Þjóðviljinn - 17.06.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 17. júní 1960 Kaupl hreinar prjónatuskur á Baldursgötn 30. ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson Nýlondugötu 19 B. SÍMI 18393. Þórður sjóari Þessar dyr voru á baklilið hallarinnar. Þorður léit allt í kringum sig og sá engan lifandi mann. Aftur á móti sá hann tvo asna með ölliun reiðtygjum. „Viltu hætta á það?“ „Auðvitað", svaraði, Janina. Kastari var í prýðisskapi, Allt hafði gengið sam- kvæmt óskum. Qamli Sjeikixm var færður í fangelsi, eri þá' jfóm gamla konan sem hafði gert sér tíðhugs- að um Janinu. Hún féll á kné fyrir .framan Kastari, sem leit hasðnislega á hana; En brátt lagði hann við hlustiy —. hvað var gamla konan að tauta ym konu <>g sjómann? Það gat tæpast verið . ;... . Og þó, það gat ygrla verið um annað fólk að ræða. Stemgrímur Jónsson rafmagnsstjóri ,sjötugurármorgpn ... ,,Í;M Steingrímur Jónsson hefur af hendi innt fleiri störf en svo, að upp verði talið í stuttri grein, þó skal drepið á nokkur þeirra. Eftir stúd- entspróf, árið 1910, lagði hana stund á verkfræðinám og lauk prófi ifrá f jöllistaskól- anum i Höfn árið 1917. Dvaldi síðan við verkfræði- störf erlendis þar til hann kom heim 1920 og tók við störfum hjá Reykjavíkurbæ, en þar hefur hann unnið síð- an Sem rafmagnsstjóri frá árinu 1921. Framkvæmdastjóri Sogs- virkjunarinnar hefur hann verið frá upphafi og hefur haft veg og vanda af orkuver- iinum þar, bæði að því er varðaði undirbúnihg mann- virkianna, er reist hafa verið undir hans umsjón, og rekst- ur þéirrá’ Formaður Sambandg ís- lenzkra rafveitna hefur hann verið frá stofnun þess 1943 og fplltrúi þess í landsnefnd Alþjóða orkumálaráðstefn- unnar. Formaður Raforkuráðs var hann frá stofnun þess 1946 til 1954. Hann var frumkvöðull að því að Ljóstæknifslag Is- lands var stofnað og hefur verið formaður þess s'íðan. I stjórn Verkfræðingafé- lags Islan'ds hefur hann setið um margra ára skeið og for- maður þess hefur hann verið þrisvar sinnum. Ri+stióri Tímarits Verk- fræðingafélags íslands var hann um árabil, en auk þess liggia eftir hann mikil rit- störf urn hin margvíslegustu efni. þó oð mést gæti í þeim ýmis fróðleiks, er veit að rafma gnsmálum þjóðarinnar og v^rkfræðiiegum efnum. Hann hefur, auk fram- kvæmda í rafmagnsmálum, látið hagnýtingu jarðhitans mi.kið t'l sín taka. Hefur hann átti sæti í Hitaveitu- nefnd Reykjavíkurbæjar frá stofnun hennar og hann sit- ur ’í stjórn þeirri, er fer með mál gufubors þess, er ríki og Reykjavíkurbær reka í sam- einingu. Verður hér hætt við frek- ari upptalningu, en heita má, eins og upptalningin ber með sér, að starfs- og æviferill Steingríms sé svo tengdur rafmagnsmálum þjóðarinnar óg þróun þeirra, að hvorugt verði rakið nema hins sé get- ið. Steingrímur Jónsson hefur verið gæfusamuj- maður. Starfsþrek hans hefur verið ótrúlega mikið og gáfur hans ' éru mlklár og-farsælar. Verk- efnin, sem hann hefur feng- izt við hafa verið mörg og margvísleg, því þó að- hann háfi verið vakiijn og sofihn í s.tarfi sínu og hafi áft því láni að fagna, að verkfræði- störfin hafi legið vel fyrir honum og verið lionum hug- stæð alla tíð, þá er hann þannig gerður, að honum er fátt óviðkomandi og áhugi hans hefur beinzt langt út fyrir þær brautir, sem skyldu- störfin afmörkuðu. Hans hefur bvi notið við miklu víðar. Á hann hafa lilaðizt margvísleg önnur störf. sem hann hefur leyst af hcndi með árvekni og á- huga. enda er hann tillögu- og úrræðagóður. Samnings- linur er hann í bezta lagi og gott að ræða við hann um hvaðeina. Þar mætir manni hafsiór af fróðleik. ágætt viðmót að ógleymdri blessaðri kýTnn’nni græskulausri og igóðlátlegri. Gæfan hefnr brosrð við Steingrími v'ðan en í starfi hans. ITann á hina ágætustu konu, Láru Árnadóttur, og raeð henni fimm mannvænieg hörn. Lára hefur búið þeim liið bezta heimili, þar sem gestrisni og gleðskaour hafa setið í fvrirrúmi. Bæði eru þau gleðimanneskjur, vinsæl og eftirsótt, og hefur Lárá ekki síður verið Steingrími’ samlient út á við. því ékki hefur farið hiá því að marg- Vislegar skyldur hafa kallað að utan heimilisins. Þeim sé árnað allra heilla. S. T. Haiin fiét fullu nafni Jón Vídalín Markússon, og fædd- ist 4. marz 1917. Foreldrar fians voru Markús Jónsson og Jóhanna Jónsdóttir. Jón ólst að mestu upp á Svartagili í Þingvallasveit, vann alla al- genga vinnu, sigldi á norskum skipum á stríðsárunum en vann lengst sem sjómaður, ýmist matsveinn eða háseti, á íslenzkum fiskiskipum. Seinni ár ævinnar gat hann lítt fylgt sér að erfiðisvinnu vegna slyss er hálfónýtti handlegg hans. Jón kvæntist ekki en á eina dóttur barna. Hann andaðist 11. þ.m. og verður jarðaður á morgun, laugardag. Rósir aískomar. (qróðrarstöðin við Miklatorg). SÍMAR 1-97-75 og 22-822. Hér skal minnzt atviks, sem lýsir Jóni Markússyni vel, þó það sé einungis svip- mynd úr ævi hans. Það bar til á stríðsárunum að bandarísk hernaðarflugvél var að flugi j'fir Svartagili og virtust flugmennirnir vera að leika sér.. I lágflugi með jörðu var sem þeim sæist yf- ir að brekka var framund- an. Rakst flugvélin í hfiðina og hentist tugi metra upp eftir henni. Kviknaði þegar í vélinni og heyrðust stöðugir hvellir úr logunum er vél- byssuskothylki sprungu af hitanum. Þegar Svartagils- fólkið kom að, hrfði einum af þriggia manna áhöfn flug- vélarinna.r tekizt að komast út, en vein annars lieyrðust gegnum gnýinn úr brennandi flakinu. Þó hitinn væri of- hoðslegur og sprengingar- hættan tókst, Jóni Markússyni að brjótast inn til mannsins í eldslogunum. Var sá spenntur fastur með ólum, og kunni Jón ekki tök á þeim en tókst að slíta manninn laus- an og koma honum út úr brennandi flugvélarflakinu, nokkuð meiddum, en liann náði sér alveg á skömm- um tíma. Þriðji maður- inn fórst hegar er flugvélin rakst á hlíðina. Bandarískur liðsforingi sem kom að Svartagili vegna þessa máls viðhafði þau orð, að enginn hefði gert þetta Jarðarför sonar okkar og bróður JÓNS V. MARKtSSONAR er lézt 11. þ.m. fer fram iaugardaginn 18. þ.m. — kl. 10.30 f.h. frá Fossvogskirkju. * 'i ■ 7 -if ' ....y '>1 al Jóhanna Jónsdóttir, Márkus Jonsson og systkini sem vitað hefði hve spreng- ingarhættan var óskapleg. Félagar Jóns Markússonar skipsfélagar og aðrir vinnu- félagar, allir þeir sem þekktu hann bezt, hefðu hins vegar fulltreyst honum til ; þessa björgunarafreks, að ganga móti eldi og sprengingarhættu og ofsahita sem öðrum fannst óþolandi til að biarga meðbróður sínum frá því að brenna lifandi að honum á- sjáandi. Jón Markússon vissi hvað hann var að gera. Og hugrskki lians og afl þá cr- lagastund nægði hinum er- lenda manni til lífs. ,0g fjörs. En ekki mátti segja. frá af- reki Islendingsins vegna hernaðarleyndar og hann fékk aldrei neina opinbera viðurkenningu frá herstjórn Bandaríkjanna. Skipsfélagar hans frá ungum, árum kunna að segia frá h.iálpsemi hans og hróðurþeii, hann var þeim sannur og góður félagi. Orð- lagt var hve Jóni þótti vænt um dýr, var þeim góöur og lasði sig .jafnvel í hættu til að tojarga þeim. En við hin? Hvernig ferst okkur er við horfum á hæfi- leika manna og lífsgleði og l'fstoor brenna til ösku í eim- yriu skeytingalevsis og af- skiptalevsís samferðamanna oa þióðfélags? Mættum við ekki oft óska okkur dirfsku og bróðurtoels Jóns Markússon ar. sem leiftrar við olékur I biörgunarafrekinu við Svarta- gil. getur nokkur lagt meira í hættu en líf sitt til að bjarga toróður í nauð? Jón varð bráðkvaddur á Ai'narhóli aðfaránótt 11. þ. XX X aNKIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.