Þjóðviljinn - 17.06.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1960, Blaðsíða 1
VARÐ AFTURREKA BíII Hagerty, blaðaí'ull- trúa Eisenliowers, á IIa:i- eila flugvelli við Tokyo á uppi í Sigurgleði í Japan — Vinstri msnn ftalda áfram baráttunni gegn Kishi landhelginni ' í gær var loksins tilkynnt í Tokio, að Eisenhower Bandaríkjaforseti heföi heykst á heimsókn sinni til Japans, ísem átti aö hefjast n.k. sunnudag Milljónir Japana, einkum verkamenn og stúdentar, hafa vikum saman háö haröa baráttu gegn komu Eisenhowers með verkföllum, mótmæla- fundum og átökum viö lög- reglu, sem náðu hámarki í fyrradag er 5 stúdentar féllu og mörg hundruö særöust. Mikil gleöi ríkti um allt landið í gær vegna þess aö Bandaríkjaforseti kemur ekki þangað. Lýst var yfir því, aö baráttunni yrði ekki linnt, fyrr en her- námssamningurinn yrði ó- nýttur og aö Kishi segði af sér. hower! Niður með Kishi! og Ónýtum hernámssamninginn! Barizt áfram Stúdentasamtökirt tilkvnntu. í gær, að stúdentar myndu halda barátunni áfram hvern einasta dag framvegis þar til herstöðvarsamningurinn væri úr sögunni og Kishi hefSi sagt af sér. í gær bárust fregnir um kröfugöngur, útifundi og átök um gjörvallt landið. T.d. urðu mikil átök milli lögreglu og Stúdenta í borginni Sapporo á Hokkaido, sem er nyrsta eyja Japans. Svipað gerðist í öllum öðrum borgum landsins. Bretar vaða Kishi, forsætisráðherra Jap- ans, tilkynnti í gær, að stjórn sín hefði farið þess á leit við Bandarikjastjórn, að Eis- enhower frestaði heimsókn sinni til Japans um óákveðinn tíma vegna hins ótrygga ástands í landinu. Ekki væri vafi á því að heimskommúnism- inn hefði skipulagt þennan mótþróa gegn stjórn sinni og Eisenhower, sagði Kishi. Almenningur fagnar Þegar er fréttist um þessa ákvörðun, streymdi fólk tug- þúsundum eaman út á göturn- ar og fagnaði tíðindunum ákaft. Umferð truflaðist víða í Tokíó, þar sem fólk dansaði á götum úti og hafði fagnaðarlæti í -frammi. Fjöldagöngur fóru til sendiráðs Bandaríkjanna og , bústaðar Kishi- og hvarvetna var hróþað: Niður með Eisen- Toga hópum saman langt fyrir innan línii á Norðurlandsmiðum Siglulirði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Brezkir togarar fiska nú fyrir Nor'öurlandi langt inni í íslenzkri landhelgi, allt inn fyrir átta mílna línuna sem takmarkar veiðisvæöi islenzku togaranna. Skipverjar á Elliða höfðu þessar fréttir að færa þegar skipið kom inn í dag. Ellið.i fékk hluta af aflanum, sem var 200 tonn, við Grímsey. Þarna voru einnig allmargir brezkir togarar, og þeir fóru óhikað inn fyrir 12 milna lín- una inn í íslenzka fiskveiðilög- sögu til veiða, jafnvel innfyrir átta rnílna línu, en að henni mega íslenzkir togarar nú stunda veiðar. Skipverjar á Elliða segjast hafa horft á brezka togara, sjö til átta í hóp. að veiðum innan við átta mílna mörkin. Þarna fengu þeir góðan afla, en tregfiski var hjá íslenzku togurunum utar. Þjóðhátíðin Hátíðahuldin hér í Reykjavik liefjast í dag' kl. 1,15 síðd. með skrúðgungum frá þreni stuðum í bænum að Austurvelli. Geugið verður frá Melaskóla, Skólavörðuholti og Hlemmi og komið á Austurvöll laust fyrir klukkan tvö en þá hefst at- höfn þar. (Sjá nónar á 10. síðu). Einnig sögðust skipsmenn á Elliða hafa orðið varir við brezka togara að veiðum í landhelgi á miðunum norður af Siglufirði á mánudag og þriðjudag. Engin íslenzk varðskip hafa látið sjá sig þarna og ekki hefur orðið þar vart við neitt brezkt herskip. Kristján Rögn- valdsson skipstjóri á Elliða kvað sýnilegt að togaraskip- stjórarnir brezku væru alls ó- hræddir að veiða innan íslenzku landhelginnar og létu eins og þeir ættu hana. Islenzku tog- arasjómennirnir eru mjög gramir vegna þessara atburða. Ritstjóri heldur málverkasýningu I dag opnar Gísli Sigurðsson, ritstjóri Vikunnar, málverka- ! sýningu í Mokkakaffi. Á sýn- ingunni eru T8 myndir, teikn- ingar, olíu- og vatnslitamyndir. Þessa leið Keflavíkurgöngu lýkur með rœðum við Miðbœjarskóla gangan Ákveðið hefur veriö aö j göngu hernámsandstæöinga frá Keflavík á sunnudaginn ljúki um kvöldiö viö Miö- bæjarskólann í Lækjargötu. Þar munu nokkrir ræöu- menn ávarpa göngumenn og þá sem korna til aö taka | á móti þeim. Þessir menn munu tala: Jóhannes úr Kötlum Jónas Árnase-i Gils Guðmundsson Þorvarðu- Örnólfsson Magnús Kjirtansson. Gert er.ráð fyrir rð gnngan komi á leiðarenda um níuleyt- ið á sunnudagskvöld, en nán- ar verður sagt til um komu- tíma á sunnudaginn. Leið göngunnar síðasta spöl- jinn um götur Reykjavíkur hefur nú einnig verið ákveðin. Farið verður af Reykjanes- braut yfir á Lönguhllð og síð- an vestur Miklubraut, norðiu’ Rauðarárstíg, vestur Laugaveg og Bankastræti og staðnæmzt í Lækjargötu við Miðbæjar- skólann, þar sem göngunni lýkur. Framkvæmdanefnd gön.gunn- ar sltorar á hernámsandstæð- inga sem ekki eiga þess kost að mæta göngunni í'yrr að koma í veg fyrir gönguna á Jiessari leið um bæinn og slást í förina síðasta spölinn. Eins og skýrt hefur verið frá fer göngufólkið úr bænum klukkan sex á sunnudagsm.org- un og leggur af stað í gönguna' frá flugvallarhliðinu. Áður eni j lagt verður af stað flytur Eln- i ar Bragi ávarp. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.