Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 1
Tillögur Einars Olgeirssonar — flottar á Áíþingi í gær: Vaxtaokrinu verði hætt og lleiri ráðstafanir gerðar til að tryggja rekstur fiskiskipaflotans og hækka fiskverðið TAFARLAUSAR RÁÐSTAFANIR ER ÞÝÐA 17% HÆKK- OG OPINBERRA STARF-9"*""* Við , 2. umræðu efna-^ hagslaganna á Alþingi flytur Einar Olgeirsson víðtækar breytingartil- lögur við sjálf lögin frá því í febrúar í fyrra. Aðalatriði tillagna Einars eru: 1. Vísitölubannið verði afnumið, og fullar kaup- bæfur greiddar fyrir hækkanir sem orðið hafa á vöruverði og þjónustu, án þess að leyft verði að hækka-verðlag af-fgtöt'" sökum. Samþykkt þessa ákvæðis þýddi um Í7% tafarlausa kauphækkun. 2. Stórkosfieg lækkun vaxta og aðrar ráðstafan- ir til að gera sjávarút- veginum kleift að standa undir hækkuðu kaupi og fá aðstöðu til að hækka fiskverðið. Framhald á 4. síðu. Happdrætti Þjóðviljans Hver vill bjóða í smygluð úr? — Sjá t'rélt ai' uppboffi í tollskýlinu á 3. síðu. —(Ljósm. T>,jóðv. A.K.). cSagar effir Nú þurfum við að lierða róður- inn beldur betur. Allir, scm fengið hafa sendar happdrættis- blokkir, ]iurfa að gera skil sem allra fyrst. I*essa fáu daga, sem enn eru til stefnu, verðum við að gera verulegt átak í happdrættísmiðasölunni, við get uin ]iað, aðeins ef við erum santtaka og enginn liggur á liði sínu. Það er skylda okkar að foregðast vel við, þegar blað- ið oldkar, málgagn okkar í liagsmunabaráttunni leitar tíl okkar. Gerum okkur Ijóst hvar við værum stödd, ef við ættum elikert málgagn, sem berðist fyrir liagsmunamálum okkar og túlkaði viðhorf okkar tíl mál- anna. Leggjumst nú öll á eitt cins og svo !oft áður, og sýn- uin í verki, að við látum okkur annt um blaðið okkar. Allir eitt til starfa! Einn gekk úr skipsrúmi, - tveir réðu sig í staðinn Austurþýzki togarinn Erfurt fór héSan með sfœrri áhöfn en hann hafSi komiS með/ Þegar austurþýzki togarinn Erfurt lét úr höfn í Reykja- vík í gær haföi nokkur breyting' oröiö á áhöfninni. Matsveinninn, piltur um tvítugt, hafði beöiff um landvist- arleyfi hér sem „pólitískur flóttamaöur“! Hins vegar höfffu bætzt viff áhöfnina iveir menn, Vestur-Þjóffverji og Spánverji, og er ætlun þeirra aff setjast aff í Rostock. Togarinn Erfurt er mjög vandað og fullkomið skip, og aðbúð þar öll hin bezta. Héf- ur skipið stundað veiðar um 5 ára skeið, og hefur það aldrei áður komið fyrir að maður liafi yfirgefið skipið í erlendri höfn. Matsveinninn — sem eins og áður er sagt er aðeins um tví- tugt — hafði aðeins verið á skipinu 12 daga. Þegar togarinn kom hingað vakti það athygli að tveir út- lendingar, Vestur-Þjóðverji og Austurríkismaður, settu sig fljótlega í eamband við mat- sveininn og héldu honum veizlu. Er trúlegt að einhverskonar á- hrif þeirra hafi orðið til þess að hann gaf sig fram við lög- regluna í fyrrakvöld og kvaðst vilja leita hér „hælis sem póli- tískur flóttamaður“! En fyrsta verk lögreglunnar var að hringja í Morgunblaðið! Hinsvegar höfðu tveir aðrir útlendingar sótt um að verða ráðnir á togarann. Annar þeirra er Vestur-Þjóðverji sem hér hefur dvalizt um skeið. Hinn er Spánverji, sem starfaði áður í Vestur-Þýzkalandi, varð síðan 'atvinnulaus og kom hingað, en hefur ekki fengið neitt að gera hér. Leizt þeim báðum svo vel á togarann að þeir sóttu um vinnu á honum í því skyni að setjast síðan að í Rostock. Framhald á 10. siðu iílokkunniC Orðsending frá Sósíalistafélagi Reykjavíkur: Deildarstjórnir — trúnaðar- menn! Enn eru möguleikar á að auka liðsafla okkar í sölu happdrætt- isiniða í Þjóðviljahappdrættinu. Setjið ykkur í samband viS skrifstofurnar sími 17500 og 17510 — Félagar! Allir tii starí'a! Tilgangi „viðreisnarinnar" senn náð: ATVINNULEYSIÐ ER KOMIÐ Margir voru haldnir þeirri firru að tilgangur „viðreisn- ar“ núverandi íhalds- og krata- stjórnar væri sá, sem þeir hafa reynt að halda fram sjálfir: að reisa við efnahag almennings og þjóðarinnar í heild. Nú tek- ur enginn heilvita maður mark á slíku bulli. Hver um sig hcf- ur reynslu af því að efnahagur hans hefur versnað en ekki batnað — nema vitanlega auð- mennirnir í landinu, þeir hafa grætt. Þeir einir hafa grætt á ,,viðreisninni“. „Viðreisrin“ hefur aftur á móti náð þeim raunverulega tilgangi sínum að koma á „mátulegu atvinnuleysi“. Á bæjarstjórnarfundi í gær fóv ust Guðmundi J. Guðmunds- syni m.a. orð á þessa leið: „Eg fullyrði að nú þegar cr komið þó nokkuð at' vinmileysi, og lialdi þróunin áfram ein.s og n,ú horfir verð- ur atvinnuleysi mikið þeg- ar eftir áramótin. Fólkið í frystihúsunum er nú kallað til vinnu 2—3 daga í viku, og þá mætir Framh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.