Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.10.1960, Blaðsíða 10
'ÍO) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 16. október 1960 Tómstundaiðja “^öiriáðj kyöl3^TiéT^;T’,staÍ'fsetii| jEskulýðsf-áðs I Rejikjavjíkuri fyrjr- tímamllð 1 (jjítober—cteserrflíer 1500. og verður tómstundaiðja á eftir- tö.dum stöðum: Tómstaindalieimilið að I.ind argötu 50: Ljósmyndaiðja: mánud., þriðju- daga, miðvikudaga og fimmtu- da.ga kl. 7.30. Kvikmyndasýningar fyrir 11 ára og yngri, laugardaga kl. 4.30 Frímerkjaklúbbar, miðvikudaga 11 ára og yngri ki. 5.30, og kl. 7.30 12 ára og eldri. Taflklúbbar, þriðjudaga, 11 ára og yngri kl. 4.30 og kl. 7.30 12 ára og eldri. Smíðaföndur, þriðjudaga kl. 8.30 Bókband, þriðjudaga kl. 7.30 Flugmódelsmíði, fimmtudaga kl. 7.30 Bast- og tágavinna, mánudaga kl. 7.30 Bein- og hornavinna, mánu- daga kl. 7.30 Filt- og perluvinna, mánudaga kl. 7.30 iRadióvinna Skemmti- og fræðslukvöid verða vikulega fyrir þessa hópa. Colfskálinn: Bast- og tágavinna, mánudaga kl. 7.30 Árniannsheimilið við Sigtún: Bast- og ti igavinna, þriðjudaga kl. 7.30 (Horn- og beinavinna, þriðju- daga kl. 7.30 Taflklúbbur, þriðjudaga kl. 7.30 Frímerkjaklúbbur, þriðjudaga kl. 7.30 Fræðslu- og skemmtikvöld verða öðru hverju. Melaskóli: Bast- og tágavinna, miðviku- daga kl. 7.30 'Horn- og beinavinna, miðviku- daga kl. 7.30 Háagerðisskóli: í samvinnu við sóknarnefnd Bú- staðasóknar. Ba.st- og tágavinna, mánudaga kl. 7.30 Kvikmyndasýningar fyrir börn Or heimi vísindanna . Framhuld af 7. síðu. Heimatálbúið stál í Pólýteknisku stofnuninni í Norðausturkína hefur verið fundinn upp lítil, kolakyntur ofn til framleiðslu á stáli. Hér er raunverulega um byltingu í stálframleiðslu að ræða, því að stál er nú einungis framleitt í stórum olíu- eða gaskyntum ofnum, sem bræða 50 til 500 lestir í einu, en þessi litli ofn bræðir aðeins 5 lestir. Þó að þessi kínverski ofn sé svipaður í lögun og venju- legur stálbræðsluofn, er hann miklu einfaldari að allri gerð — raunar svo einfaldur að ó- lærðir verkamenn hafa smíðað þá og brætt í þeim. Meginkostur þessa ofns er sá, að hægt er að framleiða í honum allt niður í tvær lest- ir í einu; fjárfesting á hverja lest stáls er einungis þriðjung- ur á við það sem er í stórum ofnum; kol eru notuð sem eldsneyti og er því hægt að nota ofnana víða í Kína. Vegna þess hve ofninn er lítill er hægt að tæma hann á fjög- urra stunda fresti en í venju- iegum stálbræðsluofni er bræðslutíminn um tíu stundir. Kínversk alþýða leggur mikla áherzlu á að vera sjálfri sér nóg á sem flestum sviðum, og þess vegna mun þessi litli ofn <hafa geysimikla þýðingu í at- vinnulífi þjóðarinnar. 4íéV8áí';,*væHtls&íf¥£'a J' á!'Jiá(5Htíi‘YÍÍg- ‘Ílnij'fÍHþl. mSP " . 'Ipl« titBÍ ■•fcaotsjfsý'í- V ogaskóli: Tómstundakvöld viku'ega með ýmsum verklegum greinum fyrir nemendur skólans. Nánar aug- lýst í skóla.num. Miðbæjarskóli: Leikbrúðugerð og teikniflokkur verða á þriðjudögum og fimrntu- dögum kl. 7.30 (innritun i þessa ílokka verður þriðjudag kl. 7.30) Víkingsheimilið: Frímerkjaklúbbur, mánudaga kl. 5.30 Kvikmyndasalur Austurbæjar- barnaskólans: Kvikmyndasýningár fyrir börn verða, á sunnudögum kl. 3.30. Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu /E.R. að Lindargötu 50 s'mi 15937 kl. 2 til 4 daglega. Innritun verður á ofangreind- um stöðum og tímum alia næstu viku. Starfsmenn Kr. Kristjánsson- ar h,f. og Bílasmiðjunnar unnu Hreyfilsmenn í knattspyrnuleik í gær með 2:1 í góðum leik. Þótt stjérnin ... Framhald af 1. síðu. inga um hin umdeildu 12 mílna fiskveiðimörk íslend.inga er lok- ið og málamiðlun virðist jafn fjarlæg og fyrr. Vandamál það sem blasti við sendinefndunum báðum á fundunum í Reykjavík í síðustu viku var auðsjáanlega allt of stórt til þess að þær réðu við það, ekki sízt þar sem framtíð íhaldsstjórnar þeirrar sem nú er við völd á íslandi er í húfi... Á það var Iögð á- herzla við mig í Reykjavík að nauðsynlegt væri að finna skjóta lausn á deilunni. Ný vinstri- stjórn myndi krefjast þess að íslendingar vísuðu Bandaríkja- her úr landi og segðu sig úr Atlanzhafsbandalaginu“. Næsta dag segir Chanter í nýju skeyti ,að hann bindi ekki mik|lar vonir1 við nýjar viðj- ræður: „Allt bendir til þess að íslenzka ríkisstjórnin hafi gert viðurkenningu á 12 milunum að ófrávíkjanlegu skiiyrði og að stjórnarandstaðan ýti fast á eftir til þess að búa í haginn fyrir enn frekari stækkun". Skrítna skráargatið Framhald af 4. siðu til hjálpar, sem erfitt eiga um lestrarnám. Það skal tekið fram, að ég hef ekki reynslu af bókinni sem kennslutæki, en mé|’ sýnist við fljótan lest- ur, að hún muni vera mjög gagnleg sem slík. Ævintýri það, sem hi'yi flytur, er einnig hið skemmtilegasta. Ég hef ekki þessi orð fleiri, því að ýmsir vilja fremur lesa fá orð en mörg, þegar mörgu er að sinna. Stefán Jónsson. Sandur og ámokstur Fínn sandur fyrir steypu og pússningu. Verð kr. 100.00 bílihlassið, efni og ámokstur. Vinsamlega hringið í síma 7560 í Sandgerði. Reykjavík, 14. 10. 1960. Vegna .J»aígyjgleg^í. *yíjr f gangs ■ ■ 'fnjinfíaÆM-bandssbjórnáap \ B.F.'Ö1.0'óg ágreihings um fé- lagsmál, þá er ég ekki leng- ur i stjórn Reykjavíkurdeild- arinnar og óska eftir að nafn mitt verði aldrei framar bendlað við það félag og stecnu þess. Að endingu vil ég þakka ölium sem ég hef haft sam- skipti við sem deildarformað- ur í B.F.Ö., sérstaklega dag- blöðunum, umferðaryfirvöld- unum og samtökum leigubíl- stjóra og bíiklúbbunum fyrir góða samvinnu við að reyna að koma á umferðarmenn- ingu. Virðingarfyllst, Ví.ggó Oddsson. Nítján kjörnir í stjórn V. í. Aðalfundur Verzlunarráðs fs lands hefur staðið yfir undan- farna daga hér í Reykjavík. Fyrsta fundardaginn voru birt úrslit stjórnarkjörs. Stjórn Verzlunarráðsins skipa nú: Birg- ir Einarsson, ísleifur Jónsson, Gunnar Ásgeirsson, Hans R. Þórðarson, Kristján G. Gíslason, Eggert Kristjánsson, Egill Gutt- ormsson, Hilmar Fenger og Gunnar Friðriksson, allir til- nefndir af sérfræðingafélögum VÍ, en kosnir af meðlimum utan sérgreinafélaga eru: Gunnar Guðjónsson, Þorvaldur Guð- mundsson, Magnús Víglundsson, Magnús J. Brynjólfsson, Othar Ellingsen, Sveinn Guðmundsson, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Tómas Björnsson, Sigurður Óli ólafsson og Sturlaugur H. Böðv- arsson. Kyuning á verk- um Vilhjálms frá Skáholti í MR Framtíðin félag nemenda við Menntaskólann í Reykjavík, efndi til bókmenntakynningar á Verkum Vilhjálms skálds frá Skáholti í fyrrakvöld, í Iþöku, félagsheimili skólanemenda. Þar flutti Helgi Sæmundsson rit- stjóri erindi um skáldið og verk þess, Ævar Kvaran rit- böfundur las upp sjö ljóð Vil- hjálms og iSigfús Halldórsson lék og söng lög eftir sjálfan sig við ljóð skáldsins. Að lo'k- um las skáldið sjálft kvæði sitt: Jesú Kristur og ég. Slysavarnafélag- inu berast gjafir Nýlega barst Slysavarnafé- lagi íslands gjöf að upphæð 10 þús. kr. frá hjónunum Unni Erlendsdóttur og Guðmundi Jóh. Kristjánssyni frá Vatns- dal Rauðasanclshreppi, til minn- ingar um son þeirra, Erlend, sem drukknaði 13. júní sl. í Patreksfirði, undan Vatnsdal, 22 ára gamall. Er þetta stofn- framlagið í sjóð til minningar um Erlend. ,Þá hefur frú Sigrún Árna- dóttir, Garðskagavita, gefið Slysavamafélaginu 2000 kr. til minningar um bróður sinn, Pál Árnason frá Þverá, Reykja- hverfi, S-Þingeyjarsýslu. Vinningur Fokheld íbúS í Stóragerði 8 að verðmæti kr. 180.000.00 Aukavinningur 5000.00 króna vöru- úttekt fyrir næsta númer fyrir ofan og næsta númer fyrir neðan vinningsnúmerið íbúðin er um 93 fermetrar auk stigahúss, geymslu og sameignar í þvotta- húsi, reiðhjóla- og barna- vagnageymslu, göngum o.þ.h. í kjallara íbúðin er með vatns- geislahitalögn. Dregið 23. desember. Þjóðviljinn írestar ekki happdrætti. Miðinn kostar 20 krónur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.