Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.07.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 31. júlí 1960 í í r r > t heimilisþóttur Grœnmetissalat má tilreiða á ýmsan hátt Hráu grænmetissalötin eru eitt af því hollasta sem við getum lagt okkur til munns yfir sumarmánuðina og mjög ljúffeng bæði með fisk- og kjötréttum. Það þarf aðeins örlítið hugmyndaflug til að hafa tilbreytnina sem mesta svo enginn verði leið- ur á grænmetinu. Þetta hefur ekki aðeins þýðingu við hvaða grænmeti er notað í salötin heldur og salatlegina, olíurnar og saf- ana sem haft er í salötin. Sumar húsmæður nota allt- af salatlög með sama bragði, hvaða grænmetis- tegund sem þær nota i sal- atið en það verður bæði leiðinlegt til lengdar og al- veg óþarfi, því hægt er að ihæfa mjög mikla tilbreytni 'i þeim. ★ Sítrónuolía: Sitrónusafi, dálítið vatn e,f með þarf og sykur. Appelsínuolía: Tómur app- elsínusafi. Edikolía: 1—2 msk. mat- arolía — 1 msk. edik, (eða sítrónusafi, hann er hollari), Ví tsk. salt, i/2 sykur. Allt þeytt samati og kryddað með pipar. Meðal annars má einnig nota mjólk og rjóma saman við salöt. M jólk+sítrónusaf i + sykur. Sítrónusafinn er settur hægt saman við og hrært stöð- ugt í á meðan. 1 stað mjclkur má nota rjóma (gjarnan súran) eða jafnvel þeyttan rjóma. Eggjarauðuolja er gerð úr 1—2 eggjarauðum + sítr- ónusafa + sykur og örlitlum rjóma. Þetta er allt þeytt vel saman. ★ Salatsósa er gerð úr 2 heilum eggjum, 1 dl. edik í, E 1 dl vatni, 1 tsk. kartöflu- E mjöli, 1—2 tsk. salti, 2—4 = msk sykri og örlitlu sinn- = epi. Öllu er blandað vel 5 saman, þeytt yfir vatns- E baði og þeytt stöðugt í þar E til sósan er köld. Þessi 5 sósa er sérstaklega góð með E köldu kartöflusalati og fisk- E salötum en einnig má nota E hana með hráum grænmet- E issalötum. = ★ = Flest grænmetissalötin eru E bezt hrá. Meðal þeirra E beztu og auðveldustu 'i til- E búningi er gulrótarsalatið, E sem er úr rifinni gulrót, E sítrónu- eða appelsínusafa E og engu öðru. Til tilbreyt- E ingar má blanda saman við E rifna gulrótina rifnu blóm- = káli. E ★ Ör einu litlu blómkáls- = höfði má gera mikið salat. = Það má til dæmis blanda E rifnu blómkálinu saman við S annað salat ásamt hökkuð- E um radísum sítrónusafa og E majónesi. Einnig má nota “ þessa samansetningu sem = sérstakt grænmetissalat. = Blanda má rifnu blómkáli, E þeyttum rjóma, sítrónusafa E og sykri saman og skreyta E síðan með tómatsneiðum. E Tómatsalat er mjög ljúf- E fengt blandað saman. við E sítrónusafa og matarolíu E ásamt agúrkusneiðum og E hökkuðum lauk. ★ E Vinsælasta sumarsalatið E er sjálfsagt það sem gert = er úr salatblöðum. Salat- = blöðunum má blanda saman E við sneiðar af soðnum kart- E öflum, dálitlu af hráu blóm- E káli, agúrku, tómat eða E harðsoðnu eggi. = Margf er skritíð... Framhald af 7. síðu. um ..Hina írægu Jénsensyni'1, þótt íslendingum þyki þar harla lítið sagt af því sem segja mætti um íorsætisráðherra okk- ar og bræður hans. og annarri um ..Adam í paradís“, danskan risa sem tók Hunnupokann á öxlina þegar hann átti að dreifa tilbúnum áburði og sagði við íslenzka húsbændur sína: ..Saadan gör alle i Danmark." Jón prófesor Helgason hefur beinlínis fréttir að faera úr Árnasai'ni, það sem lesið varð með tæknilegum brögðum af því vandlega útskaina kvæði Grettisfærslu kemur út á prent innan tíðar. Birni Franz- sym' og öðrum varðenglum bók- menntalegs velsæmis til sárrar skapraunar. Þar eiga að fylgja aðrir staðir úr handritum sem reynzt hafa Htt eða ekki læsi- legir þangað til nýjasta ljós- myndunartækni kom til sögunn- ar. Jóni finnst að rannsókn ís- lenzku handritanna sé enn á undirbúningsstigi, þar séu mestu afrekin óunnin. Megi honum verða að trú sinni. Halldór Kiljan Laxness reyn- ir enn einu sinni að gera út- lendingum skiljanlegt að á ís- landi sé skáld ekki álitið neitt viðundur veraldar, heldur réttur og sléttur maður eins og hver annar. Hann hefur fengið í hendur fyrirtaks sönnunargögri, söfn átthagafélaganna af kveð- skap manna ■ einstökum fjórð- ungum og sýslum. Halldór kann að punda þessu á Danskinn: í Múlasýslu hafa 73 menn um okkar daga .kveðið sér rúm í úrvali ljóða úr þeim lándshluta, 66 i Húnavatnssýslu. 50 í Þing- eyjarsýslu 54 í Borgarfirði, 68 í Skagafjarðarsýslu ........ Þessir íslendingar, þessir fslendingar. segja víst lesendur Poliliken í Hellerup og Köge. Ustamannafjöldinn á íslandi að tiltölu við fólksfjölda verður Frede Schandorf Petersen líka að umræðuefni í greinarstúf um íslenzka tónlist. Hvað eru margir félagar í tónskáldafélagi Árósa og nágrenni? spyr hann; þar eru álíka margir Danir bú- settir og íslendingar byggja ís- land. En einhver meinlegur púki kemur til skjalanna bg gripur fram fyrir hendur ritstjóranna eins og svo oft endranær í þessu blaði. Pedersen nefnir ekki annað íslenzkt tónskáld en Jón Leifs og telur afrek is- lenzkra tónskálda á þeim velli sem hann hefur haslað sér muni skera úr um það hvort heimur- inn verði vakinn til vitundar um sérstaka, islenzka tónlist. Greinin er aftur á móti prýdd teikningu af Páli ísólfssyni. Eina bótin að bæði tónskáldin verða jafnfegin samstillingunni. Skáldið Ove Abildgaard segir frá því hvernig hann kynntist íslenzkri konu sinni. landi henn- ar og þjóð, þar á meðal Steini Steinarr og Hannesi Sigfússyni ásamt öðrum góðum mönnum á heimleið á gamla Lagarfossi 1946. Kay Langvad verkfræð- ingur tekur hinsvegar að sér að leiða Dani í allan sannleika um íslenzk stjórnmál. Sjálfstæðis- flokkurinn „er nærmest lige saa' socialdemokratisk som Social- demokratiet er herhjemme." Verkfræðingurinn hefur brot- ið heilann um ástæðuna til þess hve kommúnistar eru öflugir á íslandi. „De har jo 20 pct. af vælgernes stemmer." Eftir því sem hann hefur komizt næst stafar þetta af bandarísku her- setunni og ástríðuþrungnum stjórnmálaáhuga íslendinga. Stjórnmálin á fslandi eru svo persónuleg. „Det er derfor de dygtigste politikére og agita- torer, der skraber flest stemmer sammen.“ Þá veit maður hvar í flokki hann teiur sjallasta stjórnmálamenn á fslandi. Allt biaðið út í gegn er sama fjörið í ritstjórnarpúkanum óg prentvillupúkanum. Sá fyrr- nefndi hefur hvíslað því í eyra einhvers blaðamanns að gera dr. Johannes Frandsen lækni, sem vafalaust er vænsti maður, þann bjarnargreiða að kynna hann sem ,,den i öjeblikket populæfeste dán'sker pá klippe- öen“ og móðga alla íslenzka hestavini með þeirri staðhæfingu að íslenzkir hestar séu upp til hópa „Staðir og gersamlega ó- temjaridi." Prentvillupúkinn sér hinsveg- ar fyrir því að segja Jóhannes Kjarval fæddan 1835 og setja Tslarid niður í „det populare" hnattbeiti í stað ,,polare“ í skemmtilegri grein prófessors Niels Nielsen. Mesta afrek sitt vinnur þó prentvillupúkinn í lok greinar Daviðs Ólafssonar íiskimála- stjóra um landhelgisdeiiuna við Breta. Henni lýkur á þessa leið: „I Island er der ingen tvivl om. at Storbritannien i det lange löb ikke vil kunne op- holde sin lovlöse framfærd ved Island, og at magten má vige for 800.000 fár" Þarna slær fyrirsögn um sauðí'járrækt íslendinga botninn í landhelgisdeiluna á ógleyman- legan hátt. Maður sér fyrir sér brezku sjóUðana,. þegar . þeir hlaupa fyrir borð á bryndrek- unum til að forða sér undan 800.000 sauðkindum íslendinga. Mads. Boðinn upp Frainhald af 7. síðu. úr sögunni, um sinn. — Og hvert fórstu svo frá hvalveiðunum ? — Ég fór heim til Islands. Kom heim vorið 1915 — með síðustu ferð Flóru. Guðbrand- ur Jónsson var meðal far- þega og margir settu það í samband við hann að Flóru var sökkt á útleið héðari, og ekki aðeins henni heldur og líka Esköndido, norsku skipi er verið hafði í Amerikusigl- ingpim, en átti að' taka við af Flóru eftir að henni var sökkt. Eskondído var sökkt í fyrstu ferðinni héðan til Noregs. Það varð til þess áð Noregsferðirnar lögðust nið- ur að mestu. (Frá heimferð Markúsar í heimsstyrjöldinni fyrri o.fl. segir í næstu grein). — J.B. Kópavogsbúar. Þeir, sem vildu gjöra svo vel og vinna í sjálf- boða.vinnu við kirkjubygginguna, hreinsun timburs og fleira, eru beðnir um að gefa sig fram við Siggeir Ólafsson, Skjólbraut 4. — Byggingameí'ndin. r.s.í. .. K-S.í Landsleikurinn ÍSLAND V.-ÞÝZKALAND Sala aðgöngumi'a hcfst þriðjudaginn 2 ágúst 'i aðgöngumiða- sölu Iþróttavaliarins á Melunum, við Útvegsbankann og á Laugaveg'. 25. / fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal miivikudaginn 3. á9nst kl. 8,30 síídegis. Démari. T_ whait#n lr4 skollandi Verð aðgöngumiða: Stúkusæti 55.00 — Stæði: 35.00 — Barnamiðar: 10.00. — Ferðir á Laugardalsvöllinn frá Mela- \ ellinum og B.S.Í, Kalkof'nsveg. Kaupið iniða tímanlega Móttökunefndin. I^OÍHCl Ærffl\ w TsuUwu'sed F£i6bl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.