Þjóðviljinn - 21.08.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.08.1960, Blaðsíða 6
É) —- ÞJÓÐVILJINN — ,Sunnudagur 21. ágúst 1960 tztl mt U3 PIOÐVILJINN Útgeíandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstiórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Big- urSur Quömundsson. — Fréttaritstiórar: ívar H. Jónsson. Jón BJarnasor.. — Auglýsingastjóri: Quðgeir Magnússon. — RitstJórn, afgreiösia auglýsingar, prentsmiÖJa: Skólavöröustig 19. — Bíml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverö kr. 45 6 mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmlÖJa ÞJóÖviljans. Mikilvægar kosningar § Ákveðið hefur verið að kosningar til Alþýðu- ^ sambandsþings hefjist eftir miðjan næsta mánuð og kemur þingið væntanlega saman síð- 2S ari hluta nóvembermánaðar. Augljóst er að þetta jHI þing verður eitt hið mikilvægasta í sögu alþýðu- samtakanna og skiptir þá meginmáli að sem bezt |g£ takist til um fuiltrúaval. Síðan síðasta þing var m; haldið hafa orðið stórfelld umskipti á högum ^ verkafólks og réttindum verklýðssamtakanna. I árslok 1958 var kaupmáttur launa einn hinn hæsti sem hann hefur orðið hér á landi. Það á- stand stóð þó aðeins skamma stund. Snemma á árinu 1959 beitti ríkistjórn Alþýðuflokksins sér fyrir því að Alþingi lækkaði með valdboði kaup allra launþega um 13,4%. Þetta var gert án sam- ráðs við verklýðssamtökin og gegn eindregnum mótmælum þeirra, og í þessum harkalegu að- gerðum fólst í senn stórfelld skerðing á kjörum launþega og alvarleg árás á rétt alþýðusamtaka. Ijetta reyndist þó aðeins byrjunin- Síð;an hefur hvorttveggja gerzt í senn að afnumin hefur verið með lögum ein mesta öryggisráðstöfun launþega, greiðsla vísitöluuppbóta á kaup, og skipulögð hefur verið stórfelldasta og örasta verðbólga sem dæmi eru um hér á landi. Allar nauðsynjar og hverskonar þjónusta hefur hækkað stórlega í verði, og hafa brýnustu nauðsynjar hækkað mest. Nú þegar er svo komið að kaup- máttur launa er lægri en hann hefur verið hér á landi síðan fyrir stríð, og kaup er hér miklu lægra en í nokkru nálægu landi. Þetta eru mikil og mjög alvarleg umskipti. Jafnframt hefur dýr- tíðin valdið því að mjög dregur úr nýjum fram- kvæmdum í landinu, jafnt húsbyggingum sem öflun nýrra framleiðslutækj-a, og fái sú þróun að halda áfram er veruleg hætta á atvinnuleysi. ITerkalýðshreyfingin hefur mótmælt þessum að- " gerðum öllum af miklum þunga. Á ráð- stefnu þeirri, sem Alþýðusambandið boðaði til í vor, var stefna ríkisstjórnarinnar fordæmd ein- róma af öllum fulltrúum og ákveðið með sam- hljóða atkvæðum að verklýðshreyfingin hlyti að snúast til baráttu með öllum mætti sínum og tryggja kauphækkanir og kjarabætur. Sú stað- reynd hlýtur að mta allan viðbúnað verklýðs- féiaganna nú þegar Albýðusambandsþing er framundan. Allir vita að átökin við atvinnurek- endur og ríkisstjórn þeirra verða mjög hörð, og því skiptir öllu máli að viðbúnaður verklýðsfé- laganna sé sem beztur, að það verði valinn maður í forustu í hverju einasta verklýðsfélagi. Tfjað er alkunna að atvinnurekendaflokkarnir hafa lagt mikið kapp á að tryggja aðstöðu fvrir pólitíska sendla sína innan verklýðssamtak- anna og þeim hefur orðið nokkuð ágengt í því efni. Þessir sendimenn hafa haft hægt um sig að undanförnu og reynt að vekja sem minnsta athygli á hlutverki sínu, en augljóst er að þeir verða dragbítur í allri hagsmunabaráttu verk- lýðssamtakanna, og þeim verður falið að reyna að tryggja það að árangur alþýðusamtakanna, í átökum verði sem minnstur. Því er það megin- nauðsyn að verklýðsfélögin noti það tækifæri sem býðst í fulltrúakosningunum til þess að gera hreint hjá sér; á Alþýðusambandsþing má ekki senda nokkurn mann sem ekki er hægt að treysta til skeleggrar baráttu fyrir kjörum verka- fólks og rétti alþýðusamtakanna. — m- mtMmÁ 11111 Myndin að ofan er af Ásmundi við lilið hinnar stóru og merkilegu myndar — Björgun. Á miðri síðunni er mynd af styttunni sem Ásmundur gerði af Einari Ben, og neðst er myndin Heyband, sem Ásmund langar til að gera stóra. dýrimeta tæki. Hugsa sér j.sgar maður er í útlöndum og sér varla nema minnis- varða um stríðkemmþur, sem unnu sér það eitt til frægðaj að slátra milljónum.... Ég er nú i ellinni kominn út í þetta monumentala. Orð- ið minnismerki er annars ómöguiegt í þessu sambandi — já, minnisvarði, þa3 er mikið betra orð. Þessar myndir hér inni eru frá öllum tímabilum — flest- ar þeirra gerði ég eftir að ég var búrnn með ,,kúluna“. Það kom einu sinni til mín Svíi, cg er ég sagði 'lionum frá því, að ég hefði byggt húsin að mestu einsamall, h rfði hann forviða á mig og sagði: Hvenær hefur þiú e:g- inlega haft ,tíma ti! að gera þessar myndir? Ásmundur hló. Sagði síðan: Það ' er nú svo, ég er. ahnn upp í sveit og foreldrar mínir hé'du mér alltáf að vinnu — ég lærði þau sannindi, að það safnazt þegar saman kemur.... Ég man eft:r ömmu gömlu. Hún átti svo mikið skraut. Samt var hún fremur fátæk. Ég hafði hana í huga þegar ég gerði myndina Lífsgéis'ann 1 allri þessari fátækt vildi Er mannverem bara Á sunnudag var sagt stutt- lega frá heimsókn til Ás- mundar Sveinssonar, mynd- höggvara, þar sem hann sagði frá sögu Rafmagns, táknmyndar, sem reist var við Steingrímsstöð. En það var spjallað um margt fleira. 1 sýningar- og vinnusal Ás- mundar standa margar högg- myndir úr margvíslegu efni og af margvíslegri gerð. Við d.yrnar stendur mikil- fengleg mynd — Björgun — en Ásmundiir hefur nýlokið við að gera hana í gips, og er eigandi hennar Ottar 'Ellingsen. Þetta er þekkt verk og margumtalað — þetta er myndin sem Vest- mannaeyingar áttu kost á að eignast — en þáðu ekki. Myrd í gipsi er ekki nema hálfnað verk. Eftir er að gera aðra mynd úr varan- legra efni — kopar, eða rétt- ara sagt eir. Það er mjög dýrt og var’.a á færi einstak- linga, þótt efnaðir séu, að standa straum af þeim kostn- aði. Það verður að senda all- ar mynd’r út, sem steyptar eru í kopar og er ekki að vænta, að það verk verði nokkurn tíma unnið hér á, landi — t.d. er aðeins ein siík verksmiðja í Svíþjóð og hefur varla nóg verkefni. Enda sagði Ásmundur: Höggmyndalistin er dýr og hún getur ekki þrifizt nema með fé'agslegum hætti; þjcð- in öll þarf að sameinast um þetta mál. Sannleikurinn er sá, að ríkið hefur lítið sinnt höggmyndalistinni, aftur á móti hefur Reykjavíkurbær lagt talsvert að mörkum und- anfar'ð. Það er draumur minn að komast t:l móts við þjóðina og hafa verk mín úti ■— stór. Mér er sama hvar þau eru niðurkomin á land- inu. Þegar ég var ungur greip ég til þess ráðs að gera verk mín í steinsteypu — nú, 'þegar ég er orðinn gamall maður, sé ég, að það dugar ekki — það -er ekkert sem stenzt þessa veðráttu nema koparinn. Við göngum að lítilli styttu. Þetta er Einar Ben., segir Ásmundur. Ég ætla að hafa hann sjálfan 3 metra á hæð og hörpuna að baki honum 6 metra háa. í and- dyri húss hans er myndin af Einari kornin í fulla stærð. Hún er í tveim pörtum og bíður þess að verða send ut- an. Þetta er mikil mynd. Við göngum áfram. Þetta er nýjasta myrd mín. Ég kalla hana Lífsgeislan. Hún er tileinkuð hinum óþekktu höfundum á íslandi, Öllum, sem leituðu fegurðar og and- ríkis í einhverri mynd. Þessi mynd liérna er líka ný, hún heitir Föntgen hún er tileink- uð Röntgentækinu, þessu fólkið gera e:tthvað faliegt, eiga eithvað fallegt og hafa eitth\'að fallegt fvrir augurn. Það kom hérna sænsk hjúkrunarkona og sá mynd- ina RÖntgen, hún vildi endi- lega sýna sænsku Röntgenfa- brikkum hana. En ég vil ekki m;ssa hana út. Sigurður landlæknir er búinn að sjá hana — ég held hann hafi áhuga á henni. Já, víst gæti ég selt mynd- ir mínar út. En ég vil ekki missa þær úr landinu. Ásmundur segir að nú bíði hjá sér 7-8 myndir, sem e’gi að stej'pa í kopar, þar af tvö portrett af Sigurði - heitn- um skclameistara á Akureyri og konu hans, gerð eftir Ijós- mynd.. Nýkomin er til lands- ins myndin, sem hann gerði af Þórbergi Þórðarsyni 1928.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.