Þjóðviljinn - 04.12.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.12.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 4. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Bandaríkin hafa fyrirgert transti sjálfstæðisleiðtoga Áfríkuþjóða Danski blaðamaðurinn Jörg’- j kröfur sem enginn sjálfstæður en Schliemann hefur ritað eftir leiðtogi Afrikumanna getur farandi grein um þá ákvörðun meirihluta allsherjarþings Si» að veita nefnd Kasavúbú, for- seta Kongó, viðurkenningu. Vesturveldin hafa á allsherj- arþingi Sí> auðmýkt hina af- rísku þjóðfrelsishreyfingu; sú auðmýking mun verða svo af- drifarík að sambærilegt verður við Súez-stríðið. Þetta gerðist þegar samþykkt var að viður- kenna nefnd Kasavúbús forseta sem lögmætan fulltrúa í heims- samtökunum, en ekki sendimenn Lúmúmba forsætisráðherra. Bandaríkin, sem björguðu áliti vesturveldanna, þegar Bretar og Frakkar réðust á Súez, bera nú höfuðábyrgðina á stefnu, sem með mildum orðum má nefna þröngsýna, en sem frekar væri rétt að kalla bæði glæpsamlega og heimskulega. Sérhver einlægur vinur Bandaríkjanna hlýtur að sjálf- sögðu að óska og vona, að á- stæðan til þess að svo er komið fyrir þeim nú stafi af sakleysi og vanþekkingu en þannig virð- ist því vera háttað með Dan- mörku (Danmörk greiddi at- kvæði með því að veita nefnd Kasavúbú aðild Kongó að SÞ, en Svíþjóð-og Finnland sátu hjá). En nánari athugun á ræðum bandaríska aðalfulltrúans James J. Wadsworth, í umræðunum á allsherjarþinginu leiðir því mið- ur í ljós að þessi skýring er röng. Hér er um að ræða mark- vissa stefnu, þar sem Bandarík- in njóta öflugs stuðnings frá hinu franska ríkjasambandi de Gaulle. Það er því ekki ástæða til að undrast það, að sendi- herra Bandaríkjanna í Leopold- ville, Clare Timberlake, skyldi um sama leyti fara í kurteisis- heimsókn til skilnaðarforingjans í Katanga, Moise Tshombe, — og nota þá um leið tækifærið til að skoða mannvirki Union Minieres í fylkiriu. Henry Stan- ley er ekki lengur eini illa róm- aði Ameríkumaðurinn í sögu Kongó. Það er óhætt að spá því að nafnanna Wadsworth og Timberlake muni minnzt með ó- vild í Afríku. Það er hörmuleg staðreynd að stjórn Eisenhowers hefur enn nægan tíma til að gera meira a£ sér gagnvart Afríku en Kennedy mun reynast fær um að bæta fyrir. En Eisenhow- erstjórnin ber ekki ein alla sök á þeirri stefnu í Kongómálinu sem hefur verið uppi, bandairísk blöð vefða einnig að taka á sig nokkuð af ábyrgðinni, þar sem fréttaflutningur þeirra frá Kongó á síðustu mánuðum hefur fremur endurspeglað kröfur hins kreddubundna andkommúnisma um algera pólitíska og móralska samstöðu með vesturlöndum, gengið að, en hinn raunverulega pólitíska grundvöll i Afriku í dag, hina jákvæðu hiutleysis- stefnu. Þannig hefur Kasavúbú orðið í augum Bandaríkja- manna fulltrúi hins vestræna lýðræðis, en Patrice Lúmúmba hins vegar að erindreka hins al- þjóðlega einræðis kommúnism- ans. Þetta er hrikaleg afski'æm- ing á hinu raunverulega ástandi, en það er að í Kongó er Lúm- úmba fulltrúi hinnar afrisku þjóðernisstefnu, en Kasavúbú er það ekki lengur. Að málið er þannig vaxið má lesa beint af úrslitum atkvæða- greiðslunnar. Þau ríki sem bera mest fyrir brjósti málstað hinn- ar afrísku sjálfstæðishreyíingar reyndu öll að koma í veg fýr- ir að upp úr slitnaði milli Banda- ríkjanna og Afríku, milli SÞ og Afríku. Þau reyndu að fá á- kvörðuninni frestað þar til sáttanefnd Hammarskjölds, skip- uð fulltrúum frá Asíu og Afríku, hefði verið í Leopoldville og gæti gefið skýrslu um viðleitni sfna til að sætta hin stríðandi öfj í valdabaráttunni í Kongó. Tilraunin mistókst, þegar Banda- ríkjunum tókst að þvinga íram að allsherjarþingið tæki án taf- ar afstöðu til deilunnar milli Kasavúbú og Lúmúmba. Niður- staðan varð sú að vesturveldin urðu ekki einungis að horfa upp á sovézku blökkina í hópi póli- tískra andstæðinga sinna, heldur einnig Gíneu, Ghana, Marokkó, Sambandslýðveldi araba, Malí, að jafnaði fylgja vesturveldun- um að málum, eins og Túnis, Nígería og Líbería, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, og það getur Bandaríkjastjórn ekki talið sér til tekna, og Bandarikin og Kasa- vúbú urðu að láta sér nægja hálfvolgan og skömmustulegan stuðning nokkurra aí afrísku rikjunum í franska rikjasam- bandinu, þó ekki þeirra allra, því að t.d. Mið-Afríku lýðveld- ið ákvað á síðustu ' stundu að skerast úr leik og sitja hjá. Fremst í fylkingu de Gaulle reið borgarastríðsstjórnin í Kamerún, sem ekki hefur i firhm ár tekizt að koma á röð og reglu í landi sínu. Þetta má kallast einkennandi fyrir þann stuðning sem vesturveldin geta nú vænzt frá Afríku i Kongómálinu. Það ætti þó ekki að vera erf- itt að koma auga á hve alvar- lega horfir, þegar Dag Hammar- skjöld sem í átökunum við Krústjoff hafði stuðning Sekou Touré, Kwame Nkrumah, Mú- hameðs V., Nassers, Súkarnós og Nehrús, getur nú talið þá alla í hópi hörðustu andstæðinga sinna í Kongómálinu. Modibo Keita og Sekou Touré hafa þeg- ar tilkynnt, að Mali og Gínea hætti aðild sinni að sáttaneínd- inni á þeim forsendum, að meirihluti allsherjarþingsins hafi þegar ráðið málinu til lykta. Hammarskjöld á það þá eftir að framkvæma ákvörðun meiri- hlutans um að haga störfum SÞ í Kongó í samræmi við óskir Kasavúbús og Mobútús ofursta, stefnu að fyrir það verður ekki aftur bætt. En SÞ hafa áður skipt um stefnu varðandi Kongó. Hin upphaflega afstaða sém varð til þess að Lúmúmba féU frá völdum en Mobútú tók við þeim var fátin víkj^ íyrir hinu raunsæja viðhorff Indverjans Dayal, sem látið var í Ijós í síðustu skýrslu Hammarskjölds til allsherjarþingsins. Þeir eru ekki margir sem hafa gert sér Ijóst hve mjög Dayal endur- vakti á fáum vikum traust hinna afrísku sjálfstæðisforingja að Lúmúmba meðtöldum til SÞ, en þar vann hann slíkt pólitískt afrek að fá jafnast á við það. Nú hefur meirihluti allsherjai'- þingsins velt Dayal um koll Hann hafði í skýrslu sinni lagt höfuðáherzlu á að það væri hinn sjálfskipaði einvaldi Mobútú, sem frekast torveldaði að aftur kæmist á eðlUegt ástand í land- inu og hann hafði sakað belg- íska aðila um að haía reynt að ná aftur undirtökunum í Kongó. Hann hafði svo sannarlega á skka stjórn sannan og lögmæt- réttu að standa um þetta hvort an fulltrúa Kongómanna, og það er í hæsta máta sennilegt að þess hvernig atkvæðagreiðslan fór, og með aðstoð ýmissa ann- arra, eins og t,d bandaríska að- alfulltrúans, James J. Wads- wcrth, sem til allrar hamingju hættir nú senn störfum sínum hjá SÞ, Fulbert Youlou ábóta, en vinir hans eru teknir að ótt- ast um pólitíska íramtið hans í gamla franska Kongó, og ut- anrikisráðh. Kamerúns, Charles Okala, sem varð fyrir því óhappi í umræðunum að kalla sjálfan sig leiguþý. Það er hugsanlegt að SÞ tak- ist að koma á laggirnar stjórn í Kongó, sem Bandaríkin verða ánægð með. Það er öldungis víst að hin raunverulega sjálfstæðu afrisku ríki munu aldrei telja Indónesíu og Indland. Lönd sem1 því að það er rökrétt afleiðing Bandarikin muni fyrr eða síð- ar uppskera sama vanþakklæt- ið í Kongó sem í vissum ríkjum Austur- og Suður-Asíu, þar sem þeir hafa stutt ranga menn til valda. Kasavúbú er ekki neinn Syngman Rhee, ekki einu sinni neinn Syngman Rhee mætti lika segja, og Mobútú oíursti er eng- inn Sjang Kajsék. En hér er um að raeða aðgerð- ir sem myndu eyða síðustu leif- unum af því trausti sem sjálf- stæðisforingjar Afríku kunna að bera til SÞ. Verði sú stefna sem kom fram í hinni flauðturslegu viður- kenningu á sendineínd Kasa- vúbús einnig látin ráða endan- legri lausn Kongóvandamálsins, hafa Sameinuðu þjóðirnar brugð- izt svo hinni afrísku sjálfstæðis- tveggja, en allsherjarþingið fól honum í raun réttri að viður- kenna stjórn Mobútús sem hina löglegu stjórn landsins. Þetta er afkáralegt ástand, sem aðeins verður hægt að lagfæra með nýjum meirihluta í SÞ, meiri- hluta fyrir stefnu Dayals, en slík hugarfarsbreyting' verður að gerast mjög fljótt, því að um leið og stefna Dayals hefur beðið skipbrot verður óhætt að segja eins og sagt er, í Leo- poldville: UN Go Home. Það kann að vera að Eisen- hower forseti haldi að álit Bandaríkjanna standi og falli með úrslitum atkvæðagreiðslna hjá SÞ, en það er sannarlega kominn t’mi til að einlægir vin- ir Bandaríkjanna geri þeim ljóst, að það eru slíkir sigrar sem Framhald á 10. síðu. HLJÖÐFÆRAtTFLUTNINGUR okkar frá tónlistarmiðstöðvum Klingenthal og Markneuldrchen og einnig frá öðrum stöðum í Þýzka alþýðuveldinu, eykst með ári hverju. Mestur hluti af úrvalsvöru dkkar er þegar vel þekktur og mikils metinn hjá viðskiptavinum okkar um allan heim. Við flytjum út allar tegundir hljóðfæra, svo sem: Harmonikur, Bandononsons, Munnliörpur, Strökhljcðfæri, Strengjahljóðfæri, Blásturshljóðfæri, Trommur og Rytmahljóð- færi, Músikstrengi, Rafmagnsbúnað við hljóðfæri og öll önnur tæki varðandi tónlist. , Hljóðfæri okkar eru örugg gæðavara. Tæknilega eru þau mjög fullkomin, nýtízkuleg að öllum útbúnaði, formfögur, auðveld í notkun og með óaðfinnanlegum hljómum og góðri endingu. l’mboðsmaður: Páll II. Pálsson, Drápulilíð 39, Reykjavík. Deutsche Musikinstrumenten- und Spielwaren Aussenliandelsgesellschaft MBH. Musikinstrumentenexport, Klingenlhal (Saclis) Deutsche Demokratische Republik. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEiiiiiiiiiLitiiiiii Dregið 23. des. í Happdrœtti Þgóðviljans - Þióðvilginn frestar aldrei happdrœtti iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiii*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.