Þjóðviljinn - 21.08.1960, Side 9

Þjóðviljinn - 21.08.1960, Side 9
 Sunnudagur 21. ágúst 1960 — 5ÞJÓÐVHJINN — (9 Hvernig æfir Armin Hary 7 Hefur heimsmethafinn Hary sitt eígið æfingaleyndarmál? spyrja ýmsir, er þeir hugleiða afrek heimsmethafans í 100 m hlaupi. Sömu spurningu velta menn fyrir sér um aðra íþrótta- garpa, er náð hafa ótrúlegum árangri. Við nánari athugun kemur í Ijós að ekkert yfirnáttúrlegt eða leyndardómsfullt er á ferðinni. iÞeir ei^inleikar, sem gert hafa Hary kleift að ná hinum mikla hraða eru þessir: 1) Óvenjuskýr ■tilfinning fyrir nákvæmni og hnitmiðun í eigin líkamshreyf- ingum. 2.) Gífurlegur hraði í fótaburði, þannig að hann nær á fyrstu metrunum nær því sama hraða og hlutur sem fellur lóðrétt. 3.) Einstök lipurð og mýkt. 4.) Mjög mikp skreflengd. Viðbragðið sjálft er ekki sneggra hiá Hary en hjá öðr- um spretthlaupurum, en enginn er fljótari en hann að komast á fulla ferð. Þessir eiginleikar Harys eru meðfæddir, enda þótt rnfing hafi hvatt þá og eflt. Hary æfir flesta daga. Hann hefur mikinn sjálfsaga. Hann veit sjálfur nákvæmlega hvað hann má reyna á sig og hvaða hvíld hann þarf milli átaka. Hann tekur engum ráðlegging- um í þeim efnum. Hraði hlaup- arans er einmitt mjög kominn undir því að" hann fái rétta hvíld milli spretta og átaka. Hary hefur ekki lagt eins mikla áherzlu á þolið, enda reynast 200 metrarnir honum ennþá erfiðir. Þegar Hary æfir viðbragð, æf- ir hann án þess að láta ræsa. Hann tekur viðbragðið eftir eig- :in geðþótta. Þannig tekst honum Vélasalan hf. í Reykjavík hefur gefið bikar fyrir Nor- rænu sundkeppnina milli ReykjaVíkur, sundkeppnina Akureyrar Hafnarfjarðar, og verður hann unninn til eignar í þessari sundkeppni af þeim kaupstaðn- um, sem hæstri hundraðstölu nær. Á þessum stöðum hafa nú synt: Hafnarfjörður 1220 m. 17.8% Reykjavík 9500 m. 13.4% Akureyri 1098 m. 12.8% Vélasalan gaf einnig bikar til keppni þessara staða 1954 og vann Hafnarfjörður þann bikar. Armin Hary kemur í mark á 10 sek. sléttum. Skreflengd hans er úvenju rnikil. hlauparans Hary: hraðinn sýn ist ekki vera eins mikill oí ems hann er. Iiary kærir sig ekkert og sérfræðingum og notar þær hefur heldur Heimsmeisfaiakeppiti í hjólreiðum um þjálfara og eftir eigin geðþótta. Ritstjóri: Frímann Helgason áð tengja viðbragðsátakið við lipurðina. Viðbragðið aafir hann •oftast á grasi. Hann hleypur yfirleitt 100—150 metra spretti á æfingum, og byrjar alltaf með krjúpandi viðbragði en ekki standandi. Lipurðin og mýktin er einstök í öllum vöðvum, allt frá tám út í fingurgóma. Á æfingum hefur Hary marg- sinnis. hlaupið á 10,0 sek., en hann hleypur léttilega og átaka- laust og margir halda að hann mái ekki nema 12 sek , en þá kemur á daginn að tíminn er 10,0 sek. Og þetta er eina leyndarmál Sundkeppnin hi Sundráð Reykjavikur hefur' gefið bikar til lceppni milli skólanna í Reykjavík innan ramma Norrænu sundkeppninn- ar. Innan skólanna er meiri- hluti þess hluta þjóðarinnar, sem syndur er, enda er sundið ein af skyldugreinum skólanna. Ef allir nemendur í skólum landsins synda 200 metrana, er jafnaðartala íslands í keppn- "S BI"s clrA9ann‘ inni jöfnuð, og allir aðrir þátttakendur aukning. Þátttakan í skólunum er orð- in: \ Barnaskólar: Laugarnesskcli 594 40% Miðbæjarskóli 416 37 — Austurbæjarskóli 425 32 — Melaskólinn 402 31 — Langholtsskólinn 262 28 — Vogaskólinn 188 25 — Breiðagerðisskóli 347' 27 — Framlialdsskólar: Réttarholtsskóli 186 57 % Gagnfr.sk. Vest.b. 176 45 — Lindargötuskólmn 93 36 — Landsprófið 74 35 — Kennaraskólinn 43 32 —■’ Gagnfr. Austurb. 192 29 — Hagaskólinn 90 25 — Lægstur er Háskóli Is- lands, 5 þátttakendur eða 0.6%. Nýlega er lokið heimsmeist- arakeppni í hjólreiðum, er fór íram í Leipzig í Austur-Þýzka- landi. Myndin hér að neðan er tekin við opnunarhátíðina á Rosch-leikvanginum. Á eindálka myndinni hér fyrir ofan sést heimsmeistari 1960 í hjólreiðum karla, Bernhard Eckstein, Aust- ur-Þýzkalandi og á efstu mynd- inni heimsmeistarinn 1960 í hjólreiðum kvenna, Berly Burt- on, Bretlandi (í miðið). Hjá henni standa nr. 2 og 3, Naess- ens frá Belgiu og Sjogina frá <i Sovétríkjunum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.