Þjóðviljinn - 09.06.1960, Side 9

Þjóðviljinn - 09.06.1960, Side 9
Fimmtudagur 9. júní 1960 — ÞJÓÐVTLJINN — (9 Skarðsmótið var haldið á Siglufirði um helgina Ritsfjóri: Frímqnn Hélgason st íslendingum að sigra Norðmenn á heimavelli í dag? I idag keppa Islendingar og Norðmenn í knattspyrnu svo sem kunnugt er og fer leikur- inn fram í Osló. Ennþá hefur Islendingum ekki tekizt að sigra Norðmenn heima, en hér hafa þeir tapað, bæði B-landsliðið og A-lands- Jiðið. Norðmenn eru ekki sérlega bjartsýnir með landslið sitt að þessu sinni, minnugir ósigurs- ine fyrir Dönum nú fyrir skömmu. Hinsvegar má gera ráð fyrir að þeir telji sig hafa í fullu tré við ísland. Einnig má gera ráð fyrir að þeir séu ekki búnir að gleyma tapinu hér í fyrra og eins því að þá munaði ekki nema einu marki í síðari leiknum. Sagt er að þeir muni breyta liði sínu mikið Nýtt Evrópumet í sleggjukasti Ungverjinn Gyula Zsivotsky, sem sagt var frá í erlendum íþróttafréttum hér á síðunni á fimmtudaginn, setti nýtt evr- ópumet i sleggjukasti á sunnu- daginn. Kastaði hann 68,22 m. F.yrra metið átti Rússinn Rud- enkov og var það 30 sm. styttra en met Zsivotzskys. Það er augljóst að Ungverjar hafa hér eignazt olympíuvon í sleggjukastinu, sem oft hefur verið „ungversk grein“ ef svo mætti segja. Dýr sýning Real á Idrætsparken Danska knattspyrnuforystan hefuj- að undanförnu staðið í samningum við hið heimsfræga spánska knattspyrnulið Real .Madrid um leiki á Idrætsparken í Kaupmannahöfn. Samningum lauk á miðvikudaginn var, og ekki verður sagt að Spánverj- arnir séu mjög ódýrir á list sína, enda varla ástæða til. Krafa þeirra, sem var þegar samþykkt hljóðaði upp á 250.000 danskar krónur fyrir leikinn. Leikurinn mun fara fram þann 18. ágúst á Idrætsparken, hinum geysi- mikla velli þeirra Hafnarbúa. Brazilisku heimsmeistararnir, sem léku í Höfn snemma í maí- mánuði sl. gerðu talsvert lægri kröfur en Real, en drógu mikinn skara áhoi-fenda að leikjunum, meira að segja svo mjög að hlið Idrætsparkens létu undan þrýstingi mannfjöldans. frá því sem var í leiknum við Dani. Erfitt er að spá um úrslit í leik þessum, en nái íslenzka lið- ið saman, eins og það gerði á móti Dynamó á föstudaginn, er ekki fráleitt að gera ráð fyrir jöfnum leik. Endanlega liðið veikara? Landsliðsnefnd gerði þó 4 breytingar á framlínu liðsins og er það mjög hæpið, þegar liðið í heild og framlínan náði betri leik en nokkurn óraði fyr- ir. Að vísu eru fjórir sömu menn í línunni, en þeim er hrært til, þannig að nú leikur Þórólfur miðherja, en Ingvar er látinn sem innherji og Þórð- ur á sinn stað. Reynslan er sú að Þórólfur leikur alltaf sem hálfgerður innherji og notast leikni hans og nákvæmni mjög vel í því að undirbúa sókn, — eins og sýndi sig um daginn. Ingvar er aftur á móti hreyf- anlegur miðherji, sem liggur framarlega, og því verður hon- um erfiðara að falla inní stöðu sem honum er ótöm. Þetta kom w líka fram í blaðaleiknum um daginn. Það var eðlileg tilfærsla að setja Þórð Jónsson út á sinn stað aftur, og með tilliti til vandræðanna með innherjana hefði ekki verið forsending að setja Gunnar Guðmannsson í þá stöðu. Hann er enginn við- vaningur þar, því að í þeir-ri stöðu lék hann um margra ára skeið með KR. Hann hefur ver- ið frískari í vor en í mörg ár undanfarið og leikni og skiln- ing á knattspyrnu á hann í rík- um mæli þegar honum tekst upp. Hinsvegar er Gunnar sett- ur út úr liðinu og Sveinn Jónss. tekinn í staðinn. Sveinn hefur ekki átt góða leiki í sum- ar og sízt af öllu á móti Dyna- mó, sem var síðasti leikur hans fyrir þetta val. Þessar breytingar á framlín- unni virðast heldur miða að því að veikja hana en hitt, og það þýðir að liðið í heild er tæp- ast eins sterkt og það sem lék á móti Dynamó. Allmiklar umræður eru líka um val Rúnars í stöðu mið- framvarðar, en þó að Hörður Felixson sé sterkur í návígi og góður keppnismaður, þá vantar hann þann hreyfanleik sem Rúnar hefur og flýti. Hvað sem um það er og hvernig sem menn líta á niður- röðun liðsins að þessu sinni, en um hana má alltaf deila, þá hefur leikur þeirra við svo sterkt lið sem Dynamó ábyggi- lega mikils virði verið er þeir koma til atlögu við Norðmenn, keppnisvilji liðsins móti Rúss- unum nokkrar vonir um að frammistaða þess þar geti líka komið á óvart. Frá fréttaritara Þjóðviljans á Siglufirði. Skarðsmótið, hið fjórða í röð- jnni, fór fram á Siglufirði um hvítasunnuna. Eins og nafnið bendir til fór mótið fram við Siglufjarðarskarð, en þar er ennþá nægur snjór og ágætis aðstaða til skíðaferða. 22 skíða menn voru skráðir til keppni, níu frá Reykjavík og tíu frá Siglufirði. Á hvítasunnudag kl. 15.30 hófst keppnin í svigi. Veður var hið fegursta, logn og hita, sólskin, og ágætt færi. I braut- inni voru 58 port og fallhæð- in um 200 metrar. Úrslit urðu þau, að fyrstir og jafnir voru þeir Hákon Ólafsson Siglufirði og Svanberg Þórðarson Reykja. vík á 125,6 sek. I þriðja sæti varð Gunnlaugur Sigurðsson Siglufirði á 128 sek. og í f jórða sæti Ólafur Nilsson Reykjavík á 128,3 sek. Svanberg náði beztum brautartáma í fyrri ferðinni, 61,7 sek. Jóhann ViÞ bergsson náði beztum brantar- tíma í seinni ferðinni, 59,3 sek. en það var utan keppni, því að hann hafði sleppt porti í fyrri umferðinni og þar með úr leik.. Á annan í hvítasunnu fór svo fram keppni í stórsvigi. Hófst hún kl. 13. Veðrið var ágætt en þoka til fjalla og gerði hún keppendunum erfið- ara fyrir. I brautinni voru 35 port og fallhæð um 250 metr- ar. Fyrstur varð Jóhann Vil- bergsson Siglufirði á 76,3 sek. annar varð Gunnlaugur Sig- urðsson Siglufirði á 80,5 sek., þriðji Svanberg Þórðarson Rvík á 81,2 sek. og fjórði Leifur G^slason Rvík á 82,2 sek. í Alpatvíkeppni urðu úrslit þau, að Svanberg Þórðarson varð sigurvegari, hlaut samtals 5,35 stig, annar varð Gunnlaug- ur Sigurðsson Siglufirði, hlaut 5,70 stig, þriðji Hákon Ólafsson Siglufirði, hlaut 7,42 stig og fjórði Leifur Gíslason Reykja- vík me^ 10,70 stig. Laugardaginn fyrir hvíta- sunnu háðu skíðamennirnir knattspyrnukappleik og lauk honum með sigri Siglfirðinga. Reykvíkingar unnu aftur á móti boðhlaup, sem fram fór á milli skíðamannanna. Að mótinu loknu var þátt- takendum boðið til kaffi- drykkju að Hótel Ilöfn. Þar fór fram verðlaunaafhending og R- víkingarnir voru kvaddir, en þeir héldu heimleiðis klukkan 5.30 á mánudag. Sla'ðafélae; Siglufjarðar Skíðaborg sá um undirbúning og framkvæmó mótsins, sem var hin skemmti- legasta þrátt fyrir þokuna á jnánudag. Skarðsmótin munu að marga áliti einhver skemr.it; legustu skíðamót ársins. að margra áliti einhve" skemmtilegustu skiðamót árs- ins. Dúkskurðarmynd eftir Ragnar Lár. Owens fær verðlaunapeninga sína frá OL 1936 aftur Innan skamms mun Jessie Owens fá afhenta 4 gullpeninga frá Olympiuleikunum 1936. Ástæðan fyrir þessu er sú, að eftir hina glæstu sigra Owens á OL 1936 var haldin sýning á verðlaunum hans fyrir sigrana fjóra (100, 200 og 4x100 m. boðhlaup og langstökk). Eftir sýninguna kornu peningarnir aldrei fram, og hafa ekki fundizt þrátt fyrir rnikla eftirgrennslan. Forseti vesturþýzku olympíu- nefndarinnar hefur nú ákveðið að gerð skuli önnur verðlaun fyr- ir Owens. Owens á sem kunnugt er enn- þá heimsmetið í langstökki, 8,13 og eins og fyrr segir gefur m. Fyrir nokkrum dögum síðan- ógna að ráði, varð þetta met 25 ára gamalt, því metið setti Owens þann 28. maí 1935 í Ann Arbor í Michi- gan. Á sama móti setti hann einnig tvö heimsmet tii viðbótar og jafnaði eitt; allt saman á þrem stundarfjórðungum. Það voru met í 100 og 220 jarda hlaupum og jöfnun í 220 jarda grindahlaupi. og svo auðvitað 8,13 í langstökki. Og það sem e.t.v. er furðulegast er það að einmitt þessa dagana átti Owens við slæm eymsli í baki að etja, og þjálfarinn leyfði aðeins eitt stökk í langstökkinu, og það stökk va.r þetta gamla heimsmet hans, sem nú fyrst er farið að Ungverjaland og Skotland gerðu jafntefli. Ungverjar og Skotar igerðu jafntefli í landsleik í Ungverin- landi á sunnudaginn var. Ur- slitin urðu 3:3 Ungverjar skor- uðu 3. mark sitt er aðeins nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Til sölu Allar tegundir BÚVÉLA. Mikið úrval af öllum teg- undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Ingólfsstræti 11. Símar 2-31-36 og 15-0-14. BARNA- RtM ’ Húsgagnabúðin h.f. ! Þórsgötu 1 J . -..ac

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.