Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 1
IflLIINN VIUIN N Sunnudagur 31. júlí 1960 — 25. ár,gangur — 168. tölublað. Fjármálahlið viðreisnarinnar er í rúst eftir fyrsta ársfjórðunginn Sparifjársöfnun þverr en uflán bankanna stóraukast þvert ofani jbað sem rikisstjórnin hefur lofaÖ Skýrslur lig'pja nú fyrir um áhrif kerfis þess, sem rík- isstjórnin kom á og skírði viðreisn, fyrsta ársfjórðung- inn sem það var við lýði. Tölurnar sýna aö kerfið er í rúst, allt fjármálalíf hefur þróazt þveröfugt við það sem ríkisstjórnin sagði að myndi verða. Burðarás í'iármálahliðar við- reisnarinnar var stórkostleg hækkun vaxta. Með henni kvaðst ríkisstjórnin ætla að koma tvennu til leiðar, ýta verulega undir spariljármyndun og draga úr lánveitingum. Dregur úr sparifjármyndun Hvorugt hefur tekizt, það sýna nýjustu tölur um innlög í pen- ingastofnanir og aukningu út- lána bankanna. Tölur liggja fyrir um innlán í sparisjóði til maíioka. I>ær bera ékki vott um vaxandi heldur þverrandi sparifjármyndun. Inn- lánin í heild voru í maílok 9.8 milljónum króna Iægri en i árs- byrjun. höl'ðu lækkað úr 693.8 milljónum í 684 miljónir. Eftir reynslu fyrri ára hefði mátt bú- ast við verulegri aukningu á þessu tímabili, og þáð því fremur sem vaxtahækkunin kemur til framkvæmdá á þvi miðju, Sama sagan í bönkunum. í bönkunum er sama sagan og í sparisjóðunum, aukning inn- stæða á öðrum ársfjórðungi, þá mánuði sem liðnir eru síðan við- reisnin kom til framkvæmda, er minni en verið hefur á sama árs- tíma um langt. árabil, eða síðan 1956. Aukning spari- og veltiinn- Jána á öðrum úrsfjórðungi hefur verið þessi síðustu árin: 1960 127.3 millj. 5.7% 1959 150 — 7.8% 1958 151 — 9.6% 1957 5.8% 1956 2.5% Hundraðstölurnar segja þarna söguna, og er þó ástandið í spgrisjóðunum enn verra. því að þar er um beina lækkun i krónu- tölu að ræða. Árshámarki náð á ársfjórðunsi Ráðherrarnir lýstu því yfir á þingi í vetur að nú yrði ekki gerð sama skyssan og 1950 og' 1958, að eyðileggja fjármálaráð- stafanir með bankápólitík sem fengi ekki samrýmzt þeim, nú yrði rekin hörð bankapólitik hvað sem það kostaði. Tilkynnt var í ræðu og riti að aukning útlána á öllu árlnu mætti alls ekki fara yfir 200 milljónir kr. Reynsla annars fjórðungs árs- ins, fýrsta' ársfjórðungsins sem viðreisnin • ríkir, • hefur ómerkt orð ráðherranna og.sýnt að við- reisn þeirra er ekkert nema ó- ráðsíálm. Mánuðina apríl til júní hafa útlán bankanna aukizt um 222 milljónir, eða ineira en aukn- ing mátti nema allt árið sam- kvæmt viðreisnarboðskapnum. Var sagt fyrir Blákaldar tölurnar um þverr- andi sparifjármyndun og láns- fjárþenslu, þveröfugt við það sem heitið - var að viðreisnin skyldi koma til Ieiðar, sanna mál stjórnarandstæðinga á þingi í vetur. þegar þeir sýndu ríkis- stjórninni fram á' að stefna henn- ar væri óframkvæmanleg, hvað sem útreikningar á papp.'r segðu. Vextir voru stórhækkaðir, vext- ir aí' spariinnlánum nema nú 10.5% til 12%. Þrátt íyrir það dregur úr sparifjármynduninni. Hvað veldur? Blátt áfram það að aðrir þættir viðreisnarinnar ó- nýta áhrif vaxtahækkunarinnar. Vaxandi dýrtíð knýr fólk til að taka út sparifé sitt til að geta lil'að, eða haldið ál'ram íram- kvæmdum sem byrjað var á, hvað sem vaxtahæð líður. Eftirspurn aldrei meiri Svipuðu rnáli gegnir um aukn- Framhald á 2. siðu Þrjár systur i ssldarvinnu Það Jer lítið uni að vera þessa dagana í síidarbæjun- um fyrir norðan, engin sild berst að Iandi, skipin í vari, aðkoniufólkið aðgerðalaust. I eitt |af þeim taii skipt- um sem saltað hefur verið á þessu sumri á Raufar- liöfn náði ljósmyndari l>jóð- viljans á staðnum mynd af þessum reykvísku systr- um, sem þangað eru komn- ar til að freista gæfiinnar í síldarvinnu. Þier heita Ánna, Guðbjörg og Edda Hákonardætur, Skarphéðins- götu 12. Guðbjörg er hjúkr- unarnemi. Þær hafa ekki áður saltað síld. Þióðviljinn Kemur næst út á miðvikudag Andstædengar herstööva hefja fundi norðanlands Fundahöld gegn hei'stöðvum á íslandi sem fram- kvæmdanefnd Þingvallafundarins gengst fyrir hefjast á Noröurlandi í kvöld með fundi á Hofsósi. Fundurinn á Hofsósi hefst kl. háliníu. Ræðumenn verða i'jórir: Valborg Bentsdóttir. Magnús Kjartansson. Séra Árni Sigurðsson. Stefán Sigurðsson. Sauðárkróki. Næsti fundur á Norðurlandi verður svo a Sauðárkróki annað kvöld. Ræðumenn bar verða þeir sömu og á Hoisósi. Þriðji fundurinn verður í Al- ver Sigurðsson, Siglufirði. Fjórði fundurinn er svo í Ólafs- firði á miðvikudagskvöld. Ræðu- menn eru Valborg og Magnús og einnig Hjalti Haraldsson bóndi í Garðshorni í Svaríaðardai. Hlaup í lækjum á Seyðisfirði: Vatnið féll kolmórautt í gegmim aðalsölubúð KS Seyðisfirði í gær; írá | dægur o‘í hafa allar lækjar- fréttaritara: j sprænur vaxið mikið. Þcssi sami í morgun byrjaði lækur. sein lækur hljóp í lok nóvembcrmán- rcnnur um bæinn í lokuðuni aðar 1949 og olli þá gíiurlegu stokk, að hlaupa. Hcfur hann tjóni á vegum og öðrum mann- þegar valdið miklum skcmmdum. virkjum. Fyllti sundlaugina og' Mcstar hafa skenundirnar orðið i neðri hæð íbúðarhúsa svo dæmi aðalsölubúð kaupfélagsins, cn þar séu nefnd féll vatn kolmórautt i Rcgn. Lækurinn heldur cnn úfram að hlaupa og er hætta á írekara tjóni. Rigningunni er nú farið að slota og vona menn að - ekki hljótist eins. rr.ikið tjón aí þessu TaLvert heíur rignt siðustll- ahlaupi og hinu íyrra. þýðuhúsinu á.Siglufirði á þriðju- dc’gskvöld. Þar tala þau Valborg og- Magnús og auk þeirra lllöð- Macmillan og Home til Bonn Brezka stjórnin tilkynnti í j gær að Macmillan forsætisráð- i herra og Home lávarður sem nýlega hefur verið skipaður utanríkisráðherra muni fara í stutta heimsókn til Bonn. Þeir munu koma til Bonn 10. ágúst og ætla að eiga viðræð- ur við Adenauer kanzlara Vestur-Þýzkalands. 72oo mál til Neskaupstaðar Neskaupstað í gær; frá fréttaritara. Norðaustaii bnela er nú á síldarmiðuiium og mikill fjöldi skipa er á Norðfirði. 32 bát- ar voru með cinhvern afla þcgar þeir komu inn, flestir slatta, alls 7200 máL Framhajd á 2. siðu. Flokkur Rhees í SuSur-Kóreu ' gersigraður Fyrstu kosningar i Suður- Kóreu síðan Syngman Rhee var rekinn frá völdum fóru fram í fyrradag. Ekki var enn vitað um nákvæmar at- kvæðatölur í gær þegar blaðið fór í prentun, en ljósf var að Lýðræðisflökkurinn sem var stjórnarandstöðuflokkur í for- setatíð Syngmans Rhees hafði unnið stórsigur og fengið meira en helming kjörinna þingmanna. Alls var boðið fram í 238 kjördæmum. Frjálslyndi flokkurinn, flokk- ur Syngmans Rhees fékk að- eins 10 menn kjörna, en óháó- ir 40 og vinstri menn 4. Miklar óeirðir urðu við taln- ingu atkvæða og var sumstað- ar reynt að kveikja í atkvæða- kössunum. Tveir menn létu líf- ið og yfir 50 lögreglumenm særðust. Helztu stefnuskrármál Lýð- ræðisflokksins fyrir kosningar voru sameining Kóreu undir eftirliti Sameinuðu þjóðanna, ríkisrekstur á stærstu iðnfyr- irtækjunum, betra samstarf við S.Þ. og Bandaríkin og stjórn- málasamband við Japani. j^j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.