Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJQÐVILJINN — Sunnudagur 31. júlí 1960 Sunnudagur 31. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 VILJINN Ótgefandl: Sameinlngarflokkur alþýBu — Bóslallataflokkurlnn. — RltstJórar: Magnús Kiartansson (áb.), Magnús Torfl Olafsson, Sle- urBur Ouðmundsson. — Préttarltstlórar: ívar H. Jónsson. Jón Biarnasor.. AuclýslngasUórl: Guðgelr Magnússon. - Rltstlórn, afgrelðsia auglýslngar, prentsmiðia: Skólavörðustig 19. — Sínrt 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Frentsmlðia Þióðvllians. au: wrr mt U3 H Skemmdarverk stjórnarinnar gp *i*S Ctjórnarblöðin þreytast ekki á að lýsa því sem kraftaverki og afreki núverandi ríkisstjórnar, EÍj að enn skuli vera atvinna á íslandi um hásumar- 22 ið og atvinnuvegirnir skuli ekki vera komnir í «|3 kaldakol eftir fáeinna mánaða „viðreisn“! Þessi gn einkennilegu skrif sýna betur en flest annað, að S iS ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa verið smeyk ^2 S: um að ráðstafanir hennar til samdráttar at- vinnuframkvæmdum og skemmdarverkin í mark- Sjj 2^ aðsmálunum yrðu enn fljótvirkari en stjórnar- HS andstæðingar höfðu gert ráð fyrir. Með aðgerðum £5 vinstri stjórnarinnar var þannig búið í haginn «££ fýrir aðalatvinnuveg landsmanna, sjávarútveginn, ^ að landsmenn höfðu til umráða stóran og ört stækkandi fiskiflota og stöðvar í landi til að vinra úr sjávarafla. Og annað til, sem ekki er síður mikilvægt: Tryggðir höfðu verið miklir markaðir sem þýddu að íslendingar gátu látið hinn öfluga fiskiflota ganga árið um kring, og framleiðslan þurfti aldrei að stöðvast vegna þess að markaðir, og það hagstæðir markaðir, væru 5® ekki fyrir hendi. ívrú er það verulegur þáttur viðreisnarinnar að tHjj eyðileggja þessa markaði samkvæmt fyrir- mælum Natóvina ríkisstjórnarinnar, pólitísks of- íHj! stækis innan stjórnarflokkanna og vegna gróða- & brallsvonar ríkustu heildsala- og braskarahópa gj Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins. Bak við allt skrumið um verzlunarfrelsið er staðreyndin Sg! um þessi ljótu skemmdarverk, sem ríkisstjórnin Jrjjj er að vinna, ög er ráðin í að fullvinna á næstu árum. Braskaraklíkurnar íslenzku hafa ekki vilj- að og vilja ekki sætta sig við, að í hinum sósíal- 3E istíska heimshluta ríkja að mestu leyti þeir við- gs skiptahættir að löndin kaupa fyrir álíka verð- 5! mæti af íslenzkum útflutningsvörum og Islend- ingar kaupa frá þeim. Þessi viðskipti hafa verið crl íslendingum hagstæð, enda þótt braskararnir hafi látið dynja á beim stöðugan áróður og óhróð- !{($ ur, þeir hafa ekki talið sér slík viðskipti jafn ábatasöm og viðskipti við auðvaldsríkin í vestri þar sem umboðslaunaspillingin og gjaldeyris- ÍHÍÍ svindlið hefur verið arðvænlegur atvinnuvegur. Og þarna fellur saman sjónarmið íslenzku brask- aranna og auðmannanna sem nota Sjálfstæðis- tpii flokkinn og Alþýðuflokkinn að pólitísku verkfæri og hinna erlendu auðvaldsstofnana, sem svo mjög ftý2 var tekið tillit til þegar ríkisstjórnin ákvað g! „viðreisn“ sína. Hin miklu austurviðskipti Islend- •|;|j inga hafa verið Natóvinum íslenzku ríkisstjórn- arinnar ákafleea hvimleið- Vegna þeirra hafa íslendingar ekki verið rígbundnir við verðsveiflu- i||( markað Vesturlanda og getað 'haldið áfram á nl! braut til efnahagslegs sjálfstæðis með sífelldri íjjj framleiðsluaukningu og viðskiptum jafnt við «•; löndin sem búa kreppulausum áætlunarbúskap og auðvaldslöndin í vestri. Einmitt þess vegna SJj hafa íslendingar staðið af sér allar tilraunir 33 Bretlands til efnahagslegrar þvingunar í sam- •ítr bandi við stækkun landhelginnar, og einmitt þess vegna hefur ísland ’getað boðið öllum Atlanz- '■jj- hafsbandalaginu byrginn í því máli. E|'n samhengi austurviðskiptanna og atvinnu og jHi framfara á íslandi þessi árin og um alllanga framtíð er flestum íslendingum Ijós. Sá þáttur ^ g viðreisnar ríkisstjórnarinnar sem miðar að eyði- m jíiÍ leggingu þeirra viðskipta, er skemmdarverk við íslenzkt atvinnulíf og efnahagslegt sjálfstæði ís- lands. Það hefur ekki tekizt enn, þó þegar sé aug- ljóst hvert ríkisstjórnin stefnir. Þess vegna og vegna þess að áhrifa viðreisnarinnar er ekki farið ”71. að gæta að ráði, er enn mikil atvinna í landinu. trt «k Síí mc Sii CTS Markús á Svartagili Yar á hvalveiðum í Suðurhöfum í bugnum undir Gagnheið- inni þar sem mætast Ár- mannsfell og Botnssúlur teyg- ir grænn túnskiki s:g milli ár og grýttrar hlíðar. Skammt inni af bænum tveii gilkjaftar, dimmir og dular- fullir, enda heitir bærinn á túnsk:kanum Svartagil; og þó kenndur við það gilið sem hýrlegra virðist frá bænurr séð, enda það nær bænum. Á þessum fjallabæ hafa þó ýmsir nafnkunnir menn kom- ið við sögu. Hér mun t.d. Jón Magnússon hafa fellt hug til ljóðgyðjunnar, og nefndi hann fyrstu bók sína Blá- skóga. Hér var Matthías E:n- arsson, síðar læknir, smali, ) og hór gekk Eggert Stefan®- son að fé og uppgötvaði við hljcmburð hinna dimmu gi'ja að söngur væri sitt hlutverk, Nú býr hér maður að nafni Markús Jcnsson; farmaður, er kominn af hafi fyrir þrem áratugum axlaði skinn sín á mölinni og tmnti för ekki fyrr en á húsalausum tún- bala eyð'bæjar inni við Blá- skógaheiði. Þar stakk hann skóflu í jörð. Brátt rsu veggir, og þak kom vfir. Aft- ur sást reykur í Svartagili. Síðan hafa hvorki ís, eldur né Þingvallanefnd getað þok- að honum héðan. M Sumarkvöld eitt beiðist ég gistingar í Svartagili, og í kyrrð lágnætt'sins kemur þar að ég- spyr: — Hvaðan ertu annars upprunninn, Markús? — Ég er fæddur á Lamba- stöðum í Kaldaðarneshverfi. Karlinn sem ég fædúist hjá var nefndur Iiö’lutraustur. -— Hvernig stóð á því? — Því mun hafa va'x'ið að þegar hann gekk til prests- ins sagði hann: Svona kenndi hún Halla mér það (kverið) og svona hef ég það. Halla var fóstra hans. Höllutraust- ur kvaðst hafa fengið góða bólc í fenningargjöf, sem hvorki yrði lesin, sungin né kveðin, ,,Og ég get átt hana meðan ég lifi ög selt hana síðan“. Þessi bók var biblían. — Ekki hefur Höllutraust- ur verið faðir þinn? — Nei, ekki var það, en móðir mín var þarna vinnu- kona. Pabbi minn hafði misst konuna og hætt búskap aust- ur í Holtum, og gerzt vinnu- maður hjá Sigurði sýslu- manni í Kaldaðarnesi, en le'ðzt einlífið og því varð ég til. Ólstu svo upp í Kaldað- arnesi? — Nei. Höllutraustur gat ekki haft mig undir s.ínu þaki nerna þrjár nætur, þótti það of mikil þyngsli; kvaðst ekki hafa efni á því. Það byrjaði snemma ferðalagið hjá mér. — Hvernig ferðaðistu svo þriggja nátta? — Þá var ég fluttur til ljósmóðurinnar, að Sandvík og var þar í þrjár vlkur. Þá var'ég sendur af stað á nýj- an leik og nú austur að HoJt- um. — Á hvaða árstíma var þetta, — hvenær ertu fædd- ur ? — Þetta var um hávetur. Ég er fæddur 22. febr. 1891. Ég var svo þarna um þriggja mánaða skeið. — Áttirðu enga ættingja til að taka þig að sér? — Jú, jú, nóg af þeim. En þeir létu sig engu varða hvað um mig yré i. Eftir um þriggja mánaða dvöl á sama bænum var ég boðinn upp — eða raunverulega niður. — Boðinn niður?! — Já, í slíkum tilfellum er lægst Sigvaldi nokkur í Fram- nesi. Hann liafði holdsveika konu á heimiiinu og hún átti að fóstra mig, en mamma var mætt á lireppsstefnunni og mótmælti því að ég færi á þetta heimili, einkum með til- liti til þess að holdsveik kona átti að annast mig. — Var engin prestsvæfla í þessari sveit? — Jú, Ólafur hét hann og var Finnsson. Eii honum fannst víst ekkert að athuga við það þótt ho’dsveik kona ætti að fóstra nýfætt barn — tökubarn. — Fórstu svo í hoidsveik- ina? — Nei, þegar hcr var kom- ið uppboðinu á mér reis upp Filippus nckkur í Hellnatúni og sagði: Ef þið trúið mér fyrir drengnum þá gtOð þið komið með hann til mín, — og hvað meðgjöf líðnr er mér sama. Ég mnn liafa verið sjönnda eða áttnnda barnið sem hann ól upp. Sjálfur var hann barnlaus og ckvæntur. Filippus fóstri minn inn- prentaði mér eitt framar öllu: að taka ailtaf svari lítilmagn- ans og hins undirokaða. Ég man sérstaklega að meðan á Búastríðinu stóð sagði hann mér frá því, að ,,þe'r hljóta að sigra, þótt þeir vinni ekki sigur nú hljóta þeir að sigra því þeir hafa réttan má!stað“, sagði hann. — Varstu til fullorðinsára hjá fóstra þínum ? — Nei. Filippus fóstri minn dó þegar ég var tíu ára, en ég var áfram á bænum hjá bóndanum sem við tók, þar til ég var fjórtán ára. Daginn eftir að ég var fermdur fór ég út í Árnes- sýslu, að Ásólfsstöðum' i Þjórsárdal, það var ágætis- heimili. Þangað fór ég í vinnumennsku og var þar í þrjú ár. Hefði áreiðanlega verið lengur hefði ekki ailtaf verið að senda mann tii að vinna utan heimilis -— var sendur til Reykjavíkur. Þá fór ég til mömmu, sem flutt' var til Reykjavikur. Hjá henni var ég þó stutt, því ég fór fljótlega í siglingar, — það mun hafa verið árið 1910 — réði mig á norskt skip og kom ekki aftur fyrr en 1915. — Blessaður sagðu mér frá þessu farmennskuflakki þínu. — Norska skipið er ég réðist á var Edvard Grieg frá Bergen. Á því var ég í sigl- ingum eitt ár, en fór af því í Englandi og réðj mig á tog- ara frá Grimsby um tima. — Varstu alltaf með Norð- mönnum eða Bretum? —j, Nei. í sex; til átta mán- uði var ég t.d. 'á þýzku skipi er flutti kolasalla frá Eng- landi til Þýzkalands; þar steyptu þeir kolatöflur úr saiianum — fyrir herskipin, því þá þegar voru þeir, farn- ir að safna birgðum fyrir stríðið. Stýrimenn cg yfir- menn voru úr þýzka sjóhern- um, það var sögð refsing fyr- ir þá, því á flutningaskip:n voru ekki sendir aðrir úr hernum en þeir sem verið var að refsa. Áhöfnin á þessum skipum mátti ekki vera út- lendingar nema að einum þriðja. — Hvernig líkaði þér við Þ jóðverjana ? — Mér líkaði sæmilega við þá, nema þessa djöf’a sem komu úr liernum, þeir voru með allskonar merkilegheit. Náttúrlega heyrði maður allt- af þennan sama söng hjá þeim: Þjóðverjar voru yf- irþjóð. En þetta sama varð maður líka var við hjá Dön- um. Það var allt bezt sem var danskt. Danir gátu sann- arlega líka verið fullir af hroka. Englendinghm gat líka stundum verið illa við út- lendinga, en það var á þeirri forsendu að þeir tækju vinnu frá heimamönnum, og það voru aðallega menn sem gekk illa að fá skipsrúm og tolldu ekki á nokkru skipi sem létu slíkt í ljós. fívo fór ég til Brasilíu, á sanddæluskipi sem Súezfélag- ið seldi þangað til Rio Grande. — Varstu lengi í Brasilíu? — Nei, ég var stutt í Brasiliu, eitthvað sex mánuði á skipinu. Þaðan fór ég til Argentínu — á hvalveiðar í suðurhöfum. Skipið var frá Argentínu, en áhöfnin var norsk að mestu. — Hvar lögðuð þið upp, og var ekki vossamt á hvalveið- unum þarna suður frá? — Hvalurinn var lagður á land á Georgíu, óbyggðri eyju, en þar voru margar hvalstöðvar, norskar, enskar og argentínskar. Loftslag var kannski heldur verra þarna en hér, en það var ekki stór munur. — Varstu lengi á hvalveið- u'ium ? — Ég var.þar 'í .tvö ár, þar af þrjá mánuði í landi. — Hefðirðu heldur kosið að vera í iandi ? — Nei, ástæðan var önnur. Það kom upp taugaveiki í s+öðinni og ég var fenginn til að matreiða á spítalanum, ] tð fekkst enginn til að gera það og þess vegna fór ég í land. — Varstu vanur því verki? — Já, ég var alltaf bryti eða kokkur í siglingunum. — Og þér hefur ekki orðið me:nt af þessu starfi? — Nei, mér varð ekki meint af þessu starfi. Við höfðum þarna iækni sem var mjög lélegur. Hann var svo hræddur um að hann myndi smitast að hann þorði ekki að taka á hurðunum með höndunum heldur ophaði þær með olnbogunum, og er á því hægt að ímynda sér hve um- önnun hans fyrir sjúklingun- um hefur verið nákvæm og mikil. En forstjóri stöðvar- innar, Larsen að nafni Norð- maður, rak hann, Larsen baðaði sjúklingana sjálfur, og var óhræddur. —- Var ekki gott að vera með Norðmönnum ? — Jú, ég held mér hafi líkað bezt við Norðmennina af öllum þjóðernum sem ég var með á þessum árum, en annars voru samt einnig alltaf með úrvalsmenn af öll- um þjóðernum. Það einkenndi Norðmennina hve góðir félag- ar þeir voru. Ef einhver fé- lagi þeirra lenti í kla.idri og þeir gátu ekki bjargað hon- um létu þeir heldur taka sig alla en að yfirgefa hann. — Var ekki mikil fátækt og eymd þarna í Suður-Amer- íku ? — Ojú, víst var til fátækt þar, en ekki mjög mikil. Ann- ars hef ég hvergi séð aðra eins eymd og fátækt og á Spáni, og raunar ítalíu líka. Það er ekki að spyrja að því í löndum þar sem kirkjan ræður lögum og lofum. — Hvernig var að vinna við hvalveiðarnar, hvernig var vinnutíminn? — Þá var enginn ákveðinn vinnutími. Þeir reyndu að stofna verkalýðsfélag, en því var svarað með því að for- ustumenn þess voru reknir, og skilningurinn og stéttvís- in var ekki komin á hærra stig þarna þá en svo að hin- ir iiétu reka forustumenn sína án þess að hafast nokkuð að — og þar með var stofnun verkalýðsfélags og bætt kjör Framhald á 10. síðu Ragnar Lár teiknaðl myndirnar tekið lægsta boði. Þá bauð Dönsk svartiist Ein umsvifamesta bóka- útgáfa Danmerkur um þess- ar mundir er Hans Reitzels forlag. Það er sérstaklega frægt fyrir útgáfu á ritum sem ýmsir telja hneykslan- leg, svo sem skáldskap þeirra Henry Millers og Jean Genet og ástalífshandbókun- um fornu Kama Sutra frá Indlandi og Ilmandi garður- inn eftir arbann Sheik Nefzafoui. Á síðasta ári hcf Reitzel útgáfu flokks ódýrra bóka, sígildra rita og nýrra, jafnt eftir Dani og aunarra þjóða menn. Þar hafa komið út verk Wessels og Blichers, Waugh og Arthurs Millers, Lorca og Leónóru Kristínar, að ógleymdum áðurnefndum handbókum í hvílubrögðum. Nú hafa birzt í þessum flokki bækur sem geyma úr- val úr svartlist danskra mynd- listarmanna eldri og yngri. Þar eru gömlu meistararnir J. F. Willumsen og Aksel Jörgensen og yngrj menn; Povl Christensen, Dan Ster- upýHansen, Svend Wiig-Han- sen og Mogens Zieler. Bækurnar eru jafn ódýrar og aðrar í flokknum, bindið kostar kr. 4.S5 danskar Hinn ódýri bókaflokkur Reitzels hefur fengizt í flestum bóka- verzlunum hér í Reykjavík. Margt er skrítið í Politike Fra dögum Hörups og Brand- esar heí'ur danska blaðið Poli- tiken haft heldúr gott orð á sér á íslandi, það er að segja meðal þeirra íslendinga sem láta sig á annað borð einhverju varða það sem bi.rtist á prenti hjá sambandsþjóð okkar fyrr- verandi. Þessi hlýhugur hefur vafalaust átt sinn þátt í að þeg- ar Politiken kom út í fyrri viku með fylgiriti um ísland og ís- lenzk málefni, hrökk ekki hálft þriðja tonn af blaðinu til að seðja lestrarhungur landans, þótt forvitnin um að sjá hvað aðrir segðu um mann hafi trú- lega ráðið mestu um eftirspurn- ina. Svo hrærðir urðu þeir hjá Politiken við að frétta af við- tökunum sem íslandsblaðið fékk hjá þeim sem þar va.r um fjall- að, að þeir hafa heitið því að smala saman eftirlegueintökum af útsölustöðum í afkimum Danaveldis og senda okkur með fyrstu ferð sem fellur. Víst er margt vei um íslands- blað Politiken, þar skrifa ýmsir góðir menn og vel pennafaerir. bæði danskir og íslenzkir. Við lestur blaðsins fær maður þó ekki varizt þeirri hugsun að eitthvað hafi farið meira en lítið í handaskolum við rit- stjórnina á blaðinu. Þar skjóta hér og þar upp kollinum þessleg skringilegheit sem fylgja því þegar biöð eru sett saman með hangandi hendi. Einhver skæður kjaftur sló því eitt sinn fram að blaða- mennska væri í'óigin í að skrifa á bakið á auglýsingum. Það íer nú eítir því hvert blaðið er, sum harla lítil ef auglýsingar ættu jafnan að fylla helming- inn. Um ísiandsfyJgrit hins danska blaðs er það eð segja, að þar eru aúglýsingar mun rúm- frekari en annað lesmál og myndir til samans, enda leikur- inn í og með gerður með slíkri útgáfu að afía auglýsinga sem ella fengjust ekki. Þarna virð- ist hafa verið lagt slíkt kapp á auglýsingasöfnunina að sumt annað hefur orðið útundan. Það er þá fyrst, að þeim sem sáu um fylgiritið hefur orðið á meinleg tímaskekkja. Strax á fremstu síðu eru lecendur fræddir á því að útkomudag þessa blaðs komi Norðurlanda- ráð saman í Reykjav.’k ..tii að efla samstöðu Norðurlanda“, og fyrirsÖgn einnar af stærri greinum blaðsins „Nordi k R&d til möde i dag i Reykjavik." Nú kom blaðið út á fimmtudag í fyrri viku. en fundur Norður- landsráðs hér var settur réttri viku seinna. Þarna hefur teitt- hvað skolazt tii. Martin Larsen er ekki öfúnds- verður af því að skýra dönskum lesendum frá stjórnmálaþróun og efnahagsbróun á íslandi síð- ustu 15 árin í grein sem ekki tekur nema rúman dálk, en hann nær sér á st.rik í smágrein Framhald á 10, síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.