Þjóðviljinn - 24.06.1960, Side 4

Þjóðviljinn - 24.06.1960, Side 4
4) — ÞJÖÐVILJINN — Föstudagur 24. júní 1960 I»að er ekkl aðeins lúðurhljómurinn sem dregur ungviðið að ihvar sem lúðrasveit lætur til sín heyra, heldur einuig glampandi hljóðfærin sem birta umliverfið í spéspegii. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) Þriðja landsmót lúðrasveita í Vestmannaeyjum um helgina Þriðja landsmót íslenzkra lúðrasveita verður háð í Vest- mannaeyjum 25. og 26. júní. Samband íslenzkra lúðra- sveita sér um framkvæmd móts- ins ásamt Vestmannaeyingum. Sambandið var stofnað 1953 og hélt fyrsta landsmót sitt tveim árum seinna í Reykjavík. Ann- að mótið var svo haldið á Akur- eyri 1957. Landssambandið vinnur að ýmsum verkefnum. Helzt þeirra eru ljósprentun íslenzkra al- þýðulaga fyrir lúðrasveitir, landsmótin, farandkennsla og út- vegun verkfæra til viðgerðar á hljóðfærum. Öll þessi verkefni hafa kom- izt í framkvæmd nema farand- kennslan. Hún hefur strandað á vandkvæðum á að útvega mann. íslenzkir kennarar eru ekki fá- anlegir nema á sumrin, en þá eru ekki tök á því úti á landi að notfæra sér kennslu. Hefur því orðið að ráði að fá útlending til starfans. Stjórn Landssambandsins hafa frá öndverðu skipað Karl O. Run- ólfsson formaður, Jón Sigurðsson ritari og Bjarni Þorvaldsson gjaldkeri. Kosið um 2 presta Kosning fór fram í tveim prestaköllum 12. júní s.l., í Staðarhólsþingum í Dalapróf- astsdæmi og Æsustaðapresta- kalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Á fyrrnefnda staðnum fékk umsækjandinn Ingiberg Hann- esson, cand. theol. 91 atkv. (2 ógildir). 204 voru á kjör- skrá. Kosning var ólögmæt. Á síðarnefnda staðnum var kos- inn séra Sigurvin Elíasson með 145 atkvæðum (fékk 88 atkv. en auðir 57). 209 voru á kjör- skrá. Kosningin var lögmæt. Jóhann Hjálmarson itán lö Komið er út safna af Ijóða- þýðingum eftir Jóhanxi Hjálmars- son. Bókin heitir ,,Af greinum trjánna“ og hefnr að geyma þýð- ingar á Ijóðum frá fimmtán löndum. Mest er< um þýðirigar á ljóð- um nútímaskáida, einkum sænskra og' spánskra. Sex ljoð eru eftir ítalska nóbelsvorðlauná- skáldið Quasimodo. Af öðrum Alþjóðastofnun neytendasam- taka stofnuð í Haag í vor í vor stofnuö’u fulltrúar neytendasamtaka 17 þjóða með sér samtök er nefnast Alþjóöastofnun neytendasam- taka (International Office of Consumers Unions). Eru ís- lendingar meðal stofnþjóðanna. Fonnaður Neytendasamtak- anna, Sveinn Ásgeirsson, mætti á fundinum fyrir þeirra hönd, en aðild þeirra að samtökunum voru undirrituð og staðfest í gær. Neytendasamtökunum hér ætti í framtíðinni að verða mikill styrkur að aðild sinni að alþjóðastofnuninni, einkum að því er varðar rannsóknir og gæðamat. Jóliann Hjálmarsson skáldum sem Jóhann þýðir má nefna Spánverjana Lorca og Machado, Svíana Ekelöf, Blom- berg og Boye, suðuramerísku skáldin Neruda og Jorge de Lima, Frakkann Aragon, Austur- ríkismanninn Trakl og Rilke, TIom rmví C r>V\ o rl r. Neytendasamtökin eru mjög ung. Þannig voru íslenzku sam- tökin, sem stofnuð voru árið 1953 þriðju í röðinni eftir aldri að telja. Að stofnun alþjóða- samtakanna hefur verið unnið siðan haustið 1957, er Efna- hagsamvinnustofnun Evrópu boðaði til fundar meðal þeirra samtaka, er þá voru stofnuð. Eitt helzta verkefni Alþjóða- stofnunar neytendasamtakanna verður að annast gæðamat á neyzluvörum og verða niður- stöður þess sendar öllum a’ð- ildarsamtökunum til birtingar og hafa þau jafnframt einka- rétt á birtingunni. Verður að þessu mikið hagræði fyrir smáþjóðirnar, sérstaklega, þvi að gæðamat á vörum er mjög kostnaðarsamt. Stofnunin mun einnig útvega aðildarsam- tökunum hvers konar upplýs- ingar og annast dreifingu á rit- um þeirra innbyrðis. Einnig mun hún gefa sjálf út mánað- arrit. Framlag aðildarsamtak- anna er ákveðið a.m.k. 2% af heildartekjum þeirra. Neytendasamtök- in fá bákagjöf Neytendasamtökin banda- rísku, Consumers Union, hafa sent Neytendasamtökunum að gjöf árbók sína, en í henni er að finna niðurstöður allra gæða matsrannsókna, sem bandarísku samtökin hafa látið gera á ár- inu. Er bókagjöf þessi talin vera um 150 þús. kr. virði. í bókinni er að finna niðurstöður athugana á um 2000 vöruteg- jmdum á bandarískum markaði, en margar þeirra eru einnig þér á boðstolum. þar er enn- fremur margan annan fróðleik pð finna. • Gjafabókin er á ensku. Getur ,hver félagi í Neytendasamtök- unum fengið bókina, ef liann óskar og þarf að vitja hehnar á skrifstofu samtakanna í Aust- urstræti 14, 3. hæð. Nýir fé- lagar fá einnig bókina meðan upplagið endist. John Wain. í annan stað þýðir Jóhann þjóðkvæði frá fjarlægum lönd- um og Ijóð kínverskra forn- aldarskálda. í bókinni eru þjóð- kvæði frá Tyrklandi, Kóreu og Arabíu. Af greinum trjánna er 110 bls. Ljóðunum fylgj stuttar kynning- argreinar um skáldin. Helgafell gefur bókina út. Kvikmyndin F r ök- en Júlía endur- sýnd í Stjörnnbíó Leikrit Strindbergs, Fröken Júlía, hefur borið talsvert á góma að undanförnu, einkum í sambandi við sýningar á Lista- hátíð Þjóðleikhússins á ballett, sem saminn var eftir leikritinu. Stjörnubió hefur nú aftur tekið til sýningar kvikmyndina, sem Framhald á 10. síðu mMiimiimmiiiiiiimiijiimmmiiimimiiimiiiiiiiimmiiiiiimimummmmiiiiiiimimimmimiimiiimjuiiiiimimimiiiiiiu iiiiiiimiiiiimmmmmmiiiiiiimiiiiimiiiimiimiimmmmiiii * Um dægurlög og dægurlagasöng Bæjarpóstinum hefur borizt eftirfarandi bréf: „Ef til vill er hægt að deila um það, hvort dans og dægur- tónlist sé list eður ei. Hitt er ekki hægt að deila um, að þetta fyrirbæri er snar þáttur í lífi stærsta hluta æskunnar, að minnsta kosti í þjóðfélagi eins og okkar. Á hverjum degi flæð- ir þessi tegund tónlistar yfir heimili og vinnustaði" og á hverju kvöldi þyrpast þúsund- ir manna í samkomuhúsin til að hlusta á dægurtónlist. Á boðstólum er bæði innlend cg ei-lend danstónlist. Það cr vegna hinnar innlendu tónlistar, sem þessar línur eru ritaðar. Ég sé ekki betur en að sú stund nálgist óðum, að stofna verði einhvers konar samtök til að vernda íslendinga fyrir ís- lenzkri dægurlagatónlist, dæg- urlagatextum og íslenzkum dægurlagasöngvurum. Svo er nú komið, að mikinn hroll set- ur að fólki, þegar það heyrir íslending syngja íslenzkt dæg- urlag við texta eftir íslenzkt skáld. Það má e.t.v. segja það dæg- urlagasöngvúrunum okkar til afsökunar, að þeir vita senni- lega ekki hvað þeir eru að gera. Til þessara listamanna eru engar kröfur gerðar og þeir gera heldur engar kröf- ur til sjálfra sín. Flestir hafa farið að starfa við dægurlaga- söng eftir að þeir hafa verið „uppgötvaðir“. Síðan hafa þeir lagt upp í listamannaferilinn með það, sem skaparinn gaf þeim í vöggugjöf af hæfileik- um, án þess að reyna að bæta þar nokkru við. Ég man ekki í svipinn eftir neinum stéttum manna öðrum en dægurlagasöngvurum og al- þingismönnum, sem ekki þurfa að kunna neitt eða vita neitt til þess að fá að stunda at- vinnu sína. Til að fyrirbyggja misskiln- ing vil ég þó benda á eina und- antekningu meðal isíenzkra dægurlagasöngvara. — Það er Haukur Mortens. Hann hefur náð miklum árangri í þessari listgrein, en ekki vegna þess fyrst og fremst, að hann hafi fengið kunnáttuna í vöggugjöf og ekkert gert meira í því máli, heldur vegna hins, að hann hef- ur tekíð sina listgrein sömu tökum og aðrir góðir listamenn gera. Vegna þessa þolir Haukur samanburð við hvaða útlend- an dægurlagasöngvara sem er. Og þá er komið Sð höfund- um íslenzku dægurlaganna. Þó ekki sé hségt að sanna það, þá getur það vel verið, að þeir geti ekki gert betur. Tólfti september og þeir allir hafa samið mikinn fjölda dægur- laga og ég sé va.rla, að það tómstundagaman geri nokkrum verulegt mein og er höfund- unum sennilega sjálfum til ein- hverrar ánægju. Hitt er voðalegra, að við þessi dægurlög, og reyndar meira við útlend dægurlög, hafa íslenzkir menn gert íslenzka texta. Þessi kveðskapur er hin hroðalegasta móðurmálsmis- þyrming, sem nokkur leið er að fremja. íslenzkir textahöfundar eiga sér enga afsökun. Á öllu íslandi er ekki til svo heimsk- ur einstaklingur, að hann fái ekki ónotatilfinningu við að heyra þann samsetning, sem dægurlagasöngvurum er ætlað að syngja. f tilefni af þessu síðasttalda vil ég spyrja: Er ekki eitthvert fólk til í þessu landi, sem ekki vill láta traðká svona á okkar fallega móðurmáli? Hvar er þetta fólk, þegar verið er að syng.ia þennan títtnefnda kveð- skap í ríkisútvarpiau? Hvar eru þeir Björn Franzson og Krist- ján Albertsson, sem ekki vilja lofa íslenzkri æsku að lesa Roðasteininn af siðferðisástæð- um? Er ekki til neitt siðferði annað en það, sem tengt er feimnismálum? Og hvar eru allir rithöfundarnir, sem skrifa stórar bækur til þess að bæta fólkið í landinu? Vita þeir ekki, að dægurlagatextar ná til hundrað sinnum fleiri æsku- manna en bækurnar þeirra? Til hvers eru þeir að skrifa góðar bækur meðan ótindir móður- málsmorðingjar leika lausum hala og fá að nota helztu út- breiðslutæki hins opinbera til að gera æskulýðinn sljóan fyrir íslenzkri tungu, svo að hann geti ekki notið þeirra góðu bók- mennta, sem rithöfundarnir eru að skrifa? H.S.“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.