Þjóðviljinn - 04.09.1960, Síða 10

Þjóðviljinn - 04.09.1960, Síða 10
Sj9) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 4. september 1960 Viennarakjör 1 Framhald ^í 7, síðu Sumir eru þegar farnir úr stárfi, aðrir um það bil að fara og flest er þetta ungt fólk sem á auðvelt með að aðlaga sig öðrum störfum. Er því hætt við léjegum endur- heimtum á því. Aðrir hvorki vilja né geta skipt um starf. Þeirra er og verður baráttan fyrir bættum kjörum kennara fyrst og fremst. iKennarar! Latum ekki þögn og sinnuleysi um hags- munamál okkar er mest á ríð- ur verða eftirmæli okkar. Eg skora því á kennara og aðra er veitt gætu málefnum þeirra lið að láta til sín heyra á opinberum vettvangi. Eg skora á kennara er hefja kennslu nú í september að balda fundi og gera ályktan- ir og samþykktir í kjaramál- um sínum er sendar verða blöðum og útvarpi og öðrum •aðilum er þau snerta. Einnig skora ég á stjórnir hinna ýmsu kennarasamtaka i land- inu að senda á sömu staði og til sömu aðila fyrri samþykkt- ir sínar í kjaramálum. Það er krafa og réttur kennara til stjórnar S.I.B. að hún geri þeim nú þegar grein fyrir því hvað hafi verið gert und- anfarið til að fá bætt kjör og aukin réttindi kennara og bvort nokkrar horfur séu á að þær tilraunir muni bera raunhæfan árangur í bráð. Ef svo er ekki að hún athugi ■hvort ekki sé tímabært að kalla saman aukafulltrúaþing í Keykjavik nú í septem'ber með frjálsum aðgangi allra kennara. Foreldrar, er koma til með að eiga 'börn í skólum er horfur eru á að verði ekki starfhæfir eða vanhaldnir vegna kennaraskorts, og raunar öll þjóðin á kröfu á að valdhafarnir geri þegar grein fyrir þvi hvort þeir aetli að leysa vandamálið og þá hvenær og hvernig. Kenn- araskorturinn verður ekki ieystur með ráðningu rétt- indalauss fólks til kennslu heldur er lausn hans með því aðeins torvelduð, auk þess sem kennarastéttinni og kennslumálunum er með því stefnt í voða. Kenn- araskorturinn verður ekki leystur með innflutningi er- lends fólks eins og stundum hefur verið gripið til í svip- uðum tilfellum af augljósum ástæðum. Hann verður ekki heldur Jeystur með hæfilegu atvinnuleysi í öðnlm stéttum. Það er aðeins ein raunhæf og fær leið til lausnar kennara skortinum en það er gagnger endurbót á launum, aðbúnaði og réttindum kennara og því fyrr sem sú leið er farin því betra fyrir alla aðila. Um borð í b/v Fylki á Grænlandsmiðum í lok ágústmánaðar. Ingi Bergmann. • Kaupið og leslð ÞJÓÐVILJANN Afgreiðslusíminn er 17500. 50% verðlækkun á barnapeysum á 1—5 ára. og þrjónaþilsum (plís'etiuð)/ á Austurstræti 12. íer frá Reykjavík miðvikudaginn 7. þ.m. til Vestmannaeyja, Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Akureyrar, Húsavíkur. Vörumóttaka á þriðjudag. H. F, EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. OLIVETTI Multisumma 22 er afar hraðgeng mar.gföld- unarvél, sem margfahl- ar á afar einfaldan og’ skemmtilegan hátt. Allar tölurnar eru ritaðar á pappírinn og þannig er fljótlegt að bera saman. Vér erum sannfærðir um að þér gerið beztu kaup- in er þér kaupið MULTISUMMA 22 því sú vél hefur svo marga kosti fram yfir aðrar vélar hér á markaðnuin. — Verðið er aðeins kr. 16.600.00 Fjölskyldubætur frá 1/41960 Eins og tveggja barna fjölskyldur sem fengu rétt til fjölskyldubóta frá 1. apníl s.l. en hafa enn ekki sótt um þær, eru hvattar til að gera það sem fyrs.t. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. □ I i v e 11 i Einkaiunboðsmeim i SAUMAST0FAN opnuð aftur. HENNY OTTÓSON, Langholtsvegi 139. Sími 3-42-50 — (Símaviðtalstími frá kl. 12 til 2.) G. HELGASON & MELSTED h.f. Hafnarstrætí 19 — Sími 11644. Auglýsið í Þjóðviljanuin 12 gerðir af CATERPILLAR bátavélum Reigistered Trade Mark 50 til 600 hö Fyrir utan hinar frægu hæggengu bátavélar, framleiða CATER- PILLAR .verksmiðjurnar nú hraðgengar og fyrirferðalitlar vélar, heppilegar í báta 15 til 25 tonn. Vélarnar eru 50. 80, 100 eða 150 hö. fjórgengar, ferskvatnskældar með óbeinni eldsneytisinnspýtingu og forbrunaholi, sem tryggir að vélin getur gengið í hægagangi um langan tíma, án þess að sóta sig og tekið svo við fullu álagi, hvenær sem á þarf að halda. Hægt er að búa vélina með fastri skrúfu og olíustýrðum gír eins og sýnt er á myndinnþ eða skiptiskrúfu. Þér stundið veiðar en ekki viðgerðir með CATERPILLAR í bátnum. Kynnið yður kosti Caterpillar Heildverzlunin HEKLA h.f., Hverfisgötu 103. — Simi 1-12-75.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.