Þjóðviljinn - 23.10.1960, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.10.1960, Qupperneq 4
£) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 23. október 1960' r Enffill. horfðu heim Það má segja að Þjóðleik- húsið hafi farið vel af stað í byrjun þessa leikárs með sýningu á hinu stórbrotra verki Thomas Wolfe „Engiil horl'ðu heim.“ Leikrit;1! he' r vakið mikla athygii cg er c- hætt að mæla með sýniig- unni. Róbert Arnfinr.sson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson og Jón Sigurbjörnsson leika aðal- hlutverkin og hafa þau sjald- an sýnt betri leik en í þessu ágæta ieikriti. •— Næsta sýn- ing verður í kvöld. Myndin er af Róbert og Ingu Þórð- ardóttur í hiutverkum sínum. Karl O. Runóllsson tónskóld Það er að vísu ekki trúleg saga, en mun þó vera hverju orði sannari, að Karl O. Run- ólfsson tónskáld sé sextíu ára á morgun. Á það myndi énginn gizka, sem ekki vissi eða hefði • annað en útlit af- mælismannsins að fara eftir. Nú ber að vísu ekki að skilja þetta sem neina venjulega af- mælisgullhamra honum til handa fyrir það, hversu hann fcer aldurinn vel, heldur er þetta sagt til rökstuðnings því, sem vel á við að benda á við slík tækifæri sem þetta, að sá maður, sem sextugur er eins og unglingur í sjón og raun sem Karl, hljóti að eiga enn fyrir höndum langan og virkan starfsdag, og slíks viljum vér óska honum allir vinir hans á þessum afmælis- degi. Karl O. Runólfsson er fædd- ur í Reykjavík 24. október árið 1900 og hefur átt hér heima lengst af ævinnar. Móð- ir hans var Guðlaug Margrét Guðmundsdóttir frá Saltvík á Kjalarnesi, en faðir Runólfur Guðmundsson frá Árdal í Andakíl. Snemma hneigðist Karl að tónlistinni. Fyrstu tónlistar- kennslu naut hann í barna- skóla hjá Brynjólfi Þorláks- syni og Sigfúsi Einarssyni. Einnig var hann hjá Hall- grimi Þorsteinssyni í söngkór og lúðrasveit Góðtemplararegl- unnar. 13 ára að aldri byrjaði hann að leika í Lúðrasveit- Sextugur á morgun:. inni „Svani“í Hjá H^llgrími Þorsteinssyni lærði hann seinna tónfræði og hjá Þór- arni Guðmundssyni fiðluleik. Karl lærði prentiðn og lauk því námi 18 ára að aldri. vann hann síðan við prent- störf nokkur ár. En ekki gat Karl O. Runólfsson hann unað þessu til lengdar. Árið 1925 fer hann til Dan- merkur cg dvelst þar tvö ár við nám í trómetleik, fiðlu- leik og hljiðfæraskipan. Að því lcknu liveifur hann heim til Reykjavíkur að nýju og er hér um hríð við ýmis störf, fer síðan til Akureyrar og er þar í fimm ár við kennslu, svo og lúðrasveitar- og hljóm- sveitarstörf. Til Reykjavíkur fluttist hann aftur 1934. Var hann síðan nemandi í Tón- listarskólanum hér um fimm ára skeið og naut kennslu þeirra doktoranna Mixa og Urbancic. Eftir það gerðist hann kennari við Tónlistar- skólann og hefur nú gegnt því starfi í rösk 20 ár. Hefur hann kennt trómetleik og hljómfræði. Á þessum árum, allt til ársins 1955, starfaði hann í Sinfóníuhljómsveitum hér og lék þar fyrst á fiðlu, síðan á trómet. Frá 1955 hef- ur hann stjórnað Lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur. Karl hefur samið lög, allt frá því er hann man fjust eftir sér, en ekki mun neitt hafa birzt eftir hann fyrr en eftir 1930. Verk hans eru nú um 50 að tölu, og er þar að ræða um flestar tegundir tón- listar, — sönglög (60-70 að tölu), leikhússtónlist, idans- sýningarlög, tvær sónötur o.fl. Ut hafa verið gefin 10-12 einsöngslög og kórlög. 1 und- irbúningi er útgáfa á nokkr- um sönglögum nýjum og gömlum, svo og endurprent- un hinna alkunnu og vinsælu sönglaga ,,Förusveinninn“ (Den farende Svend) og „1 fjarlægð“. Löngum hefur Karl hneigzt að því mörgum íslenzkum tón- skáldum fremur að semja verk fyrir lúðraeveit og Framnald á 10. síðu. Lo'ks hefur þátturinn kom- izf yfir skák eftir hinn unga skáksnilling Leif Jósteinsson, frá skákmótinu 'í Hafnarfirði. Skákin er tefld í síðustu um- ferð, og andstæðingur Leifs er kunnur meistaraflokksmað- ur, Jón Guðmundsson. betur að vígi.) 16.-------BxliG; 17. Bb5, c6; 18. dxc6, bxc6; 19. Be2, gxh3; 20. Dxd6, Hb8; 21. b3, Bg4; 22. Ddl. (Eðlilegra virð- ist 22. Bxg4, Dxg4; 23. Rxh3.) 22.------f5; 23. exf5, Bxf5; 24. Bd3, De6; 25. Bxf5, Hxf5; 26.Rc4, Hb-f8; 27. Rxh3, Hf3; 28. Dd6, Df5; 29. Ha-dl, Bg7; Skék effir Leif Jósfeinsson Jón Guðmundsson Svart: Leifur Jósteinsson 1. e4, g6; (Nú til dags leyfa menn sér að leika g6 í fyrsta leik við hvaða leik hvíts sem er.) 2. Rf3, Bg7; 3. d4, d6; 4. Bc4, Rc6; 5. Rg5. (Vafa- samur leikur. Betra virðist að hróka og ljúka síðan frek- ari liðskipun. Svartur verst auðveldlega hótuninni á f7.) 5.------Rh6; 6. c3, Bd7; 7. O—o, e5; 8. d5, Re7; 9. Bd3, O—O; 10. h3, Dc8; 11. Kh2, f6; 12. Rf3, g5! (Þessi leikur er einkennandi fyrir Leif. Hann undirbýi^ sókn í skjóli sterkrar peða- girðingar. Sumum hefði þótt eðlilegra að lpika f5.) 13. Rgl, Rg6; 14. g3, Kh8; 15. Ra3. (HVítur hefur enn ek'ki lokið liðskipun sinni. Lio svarts vinnur greinilega betur saman). 15. _ _ g4; 16. Bxh6. (Vandræðaleg lausn á við- fangsefninu, en eftir 16. h4, f5 stæði svartur greinilega 30. Dd7, Dh5; (Leifur reynin að skapa hótanir gegn hvita kóngnum og hótar nú Hxf2ý, en Jón er ennþá vel á verði.) 31. Kg2, Hf3-f7; 32. Dd3„ Dg4; 33. Dh2, e4; 34. Dd6, Dh5, 35. Kg2, Df3ý 36. Kgl, Hf5; 37. Rd2, Dh5; 38. Kg2, Be5. (Heimavarnarliðið er einnig komið í sóknina.) 39. Dxc6, Rh4f! 40. Kgl„ (40. gxh4 strandar á 40. -— — Dg4f, en 40. Kh2 sýn- ist hins vegar betri leikur.) 40. ----Dg4. Svart: Leifur Jósteinsson AICDIVON ABCDEFGH Hvítt: Jón Guðmundsson Framhald á 10. síðií CSkó&ððrm/i þurfa. hoC€a. (fóéa Iwótf ér-4-5%Je//ur ■í, .cttBtí '&ý.nH :-\o fvs ii:>.'/"c: :nc:A . aa-Oö'u; ifí‘ jí. i Tb»v-T£íj:. i;• • i * •--7. i' »«. ..d.- '.yjí'/t %'itz&i -i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.