Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 4
&)' — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. október 1960 FISCHERMOTIÐ Robert Fischer vann frem- ur auðveldan sigur á hinu stutta móti, sem hér var sleg- ið upp í tiiefni af komu hans. Við þessu var að búast, því Gilfermótið hafði leitt í ljós að stórmeistarinn okkar Frið- rik Ólafsson var ekki í sem beztu formi um þessar mund- ir, og varla var við því að búast að neinn hinna kepp- endanna gæti leyst af hendi hina erfiðu landvarnarkvöð á fullnægjandi hátt, er undra- barnið herjaði á garðinn. Fischer er ágreiningslaust eitt furðulegasta fyrirbæri sem fram hefur komið á skák- sviðinu, frá því er sögur hóf- ust. 15 ára gamall var hann kominn 5 röð fremstu stór- meistara heims og 16 ára gamall teflir hann í kandí— datamóti, þar sem úr því er skorið hver á að skora á heimsmeistarann. Svo hefur sagt mér Frey- steinn Þorbergsson, er var við- staddur það mót, að það hafi sérstaklega vakið athygli sína hve litlum umhugsunartíma Fischer eyddi á ská'kir sínar. Stundum er staðið var upp frá skák, þar sem hann hafði lagt að velli stórmeistara svo sem Keres og Smisloff, þá átti hann kannski eftir heila klukkustund af umhugsunar- tíma sínum. Hann eyddi jafn- vel minni umhugsunartíma en Tal sagði Freysteinn. Reykvískir skákáhorfendur fengu einnig að kynnast þess- iiin eiginleika undramannsins á nýafstöðnu móti. Hann lék yfirleitt hratt og hiklaust, og taflmennska hans einkenndist af sjálfstrausti og fölskva- lausum sigurvilja. Jafnvel þá ■er hann lenti í krítískri að- stöðu ólgaði jafnan undir þessi trú og vissa um sigur og verkaði slævandi á at- hafnaþrótt andstæðingsins. Það var eins og öryggi hans og yfirburðavissa hefði dá- leiðsluáhrif á andstæðinginn. Er fágætt að búa yfir slik- iim eiginleikum á barnsaldri. Koma Fischers var mikill fengur fyrir 'íslenzka skák- menn. Einkum verður hann ís- lenzfeum æskumönnum til fyr- irmyndar um það hve mikilli fiillkomnun verður náð á unga nldri í skapandi list, ef ein- ‘beitni og sigurvilji marka brautina. Ingi R. Jóhannsson skauzt npp á milli stórmeistaranna og náði öðru sæti. Var það gott innlegg til viðbótar við sigur hans á Gilfermótinu. Hann er nú örugglega annar bezti skákmaður okkar. Sumir vilja jafnvel meina, að hann sé orðinn álíka sterkur og Friðrik. Á það skal ekfei lagð- ur dómur hér, þótt líklegra verðí að telja, eins og bent var á í síðasta þætti, að Frið- , rik reyndist ennþá trauvta: i ef frekari samanburður feng- ist i lengra móti. En æskileg væri sú þró- j un, ef við eignuðumst tvo (eða fleiri) álíka sterka stór- meistara, sem veittu hver öðrum samkeppni og aðhald. Og í þá átt stefnum við auð- vitað. Þeir félagar Freysteinn og Arinbjörn ráku lastina með 1 vinning hvor. Frey- steinn gerði jafntefli við báða stórmeistarana en tapaði fyr- ir hinum. Miðað við taflmennsku hans í heild, þá virðist liann ekki Skroppinn upp úr þeim öldu- dal, sem hann hefur verið í undanfarið. Arinibjörn vann aðeins Frey- stein, en tapaði hinum skák- unum. Hann tefldi af minna ör- yggi en í Gilfermótinu, og sumir segja hann skákþreytt- an. Ekki er gott ef svo er því nú mun í ráði, að hann tefli á öðru borði á Ólympíu- mótinu !í Leipzig, þar sem Friðrik ólafsson hefur gengið þar úr skaftinu. Við skoðum í dag skák Ar- inbjarnar og Fischers. Hvítt: Arinbjörn Guðmunds- son. Svart: Robert Fischer. Griinfelds-vörn, (með breyttri leikjaröð.) 1. d4, Rf6, 2. Rf3, d5, 3. e3. (Byrjunin veHur svörtum litlum erfiðleikum. Algengast og trúlega sterkast er 3. c4.) 3. — g6. (Það er nofekuð snjöll hug- mynd að bregða sér ýfir í Griinfeldsvörn, þar sem hvít- ur hefur þegar leikið e3.) 4. c4, Bg7, 5. Rc3, 0—0, 6. Db3, e6, 7. Be2, Rc6, 8. Bc2, dxc4, 9. Bxc4, e5! (Þannig nær Fiseher full- komnu athafnafrelsi fyrir menn sína.) 10. dxe5, Rg4, 11. 0—0, Rcxe5, 12. Rxe5, Rxe5, 13. Be2, c6, 14. f4? (Arinbjörn færist þarna of mikið í fang á miðborðinu. Með því að leika 14. e4 og opna þar með fyrir drottning- arbiskup sinn, iheldur hann nokkurn veginn jöfnu tafli.)^ 14. — Rg4, 15. h3, Bf5! Svart: Fischer, ABCDEFGH bjarnar væri hér 16. Db3. stöðugt ligggur í loftinu við Fischer verður þá að hörfa hentugt tækfæri, þá er drottn- ingð riddargnn: 16. -— — Rf6. ingararmur hvits fullkomlega ,.og eftir 17; Dxb7,’Re4, 18. ' lamaður.) ' Rxe4,! Bxc4 'hefur hann látið 24. Hbl.' peð, en hvítur á í erfiðleikúm (Hyggst Iosa um drottning- með að koma liði sínu út á ararminn.) drottningararmi.) 16. e4? (Arinbjörn vinnur að vísu tvo menii fyrir hrók en van- metur árás Fischers.) 16. — Bd4f, 17. Khl, Rf2f, 18. Hxf2, " Dxf2, 19. exf5, Bxc3, 20. bxc3, Ha-e8, 21. Bd3, Helf, 22. Kh2, Dglf, 23. Kg3, Hf-e8. (Margir áhorfenda gerðu sér vonir um að Arinbjörn mundi geta haldið þessari stöðu, og Fischer hefði hlaup- ið af sér hornin. En rannsókn á stöðunni leiðir í Ijós, að hvítur á sér ekfei viðreisnar von. því auk skiptamunsfórn- arhótunarinnar á e3, sem 24. — gxf5. (Fischer sér hvað í vænd- um muni vera og hafnar því flóknum útreikningi viðvíkj- andi skiptamunsfórninni sem þó virðist koma mjög til greina. Hvítur fer heldur ekki lagað stöðu sína og Bxf5 strandar að sjálfsögðu á He2.) 25. Bd2. (Tapar á einfaldan hátt, en ekki var nein leið sýnileg til björgunar.) 25. — Hxbl, 26. Dxbl, Dxbl, 27. Bxbl, He2. og Arinbjörn gafst upp, þar sem hann tapar öðrum ibisfeupnum. Hvítt: Arinbjörn. (Fischer teflir hvasst og lokkar hér andstæðing sinn út í ófæru. Bezta svar Arin- Siimarið kvatt 1960 Þú glóbjarta sumar, með glampamdi sól, góðviðris-daga og nætur, vaktir því lif, sem á vetrinum kól vermdir og reistir á fætur. Biíðviðris-arma þú breiddir um fold, svo blómkrónur snemma út sprungu. Hver einasta skepna, og maðkur í mold margradda lofgjörð þér sungu. Drottningu fjalla þú færðir í skaut, hið fegursta er hana má prýða, angandi gióðurinn alsælu naut frá unnum og lengst upp til hlíða. í sveitum og óbyggðum hlúðirðu hjörð sem hélt út í árdegis-blæinn. Himneskri blíðu á heiliaða jörð helltirðu vorlangan daginn. Við aldatal nitján og ártugi sex annálar skrá þína snilli. Af ávöxtum góðiun er auðsætt að vex arðsældin, iandshorna miili. Það á ekki að fymast né geymast í gröf, sem gott var, þó framhjá sé liðið. Þú varst okkur öllum ein guðdómleg gjöf, glöggt eftir þörfunum sniðið. Við þökkum þér sólbrosin dag eftir dag og draumljúfu kvöldin þín hljóðu. Nú ertu að syngja þitt síðasta lag og svífa út í aldanna móðu. Sveinbjörn Á. Benónýsson, Méti kjarnavopnuiti an útifyrir aðalstöðvum SÞ í New York um daginn til að krefjast banns við kjamorkuher- búnaði. Samtök sem kalla sig Nefnd til að koma á heilbrigðri stefnu í kjamorkumálum beitti sér fyrir fundinum. Meðal j Þeirra sem að nefndinni standa eru Eleanor Roosevelt og próf- essor Linus Pauling. Á samkomunni í New York var sérstak- lega mótmælt hótunum Bandaríkjastjórnar að hefja á ný til- raunir með kjarnorkuvopn. Ég las nýlega litla bók. Ekki var lesturinn langnr og þó 67 blaðsiður, en að honum lokn- um fannst mér ég verða að segja frá honum. Bókin heit- ir „Skrítna skráargatið". Ekki er víst, að skáldlega sinnuðum mönnum þyki nafnið til þess benda, að um bókmenntalegan feng sé að ræða, en sumir eru svo skáldlegir í sér, að þeir gleyma því, að fleira get- ur verið bókmenntalegur feng- ur en þeir sjálfir. Ólafur Gunn- arsson, sálfræðingur, hefur þýtt bók þessa, en höfundurinn er dönsk kona, sem í heimalaldi sínu er mjög þekkt fyrir góð- an árangur í lestrarkennslu barna, sem þrátt fyrir allgóða greind eiga erfitt með lestrar- nám. Bókin er gerð með þarfir þeásara bama í hugs og þannig sett að' lestur þess ævintýris, sem hún flytur, sé sem auð- veldastar og línur allar þvi mjög stuttar. Hér á landi, sém og annars staðar, er mikill fjöldi barna, sem illa gengur lestrar- nám, þó að ekki séu þau van- gefin, en við eigum svo að segja engar bækur, sem sér- staklega eru ætlaðar þeim til hjálpar. Ég vek ekki athygli á þess- ari litlu bók fyrir þýðanda hennar eða útgefanda, þó að þeir séu auðvitað alls góðs maklegir. Ég vek athygli á henni, vegna hinna mörgu, sem kynnu að hafa af hennl ein- hver not. Ég vek athygli þeirra á henni, sem koma vilja þeim Framhald á 10. siflu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.