Þjóðviljinn - 06.12.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1960, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN —(7 I dag er Helga Rafnsdóttir sextug. Það mundi vera mik- ið' skarð í söguritun verka- 1 ýðshreyfingarinnar á íslandi, ef þætti hennar yrði ekki ein- 'hvemt.'ma gerð þau skil, sem hann verðskuldar. Frá því um miðjan þriðja tug þessarar aldar cg a!lt þar til hún flutt- ist með manni sínum, ísleifi Högnasyni, til Reykjavíkur var 'hún tvímæialaust fremsta forustukona sósíaliskrar hreyf- ingar í Vestmannaeyjum og heimili þeirra hjóna miðstöð hreyfingarinnar. Það var á þeim árum, sem hinn trausti kjarni verkalýðshreyfingar- innar i Eyjum varð til og fékk eldskírn sína. Enn i dag standa samtökin í Vestmanna- eyjum á þeim grunni, sem þá var lagður. Helga var einn helzti hvata- maður að stofnun fyrsta verkakvennafélagsins í Eyj- um, sem nefndist ,,Hvöt“. Síðar varð liún ein aðalfor- ustukonan í verkakvennadeild verkamannaféi. ,,Drífanda“ og i „Verkakvennafélagi Vest- mannaeyja“ frá stofnun þess- Hún átti allra manna ríkastan þátt í því, að takast skyldi að sameina aftur verkalýðsfé- lögin í Vestmannaeyjum eftir klofningstímabilið, sem hægri menn Alþýöuflokksins stofn- uðu til, og sýndi hún þá að þrátt fyrir skaphita s;nn átti hún til mikla lipurð og sveigj- anleik, þegar hagsmunir verkalýðsstcttarinnar kröfð- til að knýja atvinnurekendur til undanhalds. . Þið hjónin sýnduð það þá, og þið hafið alltaf sýnt það síðan, að þið voruð vel til for- ustu fallin, þið spöruðuð ekk- ert til að rétta hlut lítilmagn- ans. Heimili ykkar var sannköll- uð miðstöð fyrir starfsemina. Það var álltaf ánægjulegt að koma upp að Boisastöðum, en þannig höfðu andstæðing- arnir nefnt húsið í niðrunar- skyni, en það missti algerlega marks, vinir ykkar og félagar tóku vel við þessu ágæta nafni og notuðu æ síðan. Að lokum sendi ég þér cg fjölskyldu þinni, Helga. rhin, mínar beztu kveðjur og árn- aðaróskir í tilefni dagsins. María Þórleifsdótíir. tír sjóði góðra miiminga Ilelga RafnsdóLtir. Það fer ekki hjá þvi, að maður, sem kominn er á efri ár, hafi kynnzt fjölda mörg- um mönnum og vingazt við hina beztu þeirra. Á þeim rúmum fjórum áratugum, sem liðnir eru frá því að ég gerð- ist félagi í verkalýðshreyfing- unni, hef ég eignazt marga góða vini. Flestir hinna elztu þeirra eru tengd'r fyrstu ár- unum eftir að vinstri armur- inn í Alþýðuflokknum hóf 'baráttu sína fyrir ákveðnu stefnumarki, lausu við öll hrossakaup og hentistefnu. Fyrsti áratugurinn var að mörgu leyti erfiður vegna þekkingarleysis o.lmennings og hleypidcma. Þá þótti það guðsþakkarverk að ofsækja brautryðjendurna og einkum að klerkdómur landsins gengi þar fram fyrir skjöldu. Enn gerist það í kirkjum landsins, að k’erliar þjóni Mammoni í Helga Raínsdóttir sextug ust þess. Þetta er mikil saga og má lesa nokkru nánar um þá atburði í 'bók Jóns bróður hennar „Vor í verum". Það var hún, sem kvaddi sér hljóðs og sagði þá setningu, sem er í minnum höfð og reið bagga- muninn um það, að verka- kveanafélögin í Eýjum sam- einuðust að nýju: „Við göng- um að þessu tilboði um fund í „Snót“ á morgun og upptöku okkar 1 félagið." En svo var mál með vexti, að hið litla klofningsfélag „Snót“, sem varia var þá meira en nafnið, hafði hafnað öllum tilboðum um sameiningu,' en bauð þó að lokum hálfu öðru hundraði kvenna í „Verkakvennafélagi Vestmannaeyja" að sækja um upptöku í trausti þess, að svo fjarstæðukenndu boði yrði hafnað. Eftir að Helga fluttist til Reykjavikur hefur luin verið ein atliafnamesta forastukon- an í kvennasamtökum sósíal- ista og gegnt fjölmörgum trúixaðarstörfum. Þeirrar starfsemi verður væntanlega einhvers getíð í dag af sam- starfskonum hennar, sem gerst þekkja tíl. Helga er meðal hinna beztu fulltrúa þess tímábils sósial- ismans á Islandi, þegar hug- sjónaeldurinn brann heitast, þeirrar kynslóðar, sem jafnan var reiðubúin að leggja allt i sölurnar fyrir þann mál- stað, er hún taldi heilagan. Hafi hún þökk fyrir hið liðna. Og megi henni endast aldur og starfskraftar til þess að láta flokk sinn og hugsjón enn um langa hrið njóta góðs af hæfileikum sín- um og dugnaði, Það er bezta hamingjuóskin, sem ég get sent henni í dag. Brynjólfur Bjarnason. Á þessum heiðursdegi þín- um árnar Kvenfélag sósíal- ista þér allra heilla og þakk- ar þér margra ára forustu, það þakkar þér umhyggjuna alla og þrotlaus störf. Öll störf þín stór sem smá hafa borið með sér lyndis- einkun þína sem fléttuð er Helga Rafnsdóttir verð- ur fjarvcrandi úr bænum í dag á sextugsafmæli sínu. <5:—— ------:—:---------1—: úr fórnfýsi, drenglyndi, dugn- aði og hreinskilni. Þegar þess- ir þættir eru fléttaoir saman verður úr sá vaður sem hverj- um einum er óhætt að síga í fram yfir klettaklungur liins steinrunna afturhalds, cg það er einmitt svo að þú Helga hefur und:ð líf þitt allt sterk- um böndum vitundar þinnar við hugsjón sósíalismans. Trú þín á réttmæti og sig- ur sósíalismans, sem sett hef- ur verið fram af hreinskilifi þinni og einurð hefur orðið öðrum hvatning að vinna með þér. Dugnaður þinn og fórnfýsi í störfum era þær vörður sem þú hefur reist við veg þeirra kvenna íslenzkra sem fara vilja leiðir sósiaiismans. Við samstarfskonur þínar vonum að mega enn um lang- an aldur njóta samfylgdar þinnar. Með félagskveðju. Birna Lárasdóttir. Ertu orðin sextug, kæra vinkona? Það eru þá um fjörutíu ár síðan við kynnt- umst. Það var í Vestmanna- eyjum. Þú varst fallega og gáfaða stúlkan, sem ég laðað- ist ósjálfrátt að. Margar eru minningarnar frá öllum þessum áram. Þá var verkalýðshreyfingin eins 0g reifabarn, sem broddborg- ararnir hefðu helzt viljað bera út, og sannarlega var margt gert til að kæfa lxana í fæðingunni. Manstu þegar ísieifur Högna- son, bóndi þinn, var fyrst í kjöri til Alþingis, móti íhalds- frambjóðandanum? Á þing- málafundunum, sem haldnir voru, voru jafnvel gerð óp að lionum, og þeim sem fj'lgdu honum að málum. Eða þegar þessi ungu verkalýðsfélög gerðu kröfu til kauphækkunar, en þá var kaup verkafólks svo lélegt, að það hafði rétt til hnífs og skeiðar, ef það hafði stöðuga vinnu ? Þá neituðu atvinnu- rekendur að tala við samn- inganefndirnar, sem sendar höfðu verið til samninga. Þegar málið var komið á þetta stig, þurfti góða forustu prédikunarstóli 0g noti kirkj- ur sinar tíl árása á hin- ar frumstæðustu kröfur al- þýðu manna, svo að ekki sé minnzt á launuð málgögn hinna auðugu, Mcrgunblaðið o. s. frv. Margir ungir menn hrifust þá til fylgis við marx- ismann, án þess þó að þekk- ing þeirra á sósíalismanum væri fullkomin. Það kom þá 1 okkar hlut, sem nokkra höfðu reynsluna og þekking- una, að fræða þessa merni og segja þeim þann. alvarlega sann’eika, að fylgi við sósíal- ismann væri annað og meira en að ganga unii’.r rauðum fánum. Fylgi við sósalism- ann þýddi þá ofsóknir, at- vinnuleysi og jafnvel fange’s- anír. Mörgiim manninum þótti það ógóð framtíð og gafst upp. Sumir seldu sál sína fyr- ir aðgangseyri að kræsingum auðstéttarinnar. Slíkt gerist enn bann dag í dag, og er þó undarlegra nú, þegar flokkur a-þýðunnar, fiokkur sósíal- ismans, er orðmn sterkur og getur greitt árásir andstæð- inganna í sömu mynt. Margir ágætir félagar eru nú gengnir fvrir ætternisstapann. Er bÍRx-t í hugum ckkar h'nna eldri vfir minningu þeirra. — Eigi allfáir hinna góðu gömlu félaga lifa enn og halda trúnaði sínum við æskuhug- sjónimar og allri hollustu. Þá hefur elcki bugað grjótkast andstæðinganna né hafa þeir skelfzt lítinn kost þeirra, sem borgaralegt þjóðfélag dæmir til sltóggangs. I þe:rra hópi eru mínir gömlu og' góðu fé- lagar fyrstu brautryðjendaár- anna, hjónin ísleifur Högua- son og Helga Rafnsdóttii-. Þegar ég kom fyrst til Vestmannaeyja í erir./Þ um verkalýðshreyfingarinnar, sumarið 1922, þá með ták- mörkuðu ferðafrelsi vegna fangelsisdóms, var mér sagt frá starfi Isleifs í þágu veikra og ofsóttra samtalfa verka- manna. ísleifur var þá allt í senn, kaupfélagsstjóri lítils félags og bjargvættur verka- lýðsfélagsins, ráðunautur þess og ar.dlegur forystumaður. Aftur kom ég til Eyja 1926 í sv:puðum erindum cg dvaldist þá lengi þar. Þá kynntist ég þeim hjónum báðum og voru þau komin í þá víglínu, sem harðast var barizt. Samhent voru þau og mátti ekki á milli sjá, hvort þeirra, þessara ungu og glæsilegu hjóna, stæði framar í baráttunni. iHeimili þeirra í Eyjum var að ýmsu leyti samskonar heinrli og heimili foreldra miuna „á Vesturgötunni“. Þar hittust þeir menn, sem fram- arlega stóðu í verkalýðsbar- áttunni og ræddu þau málin, sem mestu máli skiptu. Sum- ir þessara góðu félaga era nú horfnir eins og þeir Brvngeir Torfason og Ingibergur Hann- esson,r* Victor Jacobson og Guðlaugur Hannesson. Þarna kom saman gott fólk í skjóli þeirra Helgu og ísleifs og naut e'dmóðs þe'rra og þekk- ingar. Nú er hún Helga orðin sextug og allmörg ár liðin síðan sátu hjá þeim aldraðir cg unarir brautryðjendur, og nutu vináttu þeirra hióna og hvatmngar. Samt er hún He'"a Rafns ung og fögur stúika í mínum augum — sama unga hetjan, sem aldrei lat'-i mann sinn. Af tmkk'æti fvrir alit hið góða. sem liðið er, og í tránni á framhald þe'rrar baráttu, sendi ég hjartanlegar kveðj- ur mínar gömlu og góðu félög- unum. Helgu og ís'eifi. Rörn- um beirra og öðram é■-'vinum sendi é<r einmg kvoðúir mín- ar. Moei íslenzkur verka'vður enn um óraiangan t'm.n nióta e'dmóðs og hollustu Helgu Rafnsdóttur. Hendirik Ottósson. í grein Guðmundar Böðvars- 'sonar síðastliðinn laugardag um ritverk Kristleifs frá Stóra- Kroppi, urðu þessar prentvillur í þrið.ia dálki greinarinnar: „sögum af blýju og gofugum skilningi“ í staðinn fyrir „sögð- um af hlýju og göfugum skiln- ingi“, og síðan endurtekin sayna prentvillan í sömu setningu, þ, e.a.s.: sögum í stað sixgðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.