Þjóðviljinn - 07.10.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1960, Blaðsíða 7
 Föstudagiir 7. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 -r- v ■ ■: kafa. verið svefnleysi seirí bagaði hann mestalla ævina, II að varð að vitahring; 'ótta við j að geta eljki sofnað sem haml.fij aði svefni, aridvölcurríar mögn-V uðu óttaim. 'Karín vera að. vera hann , hafi verið misvitur heilsugæzlumaður. En ekki; þyrmdi yfir fyrr en fyrir tæp-’’ um tveimur árum og þá að, því marki að illt er til þess að vita að svo mikið skuli geta kostað að losna við það sem engum er sjálfrátt að < hljóta.;: en það' er sjálft lífið. f Ég éfasit ek'ki um að 'hann' ihafi verið harður meðan hann var. í fullu fjöri, það sagði hann sjálfur, en kennir hver; þá.er kemur að hjartanu. Það var hirí' mjög algenga 'krans- æðastífla, sem reið honum að fullu, að viðbættri sykursýki. Og þegar vagnimi er kom- inn á leiðarenda og hefur beygt -út - af brautinni, hvert liggur .leiðin úr því? Er hald-; ið áfram í nýjum vagni ? Karl ísfeld var fæddur á Sandi !í Aðaldal 8. nóv. 1906. Foreldrar hans voru Áslaug Friðjónsdóttir, bónda á Sandi, og Niels LiIIiendahl kaup- maður á Akurevri. Þrír syn- ir lifa hann: Einar, Birgir og Sigurður, og eru þeir sér um móður. Móðir hans er á lífi, háöldruð. M. E. tt*i sér athygli Þegar líða tekur á síðara hluta ævinnar, fer mönnum stundum svo, að þeir undr- ast, þegar einhverjir falla í valinn, sem endur fyrir löngu lögðú af stað sem samferða- menn út í lífið. 1 helfregn forpra vina birtist okkur fall- valtleiki alls sem er, sú stað- reynd sem margur kynni helzt að vilja þoka til hliðar, þegar farið er að halla ur.d- an fæti og horft er fram á fá og óviss ógengin ár. Einhvem veginnn fór mér á þessa leið fyrir fáum dögum, þegar mér barst andlátsfregn fornvinar míns Karls ísfelds rithöfundar og blaðamanns, og vissi ég þó, að hann var mjög þrotinn að heilsu h:n síðari árin. Við fráfall hans rifjuðust upp fyrir mér fjöl- margar minningar löngu- lið- inna ára, sem tíminn og gleymskan var tekin að slá á fölva. Fyrir hálfum fjórða tug ára bar fundum okkar saman fyrst norður á Akureyri. Við áttum báðh’ sæti í sama bekk. Kannski áttum við það fyrst og fremst sameiginlegt að vera ,,vondir skólaþegnar", dálítið hirðulausir um hefð- bundið nám og með takmark- aða trú á forsjá og fræðum skólans, enda lítt bandvanir í þá daga. Lífið er fagurt og freistandi í augum unglinga fyrir innan tvítugt, og fram- undan blasir við óravíðátta langrar ævi. Það gat ekki verið ne;n höfuðsynd að slaka dá- lítið á klónni öðru hvoru og hverfa að hugstæðari við- fangsefnum eða vagga sér stund og stund í sætleika að- gerðarleysisins. En verulega náin kynni tókust ekki með okkur að þessu sinni. Það var ekki fyrr en nokkr- um árum síðar, að leiðir okk- ar lágu aftur saman og að þessu sinni hér í Reykjavík. Við vorum eambýlismenn í Framhald á 10. síðu ' Tugir ríkisleiðtoga hafa sótt Allsherjarþing SÞ og látið til sín heyra í umræð- um, en þar að auki hafa þeir ræðzt við fáir saman eða tveir og tveir. Mesta athygli vekja tveir fundir þeirra for- sætisráðherranna Krústjoffs og Macmillans, og er litið svo á að þeir séu að undir- búa fund æðstu manna á næsta ári, þegar nýr forseti hefur tekið við í Bandaríkj- unum. Myndin var tekin í fyrra skiptið sem forsætis- ráðherrarnir ræddust við eins- lega í New York. STEFÁN JÓNSSON: Stétt sérmenntaðra barna- kennara reis á legg að vit- urra manna ráði í timburhúsi við Laufásveg fyrir hálfri öld. Þeirri stétt munu nú misvitrir menn þurfa að veita nábjargirnar í nýju steinhúsi við Stakkahlíð. Hún hefur þegar tekið fyrstu andvörpin. Fræðslumálastjóri lét hafa það eftir sér í blaðaviðtali í sumar, að skortur sérmennt- aðra barnakennara stafaði af þröngu og lélegu húsnæði Kennaraskóla íslands. Fræðslumálastjórinn er sjálf- ur úr bamakennarastétt kom- inn og það er almennt álit innan stéttarinnar, að engan eigi hún betri vin og víst er um það, að gagnvart hverjum einstökum innan stéttarinnar er ekki hægt að hugsa sér elskulegri yfirmann. En orð hans um að kennaraskortur- inn stafi af lélegu húsnæði skólans hljóta að vera sögð til að breiða yfir eitthvað, sem ekki þótti viðkunnanlegt að segja. Þó að húsrými skólans hafi verið þröngt og lélegt, hefur það reynzt svo rúmt, að erfítt hefur verið að fylla það á undanförnum árum. Vegna daufrar aðsóknar hef- ur hvað eftir annað orðið að slaka á kröfum um inntöku- skilyrði til að örva aðsókn- ina. Hvað sem það sannar, sannar það ekki, að skólinn hafi ekki getað veitt viðtöku því fólki, sem hafði áhuga á að verða bamakennarar. Þar við bætist svo hitt, að stórir hópar fólks, sem lýkur kenn- araprófi, leggur stund á kennslu aðeins fáein ár, en hverfur svo að öðrum störf- um og enn aðrir leggja al- drei stund á kennslu, þó að þeir hafi réttindi til. Sann- AÐ DEYJA leikurinn er sá, að í hverja einustu barnakennarastöðu á landinu er til fólk með rétt- indum og töluvert meira en það. Þó að undarlegt sé, vilja menn ekki vera barnakennar- ar, þegar á skal herða. Þeir virðast t.d. heldur vilja vera fræðslumálastjórar eða full- trúar slíkra, forstjórar fata- verzlana, talsmenn flugfélaga, jafnvel bítast um bæjarstjóra- stöður. Þannig mætti enda- laust telja. ■ Menntamálaráðherrar okk- ar hafa nú um nokkurra ára skeið með aðstoð fræðslu- málastjóra bætt úr kennara- skortinum með því að ráða til kennarastarfa fólk, sem engin réttindi hefur í þeirri grein. Síðasta ár voru 118 kennarar án réttinda við ís- lenzka barnaskóla. Yfirmenn fræðslumála munu telja sig gera þetta í góðu skyni og vel má vera að svo sé, ef nauðsyn er á að stéttin deyi. Við, sem höfum haldið, að hún mætti lifa, lítum á þetta sem eitthvert versta óþokka- bragð, sem framkvæmt verð- ur gegn sérmenntaðri barna- kennarastétt og mun hún eina sérmenntaða stéttin, sem yfir- völdin leyfa sér slíkan fanta- skap við. Þetta bætir ekki úr kennaraskortinum. Það við- heldur honum um ófyrirsjáan- lega framtíð. Jafnvel þó að með þessu takist að drepa af sér stétt sérmemvtaðra kennara, (því að hvers vegria ættu menn að kosta sig til náms, þegar það veitir ekk- ert í staðinn?) þá dugir það ekki til. Kennaraskorturinn myndi halda áfram svo lengi sem það er ekki gert, sem verður að gera. Sem sé að gera kennslustörf eftirsóknar- verð. Það skal fúslega játað, að margt það fólk, sem tekur að sér að kenna börnum án þess að hafa lokið tilskildu kennaraprófi kann að vera ágætlega starfi sínu vaxið og hafa í almennum greinum engu minni menntun en kenn- arar með réttindum, sumt jafnvel meiri menntun, en að horfa til þess er að horfa í öfuga átt. Um flest það fólk, sem svo er vel á vegi statt, á það við, að það ætlar ekki að gera kennslu að ævistarfi, heldur grípur það þar inn við hentugt tækifæri í það og það skiptið. Það segir sig sjálft að hægt mun vera að finna einlivern þann barnakennara, sem rétt- indi hefur, en er lakari starfs- maður en einhver réttinda- laus, lærðan trésmið, sem ekki kann meira til sinnar iðju og er ver til hennar fall- inn en einhver tiltekinn, sem ekki hefur lært, búfræðing, sem stendur ómenntuðum bór.da langt að baki, og svo mætti lengi telja um hverja einustu atvinnustétt. En svo undarlegt er þetta eigi að síð- ur, að það er eins og allar þjóðir heims keppi að því að eignast sérmenntað fólk í hverri starfsgrein. Jafnvel það fólk, sem ekki á þó ann- að að gera en sjá um upp- fræðslu og að allmiklu leyti '■É&mg-m ■ - % l-.r 'jk NÍJ.' ■’Sr ' lL J i É ,r" I uppeldi nýrrar kynslcðar vilja. þær reyna að sérmennta £ þeim fræðum eftir þvi semi föng eru til í hverju landh Jafnvel þó að starfið sé ekki þýðingarmeira en þetta, virð- ist að því stefnt, að þeiiv sem taka það að sér, skuli hafa til þess þá beztu sér- menntun, sem hægt hefur verið að veita, engu síður eni talið er nauðsynlegt að þeir hafi sérmenntun og sérrétt- indi, sem klippa hár manna, gera við klukkur þeirra og skó, kynbæta búfé, temja hesta, gelda fola og meta kjöt. Réttindalaust fólk í kenn- arastarfi getur, svo sem áð- ur er sagt, verið prýðilega starfi sínu vaxið, en það er það bara ekki allt. Mér ligg- ur við að segja, sem betur fer. Otskýri það þó ekki, Margur hlýtur að vera þar sá, sem ekki átti margra góðra kosta völ. Það, að taka að sér slik störf, vita sig enga kunn- áttu hafa til þeirra, enga skólagöngu að baki, vita sig: gera þetta í óþökk þeirrs sem aflað hafa sér réttinda með ærnum kcstnði, vinna gegn hagsmunum þeirra og: gera þeim erf'ðara fyrir um bætt kjör, gera þetta allt fyi~ ir smánarpeninga, það ber ekki vott um andlega glæsi- mennsku. Stétt íslenzkra barnakenn- ara er að vísu enn á lífi, en verði öllum kröfum henna. um bætta lífsafkomu synjaö. en stöðugt fjölgað réttinda- lausu fólki við kennarastörf, þá er hlutverki hennar lok- ið sem stéttar. Hún getur þá tekið síðasta andvarpið ef hún vill. Það er misskilningui' að ekki sé hægt að deyja, þegar maður ætlar sér. Kannski verður manns sakn- að, því að enginn veit, hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Góð huggun það, og sumir eiga heldur ekki aðra. En hvað skal þá. með nýtt kenn- araskólahús? Fyrsta qrein

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.