Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 6
8)" ÞJÓÐVfbJ-INN : Smmudmgtir - H5.' okrtóber- 19S&' sc tzt: Útíeíandi: BameinlnKarflokkur «lÞ#Bu - Sóaialiataflokkurinn. - Ritstjórar: Magnús Kiartansson (áb.), Maanfis Torfl Olafsson. Bla- arBur GuBmundsson. — Préttarltstlórar: ívar H. Jónsson. Jón Biamasor. — Auglýslneastjórl: GuBeelr Maenússon. — Rltstjórn. afertdSsla auelísinear. prentsmlSJa: SkólavfirBustle 10. — Biml 17-009 (t linur). - ÁskréftarverB kr. 40 A mán. - Lausasfiluv. kr. 3.00. PrentsmlBJa ÞJóBvllJans. •- — ,.'v; || Gjaldþrot viðreisnarinnar | -rp gg U'ftir viðreisnarfrumvörpin höfðu verið lögð íiri ^ fyrir Alþingi í vor ikom 1 ljós að reikningar gj? hinna visu sérfræðinga stóðust engan veginn. :=£ Við rannsókn reyndust þeir hafa misreiknað sig £2 um meira en 100 milljónir króna, hreinlega týnt þeirri upphæð niður í talnaflóði sínu. Eftir mik- W 32 ið fum og fát, yfirheyrslur og rekistefnu, greip stjórnin til þess bragðs að bæta úr hneykslinu með því að leggja nýjan skatt ofan á gengis- Ep lækkunina, 8,8% söluskatt af innfluttum vörum, voru tekjur af Konum áætlaðar nær 200 og milljónir króna á ári. Jafnframt var því lofað ihátíðlega að þessi skattur skyldi aðeins vera í gildi árið 1960; í árslok myndi lokið við að vega upp reikningsskekkju hagfræðinga, og yrði skatturinn þá örugglega felldur niður. C'kattheimta þessi varð ekki aðeins skýrt dæmi ^ um það hvert mark var takandi á öllu guminu um nákvæmni og vandvirkni hag- fræðinganna, heldur leiddi hún einnig til þess að allir aðrir útreikningar þeirra urðu að vit- leysu, einnig þeir sem kunna að hafa verið nærri lagi í upphafi. Þessi aukaskattur hafði það í för með sér að verðlag hækkaði mun meira en áætl- að hafði verið, og telur ríkisstjórnin sjálf áhrif- in nema þremur vísitölustigum. Af því leiddi aftur að útreikningarnir um kjaraskerðinguna urðu enn fráleitari en ráð var fyrir gert í upp- hafi, og hefur vísitölunni verið hagrætt æ ofan í æ af þeim sökum. TV/faður skyldi því ætla að ríkisstjórninni hefði verið mikið í mun að fella þennan stórfellda reikningsskekkjuskatt niður í árslok, eins og hátíðlega hafði verið lofað. En í fjárlagafrum- varpinu nýja, sem lagt var fram í þingbyrjun, var loforðið svikið, og fylgir brigðmælunum svo- hljóðandi stuna í greinargerðinni: „Eigi verður hjá því komizt til þess að tryggja hallalausan rekstur á árinu 1961 að 8% bráðabirgðasöluskatt- urinn af innfluttum vörum verði í gildi árið 1961“. Ríkisstjórnin kemst þannig ekki hjá því að svíkja loforð sín, því annars verður stórfelld- ur halli á ríkissjóði. Ekki var hægt að fá öllu skýrari viðurkenningu á gjaldþroti viðreisnar- innar frá stjórnarliðinu sjálfu. rxjt ua Jjhi þessi svik eru aðeins í samræmi við aðra reynslu af gengislækkuninni og áhrifum hennar. Kjaraskerðing ,,vísitölufjölskyldunnar“ er þegar orðin tvöfalt meiri en heitið var í upp- hafi, og bera þó allar aðrar fjölskyldur mun skarðari hlut. ísóknin í hina vestrænu kreppu- markaði hefur leitt yfir íslendinga verðhrun sem sjálfur viðskiptamálaráðherrann metur á 300 milljónir króna. Hagur útgerðarinnar — sem sérstaklega átti þó að bjarga — er verri en nokkru sinni fyrr, þannig að einn öflugasti út- gerðarmaður landsins hefur lýst yfir því í Morgunblaðinu að hann sé kominn á barm gjald- þrotsins. Einu mennirnir sem fagna eru heild- salar, fjármálabraskarar og milliliðir á borð við Gunnar Guðjónsson skipamiðlara, þann sem fékk „sex handa sér“ um árið af hverjum saltfisk- pakka sem til Ítalíu fór og hælist nú um í Morg- unblaðinu yfir því að lifa nýia gullöld og gleðitíð. — m. iít PJC. mu rrr5 B Byggðin er að , baki. Fyrir 3-4 mínútum beygðum , v ð úr fjörunni inn í svejtina. Á und- an okkur skcikkaði þópur af Kinum landsfrsegu Vestfjarða- rollum, vambghdar sem gotþorskur, aldar upp í garði nágrannans. Loks sigr- aði túnlöngunin sauðþráann og þær smeygðu sér gegnum girðingu ,inn á næsta túnbiett. Gengnar kynslóðir hafa hlað- ið hundruð metra af forkunn- arfögrum grjótgörðum kring- um túnin. Nútíminn hsfur krækt upp gaddavír fyrir ut- an þú. En hér er „menning- in“ ekki komin það langt ennþá að afmá þessi gömlu snilldarverk með aðstoð jarð- ýtu. Ofan túna tekur h’.íðin við, móar, urðir, mosar, skrið- ur. Vafalaust er merktur bíl- vegur hér á nýja vegakort- inu, og víst er hér ýmist ruddur vegur eða lagður, en hnullungar og ísahjarbjörg ríkja; þessi vegur hefur vart kynnzt malarlúku síðasta ár- ið. Auðséð að fátt muni kjós- enda handan heiðar. Til hvers ætti líka að vera að malbera vegi ef vonlaust -er að reikna rúmtak malarhlassanna í at- kvæðum! Loks erum við í háskarð- inu. En þótt ljúft sé undan- haldið má hvergi fara nema fetið. Hér vestra heilsar Hannibal upp á kunnugar slóðir. Hann þekkir ekki að- eins nesjanúpana og miðin, heldur kemur á daginn að hann hefur þrammað yfir hverja heiði og skarð, horft yfir goðorð sitt af Snjófríð og jafnvel Koltus mun hon- um ekki öllu ókunnur. Það opnast dalur; grösugur dalur, með bröttum hamrahlíðum. Sjór fyrir framan. Það ber stórt flutningask'p nokkuð yfir sjávarbakkana, Þetta er engin innfjarðapollur heldur sjálft úthafið. Til vinstri niðri í lágdalnum grænar skákir og lág, vallgróin veggjabrot. Hér stóðu Meirahraun, Kropps- staðir og M'nnahraun í eina tíð. Á landakorti leiðréttu 1934 eru sýndir 8 bæir í þess- um dal. Nú sjáum við aðeins þrjá. Við höldum út hlíðiná. Neðan vegar fleklrr á túni. Hús fast við veginn. Þótt múrhúðuTi sé mjög nýleg er það eitthvað einmanalegt. Það kemur líka á claginn að „viðreisnin ‘ s.l. vor orkaði þann'g á bcndann að hann flýði sem skjctast. 'Eftir standa hús, gúðingar og sléttur, garðr l’um og gam- alám að leik. Litiu utar ann- að tún, nýr græhn fe'dur frá hlíðarrctum t,'1 ár og út á sjávarbakka. Hér hefur ein- hverntíma verið tekið til hendi. Úti við sjóinn hvítt hús, það stendur á hól og ber hátt. Iiinumeg'n í víkinni. annar bær. Niðri á sléttunni ekur Ská’a víkurbcndi rússajéppa fyrir sláttuvél. hann er að s’á seinni sláttinn. Jónas Hall- dórsson heitir hann. Hér mun ekki siður að ’.áta gesti lengi bíða hressingar, og brátt er- um við setztir inn í hvíta hús- ið úti við sjóinn. Bakk'nn er hár, vítt útsýni yfir víkina fyrir neðan, milli yfir 509 m hárra núpa. Á leið í bæinn berst landhelgin í tal. Við spyrjum hvort bóndi vilji semja um tilfærslu landhelg- innar. — Seraj* ujtu lamlhelgioa! Nei! ViS höfum ekfeert við Breta að tala um landhelgfna. Svarið kemur eins og köld •haglhríðarstroka. Jónas bóndi Magnússon í Skálavík er kunnur um Vest- firði — og viðar. Á sínum tíma hafði hann „Útvarp Skálavík“ — í sambandi við Keflavík. Nei, ekki að mis- skilja þetta, það eru fleiri Keflavíkur á landinu en þessi á Suðurnesjum! Víða hafði ég hitt fólk hér vestra er kvaðst sakna „Skálavíkurút- varpsins“, og færi það nú í tal við bónda. — Já, svarar hann. Við höfðum talstöð hér í 10 ár og það þótti mörgum sjómönn- um gott að geta fengið veður- lýsingu héðan. Eftir að Óskar Aðalsteinn gerðist vitavörður í Keflavík — næstu vík — töluðum við oft saman í tal- stöðvunum og höfðum út- varpsdagskrá sem tók við þeg ar Ríkisútvarpið hætti á kvöldin. Lásum m.a. sögur. Óskar Aðalsteinn las þær stundum og lék um leið. — Það virðast margir hafa hlustað á þetta útvarp ykkar. — Já, það kannast marg- ir við Skálavík síðan. Einu sinni þegar ég kom til Bol- ungavíkur var mér sagt frá Sunnudagur 16. október 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 ' S'kálavíkurhjón, synir þeirra og dótturdóttir. Talið frá vinstri: Sigríður Magnúsdóttir, Crylfi, Jónas Halldórsson, Sigriður Jóna 4ra ára og Halldór. eftir að hann kom. — Var ekki símaleysið erf- iðast í sambandi við veikinöi ?■ -— Nei, við þurftum ekki að ná í lækni, — hér eru engar pestir, nema kvef ef maður fer niður í Bolungavík, — því hér sækir maður skemmtanir að fá eitthvað til að ala börn- in upp við annað en götuna. Og við munum aldrei iðrast þ.ess að flytja hingað. Svo ræðum við um erfið- leikana þegar þau komu hing- að ung hjón, ein með böm. — Fyrsta vorið var annar — Eg sé ekki betur en það eigi að drepa okkur með dýr- tíð- Eg minnkaði áburðar- skammtinn s.l. vor þannig að ég keypti fyrir sömu upphæð og áður, en það þýddi að ég fékk miklu minni áburð á manni er hefði verið að spyrja um mig og segðist þekkja mig. Þegar til kom kannaðist ég ekki við að hafa séð manninn, en hann þakk- aði fyrir síðast. Hann hafði verið skipstjóri á síldarflutn- ingabáti haustið sem Hval- fjarðarsíldin veiddist og þá fengið hjá mér upplýsing- ar um veðurútlit og sjólag. eins og annað fólk. — Ert þú uppalinn hér í Skálavík, og hefurðu kannski alltaf verið hér? — Nei, ég er fæddur í Bol- ungavík og var sjómaður frá' því um fermingu. Þegar ég var 11-12 ára sat ég hjá í Hörgsh’íð inni í Djúpi, en um tvítugt var svo komið að ég viMi helzt- hvergi vera nema Skálavík veit móíi opnu útliafi, gengur inn milli hrikalegra núpa, upp af henni grösugur dalur. Keflavík, ofurlítill bugur inn í hamraströndina, sést einnig á kortinu. Meðan talstöðin var hér spurði fjöldi báta og skipa um það. En nú höfum við fengið síma. — Var ekki mikil bót að því að fá símann? -— Jú, okkur fannst við vera komin . nær kauptúninu (Bolungavík handan heiðar) a sjo. — En hvernig stóð þá á því að þú fórst að gerast bóndi hér ? — Þá var ég á götunni, með krakka. Á kreppuár- unum var alltof lítið að gera við sjóinn. Bátarnir voru þá líka of litlir. Og svo var gott strákurinn okkar, þá 5 mán- aða gamall, borinn í þvotta- bala þegar farið var í mó- grafirnar og hafður í tjaldi, segir kona Jónasar, Sigríður Magnúsdóttir. Á sumrin geymdi ég hann milli þúfna þegar ég var að raka. — Þúfna? En hér er alít slétt. — Já, en þá var hér fullt af þúfum. — Já, bætir Jónas við. Mýrarnar þar sem slétturnar eru nú voru þá fúafen, sem aldrei óx gras á. Tún’ð var sandhóllinn sem bærinn stend- ur á, og af því fengust 40 hestar af töðu. Útheysöflun var því til að byrja með frammi um allan dal. Fyrsta árið fékk ég hey í hlöðu sem tók 400 álnir. Annað eða þriðja árið hér hafði ég 49 kindur, eina kú og kvígu. Það var bústofninn. — Hvenær fékkst.u fyrst vélar til jarðvinnslu? — Skurðgrafa kom hingað fyrst 1953 eða 54. — Og hvað er túnið nú orð- ið stórt hjá þér? — Það er orðið 12-13 hekt- arar. — Hvað geturðu haft margt sauðfé hér? — Eg vil ekki eiga að sjá einn um fleira en 200 svo í lagi sé. — Stundarðu kannski sjó líka? — Já, við stunduðum sjó áður, allt fram á s.l. ár. — 'Hvernig er að búa núna ? túnið. Hefði ég keypt sama magn af áburði og árið áður hefði það orðið 2000 kr dýr- ara nú. Tíðin í sumar hefur bjargað því að sæmilega spratt. Benzínlítirinn er nú 1 kr. dýrari en í fyrra, og ég nota jeppann til alls, en af því hann heitir ekki dráttarvél fæ ég enga niðurgreiðslu því bókstafurinn skal blífa. — Var ekki fjölmenni hér í Skálavík áður fyrr? — Jú, í byrjun 18. aldar munu hafa verið hér um 200 manns og -fyrir síðustu alda- mót voru 20-30 búendur hér í víkinni. Þá áttu menn yf- irleitt eina belju og 20—30 kindur og stunduðu sjó jafn- framt. Þá komu stór erlend flutningasldp hingað á vikina til að sækja saltfisk. — Útræði mik’ð? — Já, útræði var hér mikið og eru mörg örnefni þar að lúlandi. Hér er t.d. Mýra- mannabúð, vafalaust frá Mýr- um í Dýrafirði. Á þeim tíma þótti Skálavík kjarastaður. Bátar hleyptu oft hingað inn þegar þeir náðu ekki inn í ísafjarðardjúp. —; Hvað hafa verið marg- ir bæir hér eftir aldamót síð- ustu? — Eftir aldamótin munu hafa verið hér í víkinni um 14 búéndur. Meirahraun var enn í byggð 1926. Það voru mörg býli á hverjum bæ, og nöfn sumra geymast enn. Aratóftir, Jóhönnustykki og Skemmubær eru allt mínjar E um býK á Breiðabóli. Hér eru = t.d. Blómsturvellir. Hjón að nafni Ari og Lovísa fórust = í snjóflóði hér 1910, hafa = sennilega búið þar seiri nu'erú Aratóftir. 'En það hafa aldrei verið = nema 3 bæir hér síðan við = kcxmum, — og bóndinn á = Breiðabóli flutti burt s.l. vor. = — En þið eruð ekkert að hugsa um að flytja? — Hér hefur okkur liðið vel. En maður sér að það = virðist meira peningaflóð ann- = arsstaðar. Og það er svo = undarlega margt sem bindur = mann. Jafnvel kindurnar eru E vinir okkar og þekkja mig hvar sem er í haganum. = — Og kýrnar koma heim ef ég fer út og kalla á þær, segir konan. = — En hefur þér samt ekki = fundizt einmanalegt hérna? = — Nei, svarar hún og bros- ir glaðlega að siíkri spurn- E ingu. Mér hefur ekkert fimd- izt einmanalegt hér, þótt sumum konum hafi þótt und- arlegt að ég skuli vilja vera = hér — og ég hljóti því að = vera eitthvað undarleg! Það E er fallegt hérna á sumrin. Og E hér hefur okkur lið'ð sér- E staklega vel. E Það er farið að bregða birtu — og við þurfum að hafa skímu yfir tröllaveginn til baka. Jónas bóndi gengur með okkur á veg út að bíln- um. Þegar við erum að aka = af stað snýr hann sér við og = kallar á eftir okkur: = — Segið þeim þarna fyrir E sunnan að við hér á útkjálk- E unum viljum ekki hafa neinn E undanslátt í landhelgismálinu. E Og enga samninga um land- helgina við Breta. Samning- ar væru svik. J.B. imimiiiMiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii Ritstjóri: Gísli Ólafsson Draumar eru lífsnauðsyn Niðurstaðan af tilraunum sem gerðar voru til að koma í veg fyrir að menn dreymdi benda til að ákveðinn „skammt- ur“ af draumum á hverri nóttu sé mönnum nauðsynleg- ur. Á undanförnum árum hafa sálfræðingar komizt að raun um að þegar mann dreymir hreyfast augu hans eins og hann væri að horfa á atburði draumsins. Við athugun á þessu haf a þeir . sannreynt að fjögur eða fimm draumaskeið eru algengust á hverri nóttu o.g ná þau yfir 20% svefntím- ans. Draumar eru miklu meiri en menn höfðu áður haldið og þeir eru óaðskiljanlegur hluti svefnsins á hverri nóttu. Tilraunir þessar gerði banda- rískur sálfræðingur, E. Dement að nafni, Við tilraunirnar not- aði hann átta menn, sem sváfu með rafsegulskaut á höfðinu og hiá augunum til þess að skrá heilabylgjur og hreyfingar augnanna. í her- bergi við hliðina sat maður og fylgdist með þessum tækjum. Fyrstu næturnar voru notaðar til þess að finna hvernig sve.fn- og draumförum hvers og eins var háttað. Næstu nætur voru tilraunamennirnir vaktir í hvert skipti sem þá byrjaði að dreyma, og' síðustu næturnar fengu þeir að sofa í friði til Svínaíéðri ausið npp einfrumungur, en mergðin bætir upp smæðina svo að ýmsir vísindamenn telja að hér sé um að ræða einhverja þýðingarmestu fóðurjurt og manneldis- plöntu komandi tíma, þegar að því kemur að hraðvaxandi mannkyn fer að eiga erfitt með að brauðfæða sig með gamla laginu. Myndin er frá Kína, þar sem tekið er að nota þörunga til svínafóðurs. Þörungarnir eru ræktaðir í vatnsþró og fleytt- ir ofanaf. að jafna sig. Sex tilrauna- mannanna voru auk þess í nokkrar nætur vaktir þegar þá var ekki að drevma til þess að fá úr því skorið hvort nið- urstöður tilraunanna mætti raunverulega rekja til þess að mennirnir voru sviptir draum- um. Einn tilraunamannanna hæfti eftir að hann hafði verið svTþt- ur draumum i þriár nætur og „bar við sýnilegum tylliá^tæð- um“. Tveir heimtuðu að fá að hætta eftir fjórar drcum- lausar nætur, en féllust á'iPÖ vera hvíldarnæturnar. Fiórir þraukuðu í fimm draumlausar næ’ur og einn í sjö. Áhrif draumsviptingaT'ívnar ■levndu sér ekki: mennirnir urðu kvíðafullir, vanstilltir og áttu erfitt með að beita hugan- um; hjá einum komst vanstill- inff-i.n á alvarlegt stie. Fimm urðu greinilega matlvstuff'ri. Áhrifin hurfu u^dir eins og mönnunum var leyft að sofa og dreyma í friði. en Dement tel- ur að draumsvipting um lengri t,íma geti haft skaðíeg áhrif á persónuleikann. Því fleiri nætur sem menn- irnir voru sviptir draumum, því oftar varð að vek’-5 bá, þ.e. draumar sóttu æ t'ðar á þá. Hvíldarnæturnar á eftir dreymdi Þá miklu meira en áður en þeir voru sviftir draumum, eins og þeir væ^u að bæta sér upp draumamissinn. Frauðplast við sandgræðslu Þýzkur verkfræðingur, H. Baumann í Frankenthal, Pfalz, hefur komið með þá hugmynd að nota megi frauðplast við græðslú eyðimerkursanda. — Hann hafði tekið eftir því' að afskorin blóm endast lengur ef stilkurinn er látinn vera í frauðplasti eg enr.fremur að hægt er að rækta jurtir í frauðplasti vættu í næringar- vökva i stað moldar. Hárpíp- urnar í frauðplastinu halda í sér vatni, sem : sandauðn mundi annars s.'ga niður í dýpri jarðlög þar sem jurtirn- ar ná ekki til þess Frauðplast- lag á sandjörð mundi halda í sér vatninu og varna þvi að það sigi niður. Með því að setja áburð, spor- efni og jarðvegsbakteríur í frauðplast telur Bauman að hægt sé að skapa skilyrði fyrir jurtagróður, og þegar gróður- inn er farinn að gefá svolítinn skugga. dregur úr uppgufun úr járðveginum. Er frá líður munu rætur jurtanna að sjálf- sögðu eyðileggja frauðplastið, en áður er von til þess að myndazt hafi lag af glóður- mold (humus) er nægja muni gróðrinum áfram, ef komið er í veg fyrir sandfok, . Framhald á 10 síðu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.