Þjóðviljinn - 02.07.1960, Side 12
AtlþýSusambönd kommúnista og kaþálskra
hóta hörSu ef ekki verSur reynt aS semja
Mjög litlar horfur eru nú taldar á því a'ö nokkuó' veröi viðræðum um frið í Alsír yrði
úr fyrirhuguöum samningaviöræöum Serkja og Frakka
um vopnahlé og frið í Alsír.
Sendimenn serknesku útlaga-
Ktjórnarinnar sem áttu að und-
irbúa þessar viðræður fóru frá
París aftur í gær til Túnis þar
Bem hún hefur aðsetur. Títlaga-
etjórnin kemur saman á fund
í dag til að ræða skýrslu þeirra
félaga, en þegar í gær var vit-
að að hún myndi mjög neikvæð.
Það fréttist þannig að
íranska stjómin hefði sett það
tvem algert skilyrði fyrir samn-
Sngaviðræðum við Serki að
íulltrúar þeirra ræddu ekki við
lílaðamenn meðan þeir dvekl-
Bræðsla hafin
í Neskaupstað
Neskaupstað í gær.
Frá fréttar. Þjóðv.
í gær komu hingað Þráinn
NK með 670 mál og Öfeigur
III VE með 350 mál. í dag
feomu Hafrún NK með 650
mál, Stefán Bten NK með 900
og Ásbjörn AK með 600 mál.
Gert er ráð fyrir, að verk-
emiðjan byrji bræðslu í kvöld
og ætti þá löndun að geta haf-
izt aftur á sunnudag.
ust í París, né liefðu noldíurt
samband við sendirá.ð Túnis og
Marokkó þar í borg. Þeir áttu
aðeins a.ð fá að liafa tvo fjar-
ritara í bækistöðvmn sínum
þar sem þeir gætu skipzt á
orðsendingum við félaga sína
sem eftir höfðu orðið í Túnis.
Þá hefur de Gaulle Frakk-
landsforseti einnig neitað að
ræða nokkuð við forsætisráð-
herra Serk.ja, Ferliat Abbas,
fyrr en eftir að vopnaldé hefði
verið samið.
Allir þessir skilmálar eru
með öllu óaðgengilegir fyrir
Serki sem jafnan hafa lýst yf-
ir að því aðeins væru þeir fús-
ir til viðræðna að þeim væri að
öllu leyti gert jafnhátt undir
höfði og Frökkum.
Svo virðist því sem þessir
skilmálar liafi verið settir til
að koma með öllti í veg fyrir
viðræður. Það er þó ekki víst
að de Gaulle o.g ráðherruin
lians verði kápan úr bví klæð-
inu. Verkalýðshreyfing Frakk-
lands lét það boð út ganga í
gær að hún myndi grípa til
allra nauðsynlegra aðgerða, m.
a. (j f*sherjarverkfalls, til. að
koma í veg fyrir að samninga-
spillt. Að þeirri yfirlýsingu
stóðu í sameiningu alþýðusam-
bönd koimnúnista og kaþólskra
og liið óháða kennarasamband.
Komin þoka á síldarmiðunum í
gærkvöld -- lítil veiði í gær
I gær var lítil síldveiði á
miðunum fyrir norðan og
austan, þó fengu nokkur skip
síld á Glettingnum í gær-
Útgerðarfélag Akureyringa
eignast fimmta togarann
Akureyri í gær. Frá frétta-
ritara Þjóðviljans.
Að undanförnu hafa fram-
kvæmdastjóri og stjórn Út-
gerðarfélags Akureyringa
staðið í samningum við ríkis-
stjórnina um kaup á togar-
anum Norðlendingi, sem ríkis-
sjóður hreppti á nauðungar-
uppboði í Ólafsíirði fyrir
skömmu. Hefur sá árangur
orðið af þessum viðræðum, að
stjórn Útgerðarfélags Akur-
eyringa ákvað á fundi sínum í
gær að ganga að þeim boðum
um verð og skilmála, sem rík-
isstjórnin hefði gefið kost á.
Má því telja fullvíst að úr
kaupum verði.
Kaupverð togarans er 8,2
millj. kr. eða nákvæmlega
sama verð og rikissjóði var
slegið skipið fyrir. Þær kvaðir
fylgja kaupunum að útgerðar-
féiagið er skuldbundið til að
leggja upp á Sauðárkróki og
Ólafsfirði mánuðina nóvemb-
er—febrúar n.k. jafnmikið
aflamagn og til þessara staða
barst á sama tíma sl. vetur
af Norðiendingi. Ennfremur
er áskilið að Sauðárkrókur og
Ólafsfjörður gangi fyrir um
upplag á togurum Útgerðar-
félags Akureyringa á næsta
ári, ef um það verður að ræða
að togarar félagsins landi ut-
an heimahafnar.
Með kaupum þessum hefur
Útgerðarfélag Akureyringa
eignazt fimmta togara sinn.
Undirbúningsviðræður útlagastjórnar Serkja í Alsír og frönsku
stjórnarinnar virðast ekki hafa borið tilætlaðan árangur og
litlar liorfur eru nú taldar á því að beinar samningaviðræður
hefjist milli þeirra um vopnahlé o.g frið í Alsír. Myndin er af
fulltrúum serknesku stjórnarinnar Ahnied Boumendjel og
Mohammed Ben Yahia.
morgun og lögðu sum upp á
Austfjarðahöfnunum en önn-
ur fóru vestur um til Siglu-
fjarðar.
1 gær var ágætis veður á
miðunum en er blaðið hafði
tal af sílarleitinni á Raufar-
höfn um hálf tólf í gærkvöld,
sagði hún að skip hefðu til-
kynnt, að þoka væri að leggj-
ast yfir miðin beggja megin
við Langanes.
B’.aðinu er ekki kunnugt
um afla einstakra skipa í
gær.
SksmmftiferS
I
ÆFR í Hrannfsig
Ennþá eru nokkur sæti laus í
helgarferð Æ.F.R. Að þessu sinni
verður farið í Hraunteig, sem er
í nágrenni Heklu, einn fegursta
i stað sunnanlands.
Lagt verður af stað kl. 2 í
dag og ekið austur sveitir. upp
i Rangárvelli með viðkomu á Keld-
i
um.
! í Hraunteig verður stanzað,
1 slegið upp stóru tjaldi og' kakó
hitað handa ferðalöngunum.
1 Dvalið verður bar yfir nóttina.
1 Ekki er nauðsynlegt að menn
hafi með sér tiöld því Æ.F.-tjald-
I ið rúmar alla þátttakendur. Á
sunnudag verður skoðað næsta
umhverfi og farið í knattspyrnu
og handbolta. í heimleiðinni
verður ekið yfir Rangá á vaði
og niður Landsveit.
Þátttöku þarf að tilkynna í
síma 17513 eða 12653. — Far-
gjald er 250 kr.
100 íslenlngar á Eysfrisaltsvikunni
Ilundrað manna hópur frá Is-
Iandi sækir Eystrasaltsvikuna,
sem haldin verður í strandliér-
uðuni Þýzka alþýðurikisins í
næstu viku.
í gærmorgun lögðu 60 íslend-
ingar af stað með Sólfaxa, sem
tekinn var á leigu til ferðarinn-
ar. í morgun fóru 19 í viðbót,
en sex sundmenn frá Ármanni
voru farnir áður. í þeim hóp eru
Agústa Þorsteinsdóttir. Einar
Kristinsson, Pétur Kristjánsson
■~.g Sigurður Sigurðsson frá Akra-
nesi. sem taka þátt í sundkeppni
Eystrasaltsvikunnar. Ragnar
Vignir fara.rstjóri og Ernst
Bachmann þjálíari.
Fimmtán Islendingar sem
dvelja á Norðurlöndum og víðár
í Evrópu slást í hópinn erlendis,
svo að alls verða um 100 manns
frá íslandi á Eystrasaltsvikunni.
Áður hafa þar flest verið
fimmtán íslendingar.
íslenzki hópurinn skiptist nið-
ur á þrjá staði. Nokkrir verða í
Rostock, flestir í Kúhlungsborn
en um tveir tugir í æskulýðsbúð-
um í Graal-Múritz. Fararstjóri
alls hópsins er Guðmundur
Magnússon en Finnur Hjörleifs-
son er fyrir þeim sem í æsku-
lýðsbúðunum dvelja.
Leiguflugvél frá Flugfélagi ís-
lands mun flytja mótsgesti heim.
en lelagið hefur innt alla fyr-ir-
greiðslu við ferðafólkið .af hendi
með sérstakri lipurð.
Scxtíu manna hópur á lcid á
Eystrasaltsvikuna gengur urti
borð í Sólfaxa á Rcykjavíkur-
flugvelli í gærmorgun. — (Ljósm.
Þjóðviljans A.K.).