Þjóðviljinn - 30.07.1960, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.07.1960, Síða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. júlí 1960 Vistgjöld r 1 og viöurgerningur Hrafnistu Með bréíi til okkar vist- manna í Hrafnistu frá Full- trúaráði sjómannadagsins 14. júli sl. er okkur vistmönnum tilkynnt að þeir vistmenn sem greiði sjálfir mismun á vist- gjaldi sínu og ellistyrk skuli veittur afsláttur er nemi krón- um 15,00 á dag. í bréfi þessu taka þeir til samanburðar Sólvang og Elli- heimilið G.rund, en minnast ekki á Reykjalund. Ennfremur er tekið fram í bréfi þessu að ekkert af vist- gjöldum þessum gangi til að greiða húsaleigu, eða bygging- arkostnað. — Nú leyfi ég mér að taka samanburð á mönnum, sem reka þá atvinnu að selja fæði í þessum bæ. Þeir taka ellefu til tólf hundr- uð krónur á mánuði fyrir fæði og á þessu á fjölskylda þeirra að lifa í fæði og klæði og greiða húsaleigu, en við vistmenn í Hrafnistu erum látnir greiða kr. 75.00 á dag, eða krónur 2.250,00 i'yrir hverja 30 daga, en auk þess tekur forstjórinn kr. 15.00 á dag úr bæjarsjóði fyrir þá af okkur, sem ekki getum g'reitt mismuninn sjálf- ir, og fær hann því þannig kr. 90,00 á dag, eða kr. 2.700,00 á mánuði. Þetta á að takast af þeim sem eru veikastir og efnaminnstir, ef þgir ekki geta -greitt mis- muninn á eliilaunum sínum og hinu rándýra fæði. Þetta eru að mínu áliti sam- skot frá þeim veikustu og máttminnstu handa þeim sem' meiri máttar eru. Mér finnst þeir lítillátir að þiggja þá ölmusu frá blásnauð- um og veikum félögum sínum. Þar sem forstjórinn hefur í tvo mánuði tekið þennan mis- mun frá bænum í aigjöru heimildarleysi og við setið við sama borð og notið sama fæðis og þjónustu og þeir sem greiða sjálfir mismuninn, krefjumsí við þess að fé þetta verði taf- endurgreitt til bæjar- varðandi hækkun á vistgjöld- skora ég á ríkisstjórn um þá var það í upphafi sam- arlaúst ins, og og bæjarráð, að taka málið til athugunar og sjá um að þetta verði endurgreitt. En vprði aft- ur á móti haldið- fast við þessa 15.00 kr. hækkun, þá hljótum við að krefjast þess að sitja við annað borð og njóta betri fæðu og' hlunninda. í fj'rrnefr.du breíi getur Sjó- mannadagsráð þess að rekstu.rs- halli á heimilinu sé krónur 360 þúsund. Það er okkur vist- mönnum iítt skiijanlegt, þar sem við greiðum helmingi^ meira fyrir fæði okkar. en það er selt á matsölum í bænum og ekkert af vistgjaldinu fer í húsaleigu. Það er þó vitað að matsalar | verða margir að kaupa efni til matargerðar af smásölum, en i Hrafnista kaupir allt í heild- i ^ölu. Fæði í Hrafnistu er í með- allagi og ekkert meira, síðan ráðskonan var rekin. Okkur vistmönnum er for- vitni að vitá af hvaða skóla kckkurinn hefur útskriíazt þe'-s að h?.fa brytaréttindi. Nú hofur verið gerður blett- u.r vestan við heimilið sem mun vera fjórar til fimm dagsláttur og er hann hafður til sýnis þeg- ar forsetann og aðra mikilshátt- ar gesti ber að garði. en ekki mun þess getið að bletturinn mun hafa kostað fimm til sex hundruð þúsund krónur. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Björn Gíslason Hrafnistu Ég sendi yður, herra ritstjóri, bréfið frá Sjómannadagsráði og bið yðu.r að gjöra svo vel að birta það í blaði yðar. — B.G. Bréf FuIItrúaráðs Sjómanna- dagsins: „Reykjavík, 14. júlí 1960. Til vistmanna Hrafnistu. Kæru vistmenn. Sem svar við heiðruðu bréfi þykkt að vistgjöld skyldu að mestu leiti (syo) miðuð við út- gjöld á heimilum sem rekin eru af því opinbera eins og til dæm- is Sólvangi í Hafnarfirði, raun- in hefur þó orðið sú, að vist- gjöldin í Hrafnistu hafa verið um 10 krónum lægri á dag en t.d. í Elliheimilinu Grund. Með þeim vistmönnum, sem nú er (svo) í Hrafnistu nemur 10. kr lægri (svo) gjald á dag' fyrir hvern vistmann 30 þúsund krónum á mánuði eða um 360 þúsund krónum á ári, en það er svipað þeim reksturshalla sem orðið hefur á rekstri heim- ilisíns. Eins- og er þá hrökkva vist- gjöldin ekki fyrir launagreiðsl- um eða reksturskostnaði heim- ilisins, ekkert af vistgjöldum fer til að greiða húsaleigu eða bygginga(,svo)kostnað heimilins ef hagnaður yrði af rekstrinum myndi hann undireins verða notaður til að lækka vistgjöld- in sem hagnaðinum nenii (svo) Eins og stendur sjáum við því ekki möguleika á að hafa vistgjöldin almennt lægri en þegar hefur verið ákveðið með hliðsjón af vistg'jöldum í öðrum heimilum. Aftur á móti er það og hefur verið fastur ásetning* ur Sjómannadagsráðsins að ,gera ykkur sjómönnum vistinai á heimilinu sem ánægjulegastót. og ódýrasta og í því trausti að' hagnaður ve.rði af rekstrt Kvik* myndahússins hefur stjórnirj samþykkt að veita þeim sjó*- mönnum 15 króna afslátt 3 dag er sjálfir greiða vistgjölci sín, svo að hvað þá vistmenrt snertir ætti engin hækkun á|- vistgjöldum að koma til greina og væntum við að þið verðið> ánægðir með þann úrskurð. Með beztu kveðjum og óskurn ykkur til handa F.h. stjómar Sjómannadagsráðs* Fulltrúaráð Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði Henry A. Hálfdánssom". Tífall öfiugri Bandaríski flotinn hef„r tilkynnt að tveim flugskeytum af gerðinni Polaris hafi verið skotið frá kafbátnum „George Washinton“, þar sem hann var í kafi. Bandaríska herstjórnin leggur „ú megináherzlu á að fullkomna þessi flugskeyti. Þau sem skotið var frá kafbátnumi drógu nokkuð á annað þús. kílómetra, en bandarískm eld- flaugafræðingarnir telja sig geta endurbætt Polaris svo að skeytið dragi að lokum 4000 krn. Burke aðmíráll, forseti herráðs bandaríska flotans, hefur skýrt frá því í viðtali við brezkæ blaðið „Sunday Times“, að eyðingarmáttur vetnissprengjunnar sem Polaris-skejdin verða búin sé tífalt meiri en kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á japönsku borgina Hiroshima fyrir fimmtán árum. Sú sprengja varð 120.000 manns að bana. ( Bingó-Hill poka-gata Maður nokkur hringdi í 1 póstinn, og bað hann um að ! minnast á lokun Háuhlíðar, ' en henni hefur nú verið lok- ' að við Hafnarfjarðarveg með 1 gulum steinum. Maðurinn ! kvaðst álíta að hér væri 1 jafnvel um umbun við íbúa 1 þessarar götu að ræða, en eins og flestir vita eru íbú- 1 arnir ekki a.f verri endan- 1 um, þarna býr margt stór- menna, enda er gatan oft ■ kölluð Bingó-hill, í gamni ' (og alvöru). Þeir bifreiðastjorar s:m 1 leið eiga um götu þessr., og ■ koma úr Hlíðahverfinu, aka götuna á enda, þar sem þeim er ekki kunnugt um lokum | hennar, enda ekkert skilti sem segir þeim til um lok- unina. Vegna þessara upp- lýsinga mannsins hringdi pósturinn í bæjarverkfræð- ing, og það hann um uup- lýsingar um þessa ráðstöfun. Verkfræðingurinn gaf póst- inum þær upplýsingar, að í skipulagi væri ekki gert ráð fyrir því að gata þessi væri opin, hér væri um svo- kallaða pokagötu að ræða og væru fleiri slíkar götur hér í hænum. Hinsvegar kvað hann þessa götu hafa verið opna vegna þess hve nýbyggt væri þarna, en of hættulegt væri að hafa hana opna vegna staðsetningar hennar. ;Sem sagt: Gatan er lokuð í annan endann og því til- gangslaust að aka hana, nema eiga erindi til einhvers ,,Bingóhillarans“ Því er nú ver sem betur fer I Morgunblaðinu, 19. júlí, er innrömmuð grein, fréttin um flugslysið við Kastrup, þar sem m.a. átta af beztu knattspyrnumönnum Dana fórust. Er í hinni innrömm- uðu grein farið mörgum orð- um um, hve sviplegt þetta slys var, snjallir íþrótta- menn í hlóma lífsins horfn- ir af sjónarsviðinu, og sökn- uði frærda vorra, Dana, er lýst með hjartnæmum orð- um. — En við hliðina á þessari innrömmuðu frétta- grein er önnur grein, sem ber yfirskriftiua: ísland í Róm. Þar er látið í það skína á fremur ógeðslegan hátt, að nefnt flugslys sé hið mesta happ fyrir okkur Islendinga, happ, sem geti orðið til þess, að knatt- spymumenþ okkar fái að keppa á Olympíulekunum í Róm, hvaða erindi sem mönnum kann nú að finn- ast þeir eiga þangað. Þeg- ar maður les svona löguð skrif, dettur manni í hug vísan alkunna, sem endar svo: ,,Þá er eins og hræfugls- hljóð, hlakki í kistusmiðn- um. B“. Síðbúið bréf, póstsins sbk Eftirfarandi bréf er nokk- uð síðbúið, en það er pósts- ins sök og biður hann vel- virðingar á mistökunum. En hér er hréfið: Þriðjudaginn 5. júlí sl. er herliðið á Keflavíkurflug- velli, bauð íslendingum til veizlu. Sjá myndina í Þjóðiviljan- um af herliðinu, á fyrstu slðu. Er ég sá myndina, datt mér í hug: Allt sig skrýðir íhaldið , undra búið feiti, og hundurinn prýðir herliðið hann er á næsta leiti. Hundurinn er hyggið dýr, og heill á mörgu sviði, óæðri hann enda snýr upp að setuliði. H.H..S.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.