Þjóðviljinn - 04.09.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.09.1960, Blaðsíða 12
Veðurguðirnir hafa litið okkur Reykvikinga sérstök- um náðaraugum í sumar og má segja, að síðan fyrstu ctagana í júlí hafi hver dag- ur verið öðrum betri, enda er það viðkvæðið, þegar rætt er um veðrið í sumar, að elztu menn muni ekki aðra eins blíðu, og þarf þá víst ekki framar vitnanna við. Fréttamaður frá Þjóðvilj- anum snéri sér þó til veður- farsdeildar Veðurstofunnar til þess að fá úr því skorið með beinhörðum tölum, hvað hæft væri í því, að annað eins sumar hefði ekki komið langa lengi. Fyrir svörum varð deildarstjórinn, Adda Bára Sigfúsdóttir, og leysti hún góðfúslega úr öll- 5 dagar l til Þingvallafundar ★ Enn er fjár vant til undir- búnings fundinum og eru þeir sem hafa söfnunarlista áminnt- ir um að gera skil þegar í stað. Ennfremur eru þeir, sem heitið hafa ákveðnum fjárhæðum, beðnir að standa skii á þeim sem fyrst. Sunnudaginn 11. september verður merkjasala í Reykjavík og eru stuðningsménn Þing- vallafundarins hvattir til að út- vega börn til að selja merkin. ★ Skrifstofan í Mjóstræti 3 er opin allan daginn frá kl. 9 á morgnanna íram á kvöid. Sím- ar: 23647 og 24701. 75 ára á morgun Andrés Johnson, forngripa- safnari, Áshúð í Hafnarfirði, verður 75 ára á morgun, mánudag. Andrés er löngu landsþek'ktur forngripasafnari og er úrval úr safni hans í Ásbúðarsafni í Þjóðminjasafn- inu. um spurningum fréttamanns- ins um veðurfarið í sumar, sólskinið og allt það. Síðan mpelingar hófust á sólarfari hér í Reykjavík ár- ið 1923, hafa aldrei komið jafn sólrikir júlí- og ágúst- mánuðir samanlagt og nú í sumar, en sólskinsstundir í þessum tveim mánuðum voru alls 537. í júlí voru sól- skinsstundirnar 259 og hafa tvívegis áður komið sólrík- ari júlímánuðir, árið 1939 og 1928. Ágúst var hins vegar alger metmánuður að sól- skinsstundafjölda, en þær voru alls 278. Úrkoma í þessum tveim mánuðum var einnig mikið innan við meðallag, einkum í ágúst. I júlí voru 6 úrkomu- dagar en eru í meðalári 15. Þessa 6 daga rigndi hins vegar býsna mikið, þannig að mánaðarúrkoman varð ekki langt undir meðallagi, 32,7 mm. á móti 51,0 mm. Ágúst var aftur á móti til mikilla muna þurrari en venjulegt er. Úrkoma var aðeins 2 daga mánaðarins (í meðalári 18 dagar) og þá rigndi 9,1 mm, en meðalúr- koma í ágúst er 71,0 mm. Síðan regnmælingar hófust í Reykjavík árið 1920 hefur aðeins komið einn ágústmán- uður þurrari en þessi. Það var ágúst 1956 en þá rigndi 4,4 mm. Á árunum 1885 til 1907 voru framkvæmdar regiulegar regnmælingar í Reykjavík og á því tímabili komu tvívegis þurrari ágúst- mánuðir en nú í sumar. Það var árin 1903 og 1907. Komst mánaðarúrkoman þá allt nið ur í 0,4 mm. Eins og að líkum lætur um svo sólríka mánuði og júlí og ágúst hafa þeir einnig verið til muna hlýrri en í meðalári, en hitasveiflur eru annars að öllum iafnaði frem ur litlar hér á landi, munar sjaldnast meira en tveim gráðum frá meðalhita mán- aðar. í júlí var meðalhitinn 12,2 stig (meðaltal 11,3) og í ágúst 11,2 (meðaltal 10,6). Maí og júní voru einnig hlýrri en í meðalári, sérstak- lega maí. Þá var meðalhit- inn 8,7 stig (meðaltal 6,3), en í iúní var hann 10 0 stig (meðaltal 9,6). Sumarið hef- ur því í heild verið óvenju- lega hlýlegt við okkur Reykvíkinga. Heitasti dagur sumarsins kom í maí og páði hitinn þá 20,6 gráðum. Um veðurfarið í maí er annars það að segja, að þrátt fyrir hlýindin var snöggt um minna sólskin þá en í meðalári og sama er að segja um júní. Úrkoma í maí var hins vegar í minna með- allagi en júní var allur ósköp vætusamur, eins og menrf munu minnast. Það rigndi 25 daga mánaðarins (14 í meðalári) samtals 81,3 mm. Er það liðlega tvöfalt inieðalúi*komumagn|: í slíku árferði og verið hefur í sum- ar, hlýviðri og regn að vor- inu og sól og þurrki um sláttinn, er gott undir bú og hafa sunnlenzkir bændur notið þess, þótt Reykvíking- um komi það að litlu gagni svo litlir búhöldar sem þeir eru nú orðið og hafa víst jafnan verið síðan Ingólf og hans ai'fa leið. En sólina kunnum við enn vel að meta sem betur fer, þótt við. notum hana fremur til þess að baka sjálfa okkur en breiskja hey. IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIll ! Hafa öll 1 [ spjót úti í E Þjóðviljinn skýrði frá E — því á dögunum, að banda- = = rískir hernámsliðar í E = skátabúningum hefðu fært E E sig mjög upp á skaftið í E E sumar og aukið þátttöku E s sína í mótum íslenzkra = E skáta — í þeim tilgangi 5 E fyrst og fremst að komast = E í kynni við skátastúlkurn- E E ar. Þetta hefur minnt E = ýmsa á þær aðferðir aðrar, = 5 sem bandarisku hermenn- E E irnir hafa beitt. hér á und- — E anförnum árum til að ná E E kynnum íslenzkra stúlkna E E — og nú hefui' teiknarinn = 5 dregið þessar myndir á ~ E blað af þessu tilefni. E E Lengst til vinstri sést = E „verndarinn“ í fullum her- E = klæðum innan girðingar E E og ekki ofsæll á svipinn. — = Á næstu mynd er hann E E kominn í borgarleg jakka- E = föt — og út fyrir girðingu. E E Þriðja myndin sýnir eina E E aðferðina, sem hernámslið- = E ar hafa be’tt til að kom- E E ast út af vallarsvæðinu: að = = búast sem lax- eða silungs- E S veiðimaður og fá leyfi til S E veiðiferða (í revnd E E kvennaveifa auðvitað). E 2 Önnur aðferð vel nothæf Z = að vetrarlagi: að búast til E E skíðaferðar (en halda á E E kvennafar), sbr. 4. mynd. E E Loks er sú aðferð, sem E E ,,verndararnir“ hafa beitt E = í vaxandi mæli í sumar: E E að ganga í skátafélagsskap- = E inn og komast í hóp ís- E = lenzkra ungmeyja á skáta- E S mótum utan vallar. E Þetta er rússneska stúlkan V. Krepkina, sem seí ti nýtt OL- met, stökk 6,37 m í langstökki. Hér sést hún í sigurstökkinu. Fundlr s Kópavogi, Vesf- mannaeyjum og FÍuðum í dag verða haldnir þrír fundir hernámsandstæðinga, í Kópavogi, Vestmannaeyjum og aö Flúöum, Hruna- mannahreppi. Fundurinn í Kópavogi hefst kl. 4 síðdegis í félagsheimilinu. Málshef jendur verða Jóhannes skáld úr Kötium, írú Sigríður Eiríksdóttir og' Björn Guð- mundsson forstjóri. í Vestmannaeyjum hefst fund- urinn kl. 2 síðd. í Hótel HB. Framsögumenn verða Ási í Bæ, Valborg Bentsdóttir skrifstofu- stjóri oe' Trvggvi Emilsson vara- formaður Dagsbrúnar. Á i’undinUhl að - FlúöUih Hrunamannahreppi eru fram- sögumenn þeir Sigurfinnur Sig- urðsson, Birtingaholti, Gunnar Benediktsson rithöfundur Hvera- gerði og sr. Rögnvaidur Finn- bogason Mosfelli. Grímsnesi. Á morgun, mánudag, verða 1 íundir í Grindavik og Sólgarði, Saurbæjarhreppij Eyjafirðl. Framhald á 2. síðu. Úrslit í 800 m og 3000 m hindrun- •mmmmmmmmmmmmmmmm^^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmn arhlaupi FRÁ OL í GÆR Úrslit í 800 m hlaupi: Snell N-Sjálandi 1:46,3 Moens, Belgíu 1:46.5 Kerr. Jamaica 1:47,1. Úrslit í 3000 m hindrunar- hlaupi: Krzyszkowiak Póllandi, 2. Sokoloíí Sovétríkjunum, 3. Rzhistchin Sovétríkjunum. Sólríkasta sumar er Veðurstofan man þlÓÐVIUINN Sunnudagur 4. september 1960 — 25. árgangur — 197. tbl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.