Þjóðviljinn - 04.06.1960, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 4. juní 1960
Jafnvel menn af hánorrænum
verða oft að lúta í lægra haldi
fyrir hinum leifturhvössu
fórnarleikfléttum Michails Tals
nú.verandi heimsmeistara.
Svo fór fyrir norska meistar-
anum Johannessen í eftirfar-
andi skák, sem tefld var á
skákþinginu í Riga sl, vetur.
Svo sem kunnugt er vann
Spasskí það mót, annar varð
Mikenas, þriðji Tolush. en Tal
varð að láta sér nægja fjórða
sætið. Þetta var ekki sérleg'a
uppörfandi útkoma fyrir Tal,
en glöggir menn fundu brátt
skýringuna: Hann gekk sem sé
í það heilaga meðan á mótinu
stóð.
En þótt heildarframmistaða
Tals á mótinu væri ekki sér-
staklega góð, þá hlaut hann þó
nokkra glæsilega vinninga, þótt
skák sú, sem hér birtist bæri
þó af. Hún hlaut líka sérstök
verðlaun sem bezt teflda skák
mótsins.
Skýringar við skákina eru
eftir Paul Keres, lauslega þýdd-
ar úr Schach-Ecko.
Hvítt: Tal
Svart: Johannessen
SLAVNESK VÖRN
1. d4 Rf6, 2. c4 c6, 3. Rc3
d5; 4. Rf3 gC, 5. Bf4 Bg7 (Hin
flókna leið 5.-----dxc4 er hér
bezt fyrir svartan, því eftir
hinn gerða leik kemur fram
staða úr Grúnfeldsvö.rn, þar sem
svartur hefur leikið hinn mið-
ur virka ieik c7—c6. Norski
meista.rinn hefur hins vegar
viljað forðazt flækjur svo
snemma tafls).
6. e3 0—0, 7. Be2 c5 (Nú
kemur fram ein höfuðleið
Grúnfeldsvarnar, þar sem hvít-
ur hefur þó unnið ieik. Til álita
kom einnig 7. — — dxc4, 8.
Bxc4, Be6, sem gæfi svörtum
gott athafnafrelsi f.yrir menn
sína).
8. dxc5 Da5, !). 0—0 dxc4,
10. Bxc4 Dxc5, 11. Re5. (Varla
nokkur annar meistari en Tal
hefði valið þessa leið, því eðii-
legasta svar svarts þvingar
hvítan í riddarakaup og leiðir
til einföldunar á stöðunni.
Aðrir hefðu því sennilega hörf-
að ósköp einfaldlega með bisk-
upinn til b3. En Tal fer öðru-
vísi að. Hann hefur þegar kom-
ið auga á skemmtilegan mögu-
leika til að framkalla flækjur
og leggja þar með torleysan-
legar þrautir fyrir hinn unga
andstæðing sinn).
11. — _ Rb - d7. (Hefði
svartan rennt grun í hættuna,
sem eftirfarandi fórn hefur í
för með sér, þá hefði hann leik-
ið einfaldlega 11. — — Rc6).
Svart: Johannessen
abcdefgh
12. Bxf7ý!? (Óvænt fórn, ein-
kennandi fyrir skákstíl stór-
meistararis frá Riga. Það er
erfitt að sanna, hvort fórnin er
réttmæt eða ekki, því svartur
stendur ekki andspænis nein-v
um beinum hótunum, og hann
hagnast hreint ekki svo lítið,
hvað liðsaíla áhrærir. Svartur
á þó erfitt verkefni fy.rir hönd-
um, en það er að koma mönn-
um sínum á drottningarvæng í
spilið. Eins og framhald skák-
arinnar sýnir kemst svartur
ekki klakklaust frá þessu við-
fangseíni og lendir smátt og
smátt í tapstöðu.)
12.-------Hxf7, 1,3. Rxf7 Kxf7
14. Db3ý Kf8. (Eftir 14. — —
e6, væri 15. Rb5 mjög sterkur
leiku.r. Nú yrði 15. Rb5 hins
vegar svarað með 15. — —
Re8).
”l5. Ha- cl a6?. (Það er at-
hyglisvert, að eftir þessa veik-
ingu drottningararmsins er
þegar mjög erfitt fyrir svartan
að koma mönnum sínum út.
Veiking reitsins b6 bindur ridd-
arann á d7. Svartur varð að
leika 15. — — Db6 og strax 16.
Rb5 með Re8. Baráttan væri
þá enn tvísýn, en eftir hinn
gerða leik tekur að halla á
svartan) .
16. Hf-dl Da5, 17. Dc4!
(Hindrar 17. — — b5 og þar
með útboð svarta liðsins).
17. -----Df5, 18. h3 Re8,
19. Rd5 De6, 20. Db4 b5?
'(Svartur eygir enga leið til að
ljúka liðsskipan sinni. En með
þessum leik stofnar hann til
nýrrar veikingar á stöðu sinni
á drottningararmi. Þetta er af-
gjörandi afleikur. Svartur varð
að leika 20. — — Be5 og reyna
á þann hátt að létta því hlut-
verki af riddaranum að verja
reitina b6 og c7. Nú^tnyiur
Tal stöðu andstæðifígsins með
nokkrum sterkum leikjum).
21. Hc6! Df7. (21.-----Dxc6
gengur auðvitað ekki vegna 22.
Dxe7ý). 22. Rc7 Rxc7, 23. IIxe7
De6. (Hvítur hótaði ekki ein-
ungis Hxd7, heldur einnig De4).
24. Hd - cl! (Nú er engin vörn
til lengur við hótuninni 25.
Hxc8f, því 24.-------- Re5 yrði
svarað tneð 25. Dei!* Staða
-Svarts er töpuð),
24. -----Rb6, 25. Hxe7!< Rd5
(Þessi örvæntingartiiraun til
björgunar gagnar ekki heldur)',
26. Hxe6 Rxb4, 27 Bd6ý og
svartur gafst upp. Eftir 27. —•
Kf7, 28. He7ý og 29. Bxb4 vinn-
ur hvítur skiptamun og Skákina
auðveldlega.
Handavinnusýning
nemenda Húsmæðraskóla Reykjavíkur verður opin
hvítasunnudag kl. 3 til 10 s.d. og annan, hvíta-
sunnudag frá kl. 10 til 10. — Skólastjóri.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ FÁKUR T:
Kappreiðar
fara fram á skeiðvellinum við Elliðaár 2. Sivíta-
sunnudag og hefjast kl. 2 e.h, Keppt verður á skeiði
(250 mtr.). Stökki: 250 — 300 og 350 mtr.
sprettfæri.
l EÐIÍANKI STARFAR — Veitingar á staðnwn.
Ferðir úr miðbænum með Strætisvögnum
Reykjavíkur. " f
Stjórn Fálfls
Nemendsamband Mennta-
skólans í Reykjavík
"’.TT&' !~7
4
Aðalfundur Nemendasamhandsins verður haldinn í
Menntaskólanum í Reykjavik miðvikudaginn 8. júní
n.k. kl. 9 e.h. ,i
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Árshátíð Nemendasamhandsins verður lialdin að
Hótel Borg fimmtudaginn 16. júni n.k. og hefat með
borðhaldi kl. 7 e.h. „Júbíl“-árgangar eru heðnir að
tilkynna þátttöku sem fyrst í síma 32999. /
Stjójmin
luiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitimiiiii
• „Skipulagt
almenningsálit“
Póstinum hefur borizt eftir-
farandi bréf:
„Fyrir nokkru efndi Heim-
dallur til umræðufundar um
„skipulagt aJmenningsálit“ en
það er fyrirbrigði sem alþjóða-
kommúnisminn stofnaði til í
því skyni að hnekkja á Gunn-
ari Dal, andlegu leiðarJjósi
vestrænnar menningar. Krist-
mann skáld og rósyrkjumaður
í Hveragerði var einn frum-
mælenda á fundinum og rakti
ljóslega hvernig kommúnistar
hefðu skipulagt aimennings-
áljtið á móti Gunnari Dal. Spá-
maðurinn sjálfur var til sýnis
á íundinum svo gestum Heim-
dallar gæfist kostur á að sjá
hvernig menn eru útleiknir eft-
ir ofsóknir hins „skipulagða al-
menningsálits“.
Gunnar hefur undanfarið
verið nokkurs konar menning-
aríulltrúi Tímans, en það h’ut-
vark virðist m.a, vera í því
fólgið að benda mönnum á
heiztu andans jöfra hinnar
borgaralegu menningar eins og
Eggert Guðmundss. og Kristján
Röðuls. Með smágrein í þessu
blaði bænda getur Gunnar Dal
tryggt sálufélaga sínum, Kristj-
áni, „öruggt sæti fremst á
skáidabekk“. Menningarfulltrú-
inn er óvenju fjölhæfur snill-
ingur sem kann skil á allri
vizku og lærdómi vesturs og
austurs. Hann er allt í senn,
andríkt ljóðskáld, þrumandi
spámaður, djúphugull heim-
spekingur, skarpur íslenzku-
fræðingur, leiklistarfrömuður,
dómari listmálara og þó um
fram allt sérfræðingur í hinu
„skipulag'ða almenningsáliti".
Hingað til hefur ótrúlegur
fjöldi fslendinga skellt skolla-
eyrum við himinhrópandi boð-
skap spámannsins, sem hefur
varað þjóð sína við hættunni.
Þeir hafa ekki viljað trúa því
í andvaraleysi síriu að „einhver
Andréssonur“ gæti „ákveðið
það á skrifstofu sinni“ hvað
væri illt og hvað gott, hvað rétt
og hvað rangt.
En í Þjóðviljanum á sunnu-
dag mátti sjá Ijóslifandi dæmi
um þetta skipulagða almenn-
ingsálit og hvernig það er
framkvæmt. Vér þurfum ekki
framar vitnanna við, Gunnar
Dal hefir haft rétt fyrir sér.
Hann hafði skrifað menningar-
grein í Tímann á miðvikudag
í síðustu viku og sagði þar
m.a.:
„Það gæti jafnvel verið freist-
andi að halda að Ssemundur
hinn fróði, sá er safnar Eddu-
kvæðum saman í eina bók,
hafi haft einhverjar spurnir af
hinum efnislega uppruna þess-
ara kvæða, sem alls staðar hafa
til forna fylgt hinum aríska
kynstofni í einhverri mynd —
og einmitt þess vegna valið
kvæðasafninu nafnið Edda:
(V)eda).“
En ,,Andréssynir“ eru vak-
andi og nota hvert tækifæri til
að sverta spámanninn í augum
lýðsins. Þeir svífast ekki að
umturna sannleikanum og
breyta honum í lygi til þess
að skipuleggja almenningsálitið
á móti Gunnari Dal. Því sjá, í
Þjóðviljanum á sunnudag gaf
að líta svohljóðandi klausu:
„Gunnar Dal virðist ekki vita
að það er fyrir löngu afsannað,
að Sæmundur hinn fróði hafi
safnað saman eddukvæðunum
og skráð þau, þótt þau hafi
verið gefin út undir nafninu
Sæmundaredda. Sá misskilning-
ur er runninn frá Brynjólfi
biskupi Sveinssyni í Skálholti,
er sló því föstu árið 1643, er
honum barst í hendur aðal-
handrit eddukvæðanna, Codex
regíus eða Konungsbók, að
handritið væri komið frá Sæ-
mundi fróða og kallaði Sæ-
mundareddu, en bók Snorra
hafði þá alllengi verið kölluð
Snorraedda. Fræðimenn haía
nú sýnt fram á, að ekki eru
minnstu líkur til þess, að Sæ-
mundur fróði hafi komið
nærri söfnun eddukvæðanna,
hvað þá hann hafi valið þeim
eddunafnið, sem hvergi er tengt
þeim í handritum og eins og
áður segir orðið til fyrir mis-
skilning Brynjólfs Biskups".
Öllu greinilegra dæmi um
skipulagt almenningsálit er ekki
að finna. Nú hefur einhver
,,Andréssonurinn“ ákveðið það
að Sæmudur fróði hafi hreint
ekki komið nálægt Sæmundar-
eddu, þeir skirrast jafnvel ekki
við að fullyrða að Brynjólfur
gamli Sveinsson hafi staðið á
gati í norrænum fræðum. Allt
er þetta gert bara til að
hnekkja á Gunnari Dal. Svo út-
breiða þeir þann óhróður um
þessa dánu merkismenn, sem
ekki geta staðið fyrir máli sínu
í gröfinni. Svona eru áhrif
Andréssonanna uggvænleg,
þeim tekst jafnvel að fá alla
fræðimannastétt íslands og ná-
grannalandanna til að afsanna
hlutdeild Sæmundar í Eddu
sinni. Og svo mikið er viðhaft
að dáinn merkisbiskup er gerð-
ur að hálfgerðum fáfræðingi í
gröf sinni og átti hann þó við
nóg að stríða í lifanda lífi.
Og sennilega er þetta bara
byrjunin á skipulögðum ofsókn-
um á hendur Gunnari Dal, út-
verði vestrænnar menningar.
Sennilega verður nú farið að
breiða þann óhróður um bæ-
inn að Gunnar hafi einu sinni
verið á móti herstöðvum og
skrifað and-vestrænar greinar
í Frjálsa þjóð. Þeir eru líka
vísir til þess að koma því inn
hjá almenningi að Gunnar Dal
hafi lagt frá sér sætan bikar
í skyndi til að komast í vel-
borgaða erindrekastöðri hjá1
Góðtemplarareglunni. Þá má
jafnvel búast við því að sú lygi
verði breidd út um bæinn að
Gunnar hafi tekið ástfóstri við
kjördæmamálið eingöngu af
því að prentsmiðjur Morguri-
blaðsins voru hættar að mala
gull úr austrænni speki spá-
mannsins. Það mætti jafnvel
búast við þvi að lokaskreíið I
hinum hatramlegu ofsóknum
væri það, að telja fólki trú um
að Gunnar Dal hefði eitt sinri
gortað aí því að vera kommún-
isti og ljóð hans væru að íinna
í Tímariti Múis og menningari
Það virðast engin takmörk
fyrir því hvað Andréssonum
getur dottið í hug til að ata
auri þennan sannleikselskandj
heimspeking.
Laili laut.“