Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.12.1960, Blaðsíða 10
5E0) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiir 16. desember 1960 L Rœtt vi5 Jén Guðnason ; Framhald af 7. síðu. gildi fyrir borgarastéttina , eins og rússneska byltingin fyrir verkamannastéttina; á ýmsan hátt eru þessir atburð- ir hliðstæðir, þótt afleiðingar þeirra verði gjörólíkar. Ýms- ir byltingaleiðtcgarnir eru beztu syn;r franskrar borg- arastéttar á þessum árum. Ég var dálítið spenntur, livað gert yrði Robespierre til heið- urs 1958; þá var 150 ára af- mæli hans og ég var byrjaður á bók minni. Það var feilt í franska þinginu, að minnast hans nokkuð af því tilefni. Þannig hefur franska borg- arastéttin i dag borið þennan brautryðjanda sinn út á haug og vitl ekki kannast vfð hann. Auðvitað er ég ekki einn um þau sjónarmið, sem ég set fram. Þetta er lítil bók um mikilvægt tímabil; hún geym- ir ekkert pláss fyrir bolla- s, leggingar um menn og mál- efni, en krefst umbúðarlausr- ar hlutlægrar frásagnar. Ég hef reynt að forðast hrösluleg- ar lýsingar og skáMlegheit; slíkt á hvorugt við í frásögn- um af þessu t.mabili að mínu viti. Önnur tímabil geta verið lyriskari og enn önnur hafa á sér me'ri nöturleikablæ, Þau -i- S]onarmið, sem bókin opnar lesendum, gæti ég auðvitað skýrt mikið betur, ef út í þá sálma væri farið“. Viðureign við tímatal og prentvillur. Veiztu nokkuð um það, hvers er að vænta af þessari . útgáfu á næstunni? i „Ég veit, að nokkrir menn eru með bækur í smíðum, en ég ætla ekki að fara að koma fram með nein fyrirheit fyrir þairra hönd. Það mun heyrast frá þeim bráðiega. Við eig- um nóg að ungum áhuga- mönnum um sagnfræði; það mun koma á öaginn“. Fannst þér ekki erfitt að hefja þetta verk, þar sem bindin á undan eru ókomin? Að vísu eru mjög skörp mörk um 1789, eftir því sem um er að ræða í sögunni. Það er auðvitað erfitt að taka upp alla þræði, byrja hálfgert í lausu lofti, þegar allt er á hraðri ferð vegna iðnbylting- arinnar og kapítalismans, sem geystist fram á svið sögunn- ar með öllum sínum umsvif- um. Saga nútímans hefst í raun og veru með iðnbylting- unni um 1760. Sú þróun, sem orðið hefur hér á landi síðustu öldina, er ekkert annað en angi af þeirri byltingu. Við öðlumst aldrei fullnægjandi skilning á eigin sögu nema í samhengi við alþjóðlega þró- un og atburði. Gangur mál- anna á íslandi ákvaðast auð- vitað að miklu leyti af því sem gerist úti í löndum, og hið tímamótamarkandi skeið á Vesturlöndum og þar með í veröldinni er fyrri hluti 19. aldar, þótt þróun málanna verði með sérstökum hætti í hverju Iandi“. Ertu ekki sæmilega ánægður með útgáfu bókar- innar? Frágangur hennar er með því bezta, sem ég þekki. j Ég heyri, að fólk er að narta í mvndprentunarmenn okkar og leitað er út fyrir land- steinana með myncprentanir. Ég er hæstánægður með vinnubrögð EymurjJur Magn- ússonar, sé ekki betur en myndirnar séu eins vel prent- aðar og þar sem bezt er er- lendis. Hafsteinn Guðmunds- son prentsmiðjustjóri teiknaði kcrt og hjálpaði mér á ýmsan hátt að gera bókina úr garði. Hins vegar er þetta fyrsta bók, sem ég gef út, og mér er nú fyrst Ijóst, hve mikla árvekni þarf til þess að sjá um, að handritið komist óbrjálað gegnum prentvélarn- ar.. Mér er óskiljanlegt, hvernig prentvillupúkinn hef- ur brotizt í gegnum fjórfalda röð leiðréttinga me'stara. Þannig hefur hann stolið einu núlli á blaðsíðu 287; íbúar Mexíkóborgar eru þar taldir 9.000 en voru reyndar 90.000. Á blaðsiðu 229 hefur blóð fallið framan af skattheimt- unni hjá Tyrkjum; þar seg;r um kristna menn, að þeir hafi einir goldið skattinn í Tyrkjaveldi, en á að vera blcðskattinn, sem áður gre;n- . ir frá. Þetta eru helztu efn- isvillurnar, sem ég hef rekizt á, og venjulegar prentvillur eru ekki áberandi, en mér þykir leiðinlegt, að nokkur skuii hafa komizt í gegn. Ég hélt að öryggisráðstafanirnar væru ncgu öflugar til þess að útiloka þær, en það hefur ekki tekizt a’gjörlega, þvív miður.“ Vildir þú koma nokkru sér- stöku á framfæri um þessa bók við tilvorandi lesendur? „Ég hef orðið að sleppa ýmsum atriðum, sem æskilegt hefði ver'ð að drepa á í yfir- litsriti um þetta tímabil, t.d. ' ’rep ég nær ekkert á atburði í náttúruvísindum cg læknis- fræði, en tel hentugra að gera þeim skil í næsta bindi, sökum samhengis; það er til dæmis eðlilegt að fjallað verði talsvert rækilega um náttúruvísindi, þegar gerð verður grein fyr'.r Darwin og þróunarkenningunni. Sam- vinnuhreyfingin á einnig ræt- ur í þessu tímabib, sem bók- in fjallar um, en aðalvaxtar- skeið liennar er á síðari hluta aldarinnar, og þá ber að skýra frá upphafi hennar. Mér fellur ilia að höggva efn- ið mjög í smákafla; ég hef lehazt við að birta heildar- mynd'r eftir föngum, en hef þá stundum orðið að hverfa frá strangri tímatalsrðð. At- burðaskráin aftan við bókina á að rétta úr þeim smirðum, sem af því kunna að leiða. Ef mér hefði ekki vér’'' mjög Jtröngur sfakkur skórinn, hefði ég haft gaman af því að birta kafla úr snjöllum þýðingum Islendinga á höfuð- skáldum rómantíkurinnar, því að mörg þessi kvæði varþa skýru ljcsi á samfélag.shætti þes-sara ára. Annars yrði það of langt mál að fjalla um allt það, sem ég viidi hafa. sagt, ti’-'a fram skankana, sem sniðust utan a?.“ B.Þ. BÖTAGREIÐSLUR almannahvgginga í Reykjavik. Greiðslur fjölskyldubóta til 1 og 2 barna fjölskyldna hefjast strax laugardaginn 17. þ.m. og verða frá þeim degi allar tegundir bóta greiddar til aðfanga- dags. Milli jóla og nýárs verða engar bætur greiddar. Fólk er því hvatt til að sækja ógreiddar bætur sem fyrst. Bótagreiðslur fara fram óslitið ki. 9.30—3 e.h. virka daga, nema laugardaginn 17. þ.m. verða bætur greiddar kl. 9.30—6 e.h. Á aðfangadag lýkur bóta- greiðslum kl. 12 á hádegi. TRY GGIN GASTOFNUN RÍKISINS. 33 snúninga. Höfum fyrirliggjandi óperur, hljómsveitarverk, karla- og kvennakóra og einsöngvara. Fjölda þjóðlaga og vinsælla söngva. Bandúrutríó Nínu Pavlenkó, Valentíiu TredjcLova og Tamöru Polistsúk. Sömu söngvarar er sungu og léku hér í Þjóðleik- húsinu fyrir tveimur árum. I s t o r g h. f., Hallveigarstíg 10. — Sími 2-2961. Bylting Framhald af 12. síðu heimleiðis, og lenti flugvél hans í Eritreu, sambandsriki Eþíópíu. Hinn nýi konungur er sagð- ur frjálslyndur í skoðunum og vinsæll í landinu. Hann er 44 ára, menntaður í Bretlandi. Forsætisráðherra byltingar- stjórnarinnar er Ras Imru, fyrrum sendiherra í Sovétrikj- unum og Indlandi. Hann hefur flutt ávarp til þjóðarinnar i út- varpið í Addis Abeba. Tveir réðu sig Framliald af 1. síðu. Gekk íslenzka lögreg’an frá pappírum þeirra í gærmorgun, en siðan lét Erfurt úr höfn og var einum manni fleira í áhöfn- inni en þegar togarinn lagði af stað frá Rostock. Á máli Morg- unblaðsirs myndi það væntan- lega heita að tveir menn hafi yfirgefið ísland sem pólitískir flóttamenn og leitað hælis í Austur-Þýzkalandi. 1 gærmorgun tók sakadómari skýrslu af „flóttamanninum“ en síðan mun útlendingaeftir- litið taka málið til meðferðar. Að því lcknu verður það feng- ið dómsmálaráðuneytinu til úr- skurðar og ákveður það, hvort veita skuli honum hér landvist- arleyfi sem flóttamanni. Allt fyrir yngstu kynslóðina. — Ný gerð barnavagna, sem eru burðarrúm, keria og vagn, verð kr. 2490,00 — Barna- vagnar frá kr. 1880,00. — Þýzkar barnakerrur kr. 1080,00, barnarúm, leikgrindur, rólur, kerrupokar, beizli, ruggubílar, rugguhestar, ný gerð ungbarnastóla sem má breyta í borð og stól fyrir eldri börn (samanber mynd). Nýkomið fjölbreytt úrval smekklegra leikfanga •— brúð- ur, brúðuvagnar, kerrur; brúðuhúsgögn, allskonar jóla- skraut og margt fleira. Póstsendum um land allt. FÁFNIR Skólavörustíg 10. Sími 12631. Pósthólf 766. Símn. Fáfnir Framhald af 6. síðu. þá um atvinnu’lf og framfarir í landinu síðan 1874, sem er í kennslubókum barnaskólanna. Fjölmargar skemmtilegar myndir prýða bókina. Ríkisút- gáfan ætti að láta sérprenta þær fyrir vinnubókastarf- semi skólanna. Sagan okkar er tilvalin jólagjöf handa börnum, sem farin eru að læra ís’andssögu, og mörgum fullorðnum mundi þykja meiri fengur í henni en sumum stóru bókunum, sem sendar eru á markaðinn til jólagjafa. Mörgum kennara xnun þykja gott að fá þessa bók i hendur. f Kosnir í Norðnr- landaráðið Neðri deild Alþingis kaus í gær fulltrúa í Norðurlanda- ráð. Kosnir voru af a lista: Gísli Jónsson og Sigurður Ingimund arson, og af b lista: Einar OI- geirsson. Varamenn voru kosn- ir af a lista Matthías Mathie- sen og Birgir Finnsson og af b lista Hannibal Valdimarsson. Ekki komu fram fleiri uppá- stungur en kjcsa átti. Tungleldfleeug sprakk í USA Bandaríjfjamenn gerðu í gær misheppnaða tilraun til að koma gervitungli á loft, en það átti að fara á braut umhverfis tunglið. Skjóta átti gervitunglinu með risaeldflaug frá Cauaveral-höfða á Floridaskaga, en eldflaugin sprakk, skömmu eftir að hún losnaði frá jörðu. Atvinnuleysi Framhald af 1. síðu. það allt, því ekki er um meiná aðra vinnu að ræða. Bygg- ingavinna er að stöðvast og' flestir iðnaðarmenn eru á uppsögni. Víða hafa fyrir- tæki þegar sagt upp starfs- fólki, eða það stendur til að segja því upp efiir áramót- in.“ Þessi ummæli Guðmundar féllu í uniræðum um fjárliags- áætlun bæjarins, og kvað Guð- mundur bæjarstjcrnina ekki geta minnlkað framlög til verk- legra framkvæmda þegar svo horfði. Guðmundur J. kvaðst sleppa að nef na eins'ölt dæmi um uppsagn»r og atv'rinu- leysi, en vildi eirhver bera brigður á ummæli sín myndi hann taka aftur til máls o,g telja upp nokkur dæmi. íhaldið þorði ekki að víkjá orði að þessu máli o<r sam- þvkk'i með þöeninnij að at- vinnu'.eys'ð væri komíð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.