sjá), en þetta virðist hvergi nærri nóg, a.m.k. á að notí. í.^kkuð af tekjuafgangi síðasta árs til að byggja á þessu ári þrjú barnaheimili í viðbót, með pláss fyrir 370 börn. Fiskiðjuverið hefur aðgang að hvíldarheimili í Adler við Svartahaf, þar sem sólin skín glaðast í landinu, og þar að auki fengu í fyrra 300 manns ókeypis sumarleyfisdvöl í öðrum suðlægum héruðum. Uott og vel. Hvað á að veiða? Við komum í heilmikla Reykt lúða er stolt framleiðenda í Múrmansk. hafrannsóknarstofnun. Sá heitir Pokrovskí er veitir henni forstöðu. Þeir hafa auðvitað svipuð verkefni og aðrar slikar stofnanir: rann- srka lífsskilyrði hinna n.yt- sömu fisktegunda, fylgjast með fiskmagni, rannsaka strauma, hafgróður, og svo framvegis. Þeir hafa þrjú rannsóknarskÍD. Eitt er Sevastopól, nú statt við Ný- fundnaland, annað er Túnets, — fylgist nú með ferðum þorsksins inn 'í iBarentshaf, þriðja er Persei 2, nú við ýsurannsóknir í Barentshafi. Ennfremur hafa þeir við rannsóknarstofnunina skipu- lagt leiðangra niður í djúpið á sérstaklega útbúnum kaf- bát. Sérvérjanka, og sá ég kvikmynd frá slíkum leið- angri. Eg spurði Pokrovskí for- stöðumann, hvort hann teldi fiskistofninn í hættu fyrir of- veiði. ,,Ja“, svaraði hann, „það eru sumir að tala um það, að arkto-norski þorskstofninn sé í einhverri hættu,. en persónulega er ég stór- efins um það. Að vísu varð veiðin óvenju lítil 1956, en hefur síðan farið vaxandi, og aldrei höfum við veitt jafn mikið og í fyrra. Eg held ég satt að segja að aliar tilraunir til að ákveða abso- lút fiskmagn í siónum verði aðeins til að villa mönnum sýn. Þetta er afskaplega flók- ið vandamál og alltof mörg- um skilyrðum háð. Það eina sem við igetum haft að leið- arvísi í þessum efnum er árangur veiðanna, aflinn. Og það er mikið af fiski í sjón- um“. — Pokrovskí þessi er kjcrna- karl að siá, virðist vera töluvert í ha'in s">unnið. En eitthvað fannst mér hann tala léttúðlega um svo al- varlegt mál. Sérstaklegp. ef það er haft 'í huga, að það þarf alltaf meiri tækni, full- komnari útbúnað til að fá sama afla. Og eitt er víst, hvað sem sá karl segir: sovézkir ætla ekki að auka veiðina á sínum norðlægu heimamiðum, líklega finnst þeim að nóg hafi verið þjarm- að Barentshafi. Þeir í Múr- mansk ætla p.ð veiða 832 þús- und tonn árið 1965 (veiða nú 600 þúsund tonn), og vitan- lega þurfa þeir fleiri skip til að geta þetta. Og allir nýjir togarar, sem norðurflotinn fær á bessum ■ tíma, verða verksmiðiutógarar, sem geta sótt á fiarlæg mið og fullunn- ið úr fiskinum á staðnum. Vel á minnzt: við sáum eitt slíkt skip. Zhígúljevsk, glæsilegasta skip, smíðað í Þýzkalandi. Menn kannast við slík skip: trollið tekið inn að aftan, fiskinum rennt niður í lítið hraðfrvstihús neðan þilja, að útliti minna þau frekar á miðlungs flutninga- skip en togara. Verksmiðju- togarinn var nýkominn i höfn, hafði verið tvo og hálfan mánuð við Nýfundnaland, fvrst afhent móðurskipi 500 tonn af flökum, og kom nú með fullfermi, 710 toinn, var aflinn strax lestaður í kæli- klefa og ekið suður. Hér er 92 manna áhöfn, þar af sex knnur, ágætur aðbúnaður bókasafn, p'íanó, mikið um kvikmyndasýningar. Þv'í mið- ur var ég sá rati að spyrja ekki hvað þeir hefðu mörg slík skip, — en eins og áð- ur er sagt, þetta er framtíð- in að dómi sovézkra. Ástand og horfur Eg hefi minnzt á það, að í sjöáraplaninu er gert ráð fyrir allmikilli aflaaukningu; þeir í Múrmansk ætla að fara upp í 832 þúsund tonn. Má lesa um það í tímaritsgrein- tim, að þessi aukning eigi mest að verða á kostnað ýsu og þorsks, en síldaraflinn skuli aukast mun hægar. Ástæða: eftirspum Sovétríkj- anna eftir síld sé nú senn Að skemmta Dasur Siguiðaison: Milljóna- ævintýrið. — 61 blaðsíða. — Ileimski'ing'la, Keykjavík, 1960. □ Milljónaævintýrið er stutt bók og ástæðulaust .að fjöl- yrða um hana. Hún greinist í þrjá kafla- Hinrt fyrsti heitir ÍPborgunardagur og geymir fjóra litla þætti. Hinn síðasti þeirra, Bernska, er bezta éfnið í bókinni. Þvínæst koma Krónur undan snjónum — og eiga víst að heita 1 jóð; og að lokum er Milljónaævintýrið, áðrir fjórir smáþættir. Vitasku’.d ber að líta á þennan bækling sem skáld- verk, þótt titilsíðan taki það ekki fram; en hann er því miður fjarskalega snauður að skáldskap. Höfundurinn kemst oft talsvert hvatlega að orði, hann hefur nokkuð vaskan penna; en honum er varnað dýpri skáld’egrar skynjunar enn sem komið er, og form- þroski hans er á lirfustig- inu. Um kverið giLIir raunar sama orð og um fyrri bók Dags: honum liggur ekki ríkt á h.iarta að semja skáldskap. Aðaláhugamál hans er enn sem áður að segja eitthvað krassandi. Honum tekst það stundum, en annað veifið nálgast mál hans sóðaskap. Höfundur segir á aftari kápu- síðu, að hann vilji „skrifa um fólk og fyrir fólk. Ég 11P ^ 11! 111111111111111111111111111111111111111111IJ fullnægt. Ekki veit ég nema slík fullyrðing sé byggð á einhverjum misskilningi, ég held að væri dreifing síldar betur skipulögð, hún tilreidd á fjölbreyttari hátt, og svo ef tækist að færa smásöluverð niður. þá myndu sovézkir éta alla síld heimsins. Hvað mætti segja í stuttu máli: Mér leizt heldur vel á útgerð og fiskiðnað þar í Múrmansk. Tækni virðisf, 'í bezta lagi. þrifnaður góður. Helztu yfirburðir yfir okkur: sósíalist'sk skipulagning, heildarst.iórn. I Múnnansk er eitt stórt fiskið.juver sem tekur á móti svipuðum afla og öll okkar frystihús og söltunarplön srmanlögð. Sam- anber: í Keflavík eru líklega ein fimm hraðfrystihús og guð veit hvað margir síldar- saltendur. Og það er líka heildarstjórn á togaraflotan- um, hægt að tr.yggja viðtæka þjónustu móðurskipa, sem sjá skipunum fyrir vistum og kvikmyndum og flytja afla þeirra heim. Allt þetta trvgg- ir ibetri verkaskiptingu, betri nýtingu framleiðslutækja: fisk- iðjuverið vinnur sleitulaust allt árið, togaramir eru sjald- an í meiningarlausum sigling- um. Afleiðingar: meiri af- köst, minni framleiðslukostn- aður. sjálfum sér vll segja lesandanum frá ýmsu sem hann veit hálft í hvoru en vogar ekki að gera sér grein fyrir, gefa lionum eitthvað sem hann getur brúkað sér til hjálpræðis hérnamegin. . . . Ská'dskapur ætti að stuðla að gcðæri“. En sannleikurinn er sá, að Dag- ur Sigurðarson mælir þessi orð ekki heldur í alvöru; rt- störf hans eru fyrst og s.'ðast dál'itið prívatbíó. Honum virð- ist ekki sönn alvara með neitt nema storka lesandanum, erta liann og vera yfirleitt heldur lúalegur. Hann getur sjálfur skemmt sér við það um skeið, en það kynni að reynast frem- ur tómlegt ævistarf- Kannski er ritmennska hans aðallega æskuórar, sem eldast af. Milljónaævintýrið hans stuðl- ar m'nnsta kosti hvorki að góðæri né illæri. Það stuðlar að engu. Kverið er prentað og unn- ið í Hólum og snotur'ega úr garði gert. Það er í lit’u og eiukar viðfelldnu broti, í góðu samræmi við þykktina. Heimskringla hefur a’tso minnzt þess að hún er for- lag, en ekki búsáhaldaverzlun — og sent manni bók, en ekki potthlemm. Aðrar útgáfur mættu hyggja að þessu for- dæmi. B- B. Af hveriu brjótast menn iim? Steíán Júlíusson: Sólarhring- m\ Skáldsaga. — 171 blaSsíð- T’.r. — Bókaútgáfa Jlennin'í- arsjóðs 1960. □ Það er brotizt inn einhver- staðar í Reykjavík á að gizka aðra hverja nótt. Þar eru unglingar oftast nær að verki, enda er „vaxardi afbrota- hneigð“ þieirra vinsælt um- ræðuefni manna. Nú hefur Stefán Júlíusson skrifað ská’dsögu um fimmtán ára p'lt sem brýzt inn í búðar- skonsu og stelur — fyrstu sósíölu söguna sem hér hefur birzt í mörg ár, ef ég man rétt. Stefán veit sem er að innbrot er ekki einangraður atburður, heldur liggja að honum margvísleg rök, sam- félagsleg ekki siður en per- sónuleg; og þau rök vill hann leiða fram í sögunni. Hún hefst á yfirheyrslu yfir pilt- inum, og sú yfirheyrsla stend- ur langt fram eftir bókinni; en inn á milli rifjar hann upp fortíð sína: dvöl á bóndabæ í Hvalfirði, kynni af stúlku á líku reki og hann sjálfur; það er brugðið upp myndum frá heimili piltsins í bænum, sagt frá kunningjum hans og áfalli hans í ástinni. Þá er allt ful’.komnað og innbrotið á næsta leiti- Sagan heitir Sólarhringur. Nafnið merkir það eitt, að hún gerist á 24 stundum, frá morgni til morguns. Höfund- ur heldur sem sagt í heiðri hina fornu reglu um einingu tímans; og því er ekki að neita, að sagan er vel byggð, sett saman af íþrótt. Skáldið snýr umsvifalaust að efninu þegar í fyrstu setningu, og á skömmum tima leiðir hann söguna til sennilegra lykta, án vafninga og útúrdúra. At- burðir sögunnar orka sann- færandi á lesandann, nema sú tiltekt stú'.kunnar að leggj- ast með hálf fimmtugum fituhlunki — þó aLirei nema hann eigi peninga; og per- sónulýsingarnar eru sann- ferðugar — nema hvað gömlu sj'stkinin í Hvalfirðinum eru aðeins daufar glansmyndir. Allir þeir partar sögunnar, sem segja frá lieimili pilts- ins og högum hans þar, eru sér'ega trúverðugir; en hún hefði þó orðið meira verk og' haft almennara gildi, ef þjóð- fé’.aginu að baki honum hefði verið lýst til meiri fullnaðar. En hvað um það: lesandinn trúir þessari sögu, það sem liún næ r. Sum’r kaflar Sólarhrings eru engu líkari en skilmerki- legum lögregluprótókolli. En höfundur g’eymir þó ekki, að verk hans er skáldsaga; og þessvegna lætur hann póesí- una he’.dur ekki undir höfuð leggjast. En ástalýsingar fara honum ekki sérstaklega vel; og það verður að segja um söguna í heild, að henni er áfátt um sjá’fan þann háa skáldskap, sem gerir persón- ur sterkar og örlög þeirra átakanleg. Sólarhringur hefur á sér sannindablæ, en hann brestur h’na skáldlegu hafn- ingu. Það er munurinn á ljós- mynd eftir Pétur Thomsen og málverki eftir Ásgrim Jóns- son. Sagan er rituð á Ijósu og skýru máli, án sérstakrar feg- urðar eða veglætis- Nokkurrar hótfvndni gætir í fáeinum lýs- ingum höfundar, eins og t.d. að ein persónan talar varla nema í gusum. Ein spurning þessarar persónu kemur ,,í skrækróma gusu“, á öðrum stað pataði hún ,,og gusaðí skrækróma“, og á þriðja stað kom snurning „í reikulli gusu“. Hver finnur púður i svona lýsingum ? Það er alvara í sögunni, hún sýnir innilega samúð höf- undar með ungu kyns’cðinni og skining á vandamálum hennar; og hún bendiFöðrum skáldum á mikilsverð, en van- rækt skáldskaparefni. En hnit- miðun bvggingarinnar og hófsemi stílsins, í víðri merk- ingu, sýnir aukinn þroska höfur.darins sjálfs. B. B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.