Þjóðviljinn - 02.07.1960, Side 2

Þjóðviljinn - 02.07.1960, Side 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagrur 2. júM 1960 GACNRýNl Trípólíbíó Callaghan og vopnasmyglar- arnir (Et Par Ici La Soj-tie) Frönsk mynd Tony Wright, Dominique Wilms, Leikstj. Willy Rozier. Frakkar virðast vera ákveðn- ir í því að halda áfram með þessa glæpafarsa sem kunningi okkar Eddie (Lemmy) Con- stantine hefur gert fræga, en eins og sumum er kunnugt þá er Eddie hættur í frönskum myndum og byrjaður að leika í enskum myndum, en við lítinn orð,stír enn sem komið er. Eddie græddi milljónir á Lemmymyndunum og sakna Frakkar hans augsjáanlega mikið fyrst beir koma með eft- irmann hans. sem er sniðinn eftir Eddie, stæiir hann, mót- leikarar hans margir þeir sömu og úr Lemmymyndunum og margt í textanum er alveg það sama. En svo við snúum okkur að- eins aftur að Eddie, þá er hann ævintýramaður sem víða hefur ílækzt um. Fraklcar telja hann franskan, en hann er fæddur í Bandaríkjunum, var um tíma í Hollywood. en Hollywood sagði honum að lokum beinlín- is að fara til helv. . . ., og þá ílæktist Eddie um þar til að hann hafnaði loks hjá Frökk- Um. Hvort Bretum finnist þeir aftur á móti hafa náð í ein- hverja gullgæs skal ekkert sagt um. Um þessa mynd með Tony Wright er það að segja að hún er léleg. Hún er illa leikin, lé- lega stjórnað og leikstjórnin nær ekki þeim létta farsastíl sem einkenndi Lemmymyndirn- ar allflestar. Pascale Roberts dansar hér erotískan dans sem er vægast sagt hátindur myndarinnar, en þegar það háverðuga í öðrum iöndum sér hvernig hann er kvikmyndaður, uha. — SÁ. Iíaínarbíá: Spellvirkjarnir (The Spoilers) Amerísk mynd í litiun Anne Baxter Jeff Chandler lírry Colhoun John Mclntire I.eikí-'tj.: Jesse Hibbs. Það er bezt að vera stutt- orður um myndina. Hafnar- bíó gabbaði mig til að sjá hana með því s.ð auglýsa ekki að hún er endursýnd. Myndin er gömul og var sýnd hér fyrir nokkrum árum síðan. I myndinni leika sex frægir leikarar, það munar ekkí um það, og það furðulega er að í hinu klassíska hlutverki kú- rekamynda, heimskonan sem er spilavitiseigandi, er ágæt leikkona (Anne Baxter) sem túlkar þetta hlutverk betur en menn eiga að venjast. SÁ. Sinfónmhljóm- sveitin leihur r a n NIRÆÐ 1 DAG Eins og skýrt var frá í fréttum, þá hefur1 Gísli Friðbjarnarson, forstöðumaður Múlalimdar SÍBS, fundið upp svokallaðan „Bjargstakk SlBS“, sem r æii líklega réttara að kalla „björg- x:narstakk SlBS“. Hér sést Gísli er hann var að reyna stakk- inn í Sundlaugunum. Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Sinfóhíuhljómsveit íslands er væntanleg hingað til Akureyr- ar um helgina og heldur tón- leika í kirkjunni á sunnudag kl. 3 siðdegis. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar verðu.r dr. Vaclav Smetácek frá Praha en einleikari Björn Ólafsson konsertmeistari. 67 drengir voru í Drengjabúðunum í Hveragerði Hinn kunni íþróttamaður Vil- hjálmur Einarsson og Hösk- uldur Karlsson íþróttakennari hafa í þessum mánuði rekið svokallaðar Drengjabúðir í Hveragerði, Héldu þeir tvö námskeið, hið fyrra 4.—14. jún'i og bið síðara 18.—28. júní. Alls tóku þátt í þessum námskeiðum 67 drengir víðs- vegar að af landinu. Drengirnir stunduðu alls- kyns íþróttir og leiki og höfðu kvöldvökur undir stjórn þeirra félaga. Hver þátttak- andi greiddi kr. 500 fyrir nám- skeiðið, eða kr. 50 á dag, sem er mjög vægt g.iald. Nánar verður skýrt frá bess- um drengjabúðum á iþrótta- síðu blaðsins. ¥öruskipiabalSinn i maí 22,1 millj. Samkvæmt bráðabirgðayfir-' liti Hagstofunnar um útflutn- ing og innflutning í maímán- uði sl. var vöruskiptajöfnuður- inn óhagstæður um 22,1 millj. I sama mánuði í fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um rösklega 81 millj. Frá áramótum til maíloka hef- ur vöruskiptajöfnuðurinn verið óhagstæður um 236 millj, en í fyrra var hann á sama tíma ó- hagstæður um tæplega 198 millj. í mai voru alls fluttar inn vörur fyrir 209 millj. en út fyrir 187 millj. Frá ára- mótum til máíloka hefur inn- flutningurinn numið 1269 millj. króna en útflutningurinn 1033 millj. Jéhanna Stefánsdótt* Kæra vinkona. Ég get ekki látið hjá líða að senda þér af- mæliskveðju mína og minna, iýrst orðið er svona langt á gert þig að ömmu nni og senda þér nú kveðjur sínar, Það fyllti Þjóðviljann allan spjaldanna á milli ef ég ætlaði að þjóðlegum sið aö rekja sómasamlega ætt þína og ævi- feril. Ættin er stórrn . og hef- ur meíal annarra ;;!ió þann sem vAfrægastur hefuv orðið allra íslendinga við hlið Snorra og Halldórs, bróðurson þinn Vilhjálm Stefánsson. .•'i'viferill- inn er langur og viðburðaríkur og skiptast þar á skin g skúr- ir síðan þú kornung gerðist húsfreyja á eigin heiniili í ó- kunnri sveit ólst þar börn og misstir, og reyndir þær raun- ir sem mæður einar yna. Nú er ég hvorki ættíróour né orðfær og geri því i vorugu skil ætt eða æviferli, heldur sendi þcr beztu kveðju m'na, konu minnar og barna í fátæk- legu vinarbréfi, Lifðu heil. HalIgTÍmur .Takobsson. milli okkar og þú hefur haft höfuðborgaskipti og setzt að í j höíuðborg Norðurlands að sinni. Fyrir tuttugu árum urðum við sambýlismenn um margra ára bil og þau fyrstu kynni urðu að vináttu sem haldizt hefur síðan. Þú varst svo andlega ung og andlega vakandi og hafðir svo lifandi áhuga á mönnum og málefnum að undr- un sætti. Oft hef ég síðan haft þann lífsáhuga að mælikvarða en fáir náð máli hvort sem þeir voru ungir eða gamlir. Hjartahlýja þín hefur aflað þér ma.rgra vina ungra og gam- alla, og þeir verða margir sem senda þér kveð.iur og skeyti en enn fleiri senda þér hlýhug j „án orða“. Það held ég að öll börn sem hér urðu þér sam- feaða haíi að þér fornspurðri Þökkum samúð, kveðjur og minningargjafir við frá- fall og jarðarför HELGA ÖGMUNDSSONAR, Hvammstanga. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. miagmt K.R. — Frjálsíþróttamenn! Innanfélagsmót í kúluvarpi og kringlukasti á morgun, laugar- dag, klukkan 3. R Ó S I R afskornar (gróðrarstöðin við Miklatorg). Janína var tekin höndum og skömmu síðar stóð hún fyrir framan Kástori sem leit glottandi á hana: „Við erum mjög ánægðir yfir að sjá yður aftur, ungfrú", sagði hann hæðnislega. „Eg ..Janína tók frami fyrir honum“. Eg krefst þess að þér komið mér heilu og höldnu aftur til Hollands". Kastari hló hæðnislega. „Það halda allir að þér séuð ekki í tölu lifenda. Við létum senda út neyðarskeyti á Midian áður en við hurfum inn í göngin góðu — og allir halda að skipið hafi sokkið“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.