Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 5
Surmudagur 16. október 1960 — ÞJÓÐVTLJINN — (5 Játar að hafa myrt 80 manns í réttr.rhöldunum yfir fyrr-! verandi fangabúðastjórum i Sachsenhausen hefur einn hinna þriggja ákærðu játað að hafa myrt a.m.k. 80 sovézka stríðs- fanga í febrúarmánuði árið 1944. Það er August HcJhn, að- stoðarfangabúðastjóri sem gert hefur þessa játningu. Samtals voru a.m.k. 10.800 fangar myrtir 'í Sachsenhausen vorið 1944, og áttu hinir þrír á'kærðu, Höhn, Hempel og Böhm, sem nú eru fyrir rétti í Dússeldorf, einna mestan þátt í þessum morðum. Fjölmargir fyrrverandi fang- ar frá Sovétríkjunum, Þýzka- landi, Noregi, Hollandi, Pól- landi og víðar hafa borið vitni fyrir réttinum, og lýst morð- 4ukin verztun fýsn og öllu atferli böðlanna í Sachsenhausen. Slík eru hreysin sem Frakkar ætla Serkjum innan þeirra fangagirðinga í Aisír þar sem þeir að ei.gin sögn geyma 1.500.000 manns, eða um sjötta hluta þjóðarinnar. HéffafélRsi frá AHr er hungr og klæðlaust og kvtðir vetrinum Veturinn nálgast og þúsundir flóttafólks frá Alsír hugsar til kuldans með ótta og skelfingu. Þetta er sjö- undi veturinn sem margt af þessu fólki lifir landflótta. Þa5 er hungrað, klæðlaust og þjakað' á alla lund. Nauð- syn á hjálp handa þessu fólki hefur aldrei verið brýnni mananum- heldur en nú. 1 c:i ,,Rauði hálfmáninn," sem I Arabalöndum annast sömu störf og Rauði krossinn annarstaðar, hefur sent út hjálparbeiðni vegna flóttafólksins. Þar segir Eisenhower gaf Nixon 3 milljarða Eisenhower Bandaríkjafor- seti hefur látið Nixon, fram- bjóðanda repúblikana við for- eetakosningarnar í haust, í té fé sem nemur rúmum 3 millj- örðum ísl. króna úr einkasjóði sínum. Fjárfúlgu þessa á Nix- on að nota til að efla kosninga- baráttu sína. Margir aðrir milljónerar í Bandaríkjunum hafa ausið fé í kosningabarát'tu Nixons. Með- ál þeirra sem eytt hafa 'í þetta meir en sem svarar 100.000 ísl. krónum eru Henry Luee, út- gefandi ; blaðanna Time og Life, Douglas Dillon aðstoðar- utanríkisráðherra og fjórir meðlimir Ford-fjölskyldunnar. m.a.: ,,Við biðjum um þurrmjólk handa bömunum sem árum sam- an hafa lifað við sult og nær- ingarskort. Foreldrar þeirra hafa verið myrtir eða fallið í styrjöld- inni í Alsír, og börnin reika for- eldralaus og banhungruð um flóttamannabúðirnar og mörg þeirra deyja úr hungri og vos- búð. Við biðjum stóriðnaðaraðil- ana um tjöld, ullarsokka, mat- vörur, klæði, hreinlætisvörur, bætiefni og lyf. Ef til vill förum við fram á of mikið, því okkur berst lítil hjálp“. Alsírska þjóðin og Rauði hálf- máninn hafa oft látið í ljós undrun og vonbrigði vegna þess hvað lítil hjálp berst frá vest- urveldunum. Hjálparbeiðni hinna nauðstöddu hefur fengið miklu betri hljómgrunn meðal sósíal- ísku þjóðanna. Við megum ekki gleyma. . . Hjálp til hins nauðstadda flóttafólks er ekki stjórnmála- legs eðlis, og hún ætti að geta borizt frá öðrum velmegandi löndum, eins og Alsírbúar og Rauði hálfmáninn fara fram á. Þeir vilja umfram allt binda endi á það ástand að þurfa að horfa upp á börnin sjúk, hungr- uð, grátandi og köld. tillög, hversu smá sem þau crv., eru vel þegin og þeim er te’.-ll með þakklæti af Rauða hálf- Veturinn gengur í garð með nýjum þjáningum fyrir fólkið. Veturinn er kaldur og harður, sérstaklega í fjalllendi Norður- Afríku. Þúsundir fólks hafa lát- ið lífið á undanförnum árum á þessum slóðum úr kulda og hungri. S.l. mánudag var undirrit- aður í Moskvu stærsti verzlun- arsamningur sem gerður hefur verið milli Sovétríkjanna og Italíu. Samningurinn hljóðar upp á verzlunarviðskipti sem nema um 7.5 milljörðum 'isl. króna. M.a. selja Sovétmenn Itölum 12 millljónir lesta af olíu á næstu fjórum árum. Á sama tíma verða fluttar út 240.000 lestir af stálrörum og 50.000 lestir af gúmmí frá ítalíu til Sovétríkjanna. í júlímánuði urðu 34,117 um- ferðarslys í Vestur-Þýzkalandi, og biðu samtals 1426 manns bana. Þetta er rúmlega 15 prósent hærri tala en á sama tíma í fyrra. Bifreiðum 'hefur fjölg- að um 10 prósent síðan í fyrra í Vestur-Þýzkalandi. ieanson tekinn höniym í Swiss 1 —vísaðnrlandi Franski háskólakennarinu Francis Jeanson sem staðið hefur fyrir leynifélagi því sem aðstoðað hefur Serki í Frakk- landi og franska menn sem gerzt hafa liðhlaupar úr hern- um fremur en bera vopn gegn Serkjum var handtekinn í Sviss í lok slðustu viku. Franska lögreglan hefur leit- að hans í marga mánuði og hann var dæmdur af herrétti í Par'is fyrir nokkrum dögum í tíu ára fangelsi ásamt nokkr- um samstarfsmönnum sínum. Svissneska lögreglan vildi ekki framselja hann frönskum stjórnarvöldum, en vísaði >hon- um úr landi. Hann fór til Tún- is. 5060 verkamönn- um sagt upp vinnu Stjóm Chrysler-bílaverksmiðj- anna í USA hefur sagt 5.000 starfsmönnum upp vinnu frá og með 5. október n.k. ■Segja forráðamenn verk- smiðjanna að allt of mikið sé orðið til af óseldum Chrysler- bifreiðum. Framleiðslu ,,módel 1961“ hefur verið hraðað, segja forstjórarair, en komið hefur I ljós að henni hefur verið hraðað of mikið, og þess- vegna sé verkamönnunum sagt upp. Verðlaunakvikmynd: ,Stjariian‘ Haustmót TaftféSags Reykjavíkur L ’hefst fimmtudaginn 20. þ.m. í Sjómannaskólanum. Teflt verður í 11 flokkum. . Innritun þátttakenda fer fram í dag frá kl. 2 og þriðjudagskvöld frá kl. 8 í Grófinni 1. STJÓRNIN. Þýzk-búlgarska kvikmyndin „Stjarnan“, sem fengið hefur verðlaun í Cannes og víðar, er talin einhver hin áhrifamesta og bezt gerða kvikmynd sem gerð hefur verið um eitt mesta harm- söguatriði stríðsins: mannaveið- arnar og morð á þúsundum af i saklausu fólki. Kvikmyndin greinir frá mannúð mitt í villi- mennsku og mannúðarleysi Hitl- erstímans. Þetta er sagan um stuttan fund tveggja persóna. Hún er gyðingastúlka og kennslukona, flutt meðal ann- ar.ra fanga frá Grikklandi til útrýmingarfangabúðanna í Aus- chwitz. IJann er þýzkur listmál- ári í herþjónustu, og hugarfar hans breytist vegna viðkynning- ar við gyðingastújkuna. Hann stelur lyfjum handa föngum og föðurlandsvinum, og reynir að bjarga föngunum frá þeim ör- lögum sem þeim eru búin. — reynir að hindra að þeir séu fluttir á búpeningsvögnum, merktum „Gyðingar — Pólland“, í gegnum Evrópir til gaskleíahna í Auschwitz. •Nafn kvikmyndarinnar tákn- ar bæði stjörnuna, sem gyðing- arnir voru alltaf látnir bera á brjóstinu, og þá vonar- stjörnu er tendrast við fund ungu stúlkunnar og fangavarð- arins. Kvikmyndin er framleidd af austurþýzka kvikmyndafélaginu 1 DEFA í samvinnu við búlgarskt : kvikmyndafélag í Sofia. Leik- j stjóri er Konrad Wolf. Hann er 35 ára gamall sonur hins kunna byltingarsinnaða rithöfundar, Friedrich Wolf. Konrad Wolf flúði frá Þýzkalandi ó Hitlers- tímanum og dvaldi alllengi í Sovétríkjunum. Hann gekk í sovézka herinn og tók m.a. þátt í orustunni um Berlin. Krafizt að Dli sé viðarkeflHt Nefnd verkalýðsleiðtoga skoraði í síðustu viku á norsku ríkisstjórnina að viðurkenna austurþýzka alþýðulýðveldið, DDR, og taka upp stjórnmálasam- band við það. Að áskor- uninni stóðu 78 verkalýðs- leiðtögar úr 62 verkalýðs- félögum. Sögðu þeir að ekki væri lengur liægt að loka augunum fyrir til- veru hins austurþýzlia lýðveldis, háþróaðs iðn- aðarrikis með 17 milljónir íbúa. Búlgarska leikkonan Sasja Krusjarska og Jiirgin Frohriep sem þýzki hermaðurinn. , *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.