Þjóðviljinn - 22.05.1960, Page 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 22. ma'i 1960
Eusk ullarmohairdragt frá
öeréta, en það fyrirtækf
hlaut verðlaun í tízkusýn-
ingu erlendra tízkufrömuða
í París, fyrir góð snið og'
hagkvæmt verð á vörum
sínum. Jakkinn er eins og-
þið sjáið með hnýttu belti,
en nú er mjög' i tízku að'
nota belti við dragtir og
kápur.
Stórrósóttur og símynztraður
sumarkjóll ætlaður til eftir-
miðdag's og kvöldnota. Snið-
ið er svokallað túnika, en
það er tvö pils eða fleiri
hvert utan vfir annað. Kjóll-
inn er fremur Iátlaus, en þó
fyllilega nýjasta tízka, að
framan er hann skreyttur
með slaufu í mittisstað úr
sama efni oog kjóllinn.
Þetta er snotur, stórrósóttur
sumarkjóll, en . rósótt efni
eru rnest í tíiku nú í sumar.
Þetta er túnika-snið, en
það sem sérkennilegt er við
þennan kjól er, að í innra
pilsið og blússuna er notað
fremur þykkt efni, en aftur á
móti er ytra nilsið úr þynnra
efni en þó í sama lit og
sama mynztur.
Markaðurinn er ein fremsta tízkuverzlun okkar
og þar er úrvalið jafnan mest og forráðamenn
verzlunarinnar reyna hvað þeir geta, til að láta
efni og snið hæfa loftslaginu hér.
Heimilisþátturinn brá sér nú í vikunni inní
verzlunina á Laugaveg 89 og fékk leyfi verzl-
unarstjórans, Rúnu Guðmundsdóttur, til að* taka
nokkrar myndir af kjólaúrvali þeirra og birta
Iesendum heimilisþáttarins.
Eins og þið sjáið fengum við líka unga og
glæsilega stúlku, Vigdísi Aðalsteinsdóttur, til að
íklæðast kjólunum og dragtinni, svo þetta tæki
sig betur út á síðunni. — Svo getið þið virt
fyrir ykkur kjólatízkuna yfir helgina og athug-
að í ró og næði, hvort ykkur vantar nú ekki
einmitt einn af þessum kjólum fyrir hvítasunn-
una eða 17. júní.
Texti Dóra Skúladóttir
Myndir: Sigurjón Jóhannsson
Nú em skyrtublússukjólar
mikið í tízku og er það ckki
að undra, því þetta snið er
mjög klæðilegt, og þá sér-
staklega fyrir ungar, grann-
ar stúlkur. Kjóla með þessu
sniði má nota jafnt, sem eft-
irmiðdegis- vinnu eða kvöld-
kjóla, allt eftir því hvaða
eíni er notað í þá.