Þjóðviljinn - 07.10.1960, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 7. október 1960
Minningarorð
Framhald .af 7. síðu.
nokkur^óf; EkiSfvBrn -fölskva
haíði þó dregið yfir bjartsýni
ungiingsáranna, enda kreppa
í landi og fjárskortur tilfinn-
anlegur. Kom okkur þá til
liugar, að nokkur fjárvon
kynni að felast í því að þýða
Söguna af San Miehele, sem
var mikil tizkubók í þá daga. !
Vegna meðmæla Freysteins
Gunnarssonar skólastjóra, i
sem séð hafði sýnishorn af
þýðingunni, tókst ' ökkur að
fá Pétur Halldórsson bóksala
til þess að kosta þýðinguna
og gefa bókina út. Varð þetta
upphaf þess, sem næstu árin
varð aðalstarf okkar beggja,
og Karls raunar ævilangt að
öðrum þræði.
Þó ýmislegt væri bjástrað,
sem til atvinnu horfði, um
þessar mundir, var það ekki
starfið sem setti svip sinn á
þessa fjarlægu daga. Þrátt
fyrir allt rísa þeir upp í minn-
ingunni sem dagar hinnar
áhyggjulausu gleði. Atvinna
var sjaldan ríflegri en svo,
að nægur tími vannst til
þess að sinna þeim hugðar-
efnum, sem mest voru aðkall-
andi og nægilega fjarlæg
önnum hversdagslífsins til
þess að falla ekki beinlínis
undir smáborgarlegar dyggð-
ir. Einhvern vegin æxlaðist
það svo, að hér söfnuðust
saman nokkrir þeirra manna,
sem helzt áttu vanda til að
leggja leið sína til hliðar við
alfaravegi, og minnist ég
einkum Jóns Pálssonar frá
Hlíð úr þeirra hópi. Það var
fágæt unun að heyra hann
lesa upp kvæði sitt um Grím
í Skel eða valda kafla úr
skáldsögu þeirri, sem hann
hafði í smíðum síðustu ár æv-
innar. Samkomustaðurinn var
alls staðar og hvergi, oftast
Skálinn, stundum Heitt og
kalt eða líkhús franska spít-
alans við Lindargötu, þar sem
Magnús Á. Árnason listmálari
bjó á þeim árum. Oft sátum
við Karl heima í herbergi
okkar á Öldugötu 5 og höfð-
fþróttir
Framhald af 9. síðu .
Everton 7 1 3 28-19 15
Burnley 7 0 4 25-15 14
Blackburn Rov. 6 2 3 27-20 14
Wolverhampton 6 2 3 20-18 14
Manchester City 5 3 2 21-18 13
Fulham 6 1 4 22-28 13
Arsenal 5 1 5 16-11 11
Aston Villa 5 1 5 23-31 11
Birmingham 4 2 5 17-17 10
Chelsea 4 2 5 28-28 10
Leicester 4 2 5 20-20 10
Newsastle U. 5 0 6 25-28 10
West Ham 4 1 6 22-29 9
Preston 4 1 6 14-20 9
Cardiff City 3 2 6 12-21 8
West Bromwich 3 0 8 21-22 6
Manchester U. 2 2 6 17-22 6
Bolton 2 2 7 16-23 6
Nottingham For. 2 2 7 14-23 6
Blackpool 1 2 8 13-25 4
2. deild:
Sheffield U. 9 1 2 25-10 19
Ipswich 7 3 1 28-15 17
Piymouth 7 1 3 23-12 15
Norwich City 6 3 2 17- 9 15
Southampton 6 2 3 30-22 14
V/etherham 5 2 4 14-10 12
Counthorpe 4 4 3 23-18 12
Middlesbrough 4 4 3 21-17 12
Liverpool 5 2 4 16-14 12
um Stein Steinar að gesti og
háðum endalausar rökræður
um fegurð og tilgang lífsins
og vandamál samtiðarinnar.
Niðurstaðan varð stundum í
hæpnasta lagi, enda í sjálfu
sér ekkert höfuðatriði. Og hér
var það einn daginn, að
Karli barst í hendur ensk
þýðing á Kalevala-ljóðunum
finnsku. Þau voru mikið um-
ræðuefni í nokkra daga.
Steinn orti fjölda af vísum
um Váinámöinen og aðrar
söguhetjur kvæðisins, en
Karl hét að þýða ljóðin á ís-
lenzku. Mun sú ætlun aldrei
hafa horfið honum úr huga
upp frá því, þótt dráttur yrði
á, að hann hæfist handa, og
það yrði síðasta verkið, sem
hann lagði hönd að.
En svo gerðist það undur
eitt árið, að við vorum báð-
ir komnir í atvinnu. Fór þá
eins og gengur, að samfundir
strjáluðust. Glöðum samveru-
stundum var lokið, þótt jafn-
an síðan vissum við til ferða
hvors annars og héldum
fornri vináttu okkar á milli.
Meðan Karli ísfeld entist
þrek og heilsa var hann
manna glaðastur, orðheppinn
og hrókur alls fagnaðar í
kunningahópi, maður, sem
kunni að segja frá mörgum
tíðindum, sumum sönnum, en
öðrum löguðum í hendi sér
eins og gengur og gerist. Karl
var marglyndur og nokkuð
hverfull í skapi, meir fallinn
til þess að fara léttum hönd-
nm um viðfangsefni sín, en að
takast á við þau af ýtrustu
festu. Karl var hamhleypa til
vinnu, þegar hann tók á því,
en þótti gott að slá sér frá
verki á milli.
Aðalævistárf Karls voru
þýðingar. Liggur eftir hann
fjöldi bóka á því sviði, auk
þess sem hann þýddi margt
fyrir blöð þau, er hann vann
við. Meðal höfunda þeirra,
sem hann þýddi, má nefna
auk margra annarra: Sher-
t wood Anderson, 'Erskine Cald-
well, Charles Dickens, Jaro-
slav Hasek, Ernest Heming-
way, Signrd Hoel, John Stein-
beck, Sten Stolpe, Leo Tolstoj
og Emile Zola. Sennilega er
þýðingin á Ævintýri góða
dátans Svejks í heimsstyrjöld-
inni eftir Jaroslav Hasek
kunnust meðal alls almenn-
ings. Fyndni þýðandans, orð-
gnótt og vald á kringilyrðum
tungunnar féll vel að hinni
myndauðugu og öfgakenndu
en nokkuð brokkgengu frá-
sögn hins tékkneska skálds.
Karl átti það til í þýðingum
sínum að slaka á taumhald-
inu og' bregða á leik með
skoplegu eða hátíðlegu orða-
vali. Fór vel á þessu í sum-
um þýðingum hans, eins og
Góða dátanum og sögum
Steinbecks, en miður í öðrum.
Á yngri árum orkti Karl
allmikið, enda átti hann
skammt að sækja hagmælsk-
una til móðurfrænda sinna,
Sandsbræðra. Varla mun hann
þó hafa dreymt um skálda-
nafn á þeim árum. Visur hans
og kvæði voru bundin augna-
blikinu, skemmtilegu eða
skoplegu atviki og gleymdust
með því. Síðar á ævinni lagði
hann nokkru meiri alvöru við
ljóðagerð sína, og árið 1946
kom út lítil kvæðabók eftir
hann, Svartar morgunfrúr.
Bókin vakti víst ekki mikla
athygli, og grunar mig, að
.hún, hafi valdið höfundi sínum..
nokkrum vonbrigðum.
Skömmu síðar en kvæða-
bókin kom út hóf Karl að
þýða á íslenzku hinn mikla
finnska sögul jóðabálk Ivale-
vala. Ég hygg að hann hafi
gengið að því verki af mestri
alúð cg alvöru. Kalevala var
mest þeirra verkefna, sem
hann tók sér fyrir hendur,
vandasamast og kröfufrek-
ast. Verkið var mikið og sótt-
ist frekar seint í hjáverkum
frá öðrum störfum. Fyrra
bindi ljóðanna kom út fyrir
þremur árum, þegar forseti
Finnlands var hér á ferðinni,
og hlaut það hinar beztu við-
tökur. Þegar Karl andaðist
átti hann aðeins eftir tæpar
fjórar blaðsíður til þess að
ljúka verkinu öllu.
Karl ísfeld var fæddur á
Sandi í Aðaldal 8. nóvember
1906 og var því ekki nema
tæplega 54 ára, þegar hann
lézt. Foreldrar hans voru Ás-
laug Friðjónsdóttir, systir
þeirra Sandsbræðra, og Niels
Lilliendahl á Akureyri. Ólst
Karl upp í skjóli móður-
frænda sinna í Þingeyjar-
sýslu, unz hann kom í Akur-
eyrarskóla, en þaðan lauk
hann s túdentsprófi vorið
1932. Hann nam um skeið
norrænu við Háskóla íslan'is,
en hvarf brátt frá námi og
gerðist nokkru síðar blaða-
maður við Alþýðublaðið. Um
eitt skeið var hann ritstjóri
Vinnunnar, tímarits, sem Al-
þýðusamband Islands gaf út.
Síðar vann liann að blaða-
mennsku hjá Vísi og Vikunni.
Haraldur Sigurðsson
Bandarísk bygg-
ingarHst, sýn-
ing opnuð hér
Bandarísk byggingarlist nefn-
ist sýning hefur verið opnuð
í húsakynnum Byggingaþjón-
ustu Arlqitektaféljgs jíslands’j
að Laugavegi 18A.
Sýningin er liður í þeirri starf-
semi byggingaþjónustunnar að
kynna innlenda og erlenda húsa-
gerð. Hingað er sýningin, sem
er farandsýning, kominB fyrir
atbeina uppplýsingaþjónustu
Bandaríkjamanna. Hún er
skipulögð af arkitektunum Pet-
er Blake og Julian Neski fyrir
American Institute of Arohit-
ects. Myndskreytingarnar eru
gerðar af Richard Erdoes.
Sýningin vsrður opin dag-
lega kl 1—6 síðd. nema laug-
irdaga kl. 10—12 árdegis.
Að sögn forráðamanna Bygg-
ingaiþjónustu arkitekta er nú í
undirbúringi að fá hingað til
lands sýningar á danskri og
finnskri byggingalist.
Sóíasett,
Sveínsóíar,
Svefnbekkir.
HNOTAN,
húsgagnaverzlun, Þórsg. 1.
Verzlun Sigurbjörns
Kr ~ .w?«:•!-: - v^ú..-»xíi vo al
arasonar
Njálsgötu 1
opna í dap Vefnaðarvöruverzlun á horninu
á Njálsgötu og Klapparstíg (áður Haíliða-
búð).
Verzlunin hefur á boðstclum mikið af vörum á gamla.
verðinu og einnig milíið aí’ smávörum.
Sérstök athygli skal vakin á nýkomnum stór-
isefnum í hvítum og dröppuðum lit í breiddun-
um 100 cm. — 125 cm. — 150 cm. — 155 cm. og
175 cm. verð aðeins frá kr. 57.95 m.
dfig mun ávallt hafa á boðstólum góðar vörur á
sanngjörnu verði og leg.gja kapp á góða þjóuustu.
Vörur sendar gegn póstkröfu hvert á laiul
sem er sími 16700.
SIGUBBJÖRN KARASON.
Auglýsing
iim Sveinspróf.
Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggildar eru, farst
fram í okitóber og nóvember 1960. >
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próf-
töku fyrir þá nemendur sína sem lokið hafa náms-
k. tíma.
Umsóknir um próftöku sendist formanni víðkomandi
m prófnefndar fyrir 15. þ.m., ásamt venjulegum gögnum
og prófgjaldi.
Reykjavík, 3. október 1960.
Iðnfræðsluráð.
Sendisveinn
ÓSKAST STRAX
Mars Trading Company,
Klapparstíg 20 — Sími 1-73-73.
Dömur athugið
Þurrkhettan við hárþurrkuna sparar tima
og erfiði er fyrir allar gerðir af hárþurrikum.,
Fæst nú þegar á eftirtöldum stöðum a
Reykjavík:
Ver/,1. S.Í.S. Austurstræli 10, Véla- & rafíækja-
salan Bankastræti 10, Verzl. Hekla Austurstræti
14, Verzl. Ljós h.f. Laugavegi 20, Verzl. Regn-
boginn Bankastræti 7, Verzl. Luktin Njálsgötu
87, Raforku Vesturgötu 2, Rakarastolu Péturs
og Vals Skólavörðustíg 10.
1 HAFNARFIREI í VESTMANNAEYJU3®
Stebbabúð Versl. Framlíðin
Á AKUREYRI. Kaupíélag Eyíirðinga,
Verksmiðjan Signa.
Auglýsið í Þjóðviljanum