Þjóðviljinn - 04.12.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.12.1960, Blaðsíða 4
'4) ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. desember 1960 -----■ Svœðamóti hleypt upp Þau tíðindi hafa gerzt, er bryggja hljóta alla skákvini, að svæðamct það sem fram átti að fara í Nijmegen í Hollandi og velja skyldi þrjá menn til millisvæðamótsins hefur verið énýtt af pólitisk- xim orsökum. Einum kepp- anda, Uhlmann frá Austur- Þýzkalandi, var meinuð þátt" taka í mótinu og þar með ruku hinir Austur-Evrópu keppendurnir, að meðtöldum fimm stórmeisturum einnig á dyr. Þetta minnir einna helzt á það er Bandaríkjamenn vildu ekki leyfa Bronstein ■hinum rússneska aðgang að Texas á sinum tíma vegna hernaðarlegs mikilvægis þess staðar er teflt var á. Sá var þó munurinn að enginn tók þá upp þykkjuna fyrir Bron- stein og tókst að forða hruni mótsins, þótt svipminna yrði það á eftir. En sannleikurinn er sá, að það er alvarlegri hlutur að meina keppanda aðgang að svæðamóti heldur en að ann- arskonar venjulegu skákmóti, þar sem teflt er um ákveðin réttindi á svæðamótunum, réttindi sem ekki er hægt að fá að tefla um annarsstaðar. Það hlýtur þvi að falla í verkahring alþjóðaskáksam- bandsins FÍDE að sjá svo um að slík mót sáu haldin á þeim stöðum sem allir keppendur hafa óhindraðan aðgang að. Ella fá þær reglur sem það sjálft hefur sett um val manna til heimsmeistara- keppni ekki notið sín. Það gegnir þv'i r.okkurri furðu að ,,Fide“ skyldi taka þann kost að halda mótinu áfram með rösklega helming þátttakenda. Hví var því ekki frestað, og það síðar haldið þar, sem aðstæður voru fyrir hendi fyrir alla kenpendur að tefla? Enginn getur ætlazt til þess, að austurþjóðirnar sætti sig við það, að - mótið í núver- andi mynd fái’ að ráða vali allra keppenda til millisvæða- mctsins. Það lengsta sem maður fær ímyndað sér, að þær gengju er það, að þær héldu sérmót og þrír efstu menn úr því mcti tefldu síðan við þrjá efstu menn á því móti sem nú er háð í Nijmegen, þrír efstu menn úr þvi úrslita- móti gengju síðan áfram til millisvæðamctsins. Þetta er aðeins hugmynd min til að bjarga því sem bjargað verð- ur, en því miður verður þátt" urinn víst ekki kvaddur til ráða er niál þéssi verða til lykta leidd! Hitt hljóta allir að vera sammála um, að atvik þau, sem leiddu til upplausnar mótsins eru mjög óæskileg og endurtekn;ng Feirra getur aðeins orð:ð skákinni til ó- þurftar. Skákmenn hafa fram p.ð þessu verið blessunarlega lausir við pólit'iskar tmflanir við framkvæmd alþjóðlegra skákmóta. Er vonandi að á því verði ekki heildárbreyting til hins verra. ★ Ingimar Jónsson sendir eftir- farandi skákir frá Olympíu- skákmótinu: í þriðju umferð tókst Uhl- marn, sem teflir á fyrsta borði DDR, að sigra Finnann Böck í fallegri skák. Hér .er skákin: Hvítt: Böök, Finnland. Svart: Uhhnann, DDK. Kóngsindversk vörn. 1. c4, Rf6; 2. Kc3, g6; 3. g3, Bg7; 4 Bg2, O—O; 5. d3. Leiktap. Betra er strax d4. 5.-------d6; 6. Rí3, eó; 7. 0—0, Rh5. Liður í undirbúningi að framrás f peðsins. 8. d4. Orökréttur ieikur, betra hefði verið Bd2 því næst Hbl og b4. 8.--------Kd7; 9. e4, c6. 10. Be3. Það kemur seinna í ljós að biskupinn á ekki heima á e3. 10.-------exd4, 11. Rxd4, Re5; 12. b3, Rg4; 13. Bcl, Bb6. 14. Rde2, 15. 15. Dxd6, Be5. 16. c5. Hvítur á varla um annað að velja, því fxe4 -hótar ómót- stæðilegri sókn. 16.-------Db4. 17. Dd2, f4; Mjcg sterkur leikur, hótar f3 og þrýstir einnig á g3. 18. Bf3, Dxc5; 19. b4, De7 20. h3, Rxf2. K,röftuglega teflt, nú verð- ur hvíta kóngsstaðan moluð. Ef nú Kxf2 þá Bxh3, og fxg3 fylgir á eftir, en léki hvítur 21. Hxf2, þá kæmi fxg3 og síðan Bxh3. 21. g4, Rxh3ý, 22. Kg2, Rg5, Hvítur gafst upp. 1 fyrstu umferð eigraði skáksveit Túnis dönsku skák- sveitina á öllum borðunum. Eftirfarandi skák var tefld á 1. borði. Hvitt Belkadlii Túnis Svart: Nielsen Danmörk Kóngsindversk vörn. 1. d4, RfO. 2. c4, g6. 3. Rc3, Bg7. 4. e4, (16. 5. Rf3, 0—0. 6. Be2, Rc6. 7. 0—0, a6. 8.. (15, Re5. (Svartur hefði heldur átt að leika Rc8, síðan til d7 og c5. Nú verða hvitu mennirnir áhrifamiklir). 9. Rxe5, dxe5. 10. Be3, e6. 11. h3, exd5, 12. cxd5, Re8. 13. Hcl, Rd6. 14. Dc2, B(17. 15. Ra4, Bxa4. 16. Dxa4, 15. 17. 13, H17. 18. Bd3, Dh4. 19. Da5, Bli6. 20. Bf2. (Eftir bxh6, Dxh6. 21. Hxc7. HxH. 22. DxH kemur De3 skák og hvítur tapar manni). 20. De7. 21. Hcel, He8. 22. He2, Bf4. 23. Hfel, Dg5. 24. h4, Df6. 25. Dc3, fxe4. 26. Bxe4, Rf5. 27. Bxf5, gxf5. 28. Dc,4, Ivh8. (Nielsen hefur tvennt í huga inéð þessum leik sínum. 1 fyrsta lagi, að rýma g-lín- una fyrir hróknum, og í öðru lagi, að forða kóngnum af skáklínunni a2—g8 sem er nú hættuleg vegna stöðu hvítu drottningarinnar. En hefði Nielsen tekið eftir næsta leik hvíts!......). 29. D.xí4!, exí‘4. 30. HxHý, Kg7? (Hf8 gefur betri varnar- möguleika). 31. . . . Ild7. (Undirbýr Bd4). 31. Hd7. (Nú er Hf8 of seint vegna He8—e6, Dd8. Bd4, Kg8. He7 og svartur er vonlaus). 32. Bd4, Kf7. 33. H8e6, Dd8. 34. HxlSt, Kg8. 35. IIg5+, Kí8. 36. IIf6ý Nielsen gafst upp. Hvítt: Haygartli England Svart: Petersen Danmörk Fronsk vöm — Skýringar eft- ir Harry Golombek. 1. e4, e6. 2. d4, (15. 3. Rd2. (Hvítur beitir Tarrasch af- brigðinu, sem nú hin síðari ár hefur mikið verið teflt'. Kostir þess eru: í fyrsta lagi, hindrar uppkomu Winawer- afbrigðisins., 3. Rc3, Bb4 og í öðru lagi heldur spennu mið- borðsins). 3 Rf'6. (Að vísu nothæfur leikur, en leiðir til erfiðrar stöðu fyrir svartan. Bezti möguleikinn fyrir svart til þess að svip- aðri stöðu er senniiega 3...... ' c5). 4. e5, Rfd7. 5. Bd3. (Svartur fengi góða stöðu eftir 5. f4, c5. 6. c3, Rc6. 7. R2f3, Db6. 8. Re2, f6). 5 c5. 6. c3, Rc6. 7. Re2. (1 þessari stöðu er oft reynd peðsfórn, 7. Rgf3, Db6. 8. 0—0, en komið hefur i ljós, að eftir 8.... cxd4. 9. cxd4, Rxd4. 10. Rxd4, Dxd4. hefur hvítur ekki næga sókn). 7. cxd4. (7. . . . f6 hefur einnig sin- ar veiku hliðar, aðallega vegna -hins kröftuga svars hvíts Rf4). 8. cxd4, 16. (Gcður leikur, en þó væri réttara að leika 8...... Db6, og eftir Rf3, Bb4 i).. 9. exf6, Dxf6. 10. Rf3, Bb4+. (8. . . . Bd6 er ekki oft leik- ið hér, en mín skoðun er sú að hann sé betri en gerði leik- urinn, sem flýtir fyrir útrás hvitu mannanna). 11. BJ2, BxBf 12. Dxd2, 0—0. 13. 0—0, e5. 14. dxe5, R7xe5. 15. Rxe5, Dxe5. 16. Hael, D(16. (Veikur leikur í tvísýnni stöðu. Betra hefði verið að ieika drottningunni til f6 til þess að hafa vald á reitnum g5). 17. Rg'3. (Rétta svarið. Hvitur hindr- ar að svartur geti jafnað stöð- una með Bf5 og undirbýr sjálfur sókn á kóngsvæng). 17. . . , Be6, 18. Dg5, Hae8. (Eftir þennan leik skellur óveðrið yfir svart. Hf7 gæfi betri varnarmöguleika). 19. Dh5, g6. (Önnur leið til að verja svarta kónginn var 19........ h6, en nægir heldur ekki). 20. Bxg'6. (Biskupsfórnin . leiðir til ó- verjandi sóknar). 20. . . . hxg6. 21. Dxg6ý, Iíh8. 22. Dh6, Kg8. 23. Rh5, He7. (Ef De7 þá Hxe6). 24. He3, Hf5. 25. Hg3+, K1'7. 26. Dh8, Hxli5. (Örvænting, en það er eng- in vörn til við mr.thótununum á g7 og g8). 27. Dxh5+, Kf8. 28. Dh8+, Kf7. 29. Hg7+, KÍ6. 30. Dh6+, Kc5. (Eða Kf5, g4+, Ke5, De3+, Kf6, Dg5 mát). 31. De3+, Kf5. 32. g4+ — og svartur gafst upp því mát verður ekki varið. Leiðir allra sem ætla að kaupa eða Seija B I L iiggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg 37. ósturinn ......................................................................................................mmmmmmmm...............mmmiimmmi Munið aS kaupa miða í Happdrœtti Þjóðviljans limiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimmmmimmmmiimmiiiiiiiimmiimimmmmmmmmmmmimmmmmm'iiiiiimiimiiimmimmmmmmmmmiiiiiiiiimiiimiimiiiim Einn atvinnulaus, hefur skrifað póstinum langt bréf og kemur víða við. Meðal annars blöskrar honum sá firnalúxus, sem sumir menn geta lagt í húsasmíðar, á sama tíma og aðrir verða að hætta við hálfre:3t , hús, vegna þeirra viðreisnarráð- stafana, sem plaga alla al- þýðu. Hann ber mikið og verðskuldað lof á Einar 01- geirsson fyrir það mikla gagn, sem hann hefur unnið alþýðu þessa lands cg bæj- arpósturinn viil eiriregið I taka undir það. Síðan segir orðrétt í bréfinu: ,,Nú duga engin vettlinga- ! tök, við valdsmenn þessarar I þjóðar. Við verðum að rísa ^ sem einn maður gegn kúg- unarstjórninni, þó svo við verðum að berja hana frá völdum. Heldur þú kannski, bæjarpóstur góður, að þess- ir fasistar, sem nú eru við völd, séu ekki búnir að berja nógu lengi á alþýðunni"? Bæjarpósturinn þykist vita það rétt eins vel og bréf- ritari og vill svo upplýsa, að hnéskelin hefst vel við. Svo þakkar hann hlý um- mæli um sjálfan sig og Þjóð- viljann og vonast eftir fleiri bréfum. Bæjarpósturinn hefur ver- ið beðinn að koma því á framfæri, hvort 8 fremstu bekkir Laugarásbíós uppfylli þær kröfur, sem gerðar eru til Todd-AO sýninga. Pósturinn beinir þessu til forráðamanna bíósins. Þar sem bæjarpósturinn hefur orðið var mikils yrk- ingaáhuga hjá lesendum sín- um, vill hann biðja þá að botna þennan vísuhelming: Fremur Óli asnaspörk, öll eru tól á þönum. Það má skoða þetta sem nokkurskonar samkeppni, þó að dómnefnd hafi ekki verið skipuð, né verðlaun útveguð. Botnarnir verða slegnir í, jafnóðum og þeir berast. Rúgbrauðsvinur hefur beðið póstinn fyrir eftirfar- andi: „Gætir þú grennslast eftir því fyrir mig, póstur minn, hvern'g það er með rúg- brauðin sem bökuð eru hjá Rúgbrauðsgerðinni, ég hefi nefnilega grun um, að þau séu úr gömlum agenemjöli, en ekki nýju heimamöluðu. Agene er sem kunnugt er eiturefni, sem blásið er inní mjölið og á að heita geymsluefni. Ég ræði ekki að þessu sinni um brauðið, sem fólk svælir í sig nótt sem nýtan cag, fyrir mikinn pening, en þar er áreiðanlega verkefni fyrir Neytendasamtökin, ætli þau sér á annað bi rð að taka hlutverk sitt alvar- lega. Með beztu kveðju, Rúgbrauðsvinur Pósturinn verður að viður- kenna, að hann kemur alveg af fjöllum og hefur ævin- lega étið sitt brauð sem 1. flokks vöru, en gaman væri að fá um þetta upplýsingar frá réttum aðilum. Rúgbrauðsvinur sendir stjórnarvöLdunum líka kveðjur í Ijóðum, hér eru nokkrar: Hcilræði. Ef að skyldi illa ára, eg hef ráðið, vinur minn. Að láta gamb' kreppu- klára hvíla sig við stjórn- völinn. Til athugunar. Ættu þeir að liafa hátt og hrósa gyllingunni, sem í öllu lúta lágt og lifa í spillingunni? Lýðræði. Láta mest af lýðræði, er lengst af svikja í verkí, Ágirnd, lýgi og ofbeldi, eru þeirra merki. Vemdin. Allir leppar lyginnar líka þykjast verndarar. Skælast hræður heimsk- aðar. í hernámsfjötrum, bölv- aðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.