Þjóðviljinn - 13.08.1960, Síða 12
i ti'
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiim
Hæsti stíflu- |
garður heims §
Hæsta vatnsstífla heims, =
Vajont-stiflan, er nú senn =
fullgerð við Longarone =
Belluno á Norður-Italíu. =
Mesta liæð stíflunnar er =
265 o.g 14 níetri en stíflu- =
þykktin er aðeins 3 metr- =
ar. Fullkomnustu tækni =
liefur verið beitt við E
byggingarframkvæmdira- 5
ar og er búizt við að E
þeim verði að íullu lok- E
ið í næsta mánuði. 348 E
þús. rúmmetrar stein- E
steypu hafa farið í stífl- —
una. — Myndin er frá E
stífl uga r ðinum.
1111111111111111111111M1111m1111111111111111T1
Valur — IBA 2:1
I gærkvöld fór fram 19. leikur
Islandsmóts I. deildar milli Ak-
ureyringa og Vals. Leiknum
lauk með naumum sigri Vals
2:1. í hálfleik var staðan 2:0
fyrir Val, en síðari hálfleikinn
áttu Akureyringar að miklu
leyti.
þlÓÐVILJINN
Laugardagur 13. ágúst 1960 — 25. árgangur — 17'8. tölublað.
Þriðji styrkur fslendings úr
Möllers-sjóði á sex árum
íslenzkur verkfræðingur hefur hlotið 10 þús. danskra
króna styrk úr sjóði þeim sem danski iðjuhöldurinn
I. C. Möller stofnaði fyrir 6 árum. Er þetta í þriöja
skipti sem íslendingur hlýtur styrk úr sjöði þessum.
Elndreginn sóknarhugur á
fundum hernámsandstæðinga
GJæsilegur fundur að Laugum, S-Þing. í fyrrakvöld
Hernámsandstæðingar héldu glæsilegan fund að Laug-
um í Þingeyjarsýslu í fyrrakvöld. Var fundarhúsið troð-
lullt og ríkjandi einhugur meöal fundarmanna um úö
herða mjög baráttuna fyrir brottför bandaríska' hers-
ins af landinu.
Fundarstjóri að Laugum var
Þráinn Þórisson bóndi Baldurs-
heimi, en frummælendur þau
Valborg Bentsdóttir, Þóroddur
Guðmundsson, Rósberg G
Snædal, Jón Gauti Péturs-
son bóndi Gautlöndum, Ingi
Tryggvason bóndi Kárhóli og
Jakobína Sigurðardóttir Garði.
Fjöimargir tóku til máls
Auk frummælenda tóku m.a.
til máls: Þráinn Þórisson
Baldursheimi, Friðjón Guð-
mundsson bóndi Sandi, Stein-
grímur Baldvinsson bóndi
Nesi, Ketill Þórarinsson bóndi
BaMursheimi, Stefán Tryggva-
son bóndi Hallgrímsstöðum,
Tryggvi Sigtryggsson bóndi
Laugabóli, Óskar Ágústsson
bóndi Laugum, Böðvar Jónsson
bóndi Gautlöndum, Eysteinn
Sigurðsson bóndi Arnarvatni,
Glúmur Hólmgeirsson bóntíi
Fleiri til
reknetaveiða
I fyrrinótt og gærmorg-
un var ágætt veiðiveður
á síldarmiðumun fyrir
Norður- og Austurlandi,
en nær engin veiði. Á
þeim tíma var vitað um 7
skip er höfðu aflað um
2100 mál og tunnur, þar
afl fengu 5 skip 1600 mál
inni á Beyðarfirði.
Skipum, sem veiða í
reknet fyrir norðan, i'er
nú l'jölgandi.
Vallakoti, Þorgrímur Starri
Björnsson bóndi Garði, Her-
mann Jónsson frá Reykjavík
| og fleiri. Lýstu allir ræðumenn
fylgi við málstað hernámsand-
stæðinga og í fundarlok var
svofelld ályktun samþykkt ein-
róma:
„Almennúr fundur lier-
stöðvaandstæðinga, haldinn
á Laugum í Suður-Þingeyj-
arsýslu hinn 11. ágúst 1960
skorar á Þingeyinga að sam-
einast um þá kröfu að er-
lendur her verði J.átinn víkja
úr landinu og að Islaiul segi
sig úr Atlanzhafsbandalag-
inu.
Þá vill fundurinn Iiv<‘tja
héraðsbúa til að sýna liug
‘inn til þessa máls með því
að fjölmenna á fund her-
í V.öffivaandstæðinga á Þing-
völlum í næsta mánuði“.
Kjörin var 8 manna nefnd
til að undirbúa og skipuleggja
þátttöku á Þingvallafundirin. I
nefndina voru kjörin Ingi
Tr.yggvason bóndi Kárhóli, Sig-
urður Jónsson bóndi Yzta-
Felli, Tryggvi Stefánsson Hall-
gilsstöðum, Elín Aradóttir Brú,
Friðjón Guðmundsson Sandi
Steingrímur Baldursson bóndi
Nesi, Jakobina Sigurðardóttir
Garði og Þráinn Þórisson
bóndi Baldursheimi.
JCinhugur á Suðureyri
Fundur herstöðvaandstæð-
inga á Suðureyri, Súganda-
firði, í fyrrakvöld var einnig
vel sóttur. Fundarstjóri þar
var séra Jóhannes Pálmason
prestur að Stað í Súgandafirði,
en framsögumaður Guðmundur
Ingi Kristjánsson bóndi og
1 skáld Kirkjubóli, séra Sigurjón
Einarsson prestur að Brjáns-
læk og Gils Guðmundsson rit-
höfundur. Auk frummælenda
tóku til máls Njáll Jónsson
verkamaður Suðureyri, Guð-
steinn Þengilsson héraðslæknir
Suðureyri, sr. Jóhannes Pálma-
son á Stað.
I héraðsnefnd voru kjörnir:
Guðsteinn Þengilsson, séra Jó-
hannes Pálmason, Friðbert
Pétursson bóndi Botni, Sturla
Jónsson hreppstjóri Suðureyri,
Njáll Jónsson, Birkir Frið-
bertsson bóndi Botni og Páll
Njálsson bílstjóri Suðureyri.
Mikill einhugur ríkti á fund-
inum og hugur í mönnum að
efla sem mest baráttuna gegn
herstöðvum hér á landi. Sam-
þykkt var einróma ávarp til
Islendinga vegna hernámsmáls-
ins og Þingvallafundarins.
Fundur á Stöðvarfirði
Loks var fundur1 fyrrakvöld
Framhald á 2. síðu
Bjarne Paulson. ambassador
Danmerku.r á íslandi. afhenti
styrkþeganum, Karli Ómar Jóns-
syni verkfræðingi, styrkinn í
fyrradag að viðstöddum Kaj Pet-
ersen lögmanni, sem á sæti í
sjóðsstjórninni og gegnir nú
varaformannsstörfum í dansk-is-
lenzka félaginu í Kaupmanna-
höfn. Sigurði Nordal prófessor,
íyrrum sendiherra í Kaupmanna-
höfn, sem einnig á sæti í sjóðs-
stjórninni, og Jakobi Gislasyni
form. Verkfræðingafélag's ís-
lands, sem mælt hafði með því
að Karl Ómar hlyti fyrrnefndan
styrk.
Haft mikil samskipti við
íslendinga.
Karl Ómar Jónsson starfar sem
verkfræðingur hjá Hitaveitu
Rvikur. Mun hann nota styrk-
inn til rannsókna á vandamálum
í sambandi við aukna notkun og'
stækkun hitaveitunnar.
I.C. Möller stofnaði sjóðinn
sem fyrr segir á'árinu 1954, en
tilgangur hans er að styrkja ein-
staklinga eða stofnanir í Dan-
mörku, íslandi og Svíþjóð til
starfa, á sviði vísinda eða lista.
sem þjóðhagslega mikilvæg mega
teijast. Möller hefur haít mikil
samskipti við íslendinga um
fjögurra áratuga skeið og eignazt
hér marga vini. Kom það því
engum á óvart að hann skyldi,
er hann stofnaði f.vrrgreindan
sjóð, láta í liós ósk um að fyrsta
um aðila í skaut. Hlaut Einar G.
Sæmundsen skógarvörður íyrsta
styrkinn úr sjóðnum 1955 til
skógíræðilegra rannsókna. Á ár-
unum 1956 og 1957 voru þrir
styrkir veittir úr sjóðnum og
hlaut Ólafur Bjarnason læknir
einn þeirra til rannsókna á sviði
læknavísinda.
Olympíueldurinn
tendraður í gær
I gær var Olympíueldurinn
tendraður i Grikklandi, og
samkvæmt venju var hann
tendraður með geisbim sólar-
innar á rústum hins forna
gríska leikvangs í Olympía.
Þaðan verður hann fluttur yf-
ir lönd og sjó til Rómar, þar
sem Olympíuleikarnir hefjast
25. ágúst n.k.
Grísk leikkona, klædd forn-
grískum hofmeyjarbúningi,
tendraði eldinn, og rétti hann
fyrsta hlauparanum. Grískir
íþróttamenn hlupu síðan með
eldinn hver af öðrum í gær
og í nótt og verður komið með
hann til Aþenu í dag. Þar
verður eldurinn fluttur um borð
í ítalskt skip, sem ber hann
yfir hafið til Italíustrandar.
Þar taka 'ítalskir íþróttamenn
við Olympíueldinum og flytja
hann til olympíuleikvangsins í
Róm. og þar brennur hann
styrkveiting skyldi falla íslenzk- meðan leikarnir standa yfir.
Risaloftbelgur umhverfis jörðu
Hylki úr Könnuði 13. náðist óskaddað
1 gær skutu Bandaríkjamenn
á loft þriggja þrepa eldflaug,
sem hai'ði að geyma saman-
þjappaðan loftbelg úr plasti,
styrktu með aluminium. Þegar
eldflau.gin var komin nógu liátt
Hafurtask söltunarsteðvar frá
Siglufirði til Vopnafjarðar
Vopnafirði í gær. Frá
fréttaritara Þjóðviljans..
Dauft er nú yfir síldveiðunum
hér eystra og telja menn að
ganga undanfarinna daga sé far-
in hjá. Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur hefur sagt að enn sé
von um nýja síldargöngu fyrir
Austfjörðum. Mjiig góð átuskil-
yrði eru nú í suðurkanti Digra-
nesflaksins.
Síldarverksmiðjan hér á
Vopnafirði hefur tekið við sam-
tals 82 þúsund málum síldar til
bræðslu. Eru lýsisgeymar verk-
smiðjunnar nú alveg að verða
t'ullir. en von mun vera á skipi
hingað austur til að sækja lýsi
mjög bráðlega.
Alls hefur verið saltað í 5700
tunnur sildar á tveim söltunar-
stöðvum. Bagað hefur ákaflega
mikið skortur á nægu vinnuaíli
við síldarvinnsluna að undan-
förnu, en söltunarstúlkum hefur
fjölgað hér nokkuð síðustu dag-
ana. því að flóabaturinn Drang-
ur kom hingað í vikunni frá
Siglufirði og voru meðal íarþega
15—20 söltunarstúlkur af einni
’söltunarstöðinni þar. Með skipinu
voru einnig fluttar tunnur, sem
söltunarstöðin hafði ailað sér.
til að komast a hraut um-
hverfis jörðu þandist belgur-
inn út með. hjálp sjálfvirkra
gastækja og komst á braut
umhverfis jörðu.
Belgurinn er á stærð við tíu
hæða hús. Bandaríkjamenn.
hafa í hyggju að koma 20
slíkúm belgjum á loft, og eiga
þeir að vera gagnlegir til að'
endurvarpa útvarps- og sjón-
varpsbylgjum.
Náðu lrylkinu
Bandaríkjamönnum hefur
tekizt í fyrsta sinn að ná
heilu hylki með vísindatækj-
um úr gervitungli. Féll það
úr þrettánda gervihnettinum
af Discoverer-gerð, en allar
fyrri tilrauriir Bandaríkjanna
af þessu tagi hafa misheppn-
ast. Hylkið féll niður í Kyrra-
ftafi. Könnuður 13. var að
fara 17. umferðina á braut
sinni umhverfis jörðu. þegar
hylkið losnaði frá. honum.
Þyrlur náðu því. Talsmaður
bandaríska flughersins sagði í
gær, að næst yrði sendur api
á loft I slíku hylki.